Morgunblaðið - 17.03.2002, Side 23

Morgunblaðið - 17.03.2002, Side 23
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 23 Listi sjálf- stæðismanna Rangárþingi FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- félagsins Kára til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi í aust- urhluta Rangárvallasýslu var sam- þykktur í stjórn og fulltrúaráði fé- lagsins 10. mars sl. Framboðslistinn er þannig skip- aður: 1. Tryggvi Ingólfsson, Hvols- velli, 2. Eyja Þóra Einarsdóttir, Moldnúpi, 3. Kristín Aradóttir, Neðri–Þverá, 4. Guðfinnur Guð- mannsson, Hvolsvelli, 5. Margrét Einarsdóttir, Skógum, 6. Árný Hrund Svavarsdóttir, Hvolsvelli, 7. Elvar Eyvindsson, Skíðbakka, 8. Ingimundur Vilhjálmsson, Skógum, 9. Þórir Ólafsson, Miðkoti, 10. Sig- urlaug Hanna Leifsdóttir, Nýjabæ, 11. Haraldur Konráðsson, Búðar- hóli, 12. Árni Þorgilsson, Hvolsvelli, 13. Þorsteinn Ólafur Magnússon, Eystra–Fíflholti, og 14. Eggert Pálsson, Kirkjulæk, segir í frétta- tilkynningu. Ábyrgð og hlutverk stjórnenda FÉLAG viðskipta- og hagfræðinga stendur fyrir opnum hádegisverðar- fundi þriðjudaginn 19. mars kl. 12– 13.30 á Radisson SAS, Hótel Sögu, Sunnusal, 1. hæð. Farið verður yfir ábyrgð og hlut- verk stjórnenda í öryggismálum upplýsingakerfa, upplýsingaskyldu/ skaðabótaskyldu gagnvart hluthöf- um. Fjallað verður um hvernig ör- yggi er háttað í rafrænum viðskipt- um með sérstakri áherslu á öryggi í rafrænum samskiptum milli banka og fyrirtækja. Einnig verður farið yfir ÍST ISO 17799-staðalinn. Fyrirlesarar eru: Erla S. Árna- dóttir, hrl. Eyjólfur Ólafsson, net- stjóri og Jónas Sturla Sverrisson, verkefnastjóri. Fundarstjóri: Hjalti Sölvason, starfsþróunarstjóri, segir í fréttatil- kynningu. Mótmæla aug- lýsingum Sýnar BANDALAG háskólamanna (BHM) hefur óskað eftir meðalgöngu í kærumáli Samtaka verslunarinnar til siðanefndar Samtaka íslenskra auglýsingastofa vegna auglýsingar frá sjónvarpsstöðinni Sýn. Í auglýs- ingunni er spurt hvort fólk sé búið að velja sér veikindadaga. Með þessari ósk villi BHM taka undir kæruefnið. Verkalýðsfélag Borgarness hefur einnig sent frá sér ályktun um sama efni. „Stjórn Verkalýðsfélags Borg- arness lýsir furðu sinni og andúð á þeirri lítilsvirðingu sem launafólki er sýnd í auglýsingu sem sjónvarps- stöðin Sýn lætur frá sér fara um ónotaða veikindadaga. Veikindarétt- ur er öryggisnet launafólks en ekki ætlaður til að þjóna gróðasjónar- miðum.“ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Auðveldari skipulagning og rekstur RÁÐSTEFNA á vegum Aðgerða- rannsóknafélgs Íslands verður hald- inn þriðjudaginn 19. mars kl. 16.15 – 18.45 í Lögbergi, stofu 101, Háskóla Íslands. Auðveldari skipulagning og rekstur. Hvernig íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa náð árangri með því að nýta sér aðferðir aðgerða- rannsókna. Erindi halda: Snjólfur Ólafsson, Sigurður Óli Gestsson, Aðalheiður Kristinsdóttir, Róbert Marinó Sig- urðsson, Anna Birna Jensdóttir, Haukur Þór Hannesson og Leifur Örn Leifsson, segir í fréttatilkynn- ingu. ♦ ♦ ♦ MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Tómas Ingi Olrich, tók á móti 24 nemendum sjötta bekkjar PE í Ölduselsskóla í Fataflokkunarstöð Rauða krossins og hjálpaði þeim að flokka föt til hjálparstarfs. Krakk- arnir hafa verið að læra um Rauða krossinn í vetur og enduðu með því að safna fé og gefa notuð föt til hjálparstarfs félagsins. Ráðherra hjálpaði Sigrún Árna- dóttur, framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands, að afhenda börn- unum viðurkenningu fyrir 18.000 króna framlag, sem þau söfnuðu með því að halda bingó með vörur sem þau fengu frá verslunum í Mjóddinni. Að því loknu tók ráðherra til hendinni með börnunum við flokk- un á ungbarnafatnaði til alþjóðlegs hjálparstarfs. Petra Eiríksdóttir kennari hefur undanfarna mánuði farið yfir námsefnið Hjálpfús frá Rauða krossinum, en í því kynnast nem- endur mannúðarhugsjóninni og hjálparstarfi, bæði á Íslandi og víða um heim. Inntak námsefnisins er að allir geti hjálpað við að byggja betra samfélag, segir í frétta- tilkynningu. Menntamálaráðherra aðstoðar við fataflokkun Morgunblaðið/Kristinn Menntamálaráðherra og börn flokka notuð föt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.