Morgunblaðið - 17.03.2002, Qupperneq 35
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 35
SÚ VAR tíð hér á
Íslandi að það þótti
nánast sjálfsagt að
móðir fengi forsjá
barna sinna þegar
hjón skildu. Sú móðir
sem eftirlét föðurnum
forsjá þótti jafnvel
ekki vera nógu góð
móðir. Í íslensku sam-
félagi varð til hugtakið
„móðurrétturinn“, sem
skírskotaði til þess að
móðirin hefði og ætti
að eiga meiri mögu-
leika til að öðlast
forsjá barna sinna við
skilnað. Þetta hugtak
náði langt inn í ís-
lenskt stofnanaveldi og vilja marg-
ir meina að það lifi þar enn góðu
lífi. Samkvæmt íslenskum lögum á
enginn slíkur réttur að vera til. Í
dag er skýrt kveðið á um það í lög-
um að hagsmunir barnsins skuli
hafðir að leiðarljósi, þegar ákveða
á forsjá barna þegar að skilnaði
kemur. Spurningin hvort feður og
mæður njóti jafnræðis hjá íslensk-
um yfirvöldum í þessum efnum er
forvitnileg og hvort Íslendingar
trúi því að kynin standi jafnt í
þessum efnum er ekki síður áhuga-
verð spurning. Undirrituðum lék
forvitni á að vita svör við þessu
eftir að hafa gengið í gegnum
skilnað þar sem deilt var um
forsjá. Ég sneri mér því til Gallup
og óskaði eftir því að koma tveim-
ur spurningum varðandi forsjár-
mál í spurningavagn þeirra.
Skoðanakönnun
Gallup gerði könnun þar sem
spurt var hvort Íslendingar teldu
að feður og mæður nytu jafns rétt-
ar við að ná forsjá barna sinna við
skilnað. Þeir sem svöruðu að sér
fyndist annað kynið njóta forgangs
voru þá spurðir að því hvort kynin
ættu að hafa jafnan rétt eða hvort
eðlilegt væri að annað kynið nyti
forgangs. Könnunin var gerð dag-
ana 2.–13. janúar 2002. Úrtakið var
1.200 manns og svarhlutfall 69,7 %.
Á mynd 1. má sjá að 61,2 % að-
spurðra töldu foreldrana njóta
jafnra möguleika á að öðlast forsjá,
en 38,5 % töldu móðurina njóta
forskots. Aðeins 0,3% af heildinni
töldu að feður nytu meiri réttar við
að öðlast forsjá barna við skilnað.
Við nánari greiningu á svarend-
um var ekki marktækur munur á
milli kynja. Það var heldur ekki
marktækur munur eftir búsetu eða
heimilistekjum.
Það var aftur á móti marktækur
munur á skoðunum eftir aldri, sjá
töflu 1.
77% aðspurðra á aldrinum 16–24
ára töldu að kynin stæðu jafnt í
þessum efnum og aðeins 23% töldu
svo ekki vera. Á aldrinum 25–34
ára töldu 55% kynin hafa jafna
möguleika en 45% að mæður
stæðu betur að vígi. Um 57% að-
spurðra á aldrinum frá 35–54 ára
töldu kynin eiga jafna möguleika
en 43% töldu mæðurnar hafa for-
skot. Um 60% fólks á aldrinum 55–
75 ára töldu kynin standa jafnt en
40% töldu mæður hafa meiri rétt.
Almennt hefur unga fólkið meiri
trú á að kynin njóti
jafns réttar í þessum
efnum.
Þá var einnig
marktækur munur á
skoðunum fólks eftir
menntum. Sjá töflu 2.
Um 54% aðspurðra
með háskólapróf
töldu að kynin stæðu
líkt og 45% af sama
hópi töldu að konan
nyti forskots. Á með-
al ófaglærðra höfðu
65% trú á að kynin
stæðu jafnt en 35%
að móðirin stæði bet-
ur að vígi. Á meðal
stjórnenda, atvinnu-
rekenda og sérfræðinga, töldu 53%
að kynin stæðu jafnt en 47% töldu
að konan nyti forskots. Að sam-
teknu má segja að með aukinni
menntun trúði fólk síður að kynin
stæðu jafnt í þessum efnum.
Þegar þeir sem töldu annað kyn-
ið (móðurina) njóta forskots í þess-
um málum, voru spurðir að því
hvort kynin ættu að standa jafnt í
þessum efnum, svaraði 81% að
réttast væri að kynin stæðu jafnt í
þessum efnum. Við nánari grein-
ingu á þeim svarendum var ekki
marktækur munur á milli kynja,
aldurshópa, búsetu, menntunar,
fjölskyldutekna eða starfssviðs. Að
samteknu má því segja að af þeim
sem telja móður njóta forskots
telji 81% að svo eigi ekki að vera.
