Morgunblaðið - 17.03.2002, Page 57

Morgunblaðið - 17.03.2002, Page 57
BORGARLEIKHÚSIÐ: Tónleikar með yfirskriftina ENIGA MEN- INGA – konsert fyrir alla, krakka með hár og kalla með skalla verða á sunnudaginn á stóra sviði Borg- arleikhússins. Þar verða mörg af vinsælustu lögum Ólafs Hauks Sím- onarsonar af plötunum Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, Hattur og Fattur, Fólkið í blokkinni og Eniga Meninga flutt af nokkrum leikurum LR og fleiri söngvurum. Það eru þau Edda Heiðrún Backman, Egg- ert Þorleifsson, Halldór Gylfason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, KK og Olga Guðrún Árnadóttir. Tónleik- arnir hefjast klukkan 14 og miða- verð eins og á barnasýningar, 1.600 kr. Sama verð fyrir alla. LEIKHÚSKJALLARINN: Á mánu- dagskvöld kl. 20.30 stendur Lista- klúbbur Leikhúskjallarans fyrir tónleikum með slagverksleik- aranum Steve Hubback. Slagverks- leikarinn og skúlptúrlistamaðurinn Steve Hubback er frá Wales og hefur haldið tónleika vítt og breitt um Evr- ópu auk Suður- Kóreu og er einn meðlima hljómsveitar- innar Jörð bif- ast. Fyrir utan að leika tónlist hefur Hubback einnig lagt stund á járnsmíðar og smíðar nú öll sín hljóðfæri sjálfur, en þau eru einskonar blanda af skúlptúr og slagverkshljóðfærum. Hubbart leikur einnig á trommur og hörpur. Hann hefur tileinkað sér sérstakan stíl og tækni við hljóð- færaleik þar sem hann heldur á og leikur með mörgum trommustöfum (cymbölum) á sama tíma. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Steve Hubback FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 57 Sinfóníuhljómsveit Íslands Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Fimmtudaginn 21. mars mun Hanna Dóra Sturludóttir koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hanna Dóra hefur átt mikilli velgengni að fagna og verið gestasöngvari við virt óperuhús víða í Þýskalandi. Á efnisskrá eru verk af ólíkum toga sem öll eiga það þó sameiginlegt að höfundar þeirra eru fæddir í Austurríki. BÚÐARDALUR, BERLÍN, BONN, ROSTOCK, REYKJAVÍK fimmtudaginn 21. mars kl. 19:30 í Háskólabíóigul áskriftaröð Hljómsveitarstjóri: Alexander Vedernikov Einsöngvari: Hanna Dóra Sturludóttir Páll P. Pálsson: Norðurljós Alban Berg: Sieben frühe Lieder Gustav Mahler: Sinfónía nr. 4 í G-dúr frumflutningur á íslandi DAGUR HARMONIKUNNAR Aðgangur ókeypis og allir velkomnir Harmonikufélag Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur við Vonarstræti í dag kl. 15:00. Leikin verður létt tónlist úr ýmsum áttum. Fram koma m.a.: Nemendur Fanneyjar Karlsdóttur og tvær stærstu hljómsveitir félagsins, Stormurinn undir stjórn Arnar Falkner og Léttsveit H.R. undir stjórn Jóhanns Gunnarssonar. LÉTTIR HARMONIKUTÓNLEIKAR Í RÁÐHÚSINU www.nordjobb.net Norræna félagið síia 551 0165sími 551 0165 SÍÐASTA fimmtudag hittust Bono, söngvari írsku rokksveitarinnar U2, og George Bush, forseti Banda- ríkjanna, í Hvíta húsinu. Þar hét forsetinn því að eyða fimm millj- örðum Bandaríkjadala í baráttu gegn fátækt í heiminum. Bono var að sjálfsögðu með svörtu sólgleraugun á sínum stað og sagði sposkur við blaðamenn að hann hefði greint öfundarblik í augum Bush. Þá sagðist hann ekki myndu gefa Bush gleraugun til minja því að páfinn hefði haldið síð- ustu gleraugum. Þessi nýju væru því miður of dýr! Þá lofaði Bush því ennfremur að beita sér fyrir baráttu gegn eyðni í Afríku. Bono hitti Bush Bush og Bono í Hvíta húsinu. Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.