Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristjón GunnarKristjónsson fæddist á Skóla- vörðustíg 26 í Reykjavík 9. mars 1920. Hann lést á Landakoti 20. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðrún Einarsdóttir, f. 21.6.1891, d. 26.4. 1983, og Kristjón Jónsson trésmiður, f. 25.6.1876, d, 24.7. 1962. Systkini Gunn- ars eru: Jón, f. 7.2. 1912, d. 10.4. 1933; Einar Vilhelm, f. 1.6. 1913, d. 25.2. 1918; Sesselja Kristín, f. 9.1. 1915; Ólafur Helgi 25.2. 1917, d. 1.3. 1925; Einar Vilhelm, f. 17.9. 1918, d. 2.12. 1925; Guðrún, f. 10.6. 1922, d. 28.4. 1925; Haraldur Gottfreð, f. 28.1. 1924, d. 13.8. 1968; og Már, f. 28.1. 1927, d. 22.8. 1989. Uppeldisbróðir, son- ur Jóns, elsta bróður Gunnars, var Jón Gunnar Kristjóns, f. 10.9. 1933, d. 14.10. 1995. Mestan hluta ævi sinnar vann Gunnar í vélsmiðjunni Hamri í Tryggva- götu og seinna í Borgartúni. Útför Gunnars fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Gunni frændi er látinn eftir nokk- urra mánaða sjúkrahúslegu. Hann skilur eftir tómarúm í hugum okkar sem ólumst svo að segja upp hjá hon- um á Skólavörðustíg 26. Á Skóla- vörðustíg bjuggu amma, afi, fjórir synir og fjölskyldur þeirra. Gunni skipaði stóran sess í lífi fjölskyldn- anna og ekki síst okkar krakkanna, en hann var barngóður með afbrigðum. Þegar við hugsum til baka kemur margt upp í hugann. Við vorum ekki há í loftinu þegar hann fór að með okkur í spássitúra niður í bæ en hann kallaði göngutúra því nafni. Í þessum ferðum kenndi hann okkur að þekkja helstu byggingar bæjarins og þegar við vorum orðin læs lagði hann fyrir okkur spurningar í þessum spássitúr- um. ,,Hvar stendur KRON, hvar stendur Gosi?“ og fleira í þeim dúr. Þetta var spennandi leikur hjá okkur krökkunum því allir vildu vera fyrstir til að svara. Oftar en ekki fengum við eitthvað í gogginn, ís, Prins póló eða jafnvel pulsu á Bæjarins bestu. Marg- ar ísferðir voru farnar til Jónasar á Þórsbar sem var á horni Baldursgötu og Þórsgötu og átti hann það til að bjóða krökkum sem urðu á leið okkar þangað upp á ís. Lengi vel var Gunni með kartöflugarð í Vatnsmýrinni rétt hjá gamla Tívolí og fengum við krakk- arnir að fara með honum að taka upp. Gunni fór allra sinna ferða á hjóli og hafði hann sett auka hnakk á stöngina og sérstakan fótastand til að geta reitt litlu vini sína með sér í garðinn. Hann hafði gaman af því að sýna hin- um kartöflukörlunum hve stórar kartöflur komu upp hjá honum. Setti hann því stærstu kartöflurnar efst í hvern kassa og undruðust karlarnir sem heilsuðu upp á hann, þessa risa- vöxnu uppskeru hjá Gunna. Kartöflu- uppskeran var svo flutt upp á Skóla- vörðustíg í skúr sem hann hafði útbúið úti í porti og einangrað vel. Uppskeran dugði svo fyrir alla í hús- inu fram á næsta sumar. Úti í porti hafði hann útbúið ágætis leikvöll. Leikvöllurinn var ekki stór en þarna var þó róla, vegasalt, ruggu- hestur og einhvers konar járnbraut- arlest sem komst þó ekkert áfram. Farartækið var undir svölunum og voru í því þrjú rými. Fremst hafði hann útbúið sæti og stýri og var horft út á milli þrepanna á svalastiganum, framrúðan var semsagt á milli þrep- anna. Í næsta rými var vélarrúm, þar var sæti og stór sívalningur með handfangi, þegar handfanginu var snúið kom vélarhljóð í lestina. Í aft- asta rýminu var svo farþegavagn. Ekki má gleyma að nefna að hann sá alveg um að halda við reiðhjólunum okkar. Árin liðu og við krakkarnir týnd- umst burt úr húsinu en næsta kynslóð hafði jafn gaman af því að heimsækja Gunna og við hin. Gunni var bókamaður alla tíð, las mikið og var fróður um menn og mál- efni. Hann hafði áhuga á málum líð- andi stundar og var t.d. tíður gestur á