Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÖLL lánstæki fyrir skip í sjálfvirku tilkynningarskyldunni, STK, eru í útleigu hjá Vaka-DNG sem er eini dreifingaraðili tækjanna hér á landi. Bili STK-tæki geta sjófarendur því ekki orðið sér úti um nýtt tæki til bráðabirgða. Þau geta eftir sem áð- ur notast við handvirka tilkynning- arskyldu. Þetta kemur fram í svari Vaka- DNG við fyrirspurn siglingaráðs en á fundi ráðsins í janúar komu fram alvarlegar athugasemdir við virkni tækjanna. Í svarinu kemur fram að frá árinu 1999 hafa 1463 tæki verið seld og hafi afgreiðslutími verið frá 3 vikum til 6 mánaða. Framleiðandi tækjanna, Thales Tracs sér um allar meiriháttar viðgerðir á tækjunum og hafa 120 tæki verið send þangað til viðgerða, þar af 40 á síðustu 12 mánuðum. Minniháttar viðgerðir og stillingar eru framkvæmdar hér á landi. Hermann Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Vaka-DNG, segir að unnið sé að því að bæta þetta ástand og hann á von á því að það lagist innan tveggja vikna. Varðandi bil- anatíðni segir hann að af þessum 120 tækjum sem hafi verið send til viðgerðar í Englandi hafi um 30 aldrei farið um borð í skip, heldur hafi verið ákveðið að breyta um hugbúnað í þeim. Þá geti ýmislegt ráðið því að tækin bili, t.d. röng upp- setning. Þrátt fyrir það sé bilana- tíðnin of há og unnið sé að úrbótum. Hermann segir að árið 1998 hafi Vaki, sem síðar varð Vaki-DNG, tekið að sér, skv. samningi, að sjá um dreifingu á tækjunum. Hafi ver- ið talið að verkefnið tæki nokkra mánuði en það hafi reynst mun um- fangsmeira en menn ætluðu í fyrstu. Hafi fyrirtækið tapað yfir 10 millj- ónum á umsýslu með tækjunum en Vaki-DNG fær 7% af söluverðmæti þeirra. Lengst af kostuðu þau 125 þúsund krónur en kosta nú um 200 þúsund. Hermann segir að því fari fjarri að Vaki hafi einkaleyfi á STK- tækjunum og reyndar hafi fyrirtæk- ið sóst eftir því að losna undan samningi um dreifingu. Enginn hafi þá viljað taka verkefnið að sér. Nú sé umstang vegna þeirra mun minna en var og gerir hann ráð fyrir að um 50 tæki seljist árlega héðan í frá. Jón Birgir Jónsson, ráðuneytis- stjóri samgönguráðuneytisins, segir af og frá að ráðuneytið hafi veitt Vaka-DNG einkaleyfi á dreifingu STK-tækja. Þá séu sjófarendur ekki bundnir af því að nota þetta tiltekna tæki svo lengi sem þeir komi upp- lýsingum um staðsetningu til Til- kynningarskyldunnar á 15 mínútna fresti. Að hans sögn hafa stjórnvöld ekki gert sérstaka úttekt á STK- kerfinu heldur var Landssímanum og fleirum falið að búa það til. Jón Birgir segir að á sínum tíma hafi verið rætt um að notast við Inmar- sat-C gervihnattakerfið en það hafi þótt of dýrt og loftnetin of fyrirferð- armikil fyrir smærri báta. Gert við tækið sl. sumar Fram hefur komið að Tilkynning- arskyldan hafði 29 sinnum samband við Bjarma VE-66 árið 2001 sökum þess að báturinn hvarf úr STK-kerf- inu og báturinn datt fimm sinnum út úr kerfinu á laugardagsmorgun áður en hann fórst vestur af Þrí- dröngum. Davíð Þór Einarsson, fyrrum útgerðarmaður Bjarma VE, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði látið gera við STK-bún- aðinn sl. sumar en komið hefði í ljós að radar skipsins truflaði tækið. Hefði hann