Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRÁ og með morgundeg-inum, 1. mars, eru sjálf-stætt starfandi sjúkra-þjálfarar ekki lengur með samning við Tryggingastofn- un um endurgreiðslur til sjúk- linga sem eru til meðferðar hjá þeim. Frá 1. mars verða sjúkling- ar að greiða uppsett og einhliða gjald hjá sjúkraþjálfurum utan heilbrigðisstofnana og leita síðan til Tryggingastofnunar um end- urgreiðslu. Stofnunin hefur vegna þessa sett sér nýjar reglur þar sem aðeins öryrkjar og lang- veik börn geta verið örugg um að fá kostnaðinn endurgreiddan að hluta eða öllu leyti. Læknanefnd Tryggingastofnunar mun meta hverja umsókn um endurgreiðslu fyrir sig og líklegt að erfiðara verði en áður að fá niðurgreiðslu fyrir almenna sjúkraþjálfun. Fram kom á blaðamannafundi sjúkraþjálfara í gær að um þess- ar mundir væru tíu þúsund manns í sjúkraþjálfun eða end- urhæfingu af einhverju tagi. Hvetja sjúkraþjálfarar viðkom- andi einstaklinga til að fara með reikninga sína til Trygginga- stofnunar eftir 1. mars og sækja um endurgreiðslur. Viðræður um nýjan samning milli sjúkraþjálfara og samninga- nefndar heilbrigðisráðuneytisins hafa engan árangur borið á síð- ustu fimmtán mánuðum. Upp úr viðræðum slitnaði nýlega og sjúkraþjálfarar ákváðu að segja upp samningum sínum við Tryggingastofnun. Stofnunin hef- ur samið við flestar aðrar heil- brigðisstéttir sem hún á viðskipti við og þegar reglurnar voru kynntar nýlega kom fram að stofnunin, og ríkið þarmeð, hefði ekki svigrúm samkvæmt fjárlög- um til að bjóða sjúkraþjálfurum meira en gert hefði verið. Um er að ræða 7% hækkun frá fyrri samningi auk annarra breytinga til hagræðis fyrir sjúkraþjálfara, sem talsmenn Tryggingastofnun- ar segja meira en öðrum stéttum hafi verið boðið. Vilja sömu kjör og sambæri- legar heilbrigðisstéttir Á blaðamannafundinum í gær kynntu sjúkraþjálfarar sinn mál- stað. Þar kom skýrt fram að fjár- hagsstaða einkarekinna stofa væri í sumum tilvikum orðin það slæm að hætta væri á að þeim yrði lokað á næstunni. Spurt var hvort það væri sú „heilbrigðis- pólitík“ sem stjórnvöld vildu sjá í landinu og fullyrt að með nýjum reglum Tryggingastofnunar væri verið að fara tuttugu ár aftur í tímann. Í máli formanns samn- inganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara, Gauta Grétars- sonar, kom m.a. fram að þeir hefðu setið eftir í samanburði við stéttir með sambærilega mennt- un, eins og t.d. talmeinafræðinga, ljósmæður og hjúkrunarfræð- inga. Gauti sagði að ríkið hefði í raun slitið viðræðunum með síð- asta tilboði, sem sjúkraþjálfarar mátu til 13% lækkunar, miðað við þann samning sem gerður var við Tryggingastofnun árið 1995. Á sama tíma hefðu kjör annarra heilbrigðisstétta, sem semja á svipuðum grunni við Trygginga- stofnun, hækkað um allt að 120%. Þá sagði Gauti að sl. fjög- ur eða fimm ár hefðu laun sjúkraþjálfara inni á sjúkrastofn- unum hækkað um 60%. Dögg Pálsdóttir, lögmaður sjúkraþjálfara, sagði á fundinum að samkvæmt almannatrygginga- lögum ættu slysatryggðir að fá sjúkraþjálfun greidda að fullu. Nýjar reglur Tryggingastofnun- ar gerðu hins vegar ráð fyrir að sjúkraþjálfun slysatryggðra yrði ekki greidd nema hún væri veitt af sjúkraþjálfurum með s við Tryggingastofnun. Me væri verið að skerða þau r sem slysatryggðir nytu kvæmt lögum. Dögg sagði þessa mismunaði Try stofnun sjúkraþjálfurum n því hvort þeir störfuðu sjá eða hjá hinu opinbera. nefndi hópurinn virtist þ áfram með samning. A Daggar og annarra tals sjúkraþjálfara er þetta jafnræðisreglu stjórnarsk ar og einnig samkeppnislö Sjúkraþjálfarar á einka eru um helmingur allra st sjúkraþjálfara í landinu, 180 á 45 stöðum. Þeir seg fá aðeins um 74% af því sem samið var um við ingastofnun árið 1995, mi verðlagsþróun undanfarin og því hafi tekjur þeirra bilinu rýrnað um 26%. Á tíma hafi launavísitalan h um 50% og rekstrarkostn