Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 11
25 þúsund viðskiptavinir Allir eru sammála um að einkarekin sjúkraþjálfun spari samfélaginu um- talsverða fjármuni. Um 180 sjúkra- þjálfarar starfa nú á 45 sjálfstætt reknum stöðvum. Meðalfjárfesting hverrar stöðvar er að jafnaði 10-15 milljónir króna og er þá kostnaður við húsnæði undanskilinn. Alls eru viðskiptavinir þeirra tæplega 25 þúsund talsins. Samanlagt koma þeir um 460 þúsund sinnum á ári. Fjögurra ára sérfræðinám Til að öðlast starfsréttindi sem sjúkra- þjálfari þarf fjögurra ára nám í Háskóla Íslands, við sjúkraþjálfunarskor lækna- deildar. Mikill fjöldi nemenda hefur nám á fyrsta ári í sjúkraþjálfun hvert haust en aðeins lágt hlutfall þeirra kemst á annað ár. Eftir háskólanám eru sjúkra- þjálfarar orðnir sérfræðingar í stoðkerfi líkamans og annast bæði greiningu og meðferð margvíslegra sjúkdóma og kvilla. Stöðugt fleiri verkefni Verkefnum einkarekinna sjúkraþjálfunar- stöðva fer stöðugt fjölgandi. Helstu ástæður þess eru: •Sjúklingar útskrifast fyrr af sjúkrahúsum •Legudögum á endurhæfingastofn- unum hefur fækkað •Læknar beina sjúklingum sínum oftar til sjúkraþjálfara •Fatlaðir og þroskaheftir búa í auknum mæli á sambýlum í stað þess að vera vistaðir á stofnunum •Slysum fjölgar • Íþróttameiðslum fjölgar •Öldruðum fjölgar 1. mars Viðskiptavinir einkarekinna sjúkraþjálfunarstöðva verða frá þeim tíma að greiða uppsett verð að fullu og nálgast svo sjálfir þær endurgreiðslur sem þeir eiga rétt á. Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfurum þykir ákaflega leitt að þurfa að grípa til þessa neyðarúrræðis en því miður er útilokað að halda rekstri einkarekinna sjúkraþjálfunarstöðva áfram við óbreyttar aðstæður. •Ef sjúkraþjálfari tekur viðskiptavin til meðferðar í einn yfirvinnutíma nægir launahlutinn tæplega fyrir strætis- vagnafari til og frá vinnu. •Verðskrá og laun sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara eru 3-6 sinnum lægri hér á landi en almennt gerist í öðrum löndum. Þó dregur enginn í efa að menntun, tækjabúnaður, aðstaða og þjónusta er sambærileg eða betri hér á landi. •Kostnaður við sjúkraþjálfun á stofnunum getur verið allt að 30-50 sinnum hærri en á einkareknum sjúkraþjálfunar- stöðvum. Árið 2000 jókst þáttur ríkisins í lyfjakostnaði landsmanna sem nemur um 1.400 milljónum króna. Kostnaðarhlutur ríkisins við sjúkraþjálfun sama ár var 700 milljónir. •Stór hluti af greiðslum til sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara fer í rekstrarkostnað. Að auki standa þeir, af verktaka- launum sínum, að fullu straum af lífeyrissjóðsgreiðslum, orlofi, veikindadögum o.fl. Því miður virðast viðsemjendur ekki gera sér grein fyrir þessum staðreyndum. Ótrúlegt en satt! Samkvæmt 33. grein almannatrygginga- laga er það hlutverk Tryggingastofnunar að veita styrk til æfingameðferðar eða þjálfunar vegna afleiðinga alvarlegra, langvinnra sjúkdóma eða slysa. Þeir sem tilheyra þessum hópum eiga rétt á fyrrnefndum styrk. Leitaðu því til þíns stéttarfélags, Tryggingaráðs eða heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Leitaðu réttar þíns! Leitaðu réttar þíns! Fáum ríkisvaldið til að „fjárfesta í sparnaði“! Engum dylst að einkarekin sjúkraþjálfun sparar samfélaginu umtalsverða fjármuni. Sólarhringur á endurhæfingar- deildum skurð- og lyflækninga kostaði á árinu 2001 um 65.000 krónur. Kostnaður við heimsókn til sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara er hins vegar 2.256 krónur og oft er hluti ríkisvaldsins aðeins 1.128 krónur. Munurinn er um 30-50 faldur. Aðrir þættir vega þó enn þyngra í heildarsparnaði samfélagsins vegna sjúkraþjálfunar. Til dæmis má nefna að forvarnarstarf og endurhæfing eykur vinnufærni, fækkar veikindadögum, eykur afköst, dregur úr þörf fyrir sjúkrahúsvist, minnkar hugsanlega örorku, dregur úr lyfjakostnaði og eykur andlega og líkamlega vellíðan. Við erum sannfærð um að verðmæti sjúkraþjálfunar mælist í milljörðum króna árlega. Vert er að opna augu fjárveitingavaldsins fyrir því að hægt sé að „fjárfesta í sparnaði“ með fleiru en kaupum á verðtryggðum spariskírteinum ríkissjóðs! FSSS - Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. - Lágmúla 7 - 108 Reykjavík - www.physio.is Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar og ríkisvaldið eru sammála um að öll aðstaða fyrir sjúkraþjálfun verði að vera fyrsta flokks. Í þeim efnum vilja sjúkraþjálfarar hvergi gefa eftir og leikur enginn vafi á að aðbúnaður á einkareknum sjúkraþjálfunarstöðvum er eins og best verður á kosið. Í dag eru gerðar kröfur um að einn sjúkraþjálfari megi ekki starfa á minna svæði en 80 fermetrum og að hver sjúkraþjálfari sem við bætist eigi ekki að starfa á minna en 40 fermetrum til viðbótar. Í húsnæðinu þarf að vera hópæfingasalur, tækjasalur, búningsklefar og baðaðstaða, aðgengi fyrir fatlaða o.s.frv. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hve lengi er hægt að bæta aðstöðuna án þess að auknar tekjur komi á móti – um það snýst hluti deilunnar við ríkisvaldið. 34-68% hærri tekjur stofnana SLF: Styrktarf lag lama ra og fatla ra RL: Reykjalundur 4000 3000 2000 1000 0 Grei slur fyrir me fer SLF Grei slur fyrir me fer RL Grei slur fyrir me fer einka- reknum st vum H kkunin sem samninganefnd r kisins er a bj a Jafnræðisreglan brotin Tryggingaráð Tryggingastofnunar ríkisins hefur sent frá sér tilkynningu um hverjir komi til með að hljóta náð fyrir hennar augum eftir 1. mars. Með nýjum reglum tryggingaráðs verða langveik börn og öryrkjar einu hóparnir sem fá endurgreiðslu frá TR. Aðrir sem þarfnast sjúkraþjálfunar vegna afleiðinga langvinnra sjúkdóma eða slysa verða að sækja um endurgreiðslu. Samkvæmt jafnræðisreglu stjórnsýslulaga má ekki mismuna fólki eftir litarhætti, kyni, aldri osfrv. En er í lagi að mismuna fólki eftir sjúkdómsgreiningu? Í samningaviðræðum hefur verið tekið skýrt fram að hlutur sjúklinga megi ekki hækka. Nú á stór hluti þeirra að greiða allan kostnað af sjúkraþjálfun úr eigin vasa. Auknar kröfur ...en lægra verð! Auglýsing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.