Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 18
GRINDAVÍKURBÆR fær 10,7
milljónum kr. hærri tekjur af fast-
eignaskatti og lóðarleigu í ár en á
síðasta ári, samkvæmt yfirliti fjár-
málastjóra bæjarins sem lagt var
fram á fundi forystumanna Al-
þýðusambands Íslands með bæj-
arráði Grindavíkur.
Umræður hafa verið um hækk-
un fasteignagjalda í Grindavík,
meðal annars vegna breytinga á
fasteignamati. Vegna endurmats á
fasteignamati sem hafði töluverðar
hækkanir í för með sér ákvað bæj-
arstjórn að lækka álagningarpró-
sentu fasteignaskatts og lóðarleigu
og vegna mikillar hækkunar sem
varð á lóðarleigu var síðar ákveðið
að lækka lóðarleigu íbúðarhúsnæð-
is um 25% til viðbótar. Grindavík-
urlistinn sem er í minnihluta vildi
lækka gjöldin enn frekar.
Grétar Þorsteinsson forseti og
Halldór Björnsson varaforseti ASÍ
komu á fund bæjarráðs í vikunni
og ítrekuðu óskir verkalýðshreyf-
ingarinnar um að sveitarfélögin
legðu sitt af mörkum til að halda
niðri verðbólgunni. Á fundinum
var lagt fram minnisblað Jóns Þór-
issonar fjármálastjóra um hækk-
anir á fasteignamati og áhrif
þeirra á tekjur Grindavíkurbæjar.
Fram kemur að tekjur bæjarins af
fasteignaskatti og lóðarleigu verða
hátt í 90 milljónir á þessu ári í stað
tæpra 79 milljóna á því síðasta. Er
þetta 13,58% hækkun milli ára.
Einar Njálsson bæjarstjóri segir
að hafa beri í huga við þennan
samanburð að fasteignamat hafi
hækkað um 8% við framreikning
við áramótin og að fjölgun fast-
eigna hafiaukið tekjurnar um
2-4%. Eðlileg hækkun væri því 10-
12%, miðað við að tekjur sveitarfé-
lagsins skertust ekki. Það sem út
af stæði væri nálægt 500 þúsund
krónum.
Bæjarráð gerði ekki neina sam-
þykkt að loknum fundinum með
verkalýðsforingjunum.
Tekjur af fast-
eignum aukast
um 10,7 milljónir
Grindavík
SUÐURNES
18 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LIÐ Heiðarskóla sigraði Myllu-
bakkaskóla í fyrstu spurning-
arkeppni grunnskólanna í Reykja-
nesbæ. Keppin var haldin í
Heiðarskóla í fyrrakvöld að við-
stöddum um 150 kennurum, for-
eldrum og nemendum sem hvöttu
sín lið.
Í spurningakeppninni „Gettu enn
betur“ öttu kappi lið úr 8.–10. bekk
grunnskólanna fjögurra í Reykja-
nesbæ. Eins og nafnið bendir til fór
keppnin fram með svipuðu sniði og
„Gettu betur“ hjá framhaldsskól-
unum en lögð áhersla á að spyrja
spurninga sem tengjast bæjarfélag-
inu.
Báðar viðureignirnar í undan-
úrslitum voru jafnar. Lið Myllu-
bakkaskóla sem skipað var þeim
Hilmari Pétri Sigurðssyni, Arnari
Inga Tryggvasyni og Erlingi Þor-
steinssyni vann lið Holtaskóla sem
Björgvin Baldursson, Sveinn Þór-
hallsson og Stefán Guðbert Sig-
urjónsson skipuðu. Í hinni við-
ureigninni sigruðu Elín Inga
Ólafsdóttir, Helgi Reynisson og
Arnar Steinn Elísson í liði Heið-
arskóla félaga sína í Njarðvík-
urskóla, þau Önnu Andrésdóttur,
Sidi Zaki Ramadahn og Vöku Haf-
þórsdóttur.
Lið Heiðarskóla sigraði síðan
Myllubakkaskóla í úrslitum, eftir
harða keppni. Hlaut liðið bikar í
verðlaun og bókasafn skólans fékk
Stóru tilvitnanabókina að gjöf frá
Bókabúð Keflavíkur-Pennanum.
Logi Bergmann Eiðsson var
spyrill í „Gettu enn betur“ og Mar-
grét Stefánsdóttir dæmdi en hún og
Eysteinn Eyjólfsson sömdu spurn-
ingarnar. Tímavörslu annaðist
Gunnlaugur Kárason og sigavörður
var Guðrún Sigríður Egilsdóttir.
Heiðarskóli gat betur
Reykjanesbær
Ljósmynd/Víkurfréttir
Sigurlið Heiðarskóla með verðlaun sín, f.v. Arnar Steinn Elísson, Helgi Reynisson og Elín Inga Ólafsdóttir. Með
þeim á myndinni eru Tone Solbakk, einn af umsjónarmönnum keppninnar, og Logi Bergmann Eiðsson spyrill.
