Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINAR K. Guðfinnsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, segist hafa orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með nýja tillögu iðnaðarráðherra til byggðaáætlunar fyrir árin 2002– 2005. Eftir þessari áætlun hafi ver- ið beðið með mikilli óþreyju og miklar væntingar verið gerðar en þótt tillaga ráðherra sé lesin með mjög jákvæðu hugarfari komi hann ekki auga á það að í henni sé brugðist við með þeim hætti að dugi til að bregðast við vandanum þar sem hann er alvarlegastur á landsbyggðinni. Þetta kom fram í umræðum um tillögu Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um tillögu til byggðaáætlunar á Alþingi á þriðju- dag. Umræða um tillöguna stóð all- an dag og langt fram á kvöld og voru skiptar skoðanir um ágæti hennar, jafnt meðal þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu. Guðmundur Árni Stefánsson (S) velti því upp hvers vegna einstakir stjórnarþingmenn, t.d. Einar K. Guðfinnsson, sem nú gagnrýndu tillöguna, hefðu staðið að samþykkt hennar. Einar svaraði því til að hann hefði enga aðkomu haft að málinu og hann hefði þegar greint sínum þingflokki frá því að hann gerði „miklar athugasemdir“ við það og hefði á afgreiðslu þess „full- kominn fyrirvara“ eins og hann orðaði það. „Skrautleg umræða“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, kallaði það „skrautlega umræðu“ þegar stjórnarliðar væru komnir í hár saman og einn helsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins segði sig í raun frá málinu. Það væri þó auð- vitað „algjörlega í samræmi“ við annað í framgöngu ríkisstjórna Davíðs Oddssonar í byggðamálum. Vísaði Steingrímur til þess að í kjölfar „hrapallegrar“ kynningar ráðherra á tillögunni á dögunum, væru nú einstakir landshlutar farnir að vinna sínar eigin byggða- áætlanir. Um þann þátt tillögunn- ar, að efla skuli Akureyri sem mót- vægi við höfuðborgarsvæðið, sagði Steingrímur slíkt góðra gjalda vert. „Ég tel að það sé rétt að horfa til þeirra möguleika sem Ak- ureyri hefur umfram alla aðra staði á landsbyggðinni, en öllu máli skiptir hvernig það er hugsað og hvernig það er gert. Ef það er á kostnað annars sem gert er í byggðamálum verður það ekki til langframa til góðs og ekki heldur fyrir Akureyri. Því aðeins að þetta verði gert sem sértæk viðbótarráð- stöfun við aðrar almennar aðgerðir og jafnframt verði hugað að öðrum mikilvægum svæðum, þjónustu- svæðum og miðlægum svæðum, er þetta skynsamleg áhersla, annars ekki,“ sagði hann. Hjálmar Árnason (B) sagði ein- hug um tillöguna í þingflokki Framsóknarflokksins og hann liti á hana sem ramma sem fæli í sér mikil sóknarfæri. Vissulega kynni svo að fara að menn greindi á um útfærslur en í tillögunni fælist ákveðin stefnumörkun og hana ætti eftir að útfæra frekar. „Það er vissulega spennandi og ögrandi verkefni,“ sagði Hjálmar, en vék síðan eins og margir fleiri í um- ræðunni að þætti hins opinbera. Áberandi væri nefnilega gagnrýni á útþenslu ríkisins á höfuðborgar- svæðinu en lítið færi fyrir þeirri út- þenslu á landsbyggðinni. „Hvers vegna í ósköpunum skyldu ekki þær opinberu stofnanir hérlendis sem hafa starfsvettvang á landinu vera í því umhverfi sem þær eiga að þjóna?“ spurði Hjálm- ar. „Ég nefni Vegagerðina sem fyrst og fremst þjónar vegakerfinu úti á landsbyggðinni að langstærst- um hluta. Ég nefni Fiskistofu, Náttúruvernd ríkisins, Náttúru- fræðistofnun yfirdýralækni, Veiði- málastofnun, rannsóknarnefnd sjó- slysa, Hafró, Vinnumálastofnun, Landhelgisgæsluna, Orkustofnun, Siglingamálastofnun, Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, RALA svo að einhverjar stofnanir séu nefnd- ar.