Morgunblaðið - 17.03.2002, Síða 32

Morgunblaðið - 17.03.2002, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ 17. marz 1992: „Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, ræddi hugmyndir sínar um fiskveiðistefnuna í ræðu á ráðstefnu há- skólanema á Akureyri sl. laugardag. Í ræðu sinni sagði ráðherrann m.a.: „Menn hafa haft af því áhyggjur, að afla- markskerfið geti leitt til þess, að eignarhald í sjávarútvegi færist á hendur færri manna en áður og leiði þannig til óeðlilegrar samþjöppunar valds í þjóðfélaginu. Það er vissulega ástæða til að huga að atriðum eins og þessu. Ég hef því nokkrum sinnum bent á, að nauðsynlegt geti verið að setja um það skýrar reglur að fyrirtæki, sem ráði afla- heimildum yfir tilteknu marki, séu rekin sem opin al- menningshlutafélög. Þá mætti einnig búa til þriðja þrep aflamarksheimilda, þar sem kvaðir um dreifða eign- araðild yrðu gerðar. Með þessum hætti má tryggja eðli- lega eignadreifingu og vald- dreifingu í sjávarútvegi.“ Í samtali við fréttamann út- varpsins á ráðstefnunni kom fram það sjónarmið hjá sjáv- arútvegsráðherra, að setja mætti reglur um hámarks- eignaraðild einstaklinga að slíkum hlutafélögum.“ . . . . . . . . . . 17. marz 1982: „Enginn veit enn hvaða endi upphlaupið innan ríkisstjórnarinnar fær. Það hófst sem deila um fram- kvæmdir í þágu varnarliðsins, er nú farið að beinast að Blönduvirkjun og því kann að lykta í átökum stjórnarliða um kjaramál. Hér á þessum vettvangi hefur þegar verið gerð grein fyrir síðustu at- burðum í þróun Helguvík- urmálsins í ríkisstjórninni. Ráðherrar saka hver annan um valdníðslu og annan yf- irgang, þingflokkar fram- sóknarmanna og alþýðu- bandalagsmanna eru á öndverðum meiði. Framsókn- armenn standa einhuga að baki utanríkisráðherra, kommúnistum hefur mistek- ist að reka fleyg í þingflokk samstarfsmanna sinna í rík- isstjórninni. Annað er upp á teningnum þegar litið er til ákvarðana um Blönduvirkjun. Um það mál er ekki samstaða í þingflokki framsókn- armanna. Steingrímur Her- mannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, og Páll Pétursson, þingflokks- formaður, eru á öndverðum meiði í afstöðunni til Blöndu- virkjunar. Steingrímur er í ráðherranefnd, sem sam- þykkti, að skrifað skyldi undir samning við 5 hreppa af 6 um Blönduvirkjun. Í tilefni af þeirri undirskrift sagði Páll Pétursson, þingflokks- formaður: „Þetta er eftir öðru. Hjörleifur (iðn- aðarráðherra innsk.) ræður sér nefnilega ekki sjálfur. Hann er látinn gera þetta. Pálmi Jónsson er eiginlega orðinn allt annað en landbún- aðarráðherra … Hins vegar væri kannski rétt að Hjörleif- ur tæki við landbúnaðarmál- unum, vegna þess að við höf- um ekki efni á því að vera landbúnaðarráðherralausir mörg ár í röð.““ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ AÐ verður æ algengara að efni fræðirita eigi erindi í hina almennu þjóðfélagsum- ræðu en útgáfa þeirra er kannski ekki alltaf jafnvel tímasett og í tilfelli nýrrar bókar dr. Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði. Bókin ber heitið Staðbundin stjórnmál: Markmið og árangur sveitarfélaga. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar hún um sveitarstjórnarmál og auk þess að vera mikil fróð- leiksuppspretta um íslenzka sveitarstjórnarstigið – á bókarkápu segir að þetta sé fyrsta fræðiritið á íslenzku um sveitarstjórnarmál – fjallar bókin um ýmsar „dýpri spurningar“ sveitarstjórnarmál- anna, sem eðlilegt er að menn gefi gaum í aðdrag- anda sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara í maí næstkomandi. Meðal þess sem höfundurinn veltir fyrir sér er hver sé tilgangur og markmið sveitarfélaga og hvernig þau þjóni bezt þeim tilgangi. Í formála segir Gunnar Helgi: „Sveitarfélögin gleymast oft þegar rætt er um stjórnmál á Íslandi, eins og þau séu nánast tæknilegt fyrirbrigði og það sem þar gerist sé ekki stjórnmál heldur „rekstur“ í óræðri merkingu. Í raun og veru er þetta harla takmörk- uð sýn á sveitarfélögin. Þau eru vissulega rekstr- areiningar sem fást við margháttaða þjónustu við íbúa sína. En sérstaða þeirra meðal rekstrar- forma jafnt opinberrar sem einkarekinnar þjón- ustu stafar samt fyrst og fremst af hinum lýðræð- islega grundvelli þeirra. Ólíkt staðbundinni stjórnsýslu landsins eru sveitarfélögin þátttöku- stofnanir og mikilvæg undirstaða lýðræðis í land- inu.