Dómar um forsjár-
mál á Íslandi
Hvað dóma áhrærir eru héraðs-
dómar ekki aðgengilegir almenn-
ingi þar sem um einkamál er að
ræða. Niðurstöður frá dómsmála-
ráðuneytinu um úrskurði ráðu-
neytisins og héraðsdóma um forsjá
barna á tímabilinu 1993–1995
liggja hins vegar fyrir. Alls var úr-
skurðað í 77 málum þessi þrjú ár.
Af þeim var mæðrum úrskurðað
forsjá í 58,4% tilfella, en í 27,3%
tilfella var mál fellt niður, sátt náð-
ist eða skipt forsjá. Hins vegar var
feðrum aðeins úrskurðuð forsjá í
14,3% tilfella. Þessar niðurstöður
hljóta að teljast feðrum í óhag.
Fróðlegt hefði verið að hafa nið-
urstöður úr undirrétti frá árinu
1996 til dagsins í dag til að bera
saman við ofangreindar niðurstöð-
ur.
Forsjármál úr hæstarrétti frá
árinu 1998 eru aftur á móti að-
gengileg á veraldarvefnum þar
sem búið er að má nöfn viðkom-
andi einstaklinga út. Hæstiréttur
hefur á þessu tímabili úrskurðað
feðrum forsjá barna sinna í 7 til-
vikum en mæðrum 4 sinnum. Mið-
að við hreina tölfræði úr ofan-
greindum niðurstöðum eru
úrskurðir hæstaréttar hliðhollari
feðrum en niðurstöður héraðs-
dóms.
Niðurlag
Miðað við þær niðurstöður sem
hér liggja fyrir telja tæplega 40%
landsmanna móðurina njóta for-
skots á Íslandi við að öðlast forsjá
barna sinna við skilnað foreldra.
Af þessum hópi telur um 81% að
svo eigi ekki að vera. Það er því
drjúgur hluti landsmanna sem trú-
ir því að á Íslandi sé kynjunum
mismunað að þessu leyti og sú
mismunun eigi ekki að eiga sér
stað. Fyrirliggjandi niðurstöður úr
héraðsdómi/dámsmálaráðuneytinu
styðja það. Þrátt fyrir viðleitni lög-
gjafans til að jafna rétt kynjanna í
þessum efnum virðist móðurrétt-
urinn lífseigur þótt á undanhaldi
sé. Á hinn bóginn má segja að nið-
urstöðurnar séu hvetjandi þar sem
meirihluti þjóðarinnar trúir því að
kynin njóti jafns réttar í þessum
efnum. Einnig er ánægjulegt að
sjá að unga fólkið trúir meira en
eldra fólkið á jafnan rétt kynjanna.
Þetta er það viðhorf sem hægt og
bítandi mun að öllum líkindum
verða ráðandi í okkar þjóðfélagi,
jafnt í orði sem á borði. Það er því
full ástæða til að hvetja feður til að
sækja um forsjá barna sinna þegar
að skilnaði kemur, telji þeir það
börnunum fyrir bestu.
FORSJÁ BARNA
VIÐ SKILNAÐ
Gísli
Gíslason
Drjúgur hluti lands-
manna trúir því að á Ís-
landi sé kynjunum mis-
munað, segir Gísli
Gíslason, við að öðlast
forsjá barna sinna og sú
mismunun eigi ekki að
eiga sér stað.
Höfundur er markaðsstjóri og
forsjárlaus faðir.
Tafla 1: Skipting eftir aldri og
niðurstöður í prósentu, hvort
kynin njóti jafns réttar eða
hvort annað njóti meiri réttar til
að öðlast forsjá barna sinna við
skilnað.
Aldur Jafnan rétt
Mæður
meiri rétt
16-24 77 23
25-34 55 45
35-44 57 43
45-54 57 43
55-75 60 40
Tafla 2: Skipting eftir menntun
og niðurstöður í prósentu, hvort
kynin njóti jafns réttar eða hvort
annað njóti meiri réttar til að öðl-
ast forsjá barna sinna við skilnað.
Menntun Jafnan
rétt
Mæður
meiri
rétt
Grunnsk.pr. 69 31
Grunnsk.pr.
og viðb. 64 36
Framh.sk.pr. 57 43
Háskólapr. 54 46
• Hæstu vextir á innlánsreikningi
• Hámarksöryggi
• Ver›trygging
• Sveigjanleiki
• Laus til útborgunar vi› 18 ára aldur
• Engin lágmarksinnborgun
• fiú getur lagt inn reglulega e›a
flegar flér hentar
• Fallegar gjafaumbú›ir
Fermingargjöf
er framtí›arsjó›ur
Framtí›arreikningur er frábær fermingargjöf
og ólík ö›rum gjöfum a› flví leyti a› hún vex
me› fermingarbarninu og tryggir flví öruggan
sjó› vi› 18 ára aldur.
Íslandsbanki
-flar sem gjafirnar vaxa!
Gjafabréf
Stofnun e›a
innlegg á Framtí›ar-
reikning er tilvalin
fermingargjöf
Framtí›arreikningur Íslandsbanka