Morgunblaðið - 17.03.2002, Side 34
SKOÐUN
34 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HELGARNÁMSKEIÐ
Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.
„Introduction to CranioSacral Therapy“ námskeið verður haldið
13. og 14. apríl á SLF, Háaleitisbraut 11-13, Reykjavík.
Námskeiðið er ætlað almenningi, sem vill fræðast um meðferðina
og læra grunnhandtök til að nota á sína nánustu.
Kennarar eru Erla Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari og Birgir Hilmarsson,
nuddfræðingur. Þau hafa réttindi frá Upledger Institute.
Verð er 15.000 kr., kennslubók innifalin.
Upplýsingar 5667803 Erla
eða 8641694 Birgir.
SJALDAN höfum við
talað eins mikið um mat,
næringu, sykur, fitu, of-
fitu, harðlífi og andfýlu
og nú og þá sérstaklega
eftir áramótin þegar öll
heitin, sem sett voru í
léttum og slóttugum
anda kampavínsins, rifj-
ast upp fyrir okkur og
kalla á framkvæmd.
Heiti sem fjalla, næst-
um án udantekninga um
að hætta einhverju.
Efst á blaði og vinsæl-
ast er „hætta-að-reykja-
heitið“, á eftir fylgja svo
dæmigerð heit eins og
að hætta að drekka og
svo að hætta að drekka svona mikið,
hætta að keyra í sjoppuna sem er
200 m frá heimilinu, hætta að borða
sælgæti, hætta að drekka kók,
hætta að drýgja hór og ekki gleyma
því alvinsælasta, að hætta að borða.
Fyrirheitin eru sem sagt eitthvað á
þá leið að verða fyrirtaksmanneskja
með fyrirtaksvenjur, manneskja
sem aldrei blótar eða rekur við á al-
mannafæri og borðar alls ekki
óhollt. So far so good. Ákvörðunin er
tekin. Hálfnað verk þá hafið er eins
og þar stendur. Næsta skref gæti
verið að finna leiðir eða bera sig eft-
ir björginni. Það er sannað mál að
manneskja með umframorku er
sjálfbjarga og öll ættum við að vera
full af umframorku eftir allt sukkið
um jólin, sérstaklega ef við trúum
bæði á jólasveininn og hitaeiningar.
Vel birg drífur sjálfsbjargarviðleitn-
in okkur: í heilsuræktarstöðvar
landsins þar sem við leitumst við að
lyfta járni sem og sjálfsvirðingu í
heilsuverslanir sem lofa okkur ein-
faldri og skjótri leið að markmiði
okkar í dömublöð og á bókasöfn sem
hafa að geyma ýmsan fróðleik um
margvíslegar leiðir og rétt mat-
aræði, ýmiss konar matarkúra og
megrunarleiðir sem henta einmitt
þér eða mér.
Nú ætti allt að vera klappað og
klárt, áætlunin komin í höfn og bjart
framundan. En það er samt einn
hængur á. Hann er sá að þú færð
svo mörg og mismunandi ráð varð-
andi það hvernig best sé að hætta að
borða og gerast fyrirtaksmanneskja
að þú ert komin að því að gefast upp
áður en þú byrjar! En ekki gefast
upp. Leyfðu mér að hjálpa þér af
stað.
Það fyrsta sem ég ætla að deila
með þér er að þú þarft ekki endilega
að hætta öllu til þess að þér líði bet-
ur. Reyndar er fyrsta
og besta ráð mitt:
,,Ekki hætta að
borða!“ Þér ætti nú
þegar að vera farið að
líða betur. Þá ætla ég
að nota tækifærið, á
meðan þú ert í þessari
léttu og vongóðu
stemningu, og tjá þér
að það eru samt fáein-
ar fórnir og nokkrar
breytingar sem þú
verður að gera svo að
þú náir markmiði
þínu. Og markmiðið
er að þér líði betur, þú
verðir léttari í lund og
líkama og að þú verðir
skýrari í hugsun og náir betri ein-
beitingu. Öllu þessu má ná án þess
að svelta sig, taka inn lyf eða púla í
ræktinni 5 tíma á dag og án þess að
þú þurfir að skilja við karlinn eða
henda börnunum út um gluggann
eða skola þeim út með baðvatninu.
Nú skaltu taka vel eftir og gera það
sem ég legg þér fyrir.
Farðu inn í eldhús og opnaðu
skápana þína þar sem þú geymir
matvörurnar þínar. Taktu þær allar
út úr skápunum og raðaðu þeim fyr-
ir framan þig á borðið. Nú skaltu
taka fram stóran plastsekk og hafa
hann tilbúinn á gólfinu eða á stól svo
að þú þurfir ekki að beygja þig.
