Morgunblaðið - 17.03.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.03.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ KONUR með of háan blóðþrýsting eru helmingi líklegri en aðrar til að fá hjartasjúkdóma. Þetta er ein helsta niðurstaða rannsóknar á konum í Gautaborg sem íslenskur læknir að nafni Karl Kristjánsson vann úr og birti í doktorsritgerð sinni sem unnin var við læknadeild Háskóla Íslands og háskólans í Gautaborg. Rannsóknin sýnir enn- fremur fram á að konur sem tóku þátt í rannsókninni og höfðu of há- an blóðþrýsting voru í 86% aukinni áhættu á að deyja á rannsóknartím- anum sem spannaði 24 ár. Niðurstöðurnar eru settar fram í doktorsritgerð Karls sem byggist á fimm greinum sem allar fjalla um blóðþrýsting á einn eða annan hátt. Fjórar byggjast á hóprannsókn á 1462 konum í Gautaborg í Svíþjóð og ein byggist á hóprannsókn Hjartaverndar en í henni tóku ríf- lega 25 þúsund íslenskar konur og karlar þátt. Sænska rannsóknin hófst árið 1968 og voru þá 1462 konur valdar tilviljanakennt í ít- arlega læknisskoðun sem rann- sóknin byggir á. Þeim var fylgt eft- ir og voru aftur rannsakaðar, sex, tólf og 24 árum síðar, en rannsókn- inni lauk árið 1992. Karl segist hafa unnið að rannsókninni í um tólf ár og hefur vinna hans falist í að túlka niðurstöður rannsóknanna tveggja. Samband efnaskipta og blóð- þrýstings rannsakað „Við höfum aðallega verið að skoða sambandið milli efnaskipta og þróunar blóðþrýstings,“ segir Karl. „Það má segja að rannsóknin hafi verið þríþætt. Í fyrsta lagi könnuðum við samband milli offitu, fitudreifingar og blóðþrýst- ingsþróunar, í öðru lagi var skoðað sambandið milli efnaskipta, þ.e. sykurþols og insúlíns og hvernig það tengist blóðþrýstingi. Í þriðja lagi var tenging eggjahvítu í þvagi og blóðþrýstings könnuð.“ Karl segir að allir þessir þættir og fleiri til tengist síðan innbyrðis. „Talað er um efnaskiptaheilkenni, þar sem við sjáum blóðþrýstinginn sem að- eins toppinn á ísjakanum.“ Sú skoðun sem sænsku konurnar fóru í fól í sér margs konar rann- sóknir og mælingar, ítarlega lík- amlega skoðun og viðtal um hagi þeirra. „Við höfum skoðað for- spárgildi ýmissa hluta. Við fyrstu skoðun var skoðað hvernig t.d. in- súlín og blóðþrýstingur fylgjast að, eftir að tekið er tillit til líkamsfitu. Síðan höfum við skoðað for- spárgildi, t.d. þær konur sem höfðu eðlilegan blóðþrýsting í byrjun rannsóknarinnar, hvernig insúlíng- ildi þeirra spái fyrir því að þær fái háþrýsting eftir sex eða tólf ár.“ Karl segir að þar hafi komið í ljós mjög marktæk fylgni. „Helstu nið- urstöður rannsóknarinnar eru þær að konur sem höfðu háþrýsting við fyrstu skoðun voru í meiri hættu á að fá hjartasjúkdóma á rannsókn- artímanum, þær voru í tvöfalt meiri áhættu á að fá kransæðastíflu og sykursýki og í 86% aukinni áhættu á að deyja.“ Áður hafði verið sýnt fram á að háþrýstingur væri sterk- ur áhættuþáttur fyrir krans- æðasjúkdómum og dauða, m.a. í hóprannsókn Hjartaverndar, en Karl segir að komið hafi á óvart hversu mikil áhætta fylgir háþrýst- ingi. Hvað veldur háþrýstingi? „Við fórum síðan eitt skref til baka og skoðuðum hvað veldur há- þrýstingnum. Margskonar hlutir spila inn í háþrýstinginn og þeir svo aftur spila sín á milli, svo þetta er mjög flókið ferli.