ekki vitað annað en tæk- ið væri í fullkomnu lagi. Nýlega hafði verið samið um kaup nýrra eigenda á Bjarma og á laugardaginn átti að sigla honum til Grindavíkur þar sem gera átti bátinn út. Davíð segir að 12 kör með netum hafi ver- ið í lest ásamt fleiri tækjum, olíu- og vatnstankar hafi verið fullir og því í góðu lagi með stöðugleika bátsins. Kristbjörn Óli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Slysavarna- félagsins Landsbjargar, segir að langflestar tilkynningar vegna tæk- isins um borð í Bjarma hafi verið fyrrihluta árs. Frá september til desember hafi þó fjórum sinnum verið hringt í bátinn vegna þess að tækið um borð var bilað. Kristbjörn segir engar skýrar reglur um hvernig tilkynna eigi slík atvik. „Okkar vinnulag er það að við hringjum í skip innan hálftíma frá því tækin bila eða detta út.“ Engin formleg erindi eru send út en mönn- um er tilkynnt um það sérstaklega ef tækin eru mjög óstöðug í kerfinu. Hugmyndir hafi komið fram um að Tilkynningarskyldan láti Siglinga- stofnun vita ef útgerðarmenn verða ekki við óskum Skyldunnar um að gera við tækin. Á síðasta ári var 6.317 sinnum haft samband við skip vegna STK-kerfisins, eða að með- altali um 17 sinnum á dag. Krist- björn segir að ýmsar ástæður geti verið fyrir þessu, verið sé að upp- færa fjarskiptastöð Landssímans. Haft hafi verið samband við um 40– 60 skip í fyrra vegna þess að tækin voru biluð og hafi allmargir dottið út oftar en Bjarmi. Í flestum til- fellum dugi að lagfæra loftnets- leiðslur eða uppsetningar loftnets. Kristbjörn telur STK-kerfið hafa kosti umfram önnur öryggiskerfi og bilanir í því séu síst tíðari en í öðr- um kerfum. Hann bendir á að vilji menn notast við neyðartalstöðvar séu slíkar stöðvar ekki í daglegri notkun heldur sé gripið til þeirra þegar eitthvað bjátar á. Þá fyrst komi mögulegar bilanir í ljós. Í STK-kerfinu komi hins vegar fram um leið ef tækið bilar. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær telur Kristbjörn að vaktmaður Tilkynningarskyldunnar hafi gert mistök á laugardag með því að láta ekki varðskipið Tý vita af Bjarma. Kristbjörn segir verklags- reglur Tilkynningarskyldunnar full- nægjandi skv. þeim reglurgerðum sem skyldan starfi eftir. Nánar verður farið yfir þær með sam- gönguráðuneytinu, Siglingastofnun og siglingaráði í dag. Skv. upplýsingum frá Siglinga- stofnun er virkni STK-tækjanna at- huguð í árlegri aðalskoðun skipa en þess á milli fær stofnunin ekki upp- lýsingar um biluð tæki. Komið hefur fyrir að skip hafi ekki verið búið STK-tæki en engu að síður fengið skoðun þar sem útgerðarmaður hafi getað lagt fram staðfestingu á því að hann hafi lagt inn pöntun fyrir STK-tæki hjá Vaka-DNG, en tækið ekki verið til. Hermann Guðjónsson, forstjóri Siglingastofnunar segir að svo virðist sem framboðið hafi ekki verið jafn mikið og eftirspurnin en útlit sé fyrir að endar náist saman bráðlega. Framleiðandi STK-tækjanna var í upphafi fjarskiptafyrirtækið Racal sem var eitt af stærri fjarskiptafyr- irtækjum í Evrópu áður en fyrir- tækið gekk inn í stórfyrirtækið Thales. Vottuð af Póst- og fjarskiptastofnun Guðmundur Ólafsson, forstöðu- maður tæknideildar Póst- og fjar- skiptastofnunar, segir að STK-tæk- in hafi verið vottuð árið 1999 eftir að ítarlega hafi verið gengið úr skugga um að allar kröfur væru uppfylltar varðandi fjarskiptabúnað um borð í skipum. Á sínum tíma hafi stofnunin talið að menn gætu verið „rólegri“ varðandi þennan búnað en ýmsan annan öryggis- og neyðarbúnað. „Það er nú til dæmis þannig varð- andi neyðartalstöðvar að þær eru ekkert notaðar nema í neyð. Þær geta bilað án þess að nokkur verði var við það.