Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ó hóflegur metnaður, dómgreindarleysi og slæm ráð hafa lagst á eitt um gera fall sýningarinnar á Sniglaveislunni í West End Lundúna að umtalaðasta floppi leikhúsborgarinnar það sem af er árinu. Ef einhverjum þykir hér harkalega tekið til orða þá skal sá hinn sami fullvissaður um að hér eru ekki settar tærnar þar sem breskir leikhúsgagnrýnendur hafa tekið upp hælana í umfjöllun sinni um verkið og sýninguna. Mörgum kann að finnast óþarft að höggva enn í sama knérunn og rétt að láta staðar numið. Höf- undinum Ólafi Jóhanni Ólafssyni svíður sjálf- sagt nægilega undan svipu- höggunum og hefur einn orðið fyrir þeim flestum; aðrir að- standendur sýningarinnar hafa sloppið með skrekkinn, sagðir hafa gert það sem hægt var við handónýtt leikrit. Stjarna sýning- arinnar, David Warner, sá sem mestar vonir voru bundnar við, fékk þær umsagnir að hlutverkið væri honum tæplega samboðið og fylgdu óskir um að hann birtist fljótlega aftur á bresku leiksviði og þá í bitastæðara hlutverki. Ekki er ætlunin að snúa hnífn- um í því sári sem Ólafur Jóhann hefur orðið fyrir af þessari harka- legu reynslu en þó er ástæða til að velta því fyrir sér hvernig í pottinn var búið og þá sér- staklega hversu mörg þrep var stokkið yfir á leið leikritahöfund- arins að sviðsljósi West End, þó deila megi um gildi þess sem markmiðs. West End í London ásamt Broadway í New York eru hásæti hins frjálsa markaðsleikhús í heiminum. Þar standa menn og falla með sýningum sínum, fjár- hagsleg áhætta er gríðarleg, sumir græða mikið og aðrir tapa miklu. Þeir sem lifa þetta af eru þeir sem þekkja markaðslögmál leikhússins út í æsar, taka áhættu á réttum póstum. Þaulreynt leik- rit, þekktir leikarar, við- urkenndir stjórnendur, þekktur höfundur er uppskriftin að vel heppnaðri sýningu. Þrátt fyrir það er ekki alltaf á vísan að róa. Í langflestum tilfellum hefur sýn- ingin verið reynd til þrautar við minni áhættu annars staðar áður en kemur að eiginlegri frumsýn- ingu í háborginni. Þetta á sér- staklega við um Broadway þar sem sýningar hafa verið for- sýndar víða um Bandaríkin og viðbrögð áhorfenda og gagnrýn- enda könnuð ofan í kjölinn; sýn- ingunni iðulega breytt til að koma til móts við aðfinnslur áður en stóra stökkið inn á Broadway er tekið. Margar sýningar leggja upp laupana áður en svo langt er náð ef fjárfestar meta stöðuna svo að það sé ekki áhættunnar virði. Í London er þetta ekki jafn- einhlítt en þó er ávallt nokkur að- dragandi að því að dramatískt leikrit (straight drama) sé talið eiga erindi upp á svið í West End. Hafa má í huga að listrænar for- sendur eru aukaatriði í þessu um- hverfi, hið eina sem skiptir raun- verulega máli er hvort sýningin er talin standa undir aðsókn þannig að hún skili fjárfestum aftur peningum sínum með rent- um. Þannig hafa vinsælar sýn- ingar bresku ríkisstyrktu leik- húsanna oft verið fluttar yfir í leikhús í West End þegar ljóst er að aðsókn muni standa undir því. Það heyrir til algjörra und- antekninga að óþekkt verk sé sviðsett formálalaust í West End, enda ólíklegt að fjárfestar sjái hag í því. Þannig má spyrja hvort höfundurinn sjálfur hafi ekki staðið á bakvið fjármögnun upp- setningar Sniglaveislunnar með beinum eða óbeinum hætti og þá hvort hann hafi ekki tapað um- talsverðum fjármunum ásamt orðstír sínum sem leikritahöf- undur í sömu umferð. Ólafur Jóhann Ólafsson er við- urkenndur skáldsagnahöfundur. Hann hefur getið sér orðstír sem slíkur bæði hér heima og erlend- is. Metsölubók hans, Höll minn- inganna, fékk góðar viðtökur gagnrýnenda hér heima og mikla umfjöllun. Ferill hans sem leik- ritahöfundar er hins vegar mun styttri. Hann hefur skrifað eitt leikrit, Fjögur hjörtu, auk leik- gerðarinnar að Sniglaveislunni. Hvorugt þessara leikrita hefur gefið fyrirheit um að Ólafur Jó- hann ætti brýnt erindi sem leik- ritahöfundur, hvorki hér heima né erlendis. Mælikvarði á slíkt er m.a.