Morgunblaðið - 17.03.2002, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FRANCO Caviglia, hávaxinn og
glæsilegur þingmaður, sat á dögun-
um yfir espressó-bolla á kaffihúsinu
Casablanca í miðborg Buenos Aires
þegar hópur fólks skundaði yfir að
borði hans. Fólkið tók að ausa yfir
hann móðgunum og ókvæðisorðum.
Loks gerðu einhverjir sig líklega til
að berja á honum. Caviglia reyndi að
komast undan á hlaupum en lýðurinn
hljóp að dyrunum. Þingmanninum
var haldið föngnum í hálftíma þar til
að lögregla kom og bjargaði honum.
Og hvað hafði svo Caviglia gert til
að verðskulda þessa aðför? Hann er
stjórnmálamaður í Argentínu.
Engu er líkara en veiðileyfi hafi
verið gefið út á stjórnmálamanna-
stéttina í Argentínu. Hrun fjármála-
lífsins hefur skilið marga eftir alls-
lausa og reiðin svellur í brjósti
þjóðarinnar. Stjórnmálaleiðtogunum
er kennt um hvernig komið er og fjöl-
margir pólitíkusar og embættismenn
hafa orðið fyrir árásum að undan-
förnu. Tuttugu árum eftir að lýðræði
var á ný innleitt í landinu krefst al-
menningur breytinga; kerfið er sagt
rotið, spillt og gjörsamlega staðnað.
Alþýðuhetjurnar
bregðast líka
Þótt mest beri á óánægju þessari í
Argentínu er í raun sömu sögu að
segja um flest ríki Rómönsku-Am-
eríku. Einræðisstjórnirnar sem settu
svo mjög svip sinn á álfuna eru nú all-
ar fallnar nema sú sem enn heldur
velli á Kúbu. En almenningur skynj-
ar það svo að í stað einræðis hafi tek-
ið við spilling og efnahagsleg stöðn-
un. Þetta á meira að segja við um þá
stjórnmálaleiðtoga sem komist hafa
til valda jafnvel þótt þeir séu taldir
sérlegir fulltrúar alþýðunnar og
komi ekki úr þeim stéttum sem að
jafnaði fara með völdin. Þannig ríkir
nú mikil og almenn óánægja í Venes-
úela þar sem Hugo Chavez forseti
berst fyrir völdum sínum. Sömu sögu
er að segja frá Perú en þar ræður nú
ríkjum Alejandro Toledo. Báðir eru
alþýðumenn og hétu snöggum um-
skiptum en hafa ekki reynst færir
um að efna þau loforð sín.
„Þetta má ekki skilja sem svo að
almenningur hafi hafnað lýðræðinu.
Miklu frekar er þetta ástand komið
til sökum þess að almenningur telur
fulltrúa fólksins ekki trúverðuga og
krefst aukins gegnsæis og hæfari
stjórnmálaleiðtoga,“ segir Horacio
Verbitsky, stjórnmálaskýrandi í
Buenos Aires. „ Í lýðræðinu felst að
rödd fólksins á að heyrast og nú hef-
ur almenningur sagt stjórnmála-
mönnunum að þeir standi sig ekki í
stykkinu.“
Hæstaréttardóm-
arar með lífverði
Ólgan er mest í Argentínu. Tveir
forsetar hafa nú þegar neyðst til að
segja af sér frá því í desember og
óánægjan er tekin að brjótast út í of-
beldi.
Á dögunum lenti Eduardo Menem,
þingmaður og bróðir Carlosar fyrr-
um forseta, í átökum í flugvél þegar
farþegarnir tóku að veitast að hon-
um. Fyrir fimm vikum réðst æstur
múgur að húsi þingkonu einnar í
Buenos Aires-héraði og kveikti í því.
Fyrrverandi ráðherra varð fyrir
þeirri óskemmtilegu reynslu að um
500 manns veittust að honum í versl-
unarmiðstöð einni. Hrækt var á hann
og honum ógnað. Eftir það rakaði
hann af sér skeggið og tók að dulbú-
ast. Ráðist hefur verið á heimili
hæstaréttardómara. Þeir njóta nú
verndar sérsveita argentínsku leyni-
þjónustunnar.