Taktu nú öll hvít matvæli og hentu
þeim í plastpokann. Það getur verið
hvítur sykur, hvítt hveiti, flórsykur,
kartöflumjöl, hvít hrísgrjón, hrís-
grjónamjöl og hvítt pasta. Allt í lagi,
þetta er komið. Það næsta sem þú
þarft að fórna í pokann er allt sætt.
Hvíti sykurinn er farinn en það gæti
verið púðursykur, tilbúnar sykur-
bættar kökur, smákökur og kex,
súkkulaði og sælgæti frá því um jól-
in. Burtu með þetta allt. Það næsta
sem þarf að athuga eru matvæli sem
hafa að geyma óholla fitu s.s. alls
konar flögur og snakk. Unnu kök-
unum og kexinu ertu þegar búin að
farga. Hvað er nú eftir á borðinu?
Rúgmjöl, haframjöl, heilhveiti,
möndlur, hnetur, döðlur, gráfíkjur
og aðrir þurrkaðir ávextir? Láttu
það inn í skáp aftur. Ef dósamatur-
inn á borðinu er tilbúinn matur eins
og súpur og réttir sem eru fullir af
viðbættum aukaefnum og fitum
svipuðum og í tilbúnu kökunum og
kexinu þá skaltu fleygja honum út
líka. Ef þetta eru baunir, niðursoðn-
ir tómatar eða tómatpure þá skaltu
halda því þar sem slíkur dósamatur
inniheldur sjaldan aukaefni og við
ætluðum heldur ekki að hætta öllu!
Jæja þá er það ísskápurinn. Opnaðu
hann og taktu allt út úr honum og
raðaðu á borðið fyrir framan þig.
Taktu nú allt unnið álegg og skoð-
aðu það. Ef það eru fleiri en tvö E
númer á innihaldslýsingunni þá
skaltu fleygja því út. Ef það er hveiti
í því skaltu sömuleiðis fleygja því.
Smjörlíki, matarolía, safi og ávaxta-
þykkni fer sömu leið ásamt mjólk og
osti. Já ekki örvænta. Þetta með
mjólkurvörurnar er mikilvægt á
meðan þú ert að ná þér á strik og ná
meltingunni og maganum í lag.
Mjólkurmaturinn á hugsanlega aft-
urkvæmt. En við ætluðum ekki að
hætta öllu þannig að ef á borðinu er
t.d. AB mjólk og sykurlaust skyr þá
skaltu setja það inn í hreinan ísskáp-
inn aftur. Alla ávexti og ferskt
grænmeti setur þú inn aftur og einn-
ig alls konar krukkumat eins og
maukuð þistilhjörtu, homus, papr-
ikkumauk, ólífur, geitaost og fetaost
(fæst í heilsubúðum). Flest sem er
heimatilbúið og án viðbættra auka-
efna skaltu setja inn.
Nú er þetta farið að líkjast ein-
hverju hjá okkur. Næsta skref er
brauðskápurinn. Hvítu brauði,
snittubrauði, kökum og snúðum
skaltu fleygja í plastpokann. Hann
er kannski að verða fullur en þá er
bara að finna annan. Eða kannski
við gefum fuglunum þennan hluta af
matnum og einnig eitthvað af feit-
meti. Það mun gleðja vini okkar í
kuldanum.
Þetta var fyrsta og mest ögrandi
skrefið í áætluninni um betra og
heilsusamlegra líf. Það má búast við
að ýmsar tilfinningar geri vart við
sig á þessu stigi áætlunarinnar. Það
er skiljanlegt því okkur er ekki
sama um að þurfa að fleygja mat.
Sum okkar hafa upplifað skort og
nægjusemi og hagsýni skipta máli í
lífi okkar. Það má að sjálfsögðu gefa
þetta öðrum en varla einhverjum
sem er okkur kær því langflestar
þessar matvörur, sem nú liggja í
plastpokanum sem rusl, eru í raun
og veru ekki annað en ruslmatur
sem gefur okkur ekki þá næringu
sem við þörfnumst til að viðhalda
góðri heilsu. Skoðum hvíta sykurinn.
Hann er bleikjaður og unninn á
þann hátt að öll næringarefni eru
horfin úr honum og þar að auki inni-
heldur hann klór. Sykur hefur sem
sagt ekkert næringargildi og allt of
margir neyta allt of mikils af honum.
Fitan þarfnast einnig athugunar.