áhugi annarra leikhúsa á verkum höfundarins og hversu eftirsótt þau eru til uppsetninga. Má nefna sem dæmi um hið gagn- stæða að Stundarfriður Guð- mundar Steinssonar var sýnt víða um heim á níunda áratugnum, Himnaríki Árna Ibsen hefur ver- ið sýnt í fjölda uppsetninga í leik- húsum á Norðurlöndunum og víð- ar í Evrópu, einnig Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Haga- lín og fleiri mætti nefna. Ásamt Ólafi Hauki Símonarsyni eru þessir höfundar giska vel þekktir í evrópskum leikhúsheimi. Eng- um hefur þó dottið í hug að taka verk þeirra til sýninga í West End í London þótt sannarlega ættu þau meira erindi þangað sem fulltrúar íslenskrar sam- tímaleikritunar en Sniglaveisla Ólafs Jóhanns. Ástæðan er vitaskuld augljós. Orðstír þessara leikskálda er áunninn með mikilli elju við list- form sitt, væntanlega á sama hátt og Ólafur Jóhann hefur ástundað við skáldsagnagerð sína. En þrátt fyrir áunninn orðstír hefur eng- um leikhúsfjárfesti í West End í London dottið í hug að taka ís- lenskt leikrit framyfir fjöldamörg önnur sem standa áhorfendum þar nær og þykja líklegri til vin- sælda. En stæði spurningin um að velja frambærilegt nýtt ís- lenskt leikrit er hafið yfir vafa að Sniglaveislan yrði aftarlega á merinni. Hér verður því engu öðru um kennt en dómgreind- arleysi höfundarins sjálfs. Hann hefði átt að vita betur en svo að stinga höfðinu í gin ljónsins. Breskir leikhúsgagnrýnendur sem boðaðir eru á frumsýningu í West End mæta ekki til leiks með samúð með nýgræðingum upp á vasann. Þeir álíta með réttu að viðkomandi hafi tekið út þroska sinn annars staðar í vinsamlegra umhverfi og sé nú tilbúinn að tak- ast á við deild skipaða þraut- reyndum atvinnumönnum. Ólafur Jóhann hefði átt að busla lengur í grynnra vatni áður en hann lagði út fyrir aðgöngumiða að djúpu lauginni. Hann var umsvifalaust kaffærður. Hætt kominn í djúpu lauginni „Sumir fæðast tignir, sumir afla sér tignar og tigninni er troðið í suma.“ VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is (Malvolíó í Þrettándakvöldi W. Shakespeares. Þýð.: Helgi Hálfdanarson.) AUÐVITAÐ er að bera í bakkafullan lækinn að taka aftur til varna vegna þeirra ásakana um „sjálf- töku“ sem ég hef orð- ið fyrir af hálfu eins af þingmönnum Sam- fylkingarinnar, Krist- jáns L. Möllers, vegna formennsku minnar í framkvæmdanefnd um einkavæðingu. Ég ætla eigi að síður að gera það enn og aftur vegna þess að mér þykir illt að sitja und- ir slíkum ásökunum en þó einkum vegna þess að leiðréttingar virðast ekki hafa náð að skila sér sem skyldi. Síðast í Morgunblaðinu laugardag- inn 16. febrúar var ég sagður auk greiðslu fyrir nefndarsetu hafa fengið greiddar „umtalsverðar upphæðir“ fyrir ráðgjafarstörf í þágu nefndarinnar þann tíma sem ég var þar formaður. Var þetta tekið sem dæmi um „nánast eft- irlitslausa meðferð almannafjár“! Hvort tveggja er rangt. Staðreyndin er sú að í for- mannstíð minni í framkvæmda- nefnd um einkavæðingu sendi ég til forsætisráðuneytisins mánaðar- lega reikninga fyrir störf mín að þessu verkefni í undanliðnum mán- uði. Þetta fyrirkomulag var við lýði öll þau 10 ár sem ég var for- maður nefndarinnar. Reikningum mínum vegna þessa starfs var skipt í