Morgunblaðið - 21.03.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 21.03.2002, Síða 8
NÝJU námsmanna- blokkirnar við Suður- götu í Reykjavík eru með flötu þaki. Ástæð- an er hins vegar ekki sú að arkitektarnir hafi hugsað sér að slá tvær flugur í einu höggi og nota þær undir flug- braut. Það er þó engu líkara er flugvél Ís- landsflugs sé að lenda á þakinu. Að lenda á þakinu? Ljósmynd/Baldur Sveinsson FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna: Konur í vísindum Konur sækja í sig veðrið NÆSTKOMANDIföstudag, 22.mars, verður haldin ráðstefna með yf- irskriftinni „Konur í vís- indum“ í Salnum í Kópa- vogi klukkan 13 til 17 og fjallar hún um stöðu kvenna innan íslenska vísinda- og rannsóknar- samfélagsins. Einn að- standenda ráðstefnunnar er Hellen Gunnarsdóttir, deildarstjóri háskóla- og vísindadeildar mennta- málaráðuneytisins. Hún svaraði fúslega nokkrum spurningum Morgun- blaðsins. – Hver heldur ráð- stefnuna og hvert er til- efni hennar? „Ráðstefnan um konur í vísindum er boðuð af mennta- málaráðuneytinu og verður haldin í Salnum í Kópavogi. Yf- irskrift hennar er: Konur í vís- indum. Fer mannauður til spill- is? Menntamálaráðherra Tómas Ingi Olrich setur ráðstefnuna með ávarpi. Ég hef annast ásamt fleirum undirbúning ráð- stefnunnar sem tekur á málefn- um kvenna í vísindum.“ – Hver eru markmið ráðstefn- unnar? „Markmið þessarar ráðstefnu er að draga upp mynd af stöðu íslenskra kvenna í vísindum, greina stöðu þeirra í samhengi við stöðu kvenna í öðrum lönd- um Evrópu. Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður skýrslu um hlut kvenna í vís- indum á Íslandi, þar sem not- aðar eru tölfræðilegar upplýs- ingar til að varpa ljósi á umfang og hlutfallslega þátttöku kvenna í fræðastörfum og rannsóknum. Tilurð verkefnisins er aðild Ís- lands að rannsóknaráætlunum Evrópusambandsins þar sem m.a. er unnið að því að auka hlut kvenna í vísindum á grundvelli þeirrar hugsjónar að full nýting mannauðs auki hagvöxt og vel- ferð. Upplýsingarnar sem skýrslan byggist á voru teknar saman af nefnd um konur og vís- indi sem skipuð var af mennta- málaráðherra vorið 2000.“ – Hver er hlutur kvenna í vís- indum hér á landi? „Langskólanám eða doktors- próf er lykill að störfum á sviði vísinda og rannsókna. Ef við skoðum málið út frá menntun kvenna kemur í ljós að konur eru síður en karlar með dokt- orspróf, en á tímabilinu 1990 til 2000 voru konur um fjórðungur þeirra sem luku doktorsprófi. Þær voru einnig í minnihluta í æðstu stöðum háskólanna. Þó hafa konur verið um helmingur þeirra sem stunda nám á und- anförnum árum. Þær eru um helmingur þeirra sem útskrifast frá framhaldsskólum og í meiri- hluta þeirra sem útskrifast með stúdentspróf. Jafnframt eru þær í meirihluta þeirra sem stunda nám og útskrifast af háskóla- stigi á Íslandi með fyrstu háskólagráðu.“ – Má ætla að mann- auður fari til spillis? „Þrátt fyrir að konur séu í meirihluta þeirra sem útskrifast með fyrstu háskólagráðu fer hlutfall þeirra lækkandi eftir því sem gráðan verður hærri. Hins vegar eru vísbendingar um að konur sæki í auknum mæli í framhaldsnám og er það jákvæð þróun. Það er ljóst að vísindi og rannsóknir verða æ mikilvægari í hagsæld og hagvexti þjóða. Að okkar mati skilar sú fjárfesting sem lögð er í menntun kvenna sér ekki nægjanlega vel til sam- félagsins. Á leið til starfsframa eru hindranir sem mikilvægt er að tekið verði á svo menntun þeirra fari ekki til spillis. Á ráð- stefnunni verður reynt að svara því hvort og hvaða hindranir eru á leið kvenna í vísindum og rannsóknum og skoðað hvort mat á störfum kvenna sé öðru- vísi en karla þegar sótt er um stöður í háskóla.“ – Er hér verið að sækja í eitt af þessum hefðbundu karlavígj- um? „Það má færa rök fyrir því að konur sæki að körlum sem starfa í vísindum og rannsókn- um. Þó að karlar séu enn í meirihluta meðal háskólakenn- ara fjölgar konum í stöðum há- skólakennara smátt og smátt. Í dag eru konur um 9% prófess- ora en þeim hefur fjölgað um- talsvert í stöðu dósenta og lekt- ora og eru um helmingur í stöðum lektora í dag. Það er ljóst að staðalmynd vísinda- mannsins er karl en miðað við niðurstöðu okkar þá eru konur að sækja í sig veðrið á sviði vís- inda, en betur má ef duga skal. Leiða má rök að því að skortur á fyrirmyndum fyrir kvennemend- ur dragi úr áhuga kvenna á að sækjast eftir starfsframa á sviði vísinda og rannsókna. Ef fjölga á konum á þessu sviði er nauð- synlegt að huga að því þegar á fyrstu skólastigum. Gefa þarf kennslu- fræði vísindanna og framsetningu kennslu- efnis aukinn gaum með það fyrir augum að vinna gegn staðalmyndum og fordómum sem þrengja val- möguleika einstaklinga. Einn fyrirlesturinn á ráðstefnunni fjallar einmitt um þetta efni, þar sem tekið verður á orðræðu í fræðitextum og kennslubókum um kynfæri mannsins og hvern- ig kynbundin framsetning texta getur haft mikil áhrif þegar grannt er skoðað.“ Hellen Gunnarsdóttir  Hellen M. Gunnarsdóttir er stúdent frá MR 1978 og með BA- próf frá félagsvísindadeild HÍ ár- ið 1983. MA-próf í samskipta- og stjórnunarfræði frá University of Southern California 1986. Að námi loknu var hún forstöðu- maður Rannsóknarþjónustu HÍ og síðar framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs til 1997. Hóf störf í menntamálaráðuneytinu árið 1998. Eiginmaður hennar er Örn Karlsson framkvæmdastjóri og eiga þau tvo syni. …og hvaða hindranir eru á leið kvenna Hérna hefurðu svo seðlana og réttu græjurnar, Rannveig mín. Ég ætlast að sjálfsögðu til að afköstin við gróðursetningu og línulögn fyrir sérana verði tvöfölduð. FERTUG íslensk kona var handtek- in í Faro í Portúgal í lok janúarmán- aðar síðastliðins að beiðni alþjóða- deildar ríkislögreglustjóra vegna fangelsisdóms sem kveðinn var upp yfir henni árið 1997. Hin handtekna hafði verið dæmd til 15 mánaða fangelsisrefsingar af Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjársvik, skjalafals og misneytingu. Hún mætti ekki til afplánunar en hvarf úr landi. Hún hafði verið eftirlýst fyrir íslensk yf- irvöld um alllangt skeið er hún fannst í Portúgal. Það var fyrir árvekni starfsmanna utanríkisráðuneytisins að hún fannst en hún þurfti að fá vegabréf sitt end- urnýjað og setti sig í samband við ráðuneytið í því skyni. Ráðuneytið hafði undir höndum upplýsingar um ókláruð mál hennar hérlendis og gerði embætti ríkislögreglustjóra viðvart. Framsalið frá Portúgal gekk hratt fyrir sig og fóru íslenskir lögreglu- menn utan til að sækja konuna og fluttu hana til Íslands í byrjun febr- úar til afplánunar dómsins, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu. Íslendingur sóttur til Portúgals vegna fang- elsisdóms

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.