“ Síðar í formálanum segir Gunnar Helgi: „ Sveitarfélögin hafa tilgang sem ekki hefur bara með rekstrarhagkvæmni að gera, þótt hún komi vissulega þar við sögu. Þau gegna lykilhlutverki í lýðræðislegri stjórnskipun ríkisins og í því að veita borgurunum aðgang að tækifærum til þátt- töku og áhrifa í stjórnmálum. Þegar skoðaður er árangur sveitarfélaga þarf að gera það með hlið- sjón af þessu víðtækara hlutverki þeirra.“ Valddreifing, þátttaka, hagkvæmni Gunnar Helgi fer yfir þrjár helztu tegundir réttlætingar fyrir til- vist sveitarfélaga. Í fyrsta lagi sé tilvist þeirra studd þeim rök- um að þau stuðli að valddreifingu og frelsi. Inn- byrðis samkeppni sveitarfélaga myndi mótvægi við einokunarvald ríkisins, sem sé hollt frjálsræði. Í öðru lagi séu þau rök að tiltölulega litlar ein- ingar eins og sveitarfélög skapi góð skilyrði fyrir virka þátttöku íbúanna í málefnum samfélagsins. Í þriðja lagi sé hugmyndin sú að sveitarfélögin geti sinnt opinberri þjónustu með hagkvæmari hætti en ef ríkið eitt kæmi við sögu. Hægt sé að stilla saman framboð á þjónustu við spurn eftir henni með meiri nákvæmni en ef ríkið ræki þjón- ustuna. Eins skapi nálægð við úrlausnarefnin góðar forsendur til að glíma við þau. Í bókinni mælir Gunnar Helgi Kristinsson síð- an árangur sveitarfélaga út frá ánægju íbúa þeirra með þjónustuna og jafnframt með mati á valddreifingu, þátttöku og hagkvæmni á sveitar- stjórnarstiginu á Íslandi. Niðurstöður hans byggjast m.a. á víðtækri viðhorfskönnun á meðal íbúa sveitarfélaga um allt land, á viðtölum við alla framkvæmdastjóra sveitarfélaga og oddvita á landinu, sem í náðist og loks á gagnagrunni um ýmsar staðtölur sveitarfélaga. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að skiptingin í sveitarfélög stuðli að valddreifingu á Íslandi, en þó varla í þeim mæli að hún ein væri réttlæting fyrir tilvist þeirra: „Réttlætingin fyrir tilvist sveitarfélaga stendur ekki sérlega föstum fótum í valddreifingarröksemdinni. Hlutur sveitarfélag- anna í opinberum rekstri er mun minni en á Norð- urlöndum og svigrúm þeirra til að bjóða upp á mismunandi lausnir í þjónustu og tekjuöflun al- mennt frekar lítið. Kosningar hafa takmörkuð áhrif á þjónustuframboðið en sveitarfélögin virð- ast að flestu leyti fangar lagasetningar Alþingis og þeirra takmarkana sem íbúafjöldi og fjárhags- staðan setur þeim.“ Gunnar Helgi kemst hins vegar að þeirri nið- urstöðu að skipting landsins í sveitarfélög stuðli ótvírætt að aukinni pólitískri þátttöku almenn- ings. „Þúsundir eru í framboði til sveitarstjórna á fjögurra ára fresti og mikill fjöldi gegnir einnig trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélögin í nefndum af ýmsu tagi. Næst á eftir stjórnmálaflokkunum eru sveitarfélög helzti vettvangurinn fyrir pólitíska þátttöku á Íslandi. Í meginatriðum gildir að því fámennari sem sveitarfélögin eru, því virkari eru íbúarnir, áhugasamari um sveitarstjórnarmál og upplýstari um málefni sveitarfélagsins.