Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 29 ÞRÁTT fyrir að umræða um byggðakvótann sé eðlileg er nauð- synlegt að sannleikanum sé haldið til haga. Víst er um að mörg þeirra hindurvitna sem í upphafi voru á sveimi hafa nú gengið fyrir ættern- isstapa. Vert er að líta á örfáar stað- reyndir. Stærð byggðakvótans nem- ur aðein um 0,7 % af leyfðum heildarafla í þorski, ýsu, ufsa og steinbít og er enn lægra hlutfall af leyfðum heildarafla í öllum tegund- um við Ísland. Sagt var að þessar veiðiheimildir væru teknar af þeim sem nytjað hafa þessar sjávarauð- lindir. Frá þessum sama tíma og byggðakvótinn hefur verið við lýði hafa aflaheimildir verið skertar tví- vegis samtals um margfalt magn byggðakvótans. En hver var það þá sem tók af hverjum? Skyldu and- stæðingar byggðakvótans vilja hug- leiða það. Muna þeir eftir að íslensk stjórnvöld hafa undanfarin ár, með samningum, tryggt auknar afla- heimildir svo nemur margföldum byggðakvótanum á fjarlægum fiski- miðum úr stofnum sem við eigum aðgang að með öðrum þjóðum? Á þessum sama tíma hefur það einnig komið fram eins og dæmin sanna að þau vísindi sem stjórn fiskveiða byggjast á eru ekki óumdeild, að ekki sé fastar að orði kveðið. Það gaf því enginn hjartað úr sér þótt eitt þúsund og fimm hundruð tonnum þoskígilda væri ráðstafað til þeirra sjávarbyggða sem höllustum fæti stóðu við öflun sjávarfangs. Stofnun fiskvinnslufyrirtækisins Fjölnis á Þingeyri og úthlutun afla- heimilda því til handa vöktu einnig viðbrögð. Þingeyri átti fyrrum blómlegt bú í útgerð og fiskvinnslu sem eins og svo mörg önnur var horfið af vettvangi. Hér var því gripið til þess ráðs að stofna nýtt fyrirtæki í fiskvinnslu sem fengi byggðakvóta Ísafjarðabæjar sem taldi 387 þoskígildistonn. Þau ný- mæli fylgdu stofnun þessa fyrirtæk- is að það hafði einungis landvinnslu með höndum og sala aflaheimilda var bundin því skilyrði að 2⁄3 hluthafa samþykktu þann gjörning. Byggða- stofnun með fimmtungs eignarhlut í Fjölni hefur því nær stöðvunarvald á sölu aflaheimilda frá fyrirtækinu kæmi til þess á annað borð. Árið fyr- ir stofnun Fjölnis lá landvinnsla að mestu niðri á Þingeyri eftir gjald- þrot fiskvinnslufyrirtækis þar. Með stofnun Fjölnis var landvinnsla tryggð að nýju á Þingeyri og hefur fyrirtækið unnið úr vel á þriðja þús- und tonnum af fiski árlega síðan og tryggt landverkafólki góða atvinnu. Þetta eru áhrif byggðakvótans sem vísir menn fundu út að ráðstafað hefði verið til Grindavíkur. Á Bíldudal var einnig mikill vandi uppi en þar hafði fyrirtæki í fisk- vinnslu nýlega hætt rekstri. Hins- vegar liggur nú fyrir þegar líftími byggðakvótans er um það bil hálfn- aður að landvinnsla á fiski hafi verið tryggð að nýju fyrir tilstuðlan byggðakvótans með svipuðum hætti og á Þingeyri. Nú hafa heyrst raddir un að úthlutun byggðakvótans til Bíldudals hafi gengið fram með óeðlilegum hætti og að ekki hafi verið fylgt settum reglum með ráðstöfun þeirra afla- heimilda sem ráðstafað var til Bíldudals. Að því er úthlutunina varðar þá þekki ég þar vel til mála. Sveitar- stjórn gaf umsögn um á hvern veg úthlutun byggðakvótans skyldi háttað. Þær tillögur samrýmdust ekki þeim reglum sem Byggða- stofnun hafði sett sér að vinna eftir. Þess vegna kom í hlut Byggðastofnunar að ráðstafa byggðakvótanum til Bíldu- dals og ber stofnunin ein ábyrgð á þeim gjörningi. Það að ekki fóru saman skoðanir sveit- arstjórnar Vestur- byggðar og Byggða- stofnunar var ekkert einsdæmi og auðvitað var niðurstaða alls staðar fengin með sama hætti, ákvörðun Byggðastofnunnar réði. Af augljósum ástæðum er ég ekki í jafngóðum færum um að fjalla um fram- kvæmdina. En af þeim athugasemdum sem fram hafa komið að undanförnu fæ ég ekki séð að úthlutunarregl- ur hafi verið brotnar. Þótt hér sé einungis fjallað um þessi tvö vestfirsku byggðalög er jafnmikil þörf að fylgjast með þróun þessara mála hjá öðrum sem fengu byggðakvóta til ráðstöfunar. En hér er ferðin einungis hálfnuð. Þegar upp verður staðið kemur í ljós hvernig þeim byggðum sem lengst af hafa byggt tilveru sína á sjáv- arfangi hefur tekist að treysta at- vinnulíf og afkomu með þeim tæki- færum sem byggðakvótinn hefur fært þeim. Af þeirri niðurstöðu mun framhaldið ráðast. Ég minni svo að endingu á skyldur þeirra sem hér eiga að vera til leiðsagnar og eft- irlits og nefni sérstaklega til sjáv- arútvegsnefnd Alþingis sem var frumkvöðull í þessu máli og Byggða- stofnun sem ber ábyrgð á fram- kvæmdinni. Tvö vestfirsk byggðarlög Egill Jónsson Byggðakvóti Af þeim athugasemdum sem fram hafa komið að undanförnu, segir Egill Jónsson, fæ ég ekki séð að úthlutunarreglur hafi verið brotnar. Höfundur er fyrrverandi alþing- ismaður. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.