Morgunblaðið - 28.02.2002, Side 17

Morgunblaðið - 28.02.2002, Side 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 17 Íbúarnir vöknuðu við reykskynjara ELDUR kom upp í kjallara íbúðar- hússins Baldurshaga við Þórunnar- stræti á Akureyri skömmu eftir kl. 2 í fyrrinótt. Baldurshagi er gamalt tvílyft timburhús og þar sváfu hús- ráðandi og tvö börn hans í risinu þegar eldurinn kom upp, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akur- eyrar. Maðurinn og börnin vöknuðu þeg- ar reykskynjari fór í gang og komust út úr húsinu. Þau gerðu lögreglunni, sem er í næsta húsi, viðvart og var allt tiltækt lið slökkviliðsins kallað út. Maðurinn og börnin voru flutt á slysadeild FSA vegna gruns um reykeitrun. Reykkafarar Slökkviliðs Akureyr- ar fóru inn í húsið og réðu niðurlög- um eldsins. Slökkvistarf gekk vel en töluverðar skemmdir urðu af völdum elds í kjallaranum og reyks á hæð- unum tveimur. Slökkvistarfi lauk rétt fyrir kl. 4. Eldur í íbúðarhúsi á Akureyri FÉLAGARNIR og bekkjarbræð- urnir Brynjar Leó Kristinsson og Sigmundur Jónsson í Ólafsfirði fóru í nokkurra daga æfinga- og keppnisferð til Noregs í síðustu viku. Tilefnið var að þeir slógust í hóp verðlaunahafa á Andrésar andarleikurum í fyrra. „Við æfðum einn dag og svo var keppt,“ sögðu þeir félagar en þeir gistu í Osló. Í keppninni voru gengnir 3,3 kílómetrar og voru keppendur 220 talsins. Sig- mundur varð í 145. sæti og Brynjar Leó í 175. sæti. Flestir keppendanna voru frá Noregi og Svíþjóð, þar sem mikill fjöldi ungmenna æfir göngu. „Þetta var bara ágætt og mér fannst rosalega gaman,“ sagði Brynjar Leó. Báðir voru þeir fé- lagar sammála um að það eft- irminnilegasta í ferðinni hafi ver- ið ferð að Holmenkollen, stærsta stökkpalli í heimi. Næst á dag- skrá hjá þeim félögum er Ung- lingameistaramótið sem haldið verður á Akureyri og eru þeir sammála um að þar ætli þeir að standa sig vel. Fóru í æfinga- og keppnisferð til Noregs Rosalega gaman Mrogunblaðið/Helgi Jónsson Göngugarparnir frá Ólafsfirði, Brynjar Leó og Sigmundur. Guðbrandur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri ÚA Frekari stækkun á félaginu er áhugaverð GUÐBRANDUR Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa sagði að á undanförnum ár- um hefði félagið lagt mikla áherslu á að stækka það með sameiningum og eða beinum kaupum á öðrum fé- lögum. Á síðustu tveimur árum hef- ur ÚA sameinast Jökli á Raufarhöfn og Hólmadrangi á Hólmavík og í fyrra keypti félagið helmingshlut í GPG-fiskverkun á Húsavík. „Frekari stækkun á félaginu er áhugaverð til að styrkja rekstur þess enn frekar, sérstaklega á þeim sviðum sem félagið hefur ekki látið mikið til sín taka. Áhugavert væri að styrkja þann hluta útgerðarinnar sem snýr að sjófrystingu, en félagið gerir einungis út einn sjófrystitog- ara til bolfiskveiða,“ sagði Guð- brandur á aðalfundi ÚA. Hann sagði félagið hafa rúma kvótastöðu í karfa og grálúðu sem myndi nýtast vel í rekstri fleiri frystitogara. „Þá er eðlilegt fyrir félagið að leita fyrir sér með samstarf eða sameiningar við félög á sviði uppsjávarfiskvinnslu til að breikka rekstrargrunninn og tryggja að félagið nái yfir öll svið sjávarútvegs hér á landi.“ Á síðustu árum hefur ÚA unnið að tveimur verkefnum á sviði líftækni, annars vegar framleiðslu gelatíns og hins vegar einangrun prótína úr uppsjávarfiskum, en það verkefni hefur verið unnið í samvinnu við HB á Akranesi. Hann sagði að félagið myndi leggja aukna áherslu á líf- tækni og væri unnið að sérstakri stefnumótun á því sviði. Eðlilegt að horfa til fjárfestinga erlendis Fram kom í máli Guðbrands að fé- lagið hefði ekki fjárfest í verkefnum í útlöndum frá því það seldi hlut sinn í MHF árið 1998 eða þar til Lauga- fiskur hefði á síðasta ári keypt 45% hlut í Faroe Marine Product í Fær- eyjum, en það sérhæfir sig í hausa- þurrkun. Guðbrandur sagði rekstur þess lofa góðu og myndi Laugafisk- ur á næstunni leita fyrir sér með önnur tækifæri á sínu sviði í útlönd- um. „Á sama hátt er eðlilegt fyrir ÚA að horfa til erlendra fjárfestinga á þeim sviðum sem félagið þekkir best til, þ.e. í fiskvinnslu,“ sagði Guðbrandur. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.