Árásirnar kunna að reynast ógnun
við stjórn Eduardo Duhalde forseta.
Stjórnmálamenn segja að ógnanir og
árásir sem þeir verði fyrir grafi und-
an virðingu fyrir lögunum. Að auki
grefur þetta ástand undan þeim
stuðningi sem stjórnvöld þurfa svo
sárlega á að halda ef þeim á að auðn-
ast að rétta efnahagslíf landsins við.
„Ég skil vel að fólk sé reitt. Fólk-
inu finnst sem við höfum brugðist því
og það kann að vera rétt,“ segir
Franco Cavaglia sem er fertugur að
aldri. „En ef við ætlum okkur að
komast út úr þessari kreppu þurfum
við að auka traust á stofnunum þjóð-
félagsins, ekki að rífa þær til
grunna.“
Auður og allsleysi
Almenningur hefur hins vegar
fengið nóg. Stjórnmálamenn eru
taldir hafa brugðist og mörgum svíð-
ur sárt það bruðl sem sagt er ein-
kenna stéttina. Því er haldið fram að
þar sé ekki síst að leita orsakanna
fyrir ófremdarástandinu í efnahags-
málunum.
Bruðl og alls kyns fríðindi sem
stjórnmála- og embættismannastétt-
in nýtur mælast sérlega illa fyrir. Á
síðustu tíu árum hafa laun stjórn-
mála- og embættismanna hækkað
um heil 147%. Helmingur Argentínu-
manna þarf að draga fram lífið á and-
virði um 200 króna á dag. Þingmenn
hafa hins vegar sumir hverjir allt að
540.000 krónur í mánaðarlaun.
Ferðapeningar eru um 300.000 krón-
ur á mánuði. Greiðslur vegna bens-
ínkostnaðar og trygginga eru um
120.000 á mánuði. Aukagreiðslur eru
inntar af hendi til þess að þingmenn
geti ráðið sér allt að sjö aðstoðar-
menn. Nýlega kom í ljós að ríkið
eyddi í fyrra 150 milljónum króna í
að halda úti 50 bílum öldungardeild-
arþingmanna.
Margir kenna kerfinu um. Það
gagnast helst flokkunum og þá eink-
um Perónistaflokknum, flokki þjóð-
ernissinna, og Róttæka borgara-
bandalaginu, sem telst miðju- og
vinstriflokkur. Kerfið er sagt fela í
sér samninga á milli þessara tveggja
fylkinga í stað þess að fram fari opin,
lýðræðisleg umræða í þjóðfélaginu.
Óánægjan birtist ekki einvörð-
ungu í hótunum og aðförum að
stjórnmálamönnum. Upp hafa
sprottið hópar óbreyttra borgara
sem haldið hafa uppi mótmælum við
heimili stjórnmálamanna. „Svarið er
einfalt, Argentínumenn veitast að
stjórnmálamönnum vegna þess að
einungis þannig er hægt að láta þá
gjalda fyrir hrokann,“ segir Sergio
Tobal, sem tók þátt í að mynda slíkan
hóp í einu af hverfum Buenos Aires.
„Við vitum að réttarkerfið mun aldr-
ei refsa þeim. Þess vegna höfum við
ákveðið að gera þeim ókleift að
ganga um göturnar. Þannig verða
þeir að minnsta kosti fangar á heim-
ilum sínum.“
Laun forsetans hækkuð
Viðbrögð stjórnmálamanna við
tíðindum þessum hafa verið blendin.
Duhalde forseti hefur lagt til stjórn-
arskrárbreytingar sem fela munu í
sér að þingmönnum verður fækkað
um fjórðung, laun þeirra lækkuð auk
þess sem breyta á kosningakerfinu
sem sniðið er að þörfum flokkanna.
Hins vegar er í fjárlagafrumvarpi
Duhalde gert ráð fyrir að kostnaður
vegna þingsins aukist lítillega. Og
sjálfur ákvað forsetinn á dögunum að
hækka laun sín og nokkurra annarra
um 16%.
Stjórnmálamenn
sæta ofsóknum
Reuters
Þolinmæði almennings í Argentínu er á þrotum.
Stjórnmálamenn í
Argentínu eru margir
hverjir teknir að óttast
um líf sitt – og það ekki
að ástæðulausu.
