Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 21 ELÍSABET II Englandsdrottning og maður hennar, Filippus prins, komu til Ástralíu í gær. Tók Peter Hollingworth, fulltrúi bresku krún- unnar í landinu, á móti þeim á flug- vellinum í Adelaide en hann neitar að verða við áskorunum ýmissa stjórnmálamanna, mannréttinda- samtaka og fórnarlamba kynferð- islegrar misnotkunar um að segja af sér. Er hann sakaður um að hafa hylmað yfir með prestum, sem sak- aðir voru um að hafa misnotað börn, er hann var erkibiskup Ensku biskupakirkjunnar í Brisbane um 11 ára skeið. Óttast er, að þetta mál geti varpað skugga á heimsókn drottningar og einnig á leiðtoga- fund samveldisríkjanna en hann hefst á laugardag. Reuters Umdeildum ármanni heilsað ÁKVEÐIÐ hefur verið að loka nýrri deild hjá bandaríska varn- armálaráðuneytinu, Pentagon, vegna frétta um að lagt hefði verið til að hún miðlaði röngum upplýs- ingum erlendis í áróðursskyni. Donald H. Rumsfeld varnar- málaráðherra skýrði frá þessu í fyrradag og neitaði því að ákveðið hefði verið deildin breiddi út rang- ar upplýsingar í þágu baráttunnar gegn hryðjuverkastarfsemi í heim- inum. Þótt fréttirnar um markmið hennar væru ekki réttar hefðu þær skaðað deildina svo mikið að ljóst væri að hún gæti ekki starfað á ár- angursríkan hátt og því hefði verið ákveðið að leggja hana niður. Deildinni var komið á laggirnar eftir hryðjuverkin í Bandaríkjun- um 11. september. Í grein í The New York Times í liðinni viku var sagt að ein af hugmyndum Penta- gon-manna væri að koma röngum fréttum í erlenda fjölmiðla með ýmsum leynilegum aðferðum, með- al annars með hjálp Netsins. Rumsfeld sagði að varnarmála- ráðuneytið hefði aldrei breitt út lygar og myndi aldrei gera það. „Deildin er búin að vera. Hvað vilj- ið þið? Blóð?“ sagði hann á blaða- mannafundi í Pentagon. Ari Fleischer, talsmaður George W. Bush, sagði á mánudag að for- setinn hefði ekki vitað um áður- nefnda tillögu fyrr en hann las um hana frétt í vikunni sem leið þegar hann var á ferð um Asíulönd. „Ég held að ekki væri ofsagt að forset- anum þætti það afar slæmt ef nokkur ríkisstofnun teldi það ekki vera hlutverk sitt að miðla sann- leika og staðreyndum,“ sagði Fleischer. „Lyga- deild“ lögð niður Washington. AP. FULLTRÚAR Alþjóða stríðs- glæpadómstólsins í Haag báru í gær til baka fréttir þess efnis að Radovan Karadzic, leiðtoga Bosn- íu-Serba í stríðinu 1992–1995, hefði verið gert það tilboð að gæfi hann sig fram við dómstólinn og vitnaði gegn Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, yrðu felldar niður ákærur á hend- ur honum sjálfum fyrir þjóðar- morð. Sögðu þeir ekki koma til greina að semja við Karadzic um niðurfellingu sakargifta. Tímaritið, Extra, sem gefið er út í Bosníu, hafði haldið þessu fram í gær. Var haft eftir ónafn- greindum vestrænum stjórnarer- indreka í Sarajevo að tilboðið hefði borist fjölskyldu Karadzic snemma í febrúar. Fæli það í sér að Karadzic myndi ekki þurfa að svara ákærum um þjóðarmorð, eins og þó hefur jafnan verið gert ráð fyrir, og að hann þyrfti heldur ekki að óttast að verða ákærður vegna þeirra atburða sem urðu í bænum Srebrenica