“ Vonast eftir breytingum í meðförum iðnaðarnefndar Fyrstu umræðu um tillögu iðn- aðarráðherra að byggðaáætlun lauk seint á þriðjudagskvöld og hefur verið vísað til iðnaðarnefnd- ar. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kvaðst vona til þess að þar yrði hún tekin til gagngerrar endurskoðun- ar. Einn nefndarmanna í þeirri nefnd, Svanfríður Jónasdóttir, var einna jákvæðust í garð tillögunnar. „Þær byggðaáætlanir sem hingað til hafa verið samþykktar hafa ekki skilað þeim árangri sem vænst var. Aðgerðir stjórnvalda hafa verið fálmkenndar þar sem hvorki er við skilgreiningar á viðfangsefninu að styðjast né heldur skipuleg vinnu- brögð. Reglurnar hafa enda verið almenningi óljósar og ákvarðanir og áherslur virðast oft ráðast af búsetu einstakra ráðherra eða for- manns stjórnar Byggðastofnunar. Það er auðvitað stjórnsýsla sem ekki gengur,“ sagði hún. „Styrkur þessarar áætlunar felst í því að þó að ýmislegt sé óljóst orðað er ákveðnum aðila ætluð ábyrgð á tilteknum verkefnum. Menn hafa greinilega lært af nið- urstöðum hinna fyrri, sem þrátt fyrir fögur fyrirheit um fjölgun til- tekinna starfa um landið eða jafn- vel fólksfjölgun skiluðu að minnsta kosti ekki árangri í þeim efnum. Nýjar áherslur í þessari áætlun gefa von um einhvern árangur,“ sagði Svanfríður. Skiptar skoðanir eru um nýja tillögu að byggðaáætlun Morgunblaðið/Golli Þeir sátu íbyggnir undir umræðum um byggðaáætlun Steingrímur J. Sigfússon og Hjálmar Árnason í vikunni. Báðir tóku til máls. DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segist bera fullt traust til Sturlu Böðvarssonar samgöngu- ráðherra enda sitji hann í rík- isstjórn fyrir sinn atbeina. Stjórnarmenn í Símanum sitji þar ekki fyrir sinn atbeina. Forsætisráðherra, sem gegnt hefur skyldum samgönguráð- herra síðustu daga í leyfi Sturlu Böðvarssonar, var spurður að því í gær við upphaf þingfundar á Alþingi af Lúðvík Berg- vinssyni, þingmanni Samfylking- arinnar, hvort hann bæri enn traust til samgönguráðherra og stjórnarformanns Símans. Vísaði Lúðvík m.a. til viðtals við for- sætisráðherra í Kastljósi þar sem hann hefði lýst óánægju sinni með ýmislegt í rekstri fyr- irtækisins. „Samgönguráðherrann situr í ríkisstjórn með mínum atbeina og ég hef fullt traust á honum. Aðrir sitja ekki í stjórninni fyrir minn atbeina,“ sagði Davíð Oddsson í stuttu svari við fyr- irspurn Lúðvíks. Vill hreinsa út í Símanum Þeir þingmenn stjórnarand- stöðu sem tóku til máls sögðu ljóst að samgönguráðherra nyti fulls trausts forsætisráðherra, en veltu aftur á móti fyrir sér stöðu stjórnarformanns Símans. Guðmundur Árni Stefánsson (S) sagði sitt mat það að enginn tími mætti líða þar til „hreinsað sé út í Símanum og gert hreint fyrir dyrum á þeim vettvangi“. „Veruleikinn er þessi,“ sagði Guðmundur Árni: „Það eru sér- stakir trúnaðarmenn Sjálfstæð- isflokksins og forystu hans, hvort heldur þar er um að ræða fyrrverandi formann einkavæð- ingarnefndar, núverandi stjórn- arformann Símans, fyrrverandi forstjóra Símans ellegar sam- gönguráðherra, sem algerlega hafa séð um það að ata forsætis- ráðherrann auri einir og óstudd- ir.“ Forsætisráðherra sagði þá að þingmaðurinn ætti að vita það vel, hversu mikið þyrfti til þess að hann félli frá trausti á sínum ráðherrum þótt að þeim væri sótt. „Ég geri það nú mjög seint, það er nú bara þannig, því ég tel að maður eigi að standa með sín- um mönnum en ekki grafa undan þeim, sérstaklega þegar að þeim er sótt. Það hefur verið venja hjá mér og ég held þeirri venju,“ sagði hann. Forsætisráðherra bætti því hins vegar við að hann vildi beita sér fyrir því að aðalfundur Sím- ans yrði sem fyrst, helst í næstu viku. Sagði hann að dagsetningin 19. mars hefði verið nefnd, en hann vildi hafa fundinn fyrr, helst 8. mars nk., og unnið væri að því að flýta honum. Davíð Oddsson forsætisráðherra