Buenos Aires. The Washington Post.
’ Þannig verða þeir að minnsta
kosti fangar á
heimilum sínum ‘
VERIÐ er að smíða nákvæma eft-
irlíkingu af flugvélinni sem Char-
les Lindbergh flaug á yfir Atlants-
hafið fyrir 75 árum, frá New York
til Parísar, og varð þar með fyrst-
ur manna til að fljúga þá leið einn
síns liðs. Vonir standa til, að eft-
irlíkingin komist í loftið á þessu
ári.
Smíði eftirlíkingarinnar fer
fram í flugsögusafninu í Rhine-
beck í New York-ríki í Bandaríkj-
unum, og er undir stjórn Kens
Cassens. Fjöldinn allur af misjafn-
lega nákvæmum eftirlíkingum af
vél Lindberghs, sem bar nafnið
The Spirit of St. Louis, er til víða
um heim, en smíð Cassens er í það
miklum smáatriðum nákvæmlega
eins og upprunalega vélin, að hún
hefur vakið athygli manna á Flug-
og geimvísindasafni Smith-
sonian-stofnunarinnar í Bandaríkj-
unum.
„Að mínu mati verður þetta lík-
lega besta flughæfa eftirlíkingin
af The Spirit of St. Louis sem
nokkurn tíma hefur verið smíð-
uð,“ segir Peter Jakab, for-
stöðumaður Flug- og geimvís-
indasafnsins. Cassens hefur stuðst
við gamlar myndir við smíðina og
leitað víða að efni. En hann segir
að hann þurfi meiri tíma. „Ég vil
að þetta verði eins nákvæmt og
mögulegt er. Ég er hálfgerður
sparðatínir.“
Það flækir málin að hann hefur
ekkert kort að styðjast við. Flug-
vél Lindberghs var smíðuð í flýti á
tveim mánuðum, sérstaklega fyrir
flugið yfir Atlantshafið, til að
Lindbergh gæti unnið verðlaunin
sem voru í boði, 25 þúsund doll-
ara, og komist á spjöld sögunnar.
Flugmannssætið var gert úr létt-
um víðitágum og framrúðunni var
sleppt til að hægt væri að koma
fyrir bensíntanki fyrir framan
stjórnklefann. Í staðinn var komið
fyrir sjónpípu. Ekki var mikið lagt
upp úr því að halda nákvæma
skrá yfir smíðina.
„Það er margt sem maður
hreinlega getur ekki fengið að
vita,“ segir Cassens. „Það var
margt sem var gert við vélina sem
hvergi var skráð.“ Þess vegna hef-
ur hann kannað nákvæmlega
myndir sem teknar voru þegar
vélin var í smíðum. Hann fékk
myndirnar hjá Smithsonian-
stofnuninni, og þar fékk hann líka
að klifra í stiga til að skoða flug-
vélina sjálfa, sem hangir þar niður
úr loftinu.
Svo hófst smíði eftirlíking-
arinnar, sem Cassens býst við að
taki alls um sjö þúsund vinnu-
stundir, mun lengri tíma en smíði
vélarinnar sjálfrar. Hann efast um
að hann muni ljúka smíðinni fyrir
21. maí, en þann dag 1927 lenti
Lindbergh í París. En hann vonast
til að koma eftirlíkingunni í loftið
fyrir haustið.
Við smíði eftirlíkingarinnar hef-
ur Cassens orðið ljóst hversu vel
flugvél Lindberghs virkaði, þrátt
fyrir flýtinn við smíði hennar.
Hann segir að Lindbergh hafi ekki
líkað að vera kallaður „heppni“,
en hann hafi í raun verið heppinn.
Nákvæm eftir-
líking af flug-
vél Lindberghs
Charles Lindbergh við flugvél sína árið 1927, er hann flaug frá New York til Parísar. T.h.: Ken Cassens, sem
stjórnar smíðinni á eftirlíkingunni að flugvél Charles Lindberghs, heldur á mælaborði, sem hann segir ná-
kvæma eftirmynd mælaborðsins í The Spirit of St. Louis. Burðargrind eftirlíkingarinnar er fyrir aftan hann.
AP
Rhinebeck í New York. AP.