Unnin matvæli eins og til dæmis
ýmiss konar dósamatur, snakk, flög-
ur, kökur, kex og sælgæti innihalda
unna fitu sem oftast kemur úr soja-
og maísolíu eða öðum fitusýrum.
Þessar olíur eru m.a. unnar við mik-
inn hita og með hjálp leysiefna sem
eyðileggja náttúrulega sköpun eða
lögun fitusýranna í olíunni. Þetta
hefur miður góð áhrif á líkama okk-
ar og þar með á heilsu okkar. Þá er
það kornið. Hvítt hveiti í brauðmeti,
kökum, kexi, pitsu, pasta og fjöl-
mörgum unnum mat (lesið inni-
haldslýsingar) er án trefja og án
náttúrlegra næringarefna. Það hef-
ur orðið gífurleg aukning á neyslu
hveitis síðustu 30 árin. Pastaneysla
hefur til dæmis aukist um 115% í
Bandaríkjunum síðan 1974 og á
sama tíma hefur offita aukist um
32%. Sama rannsókn sýnir að þrátt
fyrir þetta hefur fituinntaka minnk-
að um 15% á þessum tíma. Þessi
rannsókn, meðal annarra, bendir til
þess að einföld kolvetni, eins og
hvíta hveitið, eiga sinn þátt í því of-
fituvandamáli sem herjar á hinn
vestræna heim í dag. Mjólkin, sem
nú er svo heilög að hún er sögð allra
meina bót og svo að segja eina vörn-
in gegn beinþynningu (það er auð-
vitað della), getur verið góð í hófi ef
þú þolir hana. Staðreyndin er í raun
sú að mjólkin er meðal þeirra mat-
væla sem tengjast ofnæmi og fæðu-
óþoli hjá börnum og fullorðnum.
Viðbættu efnin svokölluðu eru efni
eins og litarefni, rotvarnarefni og
sætuefni með meiru. Grunur leikur
á að þessi efni séu hættuleg heilsu
okkar. Mér finnst viturlegt að við
neytendur látum þennan grun koma
okkur til góða á þann hátt að við úti-
lokum þau úr matvælum okkar. Við
höfum sem betur fer val þó að val-
kostirnir hér á landi séu harla fá-
brotnir. Valið felst í því að kaupa
matvæli, laus við þessi efni (merkt
meðal annars sem E-númer), en
kaupa þess í stað matvæli sem eru af
lífrænum uppruna. Eina verslunin
hér á landi sem þú getur verið viss
um að selji einungis lífrænt er
Yggdrasill. Heilsuhúsið er einnig
með þónokkuð af lífrænum vörum.
Stórmarkaðirnir hér á landi eru
langt á eftir sinni samtíð en það er
jákvæð þróun, t.d. er Nýkaup komin
með ágætis heilsuhorn í sinni versl-
un. Nú verður næsta skref að jafna
verðmismuninn á lífrænum og hefð-
bundnm mat.
Næsta skerf í áætluninni um að
vera fyrirtaksmanneskja með fyrir-
taksmatarvenjur er að versla og
vera sér meðvitandi neytandi.
Ruslfæði er liðin tíð. Í staðinn
borðar þú gæðagrænmeti tvisvar á
dag, hrátt eða soðið. Og þú getur
gætt þér á því að vild eða eins mikið
og þú getur. Þú getur borðað ávexti,
ferska og þurrkaða, ef þú vilt. Þú
borðar rúgbrauð, heilhveitibrauð og
speltbrauð og brauðin eru löguð úr
súrdeigi. Á morgnana getur þú t.d.
borðað hafragraut, alveg eins og í
gamla daga eða bygggraut úr ís-
lensku byggi! Með þessu getur þú
borðað hnetur, möndlur og alls kon-
ar fræ, fuglamat eins og sumir kalla
þetta. Slíkur matur er ríkur af góð-
um fitum og trefjum. Út á grautinn
notar þú soyamjólk og þú getur haft
hana kalkbætta. Hún er rík af
magnesíum og góðum fitum og laus
við kolesterol fyrir þá sem óttast
það. Ef þér finnst hún ekki nógu góð
þá má athuga hvort hrísgrjónamjólk
hentar bragðlaukunum betur.
Það er góð hugmynd að borða fisk
á hverjum degi og þá sér í lagi lax,
síld, túnfisk, lúðu og annan feitan
fisk. Þú færð góða og holla omega 3
fitu sem er heilsunni góð. Ef þú
borðar kjöt þá ert þú heppnasta
manneskja heims með ómengaða ís-
lenska lambakjötið beint fyrir utan
gluggann hjá þér! Þú getur, ef þú
endilega vilt, borðað pasta en hafðu
það þá heilhveiti- eða speltpasta.
