Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 41 Þórdís Magnúsdótt- ir á Saurum í Miðfirði, eða Dísa á Saurum eins og hún var æv- inlega nefnd af kunn- ingjum, var Vestur- Húnvetningur í húð og hár eins og hún sagði sjálf. Hún ólst upp á Saurum og dvaldi þar næstum alla ævina að undanskildu síðasta rúm- lega árinu sem hún lifði og dvaldi á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Dísa bjó á Saurum með foreldrum sínum og Gísla bróður sínum fram á fimmta áratuginn en þá tóku þau systkinin við búforráðum af for- eldrum sínum. Þegar ég fer að kynnast þeim Saurasystkinum upp úr 1950 stunda þau hefðbundinn búskap á þeirra tíma mælikvarða með sauðfé, nokkur hross og 2-3 kýr. Má segja að svo hafi verið fram undir 1960 en þá byggðu þau hlöðu og fjós úr steinsteypu yfir 10 kýr og stækkuðu þar með búið töluvert. Dísa hafði alla tíð ákveðnar skoðanir á hlutunum hvort sem um var að ræða framkvæmdir, fé- ÞÓRDÍS MAGNÚSDÓTTIR ✝ Guðrún ÞórdísMagnúsdóttir fæddist á Saurum í Miðfirði 27. desem- ber 1913. Hún lést 31. janúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Mel- staðarkirkju 9. febr- úar. lagsmál í sveitinni eða í landsmálapólitíkinni og ekki held ég að nokkur hafi haft er- indi sem erfiði af að reyna að snúa Dísu í pólitík. Þegar ég hitti Dísu á liðnu vori á Sjúkra- húsinu á Hvamms- tanga og spurði hana hvort hún hefði nokk- uð á móti því að skóg- ræktarfélagið málaði Saurabæinn að utan var hún strax mjög já- kvæð fyrir því. En hún hafði alveg ákveðna skoðun á hvernig hann ætti að vera á litinn. Hann átti að vera hvítur með rautt þak. Aðrir litir komu ekki til greina. Líf og starf þeirra Saurasystk- ina var við hefðbundinn íslenskan landbúnað alla tíð og mestur var áhuginn fyrir sauðfénu. Oftast voru heimalningar við bæinn á sumrin og tóku þeir á móti gestum er þá bar að garði. Ég held að þeim systkinum hafi báðum þótt ágætt að hafa heimalningana til að missa ekki alveg tengslin við sauð- kindina þegar búið var að reka fjárstofninn á afréttina á vorin. Af- koma íslenska bóndans var ná- tengd árferði og grassprettu og það átti við á Saurum eins og víð- ar, að fara þurfti vel með landið svo það nýttist til beitar. Það kom mér því allmikið á óvart þegar ég frétti að Dísa hafði arfleitt Skóg- ræktarfélag Íslands að jörðinni Saurum eftir sinn dag. Þetta gerði hún skömmu eftir að Gísli bróðir hennar dó en þau munu hafa ákveðið það í sameiningu allnokkru áður. Dísa vildi strax láta af hendi nokkra hektara norðan við bæinn svo hægt væri að byrja að planta. Á árinu 1990 var búið að girða þetta land og var plantað í það á næstu árum. Dísa fylgdist með framvindu mála af áhuga og mikla ánægju hafði hún af að sjá þegar trjáplönturnar fóru að stálpast. Áðurnefnd landspilda var merkt og nefnd Dísulundur til heiðurs Dísu á Saurum. Það er til marks um áhuga Dísu að þegar ég kom til hennar á Sjúkrahúsið á Hvammstanga eftir að hún veiktist sagði hún mér það strax að nú væri hún búin að farga öllum skepnum á Saurum og nú gætum við fengið allt landið til að planta í það. Ég hafði það á tilfinn- ingunni að helst vildi hún að það yrði gert með áhlaupi og plantað í jörðina á sem stystum tíma. Dísa hafði yndi af tónlist og spilaði á harmoniku á yngri árum. Hún hafði mjög gaman af að dansa og kunni alla gömlu dansana með ýmsum tilþrifum. Hún söng í kirkjukór Melsstaðarkirkju í ára- tugi. Ég veit að mörgum börnum og unglingum sem komu að Saurum í sendiferð milli bæja er minnisstæð gestrisnin þar og oftast var eitt- hvað gott í munninn í nesti á heim- leiðinni. Oft var það kandísmoli á spotta. Að leiðarlokum vil ég kveðja Dísu með þökk fyrir góð og eftirminnileg kynni í 50 ár. Þorvaldur Böðvarsson. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þetta ljúfa ljóð lýsir vel tilfinning- um mínum nú þegar Fríða æskuvin- kona hefur kvatt þennan heim. Leiðir hafa legið saman allt frá fyrstu ævidögum okkar þegar við vorum smástelpur heima á Hofsósi. Við gengum saman í skólann og vor- um nánar vinkonur svo hvorug gat af hinni séð. Við áttum samleið þegar við fórum að heiman til starfa á ókunnum slóðum og höfum verið í nálægð hvor við aðra alla okkar ævit- íð og aldrei borið skugga á vináttu okkar öll þessi ár. Á unglingsárum okkar var ekki auðvelt að finna störf heima á Hofs- ósi og varð unga fólkið að finna sér starfsvettvang utan heimabyggðar. Við Fríða fórum til Keflavíkur og fengum þar störf sem okkur líkaði vel. Keflavíkurdvölin varð lengri en ætlað var í fyrstu því þar kynntumst við þeim sem urðu ævifélagar okkar upp frá því. Fríða giftist Árna Ólafs- syni og Lárus Kristinsson varð mað- urinn minn. Þótt við hefðum oftast nóg að hugsa um við rekstur heimilis og uppeldi barnanna hélst vinátta og fé- lagsskapur milli heimila okkar. Það var ómetanlegt að eiga vini eins og Fríðu og Árna til að deila með gleði og áhyggjum. Það var gott að ræða við Fríðu þegar erfiðleikar steðjuðu að. Með rólegri yfirvegun HÓLMFRÍÐUR ÁRMANNSDÓTTIR ✝ Hólmfríður S.Ármannsdóttir fæddist í Lindar- brekku á Hofsósi 11. apríl 1941. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 26. jan- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkur- kirkju mánudaginn 4. febrúar. og góðvild sá hún ætið björtu hliðina á hverju máli svo ekki væri ástæða til annars en horfa vonglaður fram á veginn. Að missa kæran vin eins og Fríðu er óbæt- anlegt, líf okkar sem eftir lifum verður örðu- vísi en áður en trúin um endurfund léttir sökn- uð okkar. Ég kveð kæra vin- konu með djúpum söknuði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég votta Árna og fjölskyldunni mína innilegustu samúð. Missir þeirra er sár en þau eiga minningu um ástríka eiginkonu, móður og ömmu. Blessuð sé minning hennar. Kristín Rut Jóhannsdóttir. Mig langar með fáeinum orðum að minnast hennar Fríðu. Ég kynntist henni þegar ég var lít- ill gutti og kom á Blikabrautina með Rúnari. Það má segja að þar hafi ég strax átt mitt annað heimili eða eins og Árni er alltaf að segja að þau Fríða hafi alið mig upp líka. Það var alveg sama, hvort ég var að koma til Rúnars eða seinna þegar hann var fluttur, fékk ég alltaf sama viðmótið: „Ægir, þú veist þú þarft ekki að banka heldur ganga beint inn.“ Hér verða ekki allar minningarn- ar rifjaðar upp en þær er gott að eiga í hjartanu. Við áttum mjög góða stund þegar ég kom í heimsókn til þeirra hjóna þegar ég var heima í jólafríi og fyrir það er ég mjög þakk- látur. Elsku Rúnar minn, ég vildi óska þess að ég gæti verið nærri þér núna á þessum erfiðu tímum, en ég hugsa til þín og ykkar allra. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi guð vera með ykkur öllum. Kær kveðja. Ægir Örn Ólason. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur )          '      '   5 $:!=$ '(  )        +  ->  $(6  ' %   "   /%  !"  "-$ "%  # #++ % +20+  *  5+(!5+(  3  ( **     !5+(  + *   '(+5!5+(* +) *   ( ** 2  20  +2  2  20 ! 5   0       0    2 '    ' 2     ' %   '          %' %   #$#$"A %&&"$  ()   +  ('(+C, $(6  ' ! 5 3 &) * D   (   2 *  20  5*4) ** &) (+E 20    ; 20  3  5+3*   2  20  +2  2  20 ! *6   '           '     # # %&& : )    (6  ()  + '(+>- $(6  '   7"         #+ /%   " %  # #++ !$  %     : 2 +( (* *  *:!  4  ! !( (*   (( (*  9  * 4  ( (* * +    ( (* ( (*  ! *6   ' "          '  "A=$4$ &5 %&&$ ;' +-->                   1"   ' %  # #++  '   0   0        8      9  '(  4   (  $ '(+4 *  9 * '( # * '(  $ '(+9 * :+  +'(  '( ) 9   * $() * +2  20 ! )          '      '    !15 :(2 F 4( '        8 "  %  # #( ( + + * +   # ) :! '(* ) 1   2  20  +2  2  20 !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.