í júlí 1995, þegar hersveitir Bosníu-Serba myrtu um sjö þúsund Bosníu- múslíma. Í staðinn myndi Karadzic sam- þykkja að verða lykilvitni sak- sóknara í réttarhöldunum yfir Milosevic, sem nú standa yfir í Haag. Sagði blaðið jafnframt að gæfi Karadzic sig fram yrðu að- eins Ratko Mladic, sem stýrði her Bosníu-Serba, og þeir liðsmanna hans sem tóku þátt í fjöldamorð- unum í Srebrenica, ákærðir fyrir þjóðarmorð. Djindjic ekki hlynntur framsali Bæði Mladic og Karadzic eru í felum, sá síðarnefndi líklega ein- hvers staðar í Bosníu en Mladic sennilega í Serbíu. Haft var eftir Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, í þýska tímaritinu Der Spiegel í vikunni að ekki kæmi til greina að framselja Mladic þar sem hann hefði of marga menn á sínum snærum sem verðu hann áhlaupi stjórnarhersins. Kvaðst hann óttast borgarastyrjöld ef Mladic og Karadzic yrðu fram- seldir. Þessi ummæli Djindjic hafa valdið vonbrigðum á Vesturlönd- um enda var það hann sem á sín- um tíma ákvað að framselja Milos- evic til Haag og Djindjic hefur jafnan verið talinn líklegastur stjórnarherranna í Belgrað til að taka til hendinni í málum Mladic og Karadzic. Segja enga samninga gerða við Karadzic Haag, Banja Luka. AFP. BIOTHERM Aqua Sport býr þig undir daginn, losar þig við þreytu eftir annasaman dag og færir þér orku til að halda áfram. Við minnum á aðrar virkar líkamsvörur sem móta, grenna, styrkja og vinna á appelsínuhúð, t.d. Draine Minceur, Celluli-Zone og Profil Up Kynning í dag og á morgun. Nýttu þér 10% kynningarafslátt og komdu líkamanum í gott ástand fyrir vorið. Þegar keypt er fyrir 4.000 kr. fylgir skeiðklukka með kaupum, flott í sportið. www. biotherm.com Líkamslína sem býður upp á sturtugel, húðmjólk, húðkrem, kælandi hlaup fyrir fótleggi, mýkjandi fótakrem, nuddkrem og líkamsúða. Álfheimum 74, Sími 568 5170 KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hét í gær skjótum og hörðum aðgerðum gegn þeim starfsmönnum samtakanna, sem gerst hefðu sekir um að mis- nota börn. „Framkvæmdastjórinn er hneykslaður og órór yfir fréttum um hugsanlega misnotkun barna í flóttamannabúðum í Afríku,“ sagði Marie Okabe, talskona hans, í gær. Hafði hún það eftir honum, að þeim yrði engin miskunn sýnd, sem gerst hefðu sekir um þennan glæp. Talsmaður yfirmanns Flótta- mannastofnunar SÞ sagði í gær í Genf, að rannsóknarnefnd hefði ver- ið send til Líberíu, Gíneu og Sierra Leone í Vestur-Afríku til að kanna ásakanir um, að starfsmenn SÞ, oft- ast innfæddir menn, sem ráðnir hafa verið tímabundið, neyði stúlku- börn til kynmaka gegn matargjöf- um. Kofi Annan heitir skjót- um við- brögðum Sameinuðu þjóðunum. AFP. SEIF-al-Islam, sonur Moammar Kadhafis, leiðtoga Líbýu, sagði í gær í París, að Jörg Haider, leiðtogi hins öfgafulla hægriflokks, Frelsis- flokksins, í Austurríki, væri í raun arabi. „Forfeður hans komu frá Anda- lúsíu á Spáni fyrir 400 árum. Þeir voru arabar, sem snerust til kristni. Hann sagði mér það sjálfur,“ sagði Seif-al-Islam og bætti við, að Haid- er vildi snúast til íslamstrúar. Er Jörg Haider arabi? París. AFP. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.