Eins er með hrísgrjónin, hafðu þau
með hýðinu. Þau þurfa jú lengri
suðu en hollusta trefjaefna og nær-
ingarefna vegur upp á móti. Þetta
kemur sér m.a. vel fyrir meltinguna
og „missa-nokkur-kíló-planið“. Mik-
ilvægt er að drekka vatn með þessu
öllu, mikið vatn, tvo lítra af vatni
daglega. Þannig hreinsum við út allt
svínaríið frá liðnu ári! Ég hef aldrei
skilið að þjóð sem á besta vatn í
heimi, beint úr krananum, sé sú þjóð
í heiminum, fyrir utan Bandaríkja-
menn, sem drekkur mest af gosi!
Svo er hægt að fá sér alls konar te til
dæmis Darjeeling, Keemun eða gott
jurtate. Í teinu mega vera hreins-
andi jurtir t.d. klóelfting og brenni-
netla eða tilbúnar blöndur eins og
t.d. Detox-te. Svo langar mig að
deila með ykkur svolitlu sem gæti
verið til gleði og stuðnings þeim sem
eru á „missa-fleiri-kíló-planinu“ eða
þeim sem einfaldlega vilja huga að
meltingunni og styrkja sig almennt
og ekki síst fyrir þá sem annaðhvort
hafa ekki möguleika á að stunda lík-
amsrækt eða nenna því hreinlega
ekki. Haldið ykkur nú fast! Bios-
culpt nefnist vökvi sem m.a. stuðlar
að fitubrennslu á nóttinni á meðan
þið sofið. Þetta er auðvitað alger
bylting og nýjasta kynslóð grenn-
ingarefna. Ég varð þeirrar ánægju
aðnjótandi að kynna mér þessa nýju
vöru hjá framleiðendum hennar í
Bandaríkjunum og er ánægð með
innihald og gæði. Ég hef síðustu ár-
in verið mjög á varðbergi gagnvart
hinum óteljandi grenningarvörum
sem markaðurinn, og sérstaklega sá
bandaríski, hefur upp á að bjóða og
efst á blaði hafa verið hin ýmsu örv-
andi efni sem vissulega skila árangri
til skamms tíma en oftar en ekki
með miður góðum aukaverkunum.
Biosculpt er laust við öll slík efni en
vinnur að því að losa fiturbirgðir lík-
amans því auðvitað viljum við að þau
kíló sem við losnum við séu fita en
ekki eingöngu vökvi eins og oft vill
verða. Biosculpt vinnur hins vegar
með líkamanum og styrkir eðlileg
efnaskipti og fitubrennslu og á þeim
tíma sem líkaminn sjálfur vinnur
einmitt að því verkefni. Biosculpt
inniheldur fjöldamörg vel rannsökuð
efni og má þar nefna króm, karnitín
og tonalín CLA sem eru þekkt fyrir
að stilla insúlín og auka fitu-
brennslu. Í blöndunni, sem er bragð-
góð, eru einnig fjölmargar amínó-
sýrur sem hjálpa til við
uppbyggingu vöðva. Árangur birtist
hjá mörgum sem aukin fitubrennsla,
aukin orka og úthald. Biosculpt virk-
ar best með skynsamlegu mataræði
eins og t.d. þessu sem ég er að leið-
beina ykkur með í þessum pistli. Það
er auðvitað æskilegt að stunda ein-
hverja hreyfingu, því öll vitum við að
með því að ná markmiðum okkar
verðum við að taka á öllum þáttum
og leggja örlítið á okkur.
Gefðu þessum smávægilegu
breytingum á mataræðinu þrjá mán-
uði og finndu sjálf/sjálfur hvernig
þér líður. Ég er viss um að þetta
með „að hætta-að-reykja-planið“
kemur alveg að sjálfu sér. Þessum
nýju venjum fylgir meiri vellíðan og
betri tenging við það sem þú í raun
og veru hefur þörf fyrir en hefur
verið hulið afleiðingum mataræðis
sem hentar þér ekki, hvorki líkam-
lega né sálarlega. Gangi þér vel!
HÁLFNAÐ VERK ÞÁ HAFIÐ ER –
RIFJUM UPP ÁRAMÓTAHEITIN
Þorbjörg
Hafsteinsdóttir
Ruslfæði er liðin tíð,
segir Þorbjörg Haf-
steinsdóttir. Í staðinn
borðar þú gæðagræn-
meti tvisvar á dag,
hrátt eða soðið.
Höfundur er næringarþerapisti
DET.