Réttindalaus
ók á tvo bíla
SEXTÁN ára réttindalaus piltur
ók sendibifreið á móti einstefnu í
Mánagötu í Keflavík í hádeginu í
gær, missti stjórn á bílnum í hálku
og krapi og ók á tvo kyrrstæða
bíla.
Báðir kyrrstæðu bílanna voru
mannlausir en þeir skemmdust
talsvert. Annar kastaðist á raf-
magnskassa og svo á staur. Fyrir
liggur að pilturinn tók bílinn í
óleyfi á vinnustað sínum, sam-
kvæmt upplýsingum lögreglunnar.
Hann slapp ómeiddur og bíllinn
skemmdist lítið.
Keflavík
Yfir 30 umsóknir
um Kirkjubraut 5
Reykjanesbær
YFIR 30 umsóknir bárust um leigu á
25 félagslegum leiguíbúðum fyrir
aldraða sem Reykjanesbær er að
byggja á Kirkjuvegi 5 í Keflavík.
Húsnæðisnefnd Reykjanesbæjar
auglýsti íbúðirnar til leigu. Húsið er í
byggingu og á að afhenda það 15.
maí. Hjördís Árnadóttir félagsmála-
stjóri segir í hópi umsækjenda séu
að minnsta kosti 29 sem eigi rétt á
íbúð samkvæmt settum skilyrðum
þannig að ljóst sé að allar íbúðirnar
komist strax í leigu. Gengið verður
frá úthlutun íbúðanna á fundi fjöl-
skyldu- og félagsmálaráðs á næstu
vikum.
„LJÓST er að þessi breyting er
verulega íþyngjandi fyrir sjávarút-
veginn, “ sagði Friðrik Jóhannsson,
stjórnarformaður Útgerðarfélags
Akureyringa, á aðalfundi félagsins
um tillögur um magn- og afkomu-
tengt veiðigjald sem fram koma í
frumvarpi sjávarútvegsráðherra um
breytingar á lögum um stjórn fisk-
veiða. Hann sagði sátt um það að
sjávarútvegurinn greiddi gjald fyrir
afnot af auðlindinni, en flestum væri
ljóst að gæti þyrfti hófs í gjaldtök-
unni. Hann nefndi að gert væri ráð
fyrir að sjávarútvegsfyrirtæki
mættu ráða yfir 12% þorskígilda án
tillits til eignaraðildar en sú breyting
gæfi ÚA svigrúm til aukins vaxtar.
Nú ræður fyrirtækið yfir um 6,5%
heildaraflamarks. Að mati Friðriks
ganga þessar tillögur þó of skammt.
Ímynd sjávarútvegs neikvæð
Friðrik gerði ímynd sjávarútvegs-
ins einnig að umtalsefni og sagði því
ekki að neita að ímynd hans væri
heldur neikvæð, enda hvergi friður.
Eilíf togstreita sem ríkt hefði um
stjórnkerfi fiskveiða væri algjörlega
óviðunandi. Þá nefndi hann að enn
væri mjög rík andstaða við stór fyr-
irtæki á Íslandi og væri stöðugt ver-
ið að agnúast út í stærð fyrirtækja.
Sífelldar vinnudeilur í sjávarútvegi
ykju enn á vandann og þá sagði Frið-
rik að greinin höfðaði ekki lengur til
ungs fólks, þrátt fyrir mikla mögu-
leika greinarinnar á að byggja upp
spennandi atvinnutækifæri hefði
dregið mjög úr ásókn ungs fólks í
sjávarútvegstengt nám. Til að bæta
gráu ofan á svart nefndi stjórnarfor-
maðurinn að fjárfestar hefðu ekki
áhuga á greininni, fyrirtækin væru
flest of lítil til að velta með hlutabréf
væri næg og löggjöf meinaði þeim að
stækka nægilega mikið. Áhugaleysi
fjárfesta mætti einnig skýra með því
að sumir sjá ofsjónum yfir þeim
veiðiheimildum sem sjávarútvegs-
fyrirtækin hefðu yfir að ráða.
Í framhaldi af endurskoðun á lög-
um um stjórn fiskveiða sagði Friðrik
að allir þyrftu að leggast á árar um
að leggja niður deilur og efla sjávar-
útveginn til framtíðar. Með aukinni
hagræðingu og stækkun eininga yrði
hægt að byggja upp öflug fyrirtæki
sem hefðu slagkraft til útrásar og
þátttöku í nýsköpun sem kæmi
landsbyggðinni ekki síst til góða.