endurhæfingarstofum um máli Gauta á fundinum kom m.a. fram að um 40% skrár sjúkraþjálfara rekstrarkostnaður og krö betri aðbúnað þeirra hefðu stöðugt. Sjúkraþjálfararnir bend meðalfjárfesting hverrar s að jafnaði 10–15 milljónir Nýjar reglur um endurgreiðslur vegna sj Sjúkraþjálfarar sínar hafa rýrn Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar eru samn- ingslausir við Tryggingastofnun frá 1. mars og telja að brotið sé á sér og sjúklingum með nýjum reglum stofnunarinnar. Ekki er svigrúm til meira en 7% hækkunar á samningi að mati heil- brigðisráðuneytisins. Nýjar reglur um endurg hjá Tryggingastofnun 1. telja að sjúklingum verð ferð hjá þeim eða inni á urhæfingu á NOKKUÐ er um að fólksem starfar hjá sveitar-félögunum geri sér ekkigrein fyrir því að sveit- arfélögin hafa ekki samið um að greiða iðgjald í viðbótarlífeyris- sparnað. Bæði Jón Kristjánsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, og Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, segjast hafa orðið vör við þennan misskilning.Flest stéttar- félög á landinu hafa samið við vinnuveitendur sína um greiðslu ið- gjalds í viðbótarlífeyrissjóð, en flestir sem nýta sér þetta sparnað- arform eru með þennan viðbótar- sparnað í séreignarsjóðum. Samn- ingar stéttarfélaganna kveða flestir á um að vinnuveitandi leggi 2% af launum í viðbótarlífeyrissjóð launamanns gegn því að hann leggi fram 2% framlag á móti. (Há- marksiðgjald launamanns er 4%.) Ríkissjóður gefur hins vegar eftir 10% af tryggingagjaldi sem í þessu tilviki væri 0,2% og rennur það í líf- eyrissjóð starfsmannsins. Misskilningur starfsmanna Sveitarfélögin tóku þá afstöðu að gera ekki samninga við félög op- inberra starfsmanna um viðbótar- lífeyrissparnað og færðu þau rök fyrir afstöðu sinni að þau vildu jafna lífeyrisréttindi milli opin- berra starfsmanna og launamanna á almennum markaði, en sveitar- félögin hafa samið við ASÍ-félög um þennan sparnað. Jón Kristjánsson sagðist hafa orðið var við að sumir stæðu í þeirri trú að sveitarfélögin greiddu þetta viðbótarframlag líkt og aðrir vinnu- veitendur. Þessi misskilningur hefði m.a. komið upp hjá fólki sem greiddi í séreignarsjóði. „Ég er al- mennt þeirrar skoðunar að þ starfsmanna, hvort sem þei hjá því opinbera eða einkam inum, á kjarasamningum lítil. Fólk horfir á það sem þ budduna og heldur að þetta undir sömu formerkjum,“ Jón þegar hann var spurður ig stæði á þessum misskilnin Jón sagðist vera þeirrar s ar að þessi ákvörðun sveita anna, að semja ekki um viðb eyrissparnað, hefði heldur úr áhuga starfsmanna sveita anna á þessu sparnaðarform held að sumir þeirra sem g Margir standa í þeirri trú að sveitarfélögin ha Sjóðsfélaga að sveitarf greiði iðg GREENSPAN BOÐAR BETRI TÍÐ Alan Greenspan, bankastjóribandaríska seðlabankans, og einn mesti áhrifamaður um þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum lýsti þeirri skoðun fyrir bandarískum þingmönnum í gær að samdráttar- skeiði í efnahagsmálum þar í landi væri að ljúka. Hann nefndi nokkrar vísbendingar um batnandi efnahags- ástand og þá ekki sízt kaupgetu al- mennings. Það er gömul saga og ný að þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan hefur mikil áhrif á framvindu efnahagsmála hér á Ís- landi. Þegar illa gengur á þessum þremur mikilvægustu efnahags- svæðum heims getum við gengið út frá niðursveiflu hér sem vísri og þeg- ar birtir til á þessum svæðum getum við búizt við því sama hér. Þess vegna skipta yfirlýsingar Green- spans okkur máli. Meginástæðan fyrir því að ástæða er til bjartsýni um betri tíð hér á Ís- landi er batnandi ástand á fyrr- nefndum efnahagssvæðum svo og vaxandi styrkur sjávarútvegsins. Um leið og sjávarútvegurinn fer á skrið hér eins og gerzt hefur í kjölfar gengisbreytinga á síðasta ári hefur sú velgengni smátt og smátt áhrif út um allt þjóðfélagið. Sjávarútvegur- inn hefur verið