Morgunblaðið - 17.03.2002, Síða 20

Morgunblaðið - 17.03.2002, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsingaherferð Stíga-móta hefur vakið miklaathygli. Auglýsingin ergerð af Hvíta húsinu ogsýnir naktar konur pakkaðar inn í neytendaumbúðir, líkt og um matvöru sé að ræða. Auglýs- ingin er hluti af átaksverkefni Stíga- móta til stuðnings við konur sem vinna í kynlífsiðnaði. Rúna Jónsdótt- ir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta, segir að vitundarvakning sé hafin hér á landi um það ófremdar- ástand sem ríki í þessum málum. Hún segir að ástæða þess að átakinu er hrundið af stað sé m.a. vitund Stíga- mótakvenna fyrir þörfinni á slíkri að- stoð, sem hefur verið að aukast, og einnig hve leynd þessi starfsemi er. „Við höfum líka verið minnt á hve alvarlegar afleiðingar vændis geta verið. Við ákváðum að læra af því. Það er enginn annar að sinna þessum konum svo það eru margþættar ástæður fyrir þessu átaki,“ segir Rúna. Enginn veit hve margar konur stunda vændi á Íslandi Hún segir að engum virðist ljóst hve margar konur stundi vændi hér á landi. Þó er ljóst að þær eru ekki mjög margar. „Það eru fyrst og fremst íslenskar konur sem hafa sótt til okkar og reyndar einnig nokkrir karlar í gegnum tíðina. Alltaf hefur þetta tengst fíkniefnaneyslu og allt er þetta fólk sem sætt hefur alvarlegu kynferðisofbeldi. Flestir hafa síðan leiðst út í fíkniefnaneyslu og fjár- magnað hana með vændi. Skömm þessa fólks og vanlíðan er alveg óbærileg. Ein ástæðan fyrir því að við höfum ekki tölu yfir það fólk sem leitað hef- ur til okkar er sú að við skráum ekki símaviðtöl. Við erum líka í símasam- bandi við nokkra einstaklinga sem ekki hafa ennþá treyst sér til þess að koma til okkar,“ segir Rúna. Blómstrandi kynlífsiðnaður á nektardansstöðunum Hún segir að nektarstaðirnir séu dæmi um blómstrandi kynlífsiðnað hér á landi. Starfsemi þeirra byggist á því að selja einkaaðgang að konum í kynferðislegum tilgangi. „Þessi skipulega útgerð á konum er nýtilkomin og blómstrandi. Það er ekki aðeins okkar vitund sem hefur vaknað um þennan vanda heldur líka stjórnvalda. Dómsmálaráðherra hef- ur tekið fyrsta skrefið með því að banna kaup á kynlífsþjónustu barna undir 18 ára aldri. Okkur dreymir um að dómsmálaráðherra stígi skrefið til fulls og fari að dæmi Svía og banni öll kaup á kynlífsþjónustu. Í þá átt horf- um við og einnig hinar Norðurlanda- þjóðirnar. Við heyrum einnig að borgarstjóri er með tilburði til að stemma stigu við starfsemi nektar- staðanna en mætir við það ýmsu mót- læti, eins og t.a.m. því að það hefði í för með sér skerðingu á atvinnufrelsi, sem okkur finnst reyndar skrum- skæling á hugtakinu. Jafnréttis- nefndir fjölda sveitarfélaga hafa einn- ig tekið við sér og verkalýðsfélögin hafa neitað að leggja blessun sína yfir atvinnuleyfi til nektardansara.“ Stígamót hafa opnað símalínu fyrir fólk í kynlífsiðnaði, 800 5353. Dorrit Otzen, forseti alþjóðasamtaka gegn vændi, hefur verið Stígamótum til halds og trausts undanfarna daga. Nú stendur til að skipuleggja náms- ferð til Danmerkur þar sem konur læra af Otzen, og einnig eru uppi áætl- anir um átak um að ná til þess fólks sem á þjónustu Stígamóta þarf að halda. Þær konur sem stunda vændi og hafa sett sig í samband við Stígamót geta reynst mikilvægir tengiliðir við aðrar konur í kynlífsiðn- aði. Aðspurð um hvernig Stígamót geti veitt konum í kynlífsiðnaði stuðning segir Rúna að samtökin hafi hvorki húsnæði né fjármagn eða nokkra þjónustu aðra en þá að vera til staðar. „Við erum eyland þar sem þær geta tekið af sér grímuna og rætt það sem þeim þykir svo erfitt að ræða við aðra. Konurnar hafa lýst því að þær segi helst engum frá því sem þær Vitundarvakning um kynlífsiðnaðinn Stígamót hafa hrundið af stað átaki til að vekja fólk til vitundar um kynlífs- iðnað á Íslandi. Guðjón Guðmundsson ræddi við Rúnu Jónsdóttur, fræðslu- og kynningarfulltrúa sam- takanna, sem segir að konur í kynlífsiðnaði hafi eignast eyland í samtökunum. Morgunblaðið/Ásdís Rannsóknir hafa leitt í ljós að 50 til 90% kvenna í vændi hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun fyrir 16 ára aldur. Einnig er misnotkun á vímuefnum algeng. Rúna Jónsdóttir ÉG er kominn hingað til aðræða við stjórn, starfsfólkog sjálfboðaliða hér álandi um starf þeirra ísamhengi við það sem er að gerast annars staðar í heiminum. Á löngum tíma hefur AFS byggt upp víðtækt kerfi þjálfaðra