Morgunblaðið - 21.03.2002, Side 1

Morgunblaðið - 21.03.2002, Side 1
67. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 21. MARS 2002 Gott er góðs að njóta hjá okkur um páskana Kr inglunni Biagi, rúmlega fimmtugur hag- fræðingur og lagaprófessor, var skotinn er hann kom heim til sín seint í fyrrakvöld í borginni Bologna. Nokkru síðar sást, að fimmarma stjarna hafði verið dregin upp á út- vegg hússins hans en hún var tákn Rauðu herdeildanna, vinstrisinnaðra borgarskæruliða, sem stóðu fyrir mörgum morðum og hryðjuverkum á áttunda áratug síðustu aldar. Óþekktur maður, sem kvaðst tala fyrir hönd Rauðu herdeildanna, hringdi í ítalskt dagblað og sagði þær hafa staðið fyrir morðinu. Claudio Scajola innanríkisráðherra fullyrti einnig að Rauðu herdeildirn- ar hefðu myrt Biagi. Saksóknarar skýrðu frá því í gær- kvöldi að Biagi hefði verið myrtur með sömu byssu og notuð var til að myrða Massimo D’Antona, efna- hagsráðgjafa stjórnarinnar, í Róm fyrir þremur árum. Claudio Scajola innanríkisráð- herra sagði í gær, að morðið ætti sér stað á sama tíma og „mikil spenna“ væri í landinu vegna fyrirhugaðra breytinga á vinnulöggjöfinni en verkalýðsfélögin segja, að þær muni auðvelda mjög vinnuveitendum að segja upp fólki. Hafa þau boðað til mótmæla í Róm á laugardag og bú- ast við, að um milljón manna taki þátt í þeim. Berlusconi hvetur til viðræðna Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, segir að breytingarnar séu nauðsynlegar til að Ítalir verði ekki undir í samkeppninni við önnur Evrópuríki og hann hefur nú hvatt til viðræðna milli verkalýðsfélag- anna og ríkisvaldsins um þessi mál. Leiðtogar þriggja stærstu verka- lýðssambandanna ákváðu hins vegar á fundi sínum í gær að boða til alls- herjarverkfalls í landinu fyrir apr- íllok. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Ítalíu hafa fordæmt morðið á Biagi og Jóhannes Páll páfi II bað fyrir skilningi milli vinnuveitenda og laun- þega og hvatti til friðsamlegrar lausnar á vandanum. AP Íbúar Bologna mótmæla hryðjuverkum eftir morðið á ráðgjafa atvinnu- málaráðherra Ítalíu. Á borðanum stendur: „Þið skelfið okkur ekki“. Ítalir harmi slegnir vegna morðsins á ráðgjafa atvinnumálaráðherrans Óttast tilhugsunina um nýja vargöld á Ítalíu Róm. AFP. Rauðu herdeildirnar sagðar hafa staðið fyrir morðinu ÍTALIR eru mjög slegnir eftir morðið á Marco Biagi, ráðgjafa at- vinnumálaráðherra Ítalíu, en hann var einn af höfundum fyrirhug- aðra breytinga á vinnulöggjöf landsins. Hafa verkalýðsfélög og ýms- ir vinstriflokkar á Ítalíu snúist mjög harkalega gegn áformunum. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hét því í ræðu í fyrrakvöld að berjast gegn hryðjuverkum með öllum tiltækum ráðum. For- sætisráðherrann sagði, að sú óöld, sem ríkti í landinu á áttunda og fram á níunda áratug síðustu aldar, mætti aldrei endurtaka sig. STARFSKONA leyniþjónustu bandaríska varnarmálaráðuneytisins, DIA, á yfir höfði sér 25 ára fangels- isdóm eftir að hafa játað fyrir rétti að hafa njósnað í þágu stjórnvalda á Kúbu. Saksóknarar segja að hún hafi veitt leyniþjónustu Kúbu upplýsingar frá því að hún hóf störf hjá DIA árið 1985 og þar til hún var handtekin 21. september sl., eða í sextán ár. Konan, Ana Belen