tvennt; annars vegar var um að ræða fasta nefndaþóknun 20 tíma á mánuði og hins vegar var um að ræða stundir vegna starfa að málefnum nefndarinnar milli nefndafunda. Tímagjaldið var ávallt hið sama, var 5.000 kr. á sl. ári, enda um sama verkefni að ræða. Þarna var ekki um ráðgjaf- arstörf að ræða fyrir nefndina heldur framkvæmd á ákvörðunum hennar, viðræðufundir, kynningar- fundir, viðtöl, samningar, skýrslu- gerð og ótal margt fleira. Slík störf eru ekki unnin í sjálfboða- vinnu eins og gefur að skilja en nefndarmenn skipta þeim á milli sín og þá mæðir eðlilega mest á formanninum sem oddvita og tals- manni nefndarinnar. Þetta kom skilmerkilega fram í svari forsæt- isráðuneytisins við skriflegri fyr- irspurn og í umræðum á Alþingi. Þingmaðurinn, Kristján L. Möller, mælir því gegn betri vitund þegar hann heldur því fram að ég hafi keypt „sér- fræðiþjónustu af sjálf- um mér“. Reikningar mínir hafa verið yfirfarnir af fjármálastjóra ráðuneytisins áður en til greiðslu hefur komið. Allt lýtur þetta síðan eftirliti Ríkis- endurskoðunar og þannig hefur fram- kvæmdin verið öll ár- in. Ég hef haldið skýrslu um þá tíma sem ég hef unnið að þessum störfum rétt eins og ég geri vegna annarra verkefna sem ég sinni sem lögmað- ur. Þessi verkefni utan fastra nefndafunda hafa verið mismun- andi eftir mánuðum. Á sl. ári var mikið um að vera á haustmánuðum en minna yfir sumarmánuðina. Þá hefur þetta einnig verið misjafnt eftir árum. Síðastliðið ár og árið 1998 skera sig úr þar sem þá hafa mjög stór og tímafrek verkefni verið á borðum nefndarinnar. Hér er ekki neitt óeðlilegt á ferðinni. Ég er sjálfstætt starfandi lögmaður og hef opna skrifstofu sem slíkur eins og lög gera ráð fyrir. Mikill kostnaður er því sam- fara að halda úti slíkum rekstri því auk launa til mín og aðstoðarfólks þarf ég að greiða húsnæði, hita, rafmagn, síma, tölvur og margt fleira. Allur sá kostnaður er inni- falinn í útseldum stundum mínum til umbjóðenda minna. Ég fullyrði að hver einasti lögmaður í landinu muni geta staðfest að það teljist ekki hátt tímagjald lögmanns að rukka 5.000 kr. fyrir útseldan vinnutíma sinn. Raunar hef ég ver- ið gagnrýndur meðal kollega minna fyrir þetta tímagjald og ég hef svarað því þannig til að þetta stafi af viðkvæmu eðli þessa til- tekna verkefnis. Eðlilegra tíma- gjald hefði líkast til verið a.m.k. helmingi hærra. Þá hef ég einnig stillt tímafjöldanum í hóf. Þegar Kristján L. Möller ræddi málefni þetta á Alþingi á dögunum taldi hann að „vel væri í lagt“ og að um „grófa sjálftöku“ væri að ræða. Aðrir þingmenn stjórnar- andstöðunnar hafa fullyrt á op- inberum vettvangi að ég hafi feng- ið „milljónir á milljónir ofan“ fyrir þessi störf. Þessi málflutningur er enn eitt dæmið um þá lágkúru sem einkennir málflutning margra þingmanna, því miður. Betur hent- ar í áróðrinum að fullyrða að ég hafi fengið 16 milljónir króna fyrir einkavæðinguna (eða jafnvel rúm- ar 20 milljónir króna ef virðisauka- skatturinn er talinn með) og geta þess ekki að þar er um saman- lagða þóknun fyrir 6 ára tímabil að ræða fremur en að segja að ég hafi fengið að jafnaði 2,7 m. kr. á ári fyrir vinnu mína í þágu einkavæð- ingar á þessu tímabili. Þegar rætt er um laun þing- manna er venjan að tala um mán- aðarlaun eða árslaun, fremur en að leggja saman öll fjögur árin sem hvert kjörtímabil er og bæta ofan á það öðrum kostnaði við hvern þingmann. En það er kannski ein- mitt sú aðferð sem þingmenn á borð við Kristján L. Möller eru að hvetja til að notuð verði þegar rætt er um laun og önnur starfs- kjör þeirra sjálfra? Samkvæmt