Morgunblaðið - 17.03.2002, Síða 45
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 45
Viðskiptatækifæri
Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050
www.hofdi.is
Frábært tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu til að
skapa sér skemmtilega vinnu. Um er að ræða sölu
á rótgrónu og þekktu veitingahúsi sem staðsett er
á Höfðuborgarsvæðinu. Mikil bjór og matsala.
Allar nánari upplýsingar á Fasteignasölunni
Höfða.
EIGNIR ÓSKAST
Sérbýli á Seltjarnarnesi ósk-
ast.
Höfum kaupanda að einbýlis-, rað- eða
parhúsi á Seltjarnarnesi fyrir traustan
viðskiptavin sem flytur til landsins nk.
haust. Mjög góðar greiðslur í boði. Vest-
urbær og Fossvogur koma einnig til
greina. Upplýsingar gefur Þorleifur.
EINBÝLI
Aratún - einlyft einbýlishús -
laust.
Glæsilegt einlyft um 187 fm einbýlishús
auk um 35 fm sólstofu. Húsið hefur tölu-
vert mikið verið standsett, m.a. gólfefni,
nýtt þak o.fl. Góð upphituð hellulögð
innkeyrsla. Húsið er laust nú þegar. V.
21,9 m. 2219
Sunnubraut
Frábærlega vel staðsett einlyft 155 fm
einbýlishús auk 24 fm bílskúrs sem
stendur niður við sjóinn. Eignin skiptist
m.a. í forstofu, snyrtingu, hol, borðstofu,
eldhús, búr, þvottahús, bókastofu, bað-
herbergi og þrjú herbergi. Falleg lóð,
góð aðkoma. Húsið þarfnast einhvers
viðhalds og endurnýjunar. V. 18,9 m.
2201
Bláskógar
Vorum að fá í sölu gott tvílyft einbýlishús
í Seljahverfinu. Húsið er 220 fm með
innbyggðum bílskúr. Ný eldhúsinnrétt-
ing, arinn og ný sólstofa. Fallegur og
gróinn garður. V. 24,9 m. 2183
Laufásvegur - einbýli.
Um er að ræða steinsteypt einbýli á
tveimur hæðum á einum besta stað í
Þingholtunum, húsið er í dag um
105 fm en með því fylgja samþ.
byggingarnefndarteikningar sem
heimila stækkun upp í 167 fm. V.
13,5 m. 1861
HÆÐIR
Aragata.
Rúmgóð 190 efri sérhæð í virðulegu
steinhúsi ásamt 27 fm bílskúr á þessum
eftirsótta stað sem skiptist í stóra stofu,
borðstofu, sólstofu, eldhús, baðher-
bergi. Arinn í stofu, parket á gólfi, rúm-
góð herbergi, allt sér. Íbúðin er laus fljót-
lega. V. 22,0 m. 2212
4RA-6 HERB.
Ljósheimar.
Falleg 4ra herbergja 97 fm íbúð á 8. hæð
með sérinngangi af svölum og glæsilegu
útsýni. Eignin skiptist m.a. í stofu, þrjú
herbergi, eldhús og baðherbergi. Blokk-
in er öll nýtekin í gegn. Mjög góð íbúð.
V. 12,3 m. 2213
Hraunbær - rúmgóð.
4ra herb. um 110 fm falleg íbúð á 2.
hæð. Parket á gólfum. Baðherb. flísl. í
hólf og gólf. Mjög hagstætt verð. Ákv.
sala. V. 10,9 m. 2224
Engihjalli - glæsileg íbúð.
Mjög falleg 4ra herb. 114 fm íbúð á 8.
hæð með frábæru útsýni. Íbúðin skiptist
m.a. í hol, þrjú herbergi, góða stofu, eld-
hús og nýstandsett baðherbergi. Nýtt
eikarparket á gólfi. Blokkin er nýviðgerð
og máluð. Gervihnattasjónvarp. V. 12,3
m. 2226
2JA OG 3JA HERB.
Núpalind m. bílskýli - skipti á
2ja herb.
3ja herb. 114,5 fm glæsil. íbúð á 2. hæð
í lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu.
Mjög stórar stofur. Sérþvottahús. Skipti
á 2ja herb. íbúð í lyftuhúsi æskileg. 2225
Veghús - laus strax.