pöllum Alþingis. Eftir að hann hætti að vinna gerði hann ýmislegt sér til dundurs svo sem að safna dósum sem hann gerði af miklu kappi og hafði mjög gaman af. Einnig stundaði hann sólböð af mikilli elju í portinu með út- varpið hátt stillt og hreyfði þá hvorki legg né lið. Ósérhlífni, óeigingirni og hjálpsemi lýsa Gunna frænda vel. Veraldlegir hlutir virtust ekki skipta hann máli, hann var nýtinn og nægjusamur og lifði fábrotnu og látlausu lífi. Við sáum eftir að við eltumst hve líf hans var óeigingjarnt en það snerist að mestu leyti um húsið og stórfjölskylduna. Hann lagði mikið af mörkum við stækkun hússins sem faðir hans hafði byggt á þriðja áratugnum og var nán- ast eins og húsvörður. Hann var byrj- aður fyrir allar aldir að moka snjóinn af stéttinni fyrir utan húsið og tók jafn- vel fyrir framan næsta hús svona í leið- inni. Og ekki var óalgengt að íbúar hússins vöknuðu við að Gunni frændi var að þvo gluggana með langa þvotta- kústinum. Svona var hann Gunni allt- af að gera eitthvað fyrir aðra. Samband ömmu og Gunna var mjög náið og síðustu árin sem hún lifði heimsótti hann hana daglega á elliheimilið. Fleiri virtust bíða eftir heimsóknum hans því hinar ,,döm- urnar“ á deildinni fögnuðu honum og heilsuðu með nafni og handabandi þegar hann gekk inn ganginn. Gunni bjó alla sína ævi í húsinu og hefur líklega verið einn elsti íbúinn við stíginn með samfellda búsetu. Minnast margir hans hjólandi um bæ- inn og í seinni tíð sitjandi á stól fyrir framan húsið að fylgjast með mannlíf- inu. Sjónarsviptir er af Gunna frænda og Skólavörðustígurinn er tómlegur án hans. Kveðja frá krökkunum á Skóló, Gunnar Pétur, Einar, Guðrún, Kristjón ,,stóri“, Atli Gunnar, Anna María og Kristjón (Lilli). Elsku Gunni frændi, nú er komið að kveðjustund. Þegar ég var lítill strákur í Ólafsvík var tilhlökkunin mikil þegar farið var til Reykjavíkur því hápunkturinn var að heimsækja þig í kjallarann. Verk- stæðið var spennandi, fullt af gömlum verkfærum og kenndir þú mér að þekkja nöfnin á þeim og leyfðir mér stundum að smíða eitthvað smávegis. Svo fórum við oft í keppni inni í stofu hjá þér þar sem leikurinn snerist um að kasta sem flestum töppum ofan í vasa. Við fórum oft í göngutúra á sögulega staði og þú sagðir mér hvernig lífið var þegar þú varst ung- ur. Svo má ég til að minnast á gell- urnar þínar því þær brögðuðust betur hjá þér en nokkrum öðrum. Ég veit að þú varst orðinn lasinn og þreyttur og hvíldinni feginn. Þakka þér allar skemmtilegu stundirnar. Þinn frændi og vinur, Ómar Ingi. Elsku frændi okkar, Gunni, er lát- inn. Við áttum margar góðar stundir með honum í kjallaranum á Skóla- vörðustíg 26. Við minnumst þess er Gunni fór með okkur út í port og gaf okkur oft ýmislegt góðgæti. En nú er hann farinn og við sökn- um hans sárt. „Dáinn, horfinn“ – harmafregn! hvílíkt orð mig dynur yfir! En eg veit að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða, hvað væri sigur sonarins góða? illur draumur, opin gröf. (Jónas Hallgrímsson.) Guðrún Kristín Einarsdóttir, Ragna Sigrún Kristjónsdóttir, Eydís Björk Einarsdóttir og Karen María Einarsdóttir. GUNNAR KRISTJÓNSSON Góður vinur okkar hjóna, Guðjón Högna- son frá Laxárdal í Gnúpverjahreppi, er látinn, nærri 77 ára gamall, eftir erf- ið veikindi nú við leiðarlok. Fyrstu kynni mín af Guðjóni voru í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar, en hann var í hópi þeirra úrvalsnem- enda Sigurðar, sem heimsóttu skól- ann reglulega og miðluðu okkur hin- um yngri af kunnáttu sinni og færni. Auk þess að vera vel íþróttum búinn var Guðjón handlaginn vel og eftir- sóttur til allrar vinnu. Ljúfur dreng- ur og glaðlyndur, sem bar hag