Morgunblaðið - 17.03.2002, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 17.03.2002, Qupperneq 19
samkeppni milli þeirra aðila sem eiga og reka fjarkönnunartunglin hlýtur verð gagnanna að lækka enn frekar í framtíðinni. Það er því full ástæða er til að ætla að notkun gervitunglamynda verði mun almennari og fjölbreyttari hér á landi en hún hefur verið hingað til. Nýir möguleikar Landmælingar Íslands og Verk- fræðistofnun Háskólans gerðu árið 2000 með sér samning um sam- vinnu á sviði fjarkönnunar og fjar- könnunarrannsókna. Markmið þessa samstarfs er m.a. að veita upplýsingar um mismunandi fjar- könnunargögn og nýtingarmögu- leika þeirra, auka samvinnu stofn- ana á sviði fjarkönnunar og stuðla að aukinni notkun fjarkönnunar- gagna til hvers kyns umhverfis- rannsókna og -eftirlits. Með aukinni greinihæfni gervi- tunglamynda opnast margir nýir notkunarmöguleikar slíkra gagna. Hægt verður að nota gervitungla- myndir við hvers kyns skipulags- vinnu, bæði í dreifbýli og þéttbýli og notkun þeirra getur orðið mik- ilvægur þáttur í umhverfismati vegna stórframkvæmda eins og t.d. virkjana. Þá blasir við að þær munu koma sér mjög vel við eft- irlit með gróðureyðingu og árangri uppgræðslustarfs, bæði vegna greinihæfninnar og ekki síður þeirrar staðreyndar að þær eru teknar í innrauðu ljósi sem gefur afar mikilvægar upplýsingar um gróður og ástand gróðurs. Af sömu ástæðum verða þessi gögn mik- ilvæg við skipulagningu skógrækt- ar og reglubundna vöktun á ástandi trjágróðurs, fyrir flokkun og kortlagningu gróðurlendis, svo og við eftirlit með beitarþunga og jafnvel mælingar á áhrifum meng- unar á gróður í þéttbýli. Þá búa nýju gervitunglin yfir þeim möguleika að geta snúið myndskönnum sínum og tekið myndir skáhallt niður. Það gerir kleift að búa til nákvæm landhæð- arlíkön úr myndunum, en slík lík- ön eru undirstaða allrar frekari kortagerðar. Umhverfiseftirlit óhugsandi án fjarkönnunar með gervitunglum Í þessari grein hefur eingöngu verið fjallað um einn þátt fjar- könnunartækninnar sem er greini- hæfnin, en hún segir til um hversu smá þau fyrirbrigði á jarðaryfir- borði eru sem á myndunum sjást. Ekki hefur verið talað um fjölrása eiginleika myndanna og þær upp- lýsingar sem fást úr slíku mynd- efni við tölvuúrvinnslu gagnanna. Ekki hefur heldur verið rætt um mismunandi upplýsingar sem safn- að er með fjarkönnun á ólíkum tíðnisviðum, s.s. í varmageislun eða á örbylgjusviði. Það verður ekki gert í stuttu máli. Mörg og mismunandi fjarkönn- unartungl eru nú á mismunandi brautum umhverfis jörðu og taka myndir með mismunandi greini- hæfni, á mismunandi tíðnisviðum (bylgjulengdaböndum) og á mis- munandi tímum. Myndnemarnir eru ólíkir en til- gangur fjarkönnunartunglanna er hins vegar einn og hinn sami; að gera mönnum kleift að fylgjast sem best með ýmsum eðlisþáttum í lofthjúpi og yfirborði jarðar og þeim breytingum sem á þeim kunna að verða með tímanum. Þjóðir heimsins eru löngu orðn- ar sammála um nauðsynina á hnattrænu umhverfiseftirliti, en slíkt umhverfiseftirlit er óhugs- andi án fjarkönnunar með gervi- tunglum. Höfundur er sérfræðingur í fjarkönnun og starfar hjá Landmælingum Íslands og Verkfræðistofnun Háskólans. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 19 Betri fer›ir - betra frí Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n Bóka›u fer›ina á netinu og flú fær› 7.00 0 kr. ávísun! Nú eru sí›ustu forvö› a› tryggja sér bestu kjörin í sólina. fiú getur spara› tugi flúsunda me› flví a› breg›ast strax vi›. Opi› í Hlí›arsmára í dag, sunnudag, kl. 13 - 16 N†TT KORTATÍMABIL ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 71 89 03 /2 00 2 Krít 23. maí - UPPSELT/Bi›listi 27. júní - 20 sæti laus 11. júlí - nokkur sæti laus 8. ágúst - 8 sæti laus 29. ágúst - UPPSELT/Bi›listi Rau›ar brottfarir: Rau›ar brottfarir: Benidorm 22. maí - örfá sæti laus 26. júní - laus sæti 10. júlí - örfás sæti laus 28. ágúst - laus sæti Rau›ar brottfarir: Enn eru örfá sæti laus. Rau›ar fer›ir - Rau›ar fer›ir 35.0007.000 kr. afsláttur á mann. kr. sparna›ur á 5 manna fjölskyldu. Portúgal 21. maí - laus sæti 25. júní - UPPSELT/Bi›listi 9. júlí - örfá sæti laus 27. ágúst Mallorca 20. maí - laus sæti 24. júní - UPPSELT/Bi›listi 8. júlí - 20 sæti laus Rau›ar brottfarir: Ekki sitja eftir! Bóka›u fyrir 20. mars.fia› margborgar sig! Gríptu tækifæri›! - Allt a› ver›a uppselt í rau›u fer›unum Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.