“ Karl segir að það sem talið sé að liggi að einhverju leyti að baki þróun sykursýki og há- þrýstings geti verið það sem kallað er insúlínónæmi í líkamanum. „Það aftur orsakast m.a. af erfðum, of- fitu og hreyfingarleysi. Þegar næmi fyrir insúlíni minnkar í lík- amanum reynir hann að bæta fyrir það með því að framleiða meira in- súlín til að halda sykurmagninu í blóðinu stöðugu. En þetta háa insúl- ín getur leitt af sér hækkaðan blóð- þrýsting.“ Rannsóknin sýnir að sögn Karls að insúlín virðist hafa meiri þýðingu fyrir hækkun blóð- þrýstings hjá þeim konum sem voru of þungar eða höfðu kviðfitu, sem er meiri áhættuþáttur en fitusöfnun annars staðar á líkamanum. „Kvið- fita er mikill áhættuþáttur, bæði hvað varðar sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma,“ segir Karl. „Í þessu tilliti virtist insúlín hafa held- ur meiri þýðingu hjá þeim konum sem voru með kviðfitu. En kviðfita annars virtist ekki spá miklu fyrir háþrýsting, það kom svolítið á óvart, þar sem hún er þekkt sem áhættuþáttur hvað varðar hjarta- og æðasjúkdóma. Á þessu höfum við ekki skýringu enn.“ Eggjahvíta í þvagi og háþrýstingur Þekkt er að þeir sem eru með sykursýki og hafa eggjahvítu í þvagi eru í aukinni hættu á að fá nýrnasjúkdóma og hjarta- og æða- sjúkdóma. „Eggjahvítu í þagi má trúlega rekja til þess að klæðning innan á æðunum leki eggjahvítunni í gegnum nýrað.“ Þannig getur prótein í þvagi að sögn Karls verið merki um lélegt eða gallað æðaþel. Í rannsókninni var rannsakað allt þvag um 700 kvenna sem þær söfn- uðu á einum sólarhring og athuguð samtímafylgni við blóðþrýsting og eins var kannað hvernig það spáði um háþrýsting seinna. „Eggjahvíta í þvagi hafði samtímafylgni við há- an blóðþrýsting en varðandi for- spárgildi virtist það ekki hafa mikið að segja hvað varðar háþrýsting.“ Karl segir að niðurstöður sænsku könnunarinnar og rannsóknar Hjartaverndar hafi verið að flestu leyti sambærilegar og því þótti til- valið að hafa þær saman í ritgerð- inni. „Þegar svona hóprannsóknir eru gerðar safnast gífurlegt magn upplýsinga á kerfisbundinn hátt,“ segir Karl. „Þarna er því komið mjög öflugt tæki til að skoða ýmsa hluti og margt annað en það sem ég skoðaði. Í framtíðinni væri hægt að skoða margt á sambærilegan hátt. Upplýsingarnar liggja þegar fyrir og alltaf er verið að vinna úr þeim.“ Íslenskur læknir rannsakar forspárgildi ýmissa þátta um háþrýsting Blóðþrýstingurinn er toppurinn á ísjakanum Morgunblaðið/Jim Smart Karl Kristjánsson sinnir ungum sjúklingi á Heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði þar sem hann starfar. SKÓGRÆKTARFÉLAG Íslands og Olís hafa gert með sér samkomulag um bætt aðgengi fólks að nýjum skógarsvæðum landsins. Samningur þess efnis var undirritaður á aðal- fundi Olís. Samkvæmt honum verður ráðist í að bæta aðstöðu við aðkomu, stígagerð og merkingar í Land- græðsluskógum, með áherslu á að hægt verði að opna þessi svæði betur og auðvelda aðgang til útivistar fyrir almenning. Auk þess er það mark- mið samstarfsins að auka skilning á mikilvægi skógræktar á Íslandi. Samingurinn er til næstu þriggja ára og mun Olís styðja verkefnið með þriggja milljóna króna framlagi á ári næstu þrjú árin, samtals um 9 milljónir króna. Að loknu samnings- tímabilinu verður metið hvort frek- ara framhald verði á samstarfinu. Stefnt er að því að fá fleiri fyrirtæki til