“ STK-tækin sendi á hinn bóginn stöðugt merki í land og því komi bilanir strax fram. Per- sónulega finnst honum að ganga þurfi eftir því að menn geri við bún- aðinn ef hann bilar ítrekað og að viðgerð fáist með skjótum hætti. Fyrrverandi útgerðarmaður Bjarma VE 66 lét gera við STK-tækið síðastliðið sumar Öll lánstæki vegna STK-kerfis í útleigu ABRAHAM Antar Sayed Shahin, fyrrverandi eiginmaður Guðríðar Ingólfsdóttur, segir það af og frá að hann hafi ætlað að svipta Hebu, 17 ára dóttur þeirra, frelsi í Egyptalandi. „Ég elska dóttur mína mjög mikið og vil henni allt það besta,“ segir hann. „Ég vil að hún fari í góðan menntaskóla í Egyptalandi. Eftir það má hún gera hvað sem hún vill. En ég hlýt að hafa rétt á því sem faðir að hafa forsjá yfir henni þar til hún er búin með skól- ann. Ég hef ekki brotið nein lög. Ef einhver hefur brotið lög er það Guðríður með því að falsa vegabréf Hebu,“ segir Shahin ennfremur en hann hefur flutt hingað til lands til að vera nálægt dóttur sinni. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu um helgina hefur Guðríður kært Shahin fyrir frelsissviptingu dóttur þeirra. Guðríður lýsti málsatvikum á þann hátt að dóttirin hefði far- ið með föður sínum í sumarfrí til Egyptalands síðasta sumar. Þar hefði hann tekið af henni vegabréf og önnur skilríki og sagt henni að framvegis yrði hún búsett hjá sér í Egypta- landi. Eftir að dóttirin hafði samband við móður sína fór hún til Egyptalands. Greip móðirin þar til þess úrræðis að flýja með dótt- ur sína úr landi og heim til Íslands. Abraham Antar Sayed Shahin og Guðríður Ingólfsdóttir giftust árið 1980 og eignuðust soninn Ingólf árið 1981 og dótturina Hebu ár- ið 1984. Þau skildu hins vegar árið 1993. Börnin bjuggu að mestu hjá móður sinni á Ís- landi þangað til faðirinn fékk forræði yfir syni þeirra, þegar hann var tólf ára og Heba níu ára. Abraham Antar Sayed Shahin segir í sam- tali við Morgunblaðið að hann hafi farið með Hebu í sumarfrí til Egyptalands sl. fimm ár. Síðasta árið hafi ekki verið nein undantekn- ing. „Heba fór með mér til Egyptalands af fúsum og frjálsum vilja,“ útskýrir Shahin. Hann segir að þegar þangað var komið hafi hann sagt Hebu frá góðum menntaskóla í Egyptalandi. „Þetta er einn besti mennta- skólinn í Egyptalandi,“ segir hann, en í skól- anum er kennt á ensku og tekur námið þrjú ár. „Henni leist vel á skólann enda fékk hún send gögn frá skólanum sínum á Íslandi þann- ig að hún yrði metin inn í skólann í Egypta- landi. Var gengið frá því að hún myndi byrja í skólanum um haustið eftir að hún hafði valið sér námsfög.