Morgunblaðið - 17.03.2002, Síða 30

Morgunblaðið - 17.03.2002, Síða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HJÁLMAR Stefánsson frá Smyrlabergi var húnvetnskur bóndi og daglaunamaður sem ólst upp við kröpp kjör í stórum systk- inahópi. Hann fæddist árið 1913 og lést árið 1989, eftir litríkan starfs- feril sem þó var oft slitinn sundur af bágri heilsu. Það var ekki fyrr en á efri árum, þegar Hjálmar var sestur að á Blönduósi, sem hann byrjaði að mála myndirnar sem nú eru til sýnis í ReykjavíkurAka- demíunni. Málningu sína keypti hann í byggingarvöruverslun stað- arins, en plöturnar sem hann mál- aði á fékk hann gefins hjá trésmiðj- unni Stígandi. Myndirnar í ReykjavíkurAka- demíunni eru ófáar að tölu því þær hanga eftir öllum göngum húsnæð- isins og bera vott um sérstæða sýn listamannsins á tilveruna. Svo virð- ist sem ákveðin yrkisefni hafi elt hann því líkt og Stefán heitinn Stórval bregður hann upp hverri myndinni af annarri af fjalli, sem rís tígulegt fyrir miðju, en framan við standa hugfangnar rjúpur vörð, rétt eins og skjaldarmerki. Annað myndefni sem greinilega ásótti listamanninn var hvönnin. Hjálmar málaði jurtina með merki- legri tilfinningu fyrir formrænum sérkennum hennar, svo að undan pensli hans varð hún að einföldu spili með línur og liti. Í þessum málverkum dregur úr hinum bernska blæ, en við tekur ákveðin módernísk skilvirkni, sem staðfestir mjög hæfileika þessa sérstæða einfara. Það er vissulega fróðlegt að feta sig eftir salarkynn- um Akademíunnar og sjá hve vel og innilega Hjálmari heitnum tókst að draga fram sérstætt litaspil og pensilfar í annars fábreytilegri og samhverfri myndgerð sinni. Frá sýningu Hjálmars Stefánssonar í ReykjavíkurAkademíunni. Í kapp við náttúruna MYNDLIST ReykjavíkurAkademían Til 3. apríl. Opið virka daga frá kl. 9–17. MÁLVERK HJÁLMAR STEFÁNSSON Halldór Björn Runólfsson                                      !  "          #     $          %      &  '   (   # ) *      +  ,     -      .     /01      2  2   $    ! " #$   %& '      3 4   .5!      ((  60   7   *     !  "   )        . 4 8  60   (    9                      .     /01     ((  .     /01    .     /01 *+  #   :    !  "  ,  -.    #   !  "  /    0-   $  /   !  "  1  -    #   !  "  2   !  '    #    $    $   %  +    $    1   #   :    !  "                               #     $         2  2   $     3        . 4 8  60   *$)  $ $  &&& ;   <8   ; () = !  "    "    3     !  "    4  -    #     $    5 !  " 6& - /    > ;  ? 2      4  '   $      "       !  "   *   @  '  '    $                           A  !  "        %      &  '   (   # ) *       +  ,       -     ((  60   7   *     !  "  7  -  -     #   6,   $    4      6 5B  $=  3CD  1  1  8     $  -   $  -  8!  2   " +    60   ' = 9  (:        0   /  -  /     . 6  # ) *  !"#$%&'(%%)*++&+ ++    /* 1      )  E   FGGF H   $ ) /*   )    /* ) "   1  (       &, ),        1      A    &   )7 *   ),   ,                  ! " #$   %& '      3 4   .5!   ,  !      +     .5!   #$ +     ;  2 60 %   / 1 ;      , !    '    .   2A0 ) * <  $      + !    .5!    -     )0 %   !  "   $  = >  3 1 5 <   .5!   4     # 4 $   !  "  1.   1 1   !  "  !    -./                      ;     .  %   B   4  ?@A"?@A?  (  $ '    $           (((  60     4       <     . $!  .  %   B   < ",$  ) < 0     . $    $    ; $ !    '    $       -  B C .     '  (1 $ 1    .   4      ' )   6    .5!   3  .     $   0 #    1   B        5  "6 ) 4  1 7 4  1 6 1  .     7 - 4 B * !  "  1   7 1  5  "61 7 1 , #   5  "(  7 '  7 #    B7 (         6    7  )  6 ) $    7  1  6 ) $    7   (  7 4   5  "(  7 #  , 5  "(  7  5  7 4   VERNDARSJÓÐUR villtra laxa- stofna, NASF, hefur gefið út bókina Brennan og Ísis – Stefnumót í djúp- inu eftir Þór Sigfússon hagfræðing. Bókina prýðir fjöldi náttúrulífs- mynda eftir Brian Pilkington. Út- gáfa bókarinnar er fyrsti liðurinn í nýju alþjóðlegu verkefni NASF til að minna á ástand villtra laxastofna og mikilvægi þess að vernda þá. Í tilefni af hinu nýja alþjóðlega verkefni til verndar villtum löxum efnir NASF til kynningar á bókinni og sýningar á myndskreytingum Brians Pilkingtons ásamt ljósmynd- um Rafns Hafnfjörðs af Selá í Vopnafirði í Þingholti á Hótel Holti dagana 18.–20. mars. Í bókinni er greint frá lífsferli lax- ahængs og -hrygnu og ferðalagi þeirra um Atlantshaf sem lýkur á heimaslóðum, Selá í Vopnafirði. Bókin hefur verið prentuð á ís- lensku og ensku og verður strax dreift hér heima, á Írlandi og í Bret- landi. Á ensku ber bókin titilinn Brennan and Ísis – the Voyagers who must come home. Bókin hefur einnig verið þýdd á frönsku, spænsku og norsku og verður gefin út í þessum löndum innan tíðar, að sögn Orra Vigfússonar. „Bókin er vitnisburður um stórkostleg undur náttúrunnar í hafinu en um leið áminning um það viðkvæma jafn- vægi sem þar ríkir. Hún er öðruvísi innlegg í umræðuna um jafnvægi líf- ríkisins, uppbyggingu atvinnulífs og nýtingu fiskistofna. Þetta er hugljúf saga sem byrjar hjá þeim gömlu mönnum Gústaf Þórðarsyniog Oddi Ólafssyni sem tóku höndum saman og stofnuðu veiðifélagið Streng ásamt bændum í Vopnafirði um uppbyggingu Selár. Þær aðferðir sem þeir beittu gáfust vel og laxastofninn í ánni er alltaf að stækka, öðruvísi en annars staðar. Aðferðin, sem felst í því að hlúa bet- ur að hrygningarstofninum og skilja nóg eftir af villtum laxi í ánni, hefur skilað mjög góðum árangri. Þetta eru þau skilaboð sem við erum að senda öðrum með þessari bók og jafnframt er hún svolítill óður til þeirra Odds og Gústafs,“ segir Orri Vigfússon. NASF, verndarsjóður villtra laxastofna, er alþjóðleg stofnun með höfuðstöðvar í Reykjavík. Sjóðurinn er rekinn af áhugafólki víða um heim; allt starf sjóðsins miðast við að vernda laxinn og búsvæði hans, kaupa veiðiheimildir á fæðuslóðum, ýta undir nýja atvinnustarfsemi í litlum byggðakjörnum og hvetja til kynningar á ferðamennsku tengdri stangaveiði og útivist. Hönnun og uppsetningu bókar- innar annaðist Matthildur Sigur- geirsdóttir. Verð bókarinnar í versl- unum er 2.390 kr. og annast Dreifingarmiðstöðin ehf. afgreiðslu í bókaverslanir. Auk þess verður bókin fáanleg hjá NASF, SVFR og í ferðamannaverslunum. NASF sendir bókina í póstkröfu, sé þess óskað. Lífsferill laxins og Laxadagar Morgunblaðið/Þorkell Brian Pilkington, Þór Sigfússon og Orri Vigfússon. SJÖTTU TÍBRÁR tónleikar KaSa hópsins (Kammerhóps Salarins) verða í dag kl. 16.30 og hefjast á tón- leikaspjalli þar sem Karólína Eiríks- dóttir tónskáld fjallar um Mendels- sohn og Schumann og verk þeirra sem flutt verða á tónleikunum. Að tónleikaspjalli loknu um kl. 17 flytja þau Auður Hafsteinsdóttir, fiðla, Sif Tulinius, fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla, Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló, og Nína Margrét Grímsdóttir, píanó, Strengjakvartett op. 12 nr. 1 í Es dúr eftir Mendelssohn og Píanókvin- tett op. 44 í Es dúr (1843) eftir Schu- mann. Schumann og Mendels- sohn í tali og tónum Morgunblaðið/Golli KaSa hópurinn: Sif Tulinius, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Nína Margrét Grímsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.