því kostar það þjóðfélagið ekki undir 30 milljónum króna að hafa einn slíkan á Alþingi í eitt kjörtímabil og 45 milljónir króna ef miðað er við 6 ár eins og þingmaðurinn hef- ur miðað við í mínu tilviki. Þá er aðeins tekið tillit til þingfarar- kaupsins, lífeyrisréttinda, fastra greiðslna vegna ferða og starfs, húsnæðis- og dvalarstyrks. Þar við bætist síðan kostnaður vegna skrifstofuaðstöðu og aðstoðarfólks. Sá kostnaður getur legið á bilinu 1,5–2 milljónir króna á ári fyrir hvern þingmann, en nákvæm tala hefur ekki verið reiknuð út eftir því sem ég kemst næst. Niðurstað- an er þá sú, að það kosti þjóðfélag- ið u.þ.b. 37 milljónir króna að hafa Kristján L. Möller á Alþingi í eitt kjörtímabil. Menn geta síðan sjálf- ir dæmt um skynsemina í þeirri ráðstöfun fjármuna. Sjálftaka og nefndarlaun Hreinn Loftsson Fjármunir Það kostar þjóðfélagið u.þ.b. 37 m. kr., segir Hreinn Loftsson, að hafa Kristján L. Möller á Alþingi í eitt kjörtímabil. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu. Í Morgunblaðinu miðvikudaginn 27. febrúar var frétt undir yfirskriftinni „Eðlileg- ur farvegur að mati rík- isendurskoðanda“ þar sem ríkisendurskoð- andi lýsti þeirri skoðun sinni að þeir sem teldu sig búa yfir upplýsing- um um spillingu eða mistök í stjórnsýslu, ættu að koma slíkum upplýsingum á fram- færi við Ríkisendur- skoðun. Tekur ríkis- endurskoðandi þar undir með forsætisráð- herra þegar hann gagnrýndi starfsmann Landssímans fyrir að leita til fjölmiðla með upplýs- ingarnar sem hann bjó yfir, réttara væri að leita til Ríkisendurskoðunar með slík mál. Af umræddri frétt og af orðum forsætisráðherra um títt- ræddan starfsmann Landssímans má ráða, að það sé óæskilegt að leita til fjölmiðla með upplýsingar og fór ekki á milli mála andúð forsætisráð- herra á slíku framferði, þegar hann lýsti því yfir á Alþingi að það væri fyrir neðan allar hellur að gera þjóð- hetju úr starfsmanni Landssímans. Ég vil af þessu tilefni vekja athygli á því að fjölmiðlar gegna stóru hlutverki í lýðræðis- þjóðfélaginu og almenn upplýst og opin rök- ræða er einn af horn- steinum þess. Það er ekkert óheilt við það að koma upplýsingum um meinta spillingu, lög- brot eða óráðsíu með almannafé á framfæri við fjölmiðla eins og starfsmaður Lands- símans gerði. Það fá- ránlega er hins vegar að hér á landi skuli heimildamenn fjölmiðla ekki njóta nokkurrar verndar. Í Svíþjóð er beinlínis óheimilt fyrir stjórnvöld að leita slíka heimildamenn uppi, hvað þá heldur að láta þá gjalda fyrir með starfi sínu. Í Bandaríkjunum og víð- ar eru svipaðar reglur í gildi. Reynd- ar eiga reglur um vernd heimilda- manna einkum við í stjórnsýslunni, en eru þó víðtækari í tilvikum sem al- mannahagsmunir krefjast þess. Það er fráleitt að loka umræðu um spill- ingarmál inni í opinberri stofnun á borð við Ríkisendurskoðun. Tilvera þeirrar ágætu stofnunar og annarra opinberra eftirlitsaðila á alls ekki að koma í veg fyrir að lýðræðisleg rök- ræða um málefni sem varða almenn- ing þrífist í þjóðfélaginu, þvert á móti. Landsímamálið sýnir fyrst og fremst mikilvægi þess að settar séu hér reglur til verndar heimilda- mönnum fjölmiðla sem koma mikil- vægum upplýsingum sem varða al- mannahagsmuni á framfæri, en slíkt frumvarp mun Samfylkingin leggja fram á næstunni. Vill Ríkisendurskoðun koma í veg fyrir opinskáa fjölmiðlaumræðu? Bryndís Hlöðversdóttir Spilling Það er fráleitt, segir Bryndís Hlöðversdóttir, að loka umræðu um spillingarmál inni í op- inberri stofnun á borð við Ríkisendurskoðun. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.