3ja herb. falleg og björt íbúð á 7. hæð í
lyftuhúsi. Íb. skiptist í gang, baðherbergi,
tvö svherbergi, stofu, eldhús og þvotta-
herbergi. Fallegt útsýni. V. 9,7 m. 2217
Arnarsmári
Falleg 4ra herbergja 104 fm íbúð á jarð-
hæð á þessum vinsæla stað. Eignin er í
dag nýtt sem 3ja herbergja og skiptist
m.a. í stofu, borðstofu, eldhús, baðher-
bergi og tvö herbergi. Góð eign. 2221
Rjúpnasalir 6-8,
Opið hús í dag milli kl. 13-16.00
Nú eru eftir aðeins eftir nokkrar glæsilegar íbúðir í þessum fallegu og
vönduðu fjölbýlishúsum. Aðeins sex íbúðir í hvoru húsi. Möguleiki að
kaupa bílskúr. Íbúðirnar eru 4ra herbergja, 120 fm og afhendast full-
búnar með vönduðum innréttingum, skápum og tækjum en án gólf-
efna. Tvennar svalir á miðhæðum. Hagstætt verð eða 15,3 m. Seljandi
tekur á sig afföll af húsbréfum. Teikningar og allar nánari upplýsingar á
skrifstofu. Frábær staðsetning rétt við óspillta náttúru í skjóli Rjúpna-
hæðarinnar. Fallegt útsýni. Í húsinu eru nú þegar tilbúnar tvær sýn-
ingaríbúðir sem hægt er að skoða í dag. Sölumenn og byggingaraðili
verða á staðnum. 1198
Glæsileg ca 92 fm 3ja herbergja íbúð
með sérinngangi á 2. hæð í góðu
fjölbýlishúsi. Tvö góð svefnherbergi
og björt og falleg stofa og borðstofa
með útgengi út á góðar svalir. Parket
og flísar á gólfum og þvottahús í
íbúð. Frábært útsýni. Áhv. ca 6,0
millj. Verð 12,9 millj.
Bryndís og Hermann taka vel á móti fólki milli kl. 14 og 17 í dag.
Arnarsmári 22 - Opið hús í dag
www.holtfasteign.is
Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali,
Suðurlandsbraut 54, 108 Rvík. Sími 568 2444, fax 568 2446.
Netfang asbyrgi@asbyrgi.is
RÉTTARHÁLS 1.300 FM
VERSLUNARHÚSNÆÐI
Til sölu mjög gott ca 1.300 fm verslunarhúsnæði við Réttarháls nr. 2 við
hliðina á Rekstrarvörum. Húsnæði hefur mikið auglýsingargildi og býður
upp á ótal nýtingarmöguleika, svo sem verslunarhús, þjónustu, lager eða
iðnað. Mikil lofthæð og stórir gluggar. Stórar innkeyrsludyr. Húsnæðið er
í mjög góðu ástandi, m.a. með góðu loftræstikerfi, vönduðum
skrifstofum, kaffistofu með innréttingu o.fl. Stórt malbikað bílaplan.
Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali,
Suðurlandsbraut 54, 108 Rvík. Sími 568 2444, fax 568 2446.
Netfang asbyrgi@asbyrgi.is
BARÐASTAÐIR 37, 39 og 43
SÖLUSÝNING
Í DAG KL. 14-16
3 glæsileg 225,6 fm raðhús á tveimur hæðum með tvöföldum
innbyggum bílskúr. Húsin seljast fullfrágengin að utan, steinuð og
með aluzikjárni á þaki, en í fokheldu ástandi að innan. Á neðri hæð
er að auki 40 fm gluggalaust rými. Húsin eru til afhendingar strax.
SELT
KRINGLUNNI 4-12, s. 800 6000
OPIÐ HÚS Í DAG
GRETTISGATA 27 - MIÐBÆR
MÖGULEIKI AÐ ÚTBÚA AUKAÍBÚÐ!
Í sölu mikið endurnýjað 153,2 fm
einbýlishús með stórum garði.
Nýtt járn og nýtt rafmagn. Sex
svefnherbergi. Verð 17,9 millj.