sjálfboðaliða sem sinna ýmsum störfum fyrir samtökin. Sjálfboðaliðar í hinum ýmsu löndum hafa fá tækifæri til að hittast. Ég er að reyna að brúa þetta bil og kynna það starf sem á sér stað annars staðar,“ segir Paul Shay, for- seti alþjóðasamtaka AFS, en til Ís- lands er hann að koma í fyrsta sinn. Shay tók við starfi forseta alþjóða- samtakanna fyrir tveimur og hálfu ári. Hann er Kanadamaður en býr nú í New York með fjölskyldu sinni, þar sem alþjóðaskrifstofu AFS er að finna. Shay er fjölmiðlafræðingur að mennt og starfaði í mörg ár sem framkvæmdastjóri samtakanna Canada World Youth, sem eru stærstu skiptinemasamtök Kanada. Shay byrjar á því að segja örlítið frá stofnun AFS-samtakanna og segir að það hafi verið bandarískir sjálfboðaliðar sem óku sjúkrabif- reiðum á vígvöllum Evrópu í fyrri og síðari heimsstyrjöldinni á vegum American Field Service sem lögðu grunninn að starfsemi AFS árið 1947. „Þeir trúðu því að nemenda- skipti á milli landa væri leið til að auka víðsýni og skilning milli ólíkra menningarheima og þar með leið til að draga úr líkum á því að hörm- ungar stríðsins endurtækju sig,“ segir hann. Fyrir þá sem ekki þekkja til AFS má geta þess að þau eru alþjóðleg fræðslusamtök sem hafa það að markmiði að efla samskipti og fræðslu á milli þjóða heims meðal annars með því að senda ungmenni til dvalar í öðrum löndum. Samtökin eru óháð stjórnmálaflokkum, trú- félögum, hagsmunasamtökum og eru ekki rekin í hagnaðarskyni held- ur eru skapa þúsundir sjálfboðaliða um allan heim grundvöll fyrir starf- seminni. Viljum leggja okkar af mörkum Shay segir sögu af einum fyrsta skiptinema samtakanna, sem var ungur Þjóðverji. Sá bjó í Berlín og hafði upplifað það þegar bandamenn vörpuðu sprengjum á borgina sem eftir það varð að hluta til rjúkandi rústir. Þegar ungi maðurinn, sem nú er læknir og háskólaprófessor, kom til Bandaríkjanna sem skiptinemi skömmu eftir stríðið var hann ekki viss um við hverju hann ætti að bú- ast. „En hann mætti fróðleiksfýsn, samúð, samhygð, vináttu og kær- leika sem var þessum 17 ára gamla dreng frá þessu stríðshrjáða landi mikils virði,“ segir Shay og bætir við að það sé ekki minni þörf á því núna að efla skilning manna á meðal vegna þess hvernig ástandið er í heiminum. „Atburðirnir 11. septem- ber sýna að það ríkir mikill misskiln- ingur og vantraust á milli vestrænna þjóða og múslíma. Verið er að skera upp herör gegn hryðjuverkum í heiminum en það þarf einnig að auka skilning á milli þessara ólíku menn- ingarheilda. Ég vil minna á ummæli Alberts Einsteins sem sagði, að ekki væri hægt að viðhalda friði með valdi heldur með auknum skilningi manna á meðal. AFS getur ekki með bein- um hætti komið í veg fyrir hryðju- verk en samtökin geta lagt sitt af mörkum til að auka skilning manna á meðal og draga úr fordómum.“ Komast í kynni við ólíkan lífsmáta Hann ræðir um gildi þess fyrir ungt fólk að dvelja í öðru landi hjá þarlendum fjölskyldum og ganga þar í skóla. „Skiptinemarnir komast í kynni við lífsmáta og hugsunarhátt sem er ólíkur því sem þeir eiga að venjast og víkkar sjóndeildarhring- inn auk þess sem þeir verða sér með- vitaðri um eigin menningu. Þessi dvöl stuðlar líka að auknum skilningi og vitund fólks um málefni sem öll- um er sameiginleg og snerta alla heimsbyggðina. Sá sem hefur hlotið slíka menntun skynjar að veröldin er eitt stórt samfélag með mörg sam- eiginleg vandamál og það sem gerist í einum heimshluta hefur áhrif í öðr- um heimshlutum.“ Shay er spurður að því hvort hann hafi verið í New York 11. september síðastliðinn. „Nei, ég fór þaðan deginum áður til Tyrklands. En ég hringdi á skrif- stofuna þennan morgun þegar ég heyrði í fréttum hvað hafði gerst. Ég hafði stundum stært mig af því að skrifstofan okkar væri á besta stað í New York en við höfðum meðal ann- Leið til að auka víðsýni og skilning Það er sérstakt áhugamál Pauls Shay, forseta al- þjóðasamtaka AFS, að samtökin beiti sér fyrir nemendaskiptum ungs fólks sem býr á Vest- urlöndum og fólks sem á heima í löndum músl- íma. Hildur Einarsdóttir ræddi við hann meðan hann dvaldi hér vegna námstefnu og aðalfundar AFS á Íslandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Verið er að skera upp herör gegn hryðjuverkum í heiminum en það þarf einnig að auka skilning á milli ólíkra menningarheilda,“ segir Paul Shay, forseti al- þjóðasamtaka AFS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.