“ Shahin ítrekar að hann hafi viljað að Heba færi í umræddan skóla. „Ég tel það henni fyrir bestu. Eftir það má hún gera það sem hún vill,“ segir hann. Ekki hægt að neyða stúlkur til að giftast Shahin vísar því alfarið á bug að hann hafi stjórnað því með hverjum Heba væri og hverj- um hún ætti að giftast. „Það myndi ég aldrei gera því mér þykir vænt um hana. Auk þess er ekki hægt að neyða stúlkur til að giftast í Egyptalandi. Það samræmist ekki íslamstrú.“ Shahin leggur þó áherslu á að hann hefði ekki farið fram á að Heba yrði í skólanum í Egyptalandi nema vegna þess að hún er músl- imi. Hann vildi af þeim sökum að hún byggi í landi þar sem íslamstrú er ríkjandi þannig að hún kynntist því samfélagi betur. „Þá tek ég fram að hún var algjörlega frjáls ferða sinna í Egyptalandi,“ segir hann. Spurður að því hvers vegna hann hafi tekið af henni vega- bréfið segir hann að það geri hann alltaf. „Ég geymi alltaf öll vegabréf; set þau ofan í skúffu og læsi,“ segir hann og bætir því við að vilji Hebu sé mótaður af íslensku samfélagi. Hún viti því ekki hvað henni sé fyrir bestu. Hann kveðst óttast um hana á Íslandi; þar sé t.d. drykkjumenning sem ekki tíðkist í Egypta- landi. „Þegar hún var yngri var hún lögð í einelti í grunnskóla vegna þess að hún sagðist vera múslimi og neitaði að byrja með strák.“ Shahin segir að Guðríður hafi ekki gefið rétta mynd af Egyptalandi í viðtali við hana í Morgunblaðinu á sunnudag. Þar hafi því til að mynda verið haldið fram að karlmenn væru þeir einu sem gætu séð um samskipti út á við. „En í þeirri sömu blaðagrein er skýrt frá því að Guðríður og Heba hafi farið einar síns liðs og reddað stimpli í vegabréf Hebu. Það stang- ast á við þá fullyrðingu að karlmenn séu þeir einu sem geti haft formleg samskipti þar í landi.“ Abraham Antar Sayed Shahin fyrrv. eiginmaður Guðríðar Ingólfsdóttur Vil dótt- ur minni allt hið besta Morgunblaðið/Sverrir Abraham Antar Sayed Shahin. ÞINGFLOKKUR Samfylking- arinnar gerði á fundi á mið- vikudag með sér samþykkt þar sem fagnað er tilraunum yf- irvalda í Sádi-Arabíu til að koma á friði á milli Ísrales og Palestínu. Segir þingflokkur- inn í ályktun sinni tillögurnar allrar athygli verðar, ekki síst í ljósi þess að „með þeim er gerð tilraun til þess að fylkja sem flestum nágrannaríkjum Ísr- aels að baki hugmyndum sem gætu stuðlað að friði til fram- búðar í Miðausturlöndum. Mun Aríel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, vera tilbúinn til við- ræðna um hugmyndirnar. Samkvæmt hugmyndum Ab- dullah krónsprins í Sádi-Arab- íu mundi Ísrael draga herlið sitt til baka frá svæðunum sem hernumin voru árið 1967, gegn því að arabalöndin viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis og eðli- leg samskipti komist á milli ríkja í Miðausturlöndum. Það þýddi að Ísraelsher hyrfi frá Vesturbakkanum, Gaza, Aust- ur-Jerúsalem og Gólanhæðum. Þingflokkur Samfylkingar- innar skorar á ríkisstjórn Ís- lands að leggja sitt af mörkum til þess að tillögurnar fái nauð- synlega umfjöllun á alþjóðleg- um vettvangi. Miklu máli skiptir að Vesturlönd beiti sér af alefli fyrir friði í Ísrael og Palestínu en brottkvaðning herliðs frá hernumdu svæðun- um er forsenda þess að friður komist á fyrir botni Miðjarð- arhafs“. Ályktun þingflokks Samfylkingarinnar Fagnar tilraun- um Sádi- Araba
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.