samstarfsins og að um 50 millj- ónum króna verði varið til verkefn- isins á næstu 5 árum. Olís fagnar 75 ára afmæli sínu á þessu ári og er samningurinn gjöf til Skógræktarfélagsins á þessum tíma- mótum. Félagið hefur á síðustu 10 árum varið um 200 milljónum króna, eða um 12% af hagnaði félagsins á tímabilinu, til ýmissa þjóðþrifamála. Í fréttatilkynningu frá Olís og Skógræktarfélagi Íslands segir að í upphafi síðasta áratugar hafi Skóg- ræktarfélag Íslands, ásamt aðildar- félögum sínum, hafið umfangsmikið átak á 120 stöðum víða um landið. Mörg þessara skógarsvæða, sem kölluð eru Landgræðsluskógar, hafi dafnað vel og séu nú farin að mynda skjól og skapa bætt útivistarskilyrði. Því sé brýnt að hugað sé strax að framkvæmdum sem stuðla að góðu aðgengi, þannig að almenningur geti notið þessara svæða sem fyrst. Skógar Íslands eru í dag ein vin- sælustu útivistarsvæði landsins. Sem dæmi má nefna að árlega heim- sækja Heiðmörkina um 250 þúsund manns og um 150 þúsund manns heimsækja Kjarnaskóg við Akureyri á hverju ári. Olís styrkir bætt aðgengi að skógarsvæðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktarfélags Íslands, og Gísli Baldur Garðarsson, stjórnarformaður Olís, undirrita samkomulag um bætt aðgengi að nýjum skógarsvæðum landsins. Fyrir aftan þó standa Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, Einar Benediktsson, forstjóri Olís, og Thomas Möller, markaðsstjóri Olís. Meirihlutinn ákvað að loka Örlygs- hafnarskóla BÆJARSTJÓRN Vesturbyggðar ákvað á fundi sínum á fimmtudag, í tengslum við umræðu um fjárhags- áætlun ársins, að loka Örlygshafn- arskóla á næsta skólaári og flytja skólahald til Patreksfjarðar. Minni- hlutinn í bæjarstjórn lagðist gegn lokuninni og deildi hart á meirihlut- ann fyrir þessa ákvörðun, sem ekki var sögð pólitísk heldur „persónu- legt óþokkabragð“ eins og einn bæj- arfulltrúi, sem á börn í skólanum, komst m.a. að orði á fundi bæjar- stjórnar. Börnum í skólanum fer fækkandi Jón B.G. Jónsson, forseti bæjar- stjórnar, átti ásamt formanni bæj- arráðs fund á föstudag með foreldr- um þeirra átta barna sem stunda nú nám við skólann í Örlygshöfn, sem er heimavistarskóli. Ekki fer fram kennsla í 10. bekk en milli Örlygs- hafnar og Patreksfjarðar er um þriggja kortera akstur. Jón sagði við Morgunblaðið að á fundinum hefði ákvörðunin verið útskýrð og rök- studd en vissulega hefði komið fram gagnrýni frá foreldrunum. Spurður um helstu ástæður fyrir því að loka skólanum sagði Jón að fámennið skipti þar nokkru, nemendurnir átta fengju betri aðstöðu til menntunar í skólanum á Patreksfirði og sveitar- félagið myndi spara töluvert í út- gjöldum, eða um 10 milljónir á ári. „Við teljum að hag barnanna sé betur borgið í stærri skóla. Okkur ber skylda til þess að sjá þeim fyrir sambærilegri menntun og gerist annars staðar í sveitarfélaginu. Ör- lygshafnarskóli er einnig mjög dýr í rekstri og það er fyrirséð að árið 2004 verða aðeins fjögur börn eftir í skólanum. Þá yrði skólahaldinu sjálf- hætt. Þær fjárhæðir sem sparast munu að hluta nýtast í stuðning við atvinnulífið í Örlygshöfn og sveitinni í kring,“ sagði Jón en auk Patreks- fjarðar og Örlygshafnar rekur sveit- arfélagið Vesturbyggð skóla á Bíldu- dal og Barðaströnd. Bæjarstjórn Vesturbyggðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.