Áhv. 8,3 millj. LAUST
FLJÓTLEGA!
Þau Frank og Margrét bjóða ykkur velkomin til sín
í dag á milli kl. 15 og 18.
Eldri borgarar
skora á ríki og borg
Vilja
hækka
grunn-
lífeyri
AÐALFUNDUR Félags eldri
borgara í Reykjavík var haldinn ný-
lega í félagsheimili félagsins, Ás-
garði, Glæsibæ. Á fundinum, sem
var mjög fjölmennur, voru sam-
þykktar samhljóða að beina eftir-
farandi tillögum til ríkisvaldsins:
„1. Að grunnlífeyrir hækki til
samræmis við þær hækkanir sem
átt hafa sér stað á verkamanna-
launum frá 1995 til 2001 og fylgi
síðan alm. launavísitölunni.
2. Að frítekjumörk almanna-
trygginga og skattleysismörk verði
alltaf látin fylgja almennri
launaþróun í landinu.
3. Að gera verulegt átak til að
fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldr-
aða bæði til langtíma og skamm-
tímavistunar og bæta þannig úr
neyð þeirra mörgu sem eru á bið-
listum.
4. Að efla heimahjúkrun og auka
samvinnu við heimaþjónustu.“
Félagið samþykkti einnig að
beina því til Reykjavíkurborgar að
afnema nú þegar eignaskatt á íbúð-
ir sem eigendur búa í og að hækka
aldursskilyrði fyrir úthlutun á
styrkjum til bifreiðakaupa fyrir
hreyfihamlaða.
Félagið skoraði einnig á borg-
arstjórn að fjölga þjónustuíbúðum á
vegum Reykjavíkurborgar og koma
á samskonar þjónustu í fjölbýlis-
húsum í eigu aldraðra. Einnig vildi
hatti fundurinn borgina til að auka
samvinnu á milli heimaþjónustunn-
ar og heimahjúkrunar. Og að síð-
ustu skoruðu eldri borgarar á borg-
arstjórn að beita sér nú þegar fyrir
lækkun fargjalda með strætisvögn-
um til ellilífeyrisþega til jafns við
fargjöld öryrkja.
Í stjórn voru kosin: Margrét
Margeirsdóttir, María H. Guð-
mundsdóttir, Marías Þ. Guðmunds-
son, Stefán Ólafur Jónsson, Sólveig
Pálmadóttir, Þórir Daníelsson og
Þórunn Lárusdóttir. Fyrir eru í
stjórn: Baldvin Tryggvason, Bryn-
dís Steinþórsdóttir, Halldóra H.
Kristjánsdóttir, Helga Gröndal, Jón
Jónsson, Pétur Guðmundsson og
Sigfús J. Johnsen. Í varastjórn
voru kosin: Halldór Þorsteinsson,
Guðmundur Jóhannsson og Arnljót-
ur Sigurjónsson, fyrir eru: Þórunn
Pálsdóttir, Sigurður Pálsson og Ol-
geir Möller. Formaður félagsins er
Ólafur Ólafsson.
Íslenska fisk-
veiðistjórn-
unarkerfið
NÁMSKEIÐIÐ um íslenska fisk-
veiðistjórnunarkerfið verður haldið
miðvikudaginn 20. og fimmtudaginn
21. mars kl. 16.30-19 hjá Endur-
menntun HÍ.
Fjallað verður um helstu þætti
fiskveiðistjórnunarkerfisins, m.a.
um úthlutun veiðiheimilda, framsal
og nýtingu þeirra, vigtun og skrán-
ingu afla og reglur um hvernig afli
er reiknaður til kvóta. Helstu hug-
tök sem notuð eru í umræðu um
stjórnun fiskveiða verða skýrð og
fjallað um mikilvægustu ákvæði
laga og reglugerða á þessu sviði.
Kennarar: Árni Múli Jónasson að-
stoðarfiskistofustjóri og Guðmund-
ur Kristmundsson sjávarútvegs-
fræðingur.
Verð: kr. 18.200. Nánari upplýs-
ingar og skráning: http://www.end-
urmenntun.hi.is, eða í síma hjá
Endurmenntun HÍ, segir í frétta-
tilkynningu.
♦ ♦ ♦