Morgunblaðið - 17.03.2002, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
f
í
t
o
n
/
s
í
a
www.bi.is
Þú fellur
aldrei á tíma
í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans
SKOÐANAKÖNNUN Samtaka iðn-
aðarins um viðhorf landsmanna til
hugsanlegrar aðildar að Evrópusam-
bandinu hefur vakið athygli í Noregi.
Í könnuninni kemur fram að 91%
svarenda er fylgjandi því að teknar
verði upp viðræður við ESB þar sem
kannað verður hvaða kostir bjóðast.
Um leið og Ísland sækir um aðild
að Evrópusambandinu hrynur samn-
ingurinn um Evrópska efnahags-
svæðið. Þá neyðist Noregur til að
hefja umsóknarferlið, segir Gunnar
Bolstad, framkvæmdastjóri Evrópu-
hreyfingarinnar í Noregi. Er þetta
haft eftir honum í netútgáfu norska
blaðsins Dagsavisen.
Norski utanríkisráðherrann, Jan
Petersen, segir í Aftenposten að
Norðmenn fylgist vel með ESB-um-
ræðunni á Íslandi og aðild Íslands að
ESB myndi þýða endurskoðun mála í
Noregi. Aðstæður verði aðrar í Nor-
egi ef Ísland lendi hinum megin
borðsins og aðild Íslands muni hafa
afleiðingar fyrir norskan sjávarútveg.
Gunnar telur að síðasta skoðana-
könnun hérlendis sýni þá kröfu al-
mennings að hefja beri viðræður við
ESB. Vísar hann þar í skoðanakönn-
un á vegum Samtaka iðnaðarins þar
sem fram kemur að rúmlega helm-
ingur þjóðarinnar sé hlynntur aðild
að ESB og að 91% vilji hefja viðræður
til að kanna hvað Íslandi standi til
boða með aðild. Þá telur Gunnar held-
ur ekki ólíklegt að Íslendingar og
ESB finni málamiðlun um sjávarút-
vegsmálin. Hann segir ógerlegt að
halda EES-samningnum áfram án Ís-
lands, þá verði Noregur einn eftir fyr-
ir utan Liechtenstein sem standi að
eftirlitsstofnuninni og það muni ESB
ekki samþykkja. Gunnar Bolstad tel-
ur líklegt að ESB-umræða á Íslandi
hefjist fyrir alvöru eftir kosningarnar
á næsta ári og þá muni hún einnig
hefjast á ný í Noregi.
Talsmaður norsku hreyfingarinnar
„Nei við ESB“, Sigbjörn Gjelsvik,
segir hins vegar í sama miðli að Ís-
land muni ekki ganga í ESB á næstu
árum, of mikið beri í milli í fiskveiði-
málunum. Hann segir einnig að þó að
Íslendingar sæki um aðild þurfi
Norðmenn ekki endilega að gera það
einnig.
Ný könnun Samtaka iðnaðarins vekur athygli í Noregi
EES hrynur ef Ís-
land sækir um ESB
FOSSINN Gljúfrabúi undir Eyjafjöllum getur
tekið á sig ýmsar myndir í vetrarbúningnum. Er
Morgunblaðsmenn voru þarna á ferðinni nýlega
varpaði sterk sólin skemmtilegri birtu niður á
vatnsfallið, sem er rétt innan við Seljalandsfoss
og skammt frá veginum á leið inn í Þórsmörk.
Ganga þarf inn á milli hamrabjarga til að nálg-
ast fossinn og þá getur blasað við þessi ægifagra
sjón.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Gljúfrabúi í vetrarbúningi
ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Col-
umbia, dótturfyrirtæki Sony
Music, hyggst á næstunni gefa
út hljómdisk með upptöku af
tónleikum Quarashi og Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands, sem
haldnir voru í Háskólabíói 25.
október sl., að sögn Sölva Blön-
dal og Ómars Arnar Hauksson-
ar, meðlima hljómsveitarinnar
Quarashi. Columbia gefur jafn-
framt út plötuna Jinx sem er
fyrsta breiðskífa Quarashi sem
kemur út á erlendri grund.