“ Meirihluti sveit- arfélaga of lítill Hvað varðar hag- kvæmni sveitarstjórn- arskipunarinnar kem- ur fram í viðhorfskönnun þeirri, sem bókin byggist m.a. á, að mikill meirihluti almennings telur að betra sé að sveitarfélögin reki þjónustu heldur en ríkið og í meginatriðum ríkir ánægja með störf sveitar- stjórna. „Ýmislegt bendir þó til að haga mætti skipan sveitarstjórnarmála með hagkvæmari hætti,“ segir Gunnar Helgi í niðurstöðum sínum. „Stór hluti íslenzkra sveitarfélaga er of lítill til að taka að sér umtalsverð verkefni og neyðist því til að vanrækja verkefni (t.d. félagsþjónustu) eða reka þau í byggðasamlögum. Svigrúm sveitarfé- laganna til að ákveða gjaldheimtu og þjónustu er auk þess frekar takmarkað og dregur úr mögu- leikum þeirra til að laga starfsemi sína að stað- bundnum þörfum. Loks byggja litlu sveitarfélög- in á millifærslu- og fyrirgreiðslukerfi sem í hagrænum skilningi er óhagkvæmt, hvað sem að öðru leyti má segja um það. Sé það rétt – sem á mörgum sviðum má ganga út frá – að sveitarfélögin geti boðið fram þjónustu með hagkvæmari hætti heldur en landsstjórnin virðist líklegt að mikið vægi landsstjórnarinnar í opinberum rekstri á Íslandi sé óhagkvæmara fyr- irkomulag en það sem Skandinavíuþjóðirnar hafa valið, að fela sveitarfélögunum mestalla opinbera þjónustu. Um þetta þarf þó að hafa vissa fyr- irvara. Íslenzk sveitarfélög eru flest miklu minni en þau skandinavísku og ólíklegt að þau gætu tek- ið við mikið meiri verkefnum að óbreyttri skipt- ingu landsins í sveitarfélög. Til að ná fram hag- kvæmustu stærð sveitarfélaga miðað við núverandi verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga þyrfti sennilega að miða að því að sveitarfélög hefðu hátt í tíu þúsund íbúa – eða þann íbúafjölda sem þarf til að ná fram stærðarhagkvæmni við rekstur grunnskólans. Líklegt er að sveitarfélög af þeirri stærðargráðu gætu einnig ráðið við önn- ur verkefni sem til greina kæmi að fela sveit- arstjórnarstiginu, að undanskildum rekstri stærri sjúkrahúsa.“ Gunnar Helgi bendir á að ákvarðanataka um eflingu sveitarstjórnarstigsins hafi verið í farvegi, sem ekki greiði fyrir því að stækka sveitarfélögin og færa þeim aukin verkefni. Hér á landi hefur löggjafarvaldið ekki farið sömu leið og í Skandin- avíu, að þvinga fram sameiningu sveitarfélaga með lagasetningu, heldur hefur verið lögð áherzla á frjálsa sameiningu, sem meirihluti íbúa í öllum sveitarfélögum sem um ræðir samþykki. Þá hafa fulltrúar fámennu dreifbýlissveitarfélaganna sterka stöðu, bæði á Alþingi og innan Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Gunnar Helgi orðar það svo að fulltrúar þessara sveitarfélaga hafi í raun fengið stöðvunarvald í málefnum sveitarstjórnar- stigsins og þróunin í átt til stærri og öflugri sveit- arfélaga sé dæmd til að verða hægfara með sama áframhaldi. „Sveitarstjórnarkerfið þjónar hags- munum lítilla dreifbýlissveitarfélaga betur en íbúum hinna stærri. Íbúar þeirra njóta mun meira en aðrir kosta nálægðarinnar og fá um leið þjónustu – sem oft er framleidd eða niðurgreidd af ríkinu – sem er mun meiri en ef sveitarfélagið eitt ætti að standa undir henni.“ Reykjavík orðin of stór? Þessar niðurstöður eru í raun í fullu sam- ræmi við það, sem menn hafa vitað lengi; að sveitarfélög á Íslandi væru alltof mörg og smá og illa í stakk búin að takast á við jafnvel þau verkefni sem þeim eru þegar falin með lögum, hvað þá ný verkefni. Hins vegar hljóta niðurstöð- ur Gunnars Helga Kristinssonar varðandi stöðu Reykjavíkur, langstærsta sveitarfélagsins, að vekja athygli. Hann telur að Reykjavík sé í raun- inni orðin of stór og þegar svo sé komið, hætti sveitarfélag að ná þeim tilgangi sem sveitarfélög- um er ætlaður, að færa starfsemi hins opinbera nær íbúunum. Prófessorinn sýnir í fyrsta lagi fram á með tölu- legum rökum að borgin njóti lítillar stærðarhag- kvæmni umfram þau sveitarfélög, sem næst henni ganga að stærð. Þannig virðist fullri hag- kvæmni í fræðslumálum náð við 10.000 íbúa markið. Hvað félagsþjónustu varðar ver Reykja- vík til hennar mun hærri fjárhæðum