vill flýta aðalfundi Landssímans Ber fullt traust til samgöngu- ráðherra JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra segir fulla ástæðu til að samningar séu í gildi um starfsemi sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og hann hafi enga stefnu í þá veru að sjúkraþjálfarar starfi eingöngu á stofnunum. Hann vill þó ekki tjá sig um einstök at- riði í kjaradeilu sjúkraþjálfara og Tryggingastofnunar ríkisins. Þetta kom fram í svari heil- brigðisráðherra á Alþingi í gær við fyrirspurn Ástu Möller, þing- manns Sjálfstæðisflokksins. Sagðist ráðherrann telja að sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfar- ar inntu af hendi mikilvægan þátt í heilbrigðisþjónustunni. „Ég tel því eðlilegt að sjúkraþjálfarar utan og innan stofnana starfi á svipuðum grunni, þótt alltaf geti verið um vissan aðstöðumun að ræða, jafnt innan sem utan stofnana um land allt,“ sagði Jón. „Ég tel ekki viðeigandi að ég tjái mig nánar um þá kjaradeilu sem yfirstandandi er milli samn- inganefnda af hálfu hins opinbera og sjúkraþjálfara en hef fyllstu vonir um að sátt náist og starfsemi þessi falli í þann farveg sem allir geta verið sáttir við,“ bætti hann við. Ráðherra um sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara Starfi á svipuðum grunni innan og utan stofnana GUÐJÓN Guðmundsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, og fjórir aðrir þingmenn flokksins, hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsálykt- unar um útsendingar sjónvarps og útvarps um gervitungl. Í tillögunni felst að menntamála- ráðherra verði falið að láta gera á vegum Ríkisútvarpsins áætlun um kostnað og tæknilega útfærslu á því að senda dagskrár útvarps og sjón- varps um gervitungl svo og kostnað við búnað til að taka á móti þessum sendingum. Einnig komi fram áætl- aður stofnkostnaður jarðstöðvar til að senda dagskrár til gervitungls og árlegur rekstrarkostnaður hennar. Í greinargerð með tillögunni segir að mörg þúsund Íslendingar búi við þau skilyrði að hafa lélegan eða eng- an aðgang að útsendingum Ríkisút- varpsins, sjónvarps og hljóðvarps. Það eigi við um fólk í dreifðum byggðum víða um land, þar sem mót- tökuskilyrði eru slæm, og Íslendinga erlendis, en stærsti hópurinn séu þó sjómenn á farskipum og fiskiskipum. Móttökuskilyrði hafa versnað „Móttökuskilyrði sjónvarps hafa verið mjög misjöfn á hafinu um- hverfis landið. Þau hafa verið allgóð frá Faxaflóa austur að Ingólfshöfða, afleit út af Austurlandi og gloppótt fyrir Norðurlandi, Vestfjörðum og suður fyrir Snæfellsjökul. Skilyrðin eru skárri þegar háþrýstisvæði er yfir landinu. Sjómenn segja að mót- tökuskilyrðin hafi versnað á undan- förnum árum. Móttökuskilyrði út- varps eru einnig misjöfn en bötnuðu mjög á hafinu með tilkomu lang- bylgjusendinga frá Gufuskálum og Eiðum, en um sendana þar er út- varpað blandaðri dagskrá Rásar 1 og Rásar 2. Þessar sendingar nást allt til Færeyja, eða u.þ.b. 500 sjómílur. Í sparnaðarskyni hafa langbylgju- sendingar nýlega verið skertar og stuttbylgjusendingar aflagðar, en þær náðust um allan heim. Það er mikið öryggismál að bæta sendingar ljósvakamiðlanna til fiskimiða og far- skipaleiða, t.d. til að fylgjast með að- vörunum um hættu, svo sem fárviðr- isspám og tilkynningum um ís. Bent hefur verið á að engin veðurspá er gerð nema á Íslandi fyrir siglinga- leiðina Bandaríkin-Nýfundnaland- Ísland. Meðan ríkið stendur fyrir rekstri sjónvarps og útvarps og skyldar landsmenn til að greiða af- notagjöld verður að leita allra leiða til að koma sendingum þessara fjöl- miðla til sem flestra Íslendinga,“ segir þar ennfremur. Tillaga um dreifikerfi útvarps og sjónvarps Vilja senda út dag- skrána um gervitungl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.