Columbia
gefur út
Quarashi og
Sinfóníuna
„Ánægðir ...“/B2
KJARANEFND hefur úrskurðað að
vinna lækna vegna vottorða teljist
hluti af aðalstarfi þeirra. Nefndin
hefur nú til úrlausnar ósk heilbrigð-
isráðuneytisins um að hún endur-
skoði laun heilsugæslulækna vegna
reglugerðar sem heilbrigðisráðherra
setti um síðustu áramót um að
greiðslur til lækna vegna vottorða
skuli renna til heilsugæslustöðva.
Úrskurður kjaranefndar var kveð-
inn upp sl. fimmtudag. Þórir B. Kol-
beinsson, formaður Félags ísl. heim-
ilislækna, segir úrskurðinn áfanga í
því verkefni nefndarinnar að endur-
skoða laun heilsugæslulækna. Hann
kveðst ekki ánægður með að vinna
heimilis- og heilsugæslulækna við
vottorð skuli skilgreind sem hluti af
aðalstarfi þeirra. Vinna við vottorð,
nema þau allra einföldustu, hafi yf-
irleitt verið unnin utan venjulegs
dagvinnutíma og læknar fengið sér-
staklega greitt fyrir vottorðin.
Vinna við vottorð hluti
af aðalstarfi lækna
HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað
kröfu gæsluvarðhaldsfanga um að
honum verði heimilt að fá heimsóknir
og fylgjast með fjölmiðlum. Staðfesti
Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms
Reykjavíkur. Fyrir héraðsdómi benti
lögregla á að ekki væri útilokað að
fleiri gætu tengst brotunum. Telur
lögreglan að gæsluvarðhaldsfanginn
hafi ekki að fullu greint frá þætti sín-
um í þeim afbrotum sem hann hafi
játað og að aðdragandi þeirra sé ekki
að fullu skýrður.
Fanginn var handtekinn 18. febr-
úar vegna gruns um innbrot og mann-
dráp. Játaði hann brotin þann dag og
hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan
með þeim takmörkunum sem lög
heimila. Eru einungis gerðar undan-
tekningar með sérstöku samþykki
lögreglu, þ.e. að hann fái að hitta for-
eldra sína og barnsmóður og fái að
taka við pósti frá ættmennum og vin-
um. Hann hefur þó verið opnaður og
lesinn yfir af lögreglu.
Verjandi mannsins mótmælti þess-
um takmörkunum og var þess krafist
að fanganum yrði heimilað að fá
heimsóknir, lesa dagblöð og fylgjast
með útvarpi og sjónvarpi. Hann hefði
greint frá þætti sínum og engin rök
fyrir því að hann gæti haft áhrif á
rannsóknina. Héraðsdómur Reykja-
víkur hafnaði 8. mars kröfu fangans
um að aflétt yrði takmörkunum og
staðfesti Hæstiréttur þann úrskurð.
Aðdrag-
andi brota
talinn
óskýrður
Hæstiréttur staðfestir
úrskurð vegna gæslu-
varðhaldsfanga
SKIPTAFUNDUR fór fram fyrir
helgi í þrotabúi Samvinnuferða-
Landsýnar. Alls var hátt í 900 millj-
ónum króna lýst í búið sem almenn-
um kröfum og að sögn Ragnars H.
Hall, skiptastjóra þrotabúsins,
stefnir allt í að ekkert muni fást upp
í þær kröfur. Gerði Ragnar kröfu-
höfum grein fyrir þessu á skipta-
fundinum.
Launakröfur 100 milljónir
Launakröfur, sem eru forgangs-
kröfur, eru hátt í 100 milljónir
króna og segir Ragnar ágreining
vera uppi um hve mikið af þeim
kröfum verði viðurkennt. Til að
fjalla um þann ágreining og aðrar
kröfur verður annar skiptafundur í
þrotabúinu nk. föstudag. Einnig er
deilt um veðréttindi Landsbankans,
sem er langstærsti kröfuhafinn í bú-
ið. Aðrir stórir kröfuhafar eru Ís-
landsbanki, Flugleiðir, innlendar og
erlendar ferðaskrifstofur og erlend
flugfélög.
Ragnar segir að enn sé talsverður
hluti krafna, sem Samvinnuferðir-
Landsýn áttu á hendur öðrum, óinn-
heimtur. Því sé óljóst hversu mikið
fæst upp í forgangskröfur en eins
og staðan er núna segir Ragnar að
þrotabúið eigi ekki inneign nema
fyrir hluta af launakröfum.
Ekkert
fæst upp
í almenn-
ar kröfur
900 milljóna kr.
kröfur í þrotabú SL