Montes, skýrði Kúbumönnum m.a. frá nöfnum fjög- urra bandarískra leyniþjónustu- manna á Kúbu. Upplýsingarnar sem hún veitti voru svo leynilegar að ekki var hægt að lýsa þeim til fulls í dóms- skjölunum. Játaði á sig njósnir í þágu Kúbu Washington. AP. ÍSRAELAR og Palestínumenn héldu áfram við- ræðum um vopnahlé í gærkvöldi þrátt fyrir nýtt sprengjutilræði, sem kostaði átta manns lífið, í norðurhluta Ísraels fyrr um daginn. Palestínskir embættismenn sögðu að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, myndi ræða við Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, í Egyptalandi á mánudag. Palestínska hreyfingin Íslamskt Jihad lýsti sprengjutilræðinu á hendur sér og kvaðst ekki ætla að virða hugsanlegt vopnahléssamkomulag. Félagi í hreyfingunni sprengdi sig í loft upp í troðfullri rútu nálægt bæ arabískra Ísraela, Umm El Fahem, í gærmorgun. Sjö aðrir farþegar í rút- unni, þ.á m. fjórir ísraelskir hermenn, biðu bana. 35 manns særðust, þar af sex alvarlega. Anthony Zinni, sérlegur sendierindreki Banda- ríkjastjórnar, ræddi við ísraelska og palestínska embættismenn í gærkvöldi. Ekki náðist sam- komulag um vopnahlé en ákveðið var að halda við- ræðunum áfram. Ráðgjafi Arafats, Nabil Abu Rudeina, sagði að palestínsku embættismennirnir hefðu lagt fram svör við tillögum Ísraela um hvernig standa ætti að vopnahléinu. „Næstu klukkustundir og dagar ráða úrslitum.“ Arafat komi öryggisáætlun í framkvæmd Dick Cheney ræddi við Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, í Jerúsalem á þriðjudag, en vildi ekki hitta Arafat í Ramallah. Cheney kvaðst ljá máls á fundi með Arafat um leið og hann kæmi í framkvæmd öryggisáætlun, sem samið var um í fyrra og kveður á um að Arafat láti handtaka og afvopna palestínska öfgamenn. Háttsettir palestínskir embættismenn sögðu í gærkvöldi að Arafat myndi ræða við Cheney í Egyptalandi á mánudag. Áður höfðu bandarískir embættismenn sagt að Cheney kynni að ræða við Arafat í Egyptalandi ef hann kæmi öryggisáætl- uninni í framkvæmd. Embættismenn í Kaíró sögðu að undirbúningur hugsanlegs fundar Ara- fats og Cheneys væri þegar hafinn. Átta manns bíða bana og tugir særast í sprengjutilræði í Ísrael Viðræðum haldið áfram Jerúsalem. AFP, AP. Reuters Ísraelskur hermaður á verði við flak rútu sem eyðilagðist í sprengjutilræði í Ísrael í gær.  Bandaríkjastjórn/25 ROBERT Ray, sérskipaður sak- sóknari í málum Bills Clintons, kemst að þeirri niðurstöðu í lokaskýrslu sinni um Whitewat- er-málið, sem birt var í gær, að ekki beri að ákæra forsetann fyrrverandi og eiginkonu hans, Hillary, vegna ónógra sannana. Whitewater-málið snýst um lóðaviðskipti hjónanna í Arkans- as þegar Clinton var ríkisstjóri. Ray kveðst ekki geta útilokað að Hillary sé viðriðin hvarf á bók- haldsskrám yfir reikninga fyrir lögmannsstörf hennar í tengsl- um við viðskiptin, en skjölin fundust í Hvíta húsinu. Hins vegar hefðu ekki fundist nægar sannanir fyrir því að hjónin hefðu af ásettu ráði tekið þátt í fjársvikum, sem viðskiptafélag- ar þeirra, hjónin Jim og Susan McDougal, voru dæmd fyrir. Rannsóknin stóð í sex ár og kostaði andvirði sjö milljarða króna. Ónógar sannanir Washington. AP. Whitewater

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.