á mikilli siglingu frá því á miðju sl. ári og er enn. Afkomu- tölur sjávarútvegsfyrirtækja fyrir síðasta ár sýna þessa þróun glögg- lega. Þegar þessar tvær meginforsend- ur eru fyrir hendi má gera ráð fyrir að aðrar atvinnugreinar taki smátt og smátt við sér. Fyrst þær, sem tengjast sjávarútvegi með einum eða öðrum hætti, en síðar aðrar atvinnu- greinar sem starfa í meiri fjarlægð frá undirstöðuatvinnuvegi þjóðar- innar. Af þessum sökum er nú margt sem bendir til þess að botninum sé náð og ekki ólíklegt að mörg fyrirtæki í við- skiptum og þjónustu verði þess vör að töluvert hefur hægt á samdrætti miðað við það sem verið hefur und- anfarna mánuði. Undanfarin misseri hafa verið erf- iður aðlögunartími fyrir mörg fyrir- tæki en þau eru líka betur undir það búin að takast á við ný verkefni og ganga vonandi hægar um dyr á næstu misserum en gert var fyrir 2–3 árum og komið hefur mörgum í koll. BARNANÍÐINGAR Í HJÁLPARSTARFI Mannlegu eðli virðast engintakmörk sett. Það nær uppí efstu hæðir en þar sem lægst fer setur að manni hroll. Fréttir um að hjálparstarfsmenn í Vestur-Afríkuríkjunum Gíneu, Líb- eríu og Sierra Leone hafi neytt börn til að hafa við sig kynferðisleg mök og sagt að þau fengju ekki mat að öðrum kosti sýna hversu viðbjóðs- legt framferði getur brotizt fram hjá mannfólkinu. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og samtökin Barnahjálp í Bretlandi hafa verið að rannsaka þetta mál og segja að 40 stofnanir og óháð samtök séu bendluð við víð- tæka misnotkun barna. Einnig eru ásakanir á hendur friðargæslu- mönnum á vegum Sameinuðu þjóð- anna og frammámönnum í þeim þjóðfélögum, þar sem brotin hafa verið framin. Nefnt er að tæplega 70 starfsmenn á vegum stofnananna séu viðriðnir málið. Við rannsókn málsins hefur verið byggt á framburði barna, einkum stúlkna undir 18 ára aldri. Þarna er um að ræða fórnarlömb sjúkdóma, stríðs, náttúruhamfara og hungurs. Margar stúlknanna, sem sögðust hafa veitt kynlíf fyrir mat, sögðust ekki hafa gert sér grein fyrir því að þær ættu rétt á matarskömmtum án skilyrða. Aðrar sögðust hafa samið um það að láta kynlíf fyrir mat, lyf og menntun. Ætla mætti að þetta framferði væri algengast þar sem hjálparstarf væri ekki í föstum skorðum og eft- irliti væri ábótavant, en ástandið var þvert á móti verst þar sem aðstoð- arverkefnið hafði fest sig í sessi. Ákveðið var að láta fjölmiðlum í té niðurstöður rannsóknar Flótta- mannahjálparinnar og Barnahjálpar áður en gengið hafði verið endanlega frá niðurstöðum hennar í skýrslu á þeirri forsendu að ekki væri hægt að láta þetta ástand viðgangast lengur. Verður nú þegar gripið til aðgerða til að laga ástandið. Það er skelfilegt að börn í heims- hluta þar sem þau hafa mátt horfa upp á hörmungar, grimmd og mann- vonsku allt í kringum sig um árabil skuli ekki einu sinni eiga sér von um griðastað hjá hjálparstofnunum. Það er óforsvaranlegt að börn í höndum hjálparstofnana skuli þurfa að velja á milli þess að svelta eða fá mat fyrir kynlíf. Afleiðingarnar geta einnig verið skelfilegar. Nógu slæmt er að stúlkurnar, sem í hlut eiga, geti orðið óléttar og verði mæður kornungar. Sýnu verra er að þær eiga á mikilli hættu að smitast af al- næmi sem um þessar mundir heggur stór skörð í raðir íbúa í þessum heimshluta. Ef einhverjum má lýsa sem leik- soppum í iðuköstum sögunnar eru það börn. Í ríkjum á borð við Sierra Leone og Líberíu eru börn notuð í hernað. Samviskulaust er þeim att fram á vígvöllinn og láta menn sér fátt um finnast þótt þeirra bíði lim- lestingar eða dauði. Síðan heldur misnotkunin áfram þegar ætla mætti að börnin væru komin í örugga höfn. Þar bíður hins vegar kerfisbundin kynferðisleg misnotk- un. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og Barnahjálp heita tafar- lausum aðgerðum. Þar duga ekki orðin tóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.