„Landsbyggðin er í mikilli þörf fyrir
öflug fyrirtæki og í sjávarútveginum
eru tækifæri. Hvers vegna ætti
landsbyggðin að fórna sjávarútveg-
inum fyrir stóriðju?“ sagði Friðrik
og staðhæfði að besta byggðastefnan
væri að stækka og efla sjávarútvegs-
fyrirtæki landsmanna því þau
myndu ávallt byggja starfsemi sína á
aðstöðu, mannafla og auðlindum allt
í kringum landið. „Það skal heldur
enginn vanmeta þann styrk sem at-
vinnugreinin getur haft af skilvirk-
um hlutabréfamarkaði en það sem
aðallega hamlar í dag er ímynd
greinarinnar og stærð fyrirtækj-
anna. Úr hvoru tveggja er auðvelt að
bæta. „Það er eftirsóknarvert að búa
þannig um hnútana að sjávarútvegs-
fyrrtækin verði á ný eftirsóttur fjár-
festingarkostur,“ sagði Friðrik.
12% arður greiddur út
Stjórn ÚA var endurkjörin á aðal-
fundinum, en auk Friðriks eiga þar
sæti Halldór Jónsson, Benedikt Jó-
hannesson, Jón Ingvarsson og Pétur
Bjarnason. Samþykkt var að greiða
hluthöfum 12% arð og sagði Friðrik
að þrátt fyrir tap á rekstri félagsins,
en það nam 87 milljónum króna á
liðnu ári, væri fjárhagurinn traustur
og framtíðin björt. Loks var á fund-
inum samþykkt tillaga stjórnar um
heimild til að kaupa hluti í félaginu
sem nemi allt að 10% af hlutafé þess
og gildir hún í 18 mánuði.
Stjórnarformaður ÚA
Besta byggða-
stefnan að
stækka sjávarút-
vegsfyrirtæki
AKUREYRI
RAFIÐNAÐARVERSLUNIN Ís-
kraft hefur verið starfrækt á Ak-
ureyri í rúm tvö ár og af því tilefni
var ákveðið að færa Verkmennta-
skólanum á Akureyri hraðabreyti
að gjöf. Hraðabreytirinn er frá VA-
GON og 5,5 KW að stærð.
Forsvarsmenn Ískrafts vonast til
að hraðabreytirinn komi sér vel við
kennslu á vélstjórnar- og rafiðn-
aðarbraut skólans. Hjalti Jón
Sveinsson, skólameistari VMA,
veitti gjöfinni viðtöku og sagði m.a.
við það tækifæri að stuðningur at-
vinnulífsins og fyrirtækja væri
skólanum mjög mikilvægur, enda
væri endurnýjun búnaðar og tækja
kostnaðarsöm.
Ískraft er fyrst og fremst heild-
verslun með allan almennan raf-
búnað sem notaður er til sjávar og
sveita. Starfsmenn Ískrafts eru 26,
þar af þrír á Akureyri.
Ískraft færir VMA gjöf
Ólafur Jensson, framkvæmda-
stjóri Ískrafts á Akureyri, t.h., af-
henti Hjalta Jóni Sveinssyni, skóla-
meistara VMA, hraðabreytinn.
Morgunblaðið/Kristján
Mjöll og SH Þjónusta
Samstarf um
hreinlætisvörur
MJÖLL hf. og SH Þjónusta hafa
gert með sér samstarfssamning sem
kveður á um að umbúðadeild SH
Þjónustu býður fiskvinnslustöðvun
og frystitogurum hreinlætis- og
hreinsiefni frá Mjöll. Meðal annars
er um að ræða sápur, kvoður og
þvottaefni auk annarra hreinlætis-
vara sem tengjast sjávarútvegi.
Mjöll hf. er með starfsstöðvar á Ak-
ureyri og í Reykjavík. Fyrirtækið
hefur lagt mikið upp úr þróun og
framleiðslu hreinslætisvara fyrir
sjávarútveg og styrkir samningur-
inn við SH Þjónustu stöðu fyrirtæk-
isins enn frekar á þeim markaði seg-
ir í frétt um samninginn, sem þegar
hefur tekið gildi.
Fallist á tillögu
Vegagerðar
Reykjanesbraut
SKIPULAGSSTOFNUN hefur
fallist á fyrirhugaða breikkun
Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði
til Njarðvíkur.
Vegagerðin hyggst tvöfalda
Reykjanesbrautina á 24 kílómetra
kafla, frá sveitarfélagamörkum
Hafnarfjarðar og Vatnsleysu-
strandarhrepps að Seylubraut í
Njarðvík og gera fimm mislæg
gatnamót á leiðinni. Gerð var
skýrsla um áhrif framkvæmdar-
innar á umhverfið og hefur Skipu-
lagsstofnun nú fallist á fram-
kvæmdina, eftir skoðun
skýrslunnar og athugasemda og að
fengnum viðbótarupplýsingum.
SAMÞYKKT var á
aðalfundi Keflavíkur,
íþrótta- og ung-
mennafélags, sem ný-
lega var haldinn, að
breyta merki félagsins. Nafn fé-
lagsins, Keflavík, hefur nú verið
sett inn í merkið.
Nýtt merki
♦ ♦ ♦