á hvern íbúa en önnur sveitarfélög, en borgin tekur reyndar við vandamálum frá öðrum sveitarfélögum. „Haf- andi í huga hve þungt fræðslumál vega í útgjöld- um sveitarfélaga má álykta að hagkvæmasta stærð sveitarfélaga á Íslandi sé sennilega yfir tíu þúsund íbúar. Ekkert bendir hins vegar til, miðað við núverandi verkefni sveitarfélaga, að stækkun umfram það skili sveitarfélögum hagkvæmara búi,“ segir Gunnar Helgi. Í öðru lagi kemur skýrt fram í viðhorfskönn- uninni sláandi munur á ánægju Reykvíkinga og LANDSBANKINN OG SANDGERÐISBÆR Góð afkoma bankanna þriggja,Íslandsbanka, Landsbankaog Búnaðarbanka, á síðasta ári hefur vakið athygli og töluverðar umræður, ekki sízt vegna þess, að fyrirtækin, sem eru í viðskiptum við þá, hafa mörg hver átt erfiða daga vegna samdráttar í efnahagsmálum síðustu misseri. Komið hefur fram að vaxtamunur bankanna hafi aukizt úr 2,85% árið 2000 í 3,24% á síðasta ári án þess að einhlít skýring væri á því að því er fram kom hjá Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, á Iðnþingi í fyrra- dag. Úr því að viðskiptaráðherra metur það svo, að skýringar bank- anna á auknum vaxtamun séu ekki nægilegar, sýnist ástæða til að þeir geri nánari grein fyrir því, sem um er að ræða. Í athugasemdum um aukinn vaxtamun felst að sjálfsögðu krafa um að sá munur verði lækkaður verulega. Jafnframt hefur komið fram gagnrýni á bankana um, að kostnaður þeirra sé of mikill og rekstur þeirra þar af leiðandi óhag- kvæmur. Í því sambandi hefur vakið athygli, að Íslandsbanki hefur náð mun lægra kostnaðarhlutfalli en hinir bankarnir tveir. Hins vegar fer ekki á milli mála, að bankarnir hafa unnið skipulega að því að draga úr kostnaði. Skýrt dæmi um það er að í hvert sinn, sem bankarnir gera tilraun til að leggja niður útibú í smærri byggðarlögum eða breyta afgreiðslutíma þeirra til þess að draga úr kostnaði, koma fram sterk mótmæli frá talsmönnum byggðarlaganna. Síðustu daga hafa birzt í Morgunblaðinu fréttir af mik- illi óánægju í Sandgerði vegna þess, að Landsbankinn breytti afgreiðslu- tíma útibús síns þar. Stytting af- greiðslutímans nemur einni klukku- stund og fjörutíu og fimm mínútum. Af þessu tilefni var bæjarstjórn Sandgerðis kölluð saman til auka- fundar og yfirlýsingar hafðar uppi um að beina viðskiptum Sandgerð- inga til annarra fjármálastofnana. Það er ekki við því að búast að tak- ast megi að draga að ráði úr kostnaði við bankana hér ef slíkur þrýstingur kemur upp í hvert sinn, sem þeir grípa til aðgerða til að hagræða í rekstri. Sannleikurinn er sá að það má gagnrýna bankana fyrir rekstur útibúa en sú gagnrýni snýst fyrst og fremst um að þeir hafi ekki gengið nógu langt í að loka útibúum eða sameina þau. Tæknin hefur gert það að verkum, að stórir hópar landsmanna þurfa aldrei að fara í banka en stunda bankaviðskipti við tölvu heima hjá sér. Þeir, sem hafa ekki tileinkað sér þá tækni, geta stundað flest almenn viðskipti í gegnum síma. Þá hafa samgöngur á milli byggðarlaga á landsbyggðinni gjörbreytzt á þann veg, að í mörgum tilvikum er ekki lengra fyrir fólk í einstökum byggð- arlögum að fara í banka í nærliggj- andi byggðarlagi en það er fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins að fara í bankaútibú. Það eru nánast engin rök fyrir þeim hávaða, sem verður í hvert skipti, sem banki ætlar að loka útibúi, fækka starfsmönnum eða breyta afgreiðslutíma. Það er ekki hægt að gera hvort tveggja; krefjast hagræðingar af bönkunum en mótmæla hagræðing- unni, þegar til hennar er gripið. Það á að láta bankana í friði með þær aðgerðir, sem þeir telja nauð- synlegt að grípa til í því skyni að draga úr kostnaði. Þá er líka hægt að gera harðari kröfur um að sú þóknun, sem þeir taka af viðskipta- vinum sínum, lækki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.