þjóðar sinnar og íbúa hennar alla tíð fyrir brjósti, ekki síst íslensku bænda- stéttarinnar, en Guðjón var búfræð- ingur að mennt frá Bændaskólanum á Hólum og átti frá þeim tíma marg- ar góðar minningar um eftirminni- lega samferðamenn, sem og af öðr- um vettvangi lífs og starfs, bæði hérlendis og í Svíþjóð, þar sem þau hjón bjuggu í rúma þrjá áratugi. Guðjón var fæddur og uppalinn í Laxárdal. Árið 1950 giftist Guðjón Unni Ólafsdóttur, frænku minni, sem á þeim tíma átti lögheimili á Núpstúni í Hrunamannahreppi. Guðjón og Unnur hófu búskap í Laxárdal í sambýli við föður Guðjóns og Björgvin bróður hans. Þau byggðu á þessum árum yfir sig myndarlegt íbúðarhús á jörðinni. Fljótlega varð þeim þó ljóst að oln- bogarými þeirra var nokkuð lítið í þríbýli í Laxárdal og fluttu því bú- ferlum að Selfossi, þar sem þau keyptu sér íbúðarhús í Heiðmörk 5. Guðjón var hvarvetna eftirsóttur í vinnu og þessi fyrri búskaparár sín á Selfossi vann hann lengst af hjá Mjólkurbúi Flóamanna og Kaup- félagi Árnesinga og Unnur frænka mín vann við verslunar- og þjónustu- störf. Á árunum 1968 til 1970 varð mikill útflutningur á fólki frá Íslandi í atvinnuleit, einkum til Svíþjóðar. Héðan frá Selfossi og víðar fóru nokkrir iðnaðar- og handverksmenn til vinnu í skipasmíðastöð Kochums í Malmö og var Guðjón í þeim hópi. Um áramótin 1969 til 1970 seldu þau Guðjón og Unnur allar verald- legar eigur sínar hér og fluttu með dætur sínar fimm til Svíþjóðar. Við Hildur héldum alltaf kunn- GUÐJÓN HÖGNASON ✝ Guðjón Högna-son fæddist í Laxárdal í Gnúp- verjahreppi 21. marz 1925. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 7. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey frá Foss- vogskapellu 14. jan- úar. ingsskap við þau hjón og heimsóttum þau nokkuð oft í Svíþjóð, þar sem þeim vegnaði vel og alltaf betur og betur, enda bæði vinnusöm með afbrigð- um og vel látin af öllum. Þrjár dætur þeirra og fjölskyldur þeirra búa nú nokkuð nærri hver annarri á Skáni í Suður-Svíþjóð, en þær eru: Ólafía Steinunn (Lóa), Guðrún Edda og Hrafnhildur Unnur, tvær systranna og fjöl- skyldur þeirra búa hér á Selfossi, þær Ásdís Svala og Ólöf Anna. Fyrrihluta árs í fyrra fluttu þau Guðjón og Unnur aftur heim til Ís- lands og keyptu sér íbúð í nýju fjöl- býlishúsi á Ástjörn 7 á Selfossi og var Guðjón þá mjög farinn að heilsu. Unnur frænka mín hefur sýnt mikið þrek og fórnarlund varðandi umönnun eiginmanns síns í þrálátum veikindum hans í langan tíma. Nú getur hún, þrátt fyrir sáran missi, glaðst yfir stórri og gjörvu- legri fjölskyldu í hvívetna. Okkur hjónum verður eftirminni- leg ferð sem við fórum með þeim Unni og Guðjóni um verslunar- mannahelgina í sumar um uppsveitir Árnessýslu í afar fögru veðri. Guðjón ljómaði af gleði og sá íslenska fegurð hvert sem litið varð og lét það óspart í ljós, þótt farinn væri að kröftum og þreki. Þrátt fyrir langa búsetu er- lendis hélt Guðjón alla tíð í íslenskan ríkisborgarrétt sinn. Hann vann að félags- og útgáfumálum Íslendinga í Svíþjóð á árum sínum þar og undir það síðasta skrifaði hann greinar í dagblöð, þar sem hann m.a. varaði Íslendinga við fjölþjóðlegu valdi og að vera að gæla við Evrópusam- bandsaðild og færði sterk rök fyrir máli sínu. Þannig var Guðjón, hann bar alla tíð hag þjóðar sinnar og þegna hennar fyrir brjósti, einkum þeirra sem minna máttu sín. Þegar Guðjón og Unnur, sem er ári yngri en ég, tóku saman fannst mér sem þessi fallega gullinhærða frænka mín væri eins og prinsessa sem leyst væri úr álögum. Barnung missti hún báða foreldra sína og mátti síðan búa við það að alast upp og eiga misgóða tíð hjá vandalaus- um. Prinsinn ungi, líkt og í ævintýr- unum, kom yfir Stóru-Laxá frá Lax- árdal, líklega ríðandi á hvítum gæðingi á dansleik á Flúðum. Gagnkvæmt traust og óvenjuleg virðing og tillitssemi ríktu alltaf á milli þessara elskulegu hjóna. Kæra Unnur og fjölskyldur og annað venslafólk Guðjóns Högnasonar, innilegar samúðarkveðjur frá okkur hjónum og fjölskyldum okkar. Hafsteinn Þorvaldsson. Elsku Jóhanna mín. Þegar hún sonardóttir þín, Jóhanna yngri, æskuvinkona mín og frænka, sagði mér það að þú værir mikið veik og lægir inni á spítala fannst mér ég missa tengsl við raunveruleikann eitt andartak, í von um að þetta væri bara martröð og ég myndi vakna á hverri stundu. Mér fannst ótrúlegt að svona glæsileg, lífsglöð kona eins og þú, sem geislaðir af hlýju og persónutöfrum, JÓHANNA BLÖNDAL GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Jóhanna BlöndalGuðmundsdóttir fæddist á Bókhlöðu- stíg 6b í Reykjavík 29. október 1922. Hún lést á Landspít- alanum 12. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 19. febr- úar. skyldi liggja máttvana í sjúkrarúmi. Þetta var svo ofboðs- lega ósanngjarnt að svona yndisleg mann- vera eins og þú skyldir hljóta svo hægfara dauð- daga. Allar þær stundir sem við sátum, ég, þú og Jó- hanna yngri, í eldhúsinu í Álftamýri, þegar hún kom til landsins. Hvað við gátum talað saman um allt milli himins og jarðar, að tala við þig var eins og að tala við jafnaldra vinkonu, kynslóðabilið var aðeins andlegt í þín- um augum. Ég man líka svo vel eftir því, þegar við Jóhanna bjuggum báðar í Dan- mörku og þú komst og heimsóttir hana, þá komstu alltaf með eins gjöf handa mér líka, mér þótti svo ofboðs- lega vænt um það. Ég á enn grænu kistuna, sem ég fékk einu sinni, Jóhanna fékk bláa minnir mig, og kisturnar voru fullar af nammi. Nammið kláraðist fljótt en kistuna á ég ennþá og mun alltaf eiga, því í huga mér er þetta sannkölluð fjársjóðskista. Ég get ekki sætt mig við það að eiga aldrei eftir að koma í Álftamýr- ina, fá hjá þér hlýlegt faðmlag og koss, sem skildi ávallt eftir varalitafar á kinnunum. Að eiga aldrei eftir að sitja í eldhúsinu í Álftamýrinni, með þér og Jóhönnu, ég vil ekki trúa því. Jóhanna sagði mér að það væri svo undarlegt, þegar eitthvað sem maður hefði alltaf átt hyrfi bara, og maður sæti eftir með svo mikið tómarúm. Það er misstórt tómarúmið sem fólk skilur eftir sig, en tómarúmið sem þú skilur eftir þig er meira en orð geta lýst og mælieiningar mælt. Ég vona að þú og Sæmundur hafið sameinast aftur eftir langan aðskiln- að. Elsku Jóhanna, Magnús, Gísli, Anna Día, Atli Magnús, Brynjólfur, Sæmundur Andri, Daníel Arnar og Gísli Aron, ég samhryggist ykkur af alhug. Elsku Jóhanna, vertu sæl að sinni. Elín Ýr. Tími er kominn til að kveðja tryggan og góð- an vin. Garðar og Christel hafa verið lánsfjöl- skylda mín hér á Ís- landi allt frá því að ég kom hingað. Ég lít yfir farinn veg með þakklæti til þeirra hjóna sem hafa ávallt hjálp- að og stutt okkur hjónin og börnin GARÐAR ÞORSTEINSSON ✝ Garðar Þor-steinsson fæddist í Reykjavík 26. jan- úar 1935. Hann lést 20. febrúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 27. febrúar. okkar. Erfitt verður að sætta sig við þessi þáttaskil og vita að Christel þarf að sjá á eftir lífsförunaut sem hefur verið henni stoð og stytta í framandi landi. Með söknuði kveð ég Garðar en veit að hann er farinn til bjartari landa þar sem engar þjáningar eru til. Megi góður Guð gefa henni Christel styrk á þessari sorgarstundu. Við sendum Þór og fjölskyldu og systkinum Garðars samúðarkveðjur okkar. Fjölskyldan í Suðurhlíð. Handrit minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvu- sett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.