Morgunblaðið - 21.03.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.03.2002, Qupperneq 16
SUÐURNES 16 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Keppendur voru 120, fleiri en áð- ur, og voru þeir frá öllum byggðar- lögum á Suðurnesja nema Vogum en nemendurnir þar voru í skíðaferð þegar keppnin var háð. Úr 8. bekk komu 65 börn, 25 úr 9. bekk og 30 börn úr 10. bekk. Flestir keppendur voru frá Heiðarskóla í Keflavík og vekja aðstandendur keppninnar at- KEPPENDUR í stærðfræðikeppni sem Fjölbrautaskóli Suðurnesja stendur fyrir í þremur efstu bekkj- um grunnskólanna á Suðurnesjum hafa aldrei verið fleiri en í ár. Úrslit hafa verið tilkynnt og verðlaun af- hent. Keppnin var jöfn. Stærðfræðikeppnin í ár fór fram 27. febrúar, á sama tíma og í nokkr- um öðrum framhaldsskólum, en úr- slit voru tilkynnt við hátíðlega athöfn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í fyrra- dag. Þangað var boðið tíu efstu keppendum í hverjum árgangi, þeim voru afhent viðurkenningarskjöl og þeir sem stóðu sig best fengu að auki verðlaun frá Íslandsbanka. Er þetta í fimmta skiptið sem Fjölbrautaskólinn stendur fyrir stærðfræðikeppni. Tilgangur henn- ar er að auka áhuga nemenda á stærðfræði og efla samstarf grunn- skóla á svæðinu, samkvæmt upplýs- ingum Kristjáns Ásmundssonar sem sá um keppnina fyrir hönd Fjöl- brautaskólans. hygli á því að kennarar í Heiðarskóla hafi staðið vel að undirbúningi nem- enda og hvatt þá áfram. Bryndís Valdimarsdóttir úr Heið- arskóla sigraði í stærðfræðikeppni 8. bekkjar, Karl Njálsson úr Gerða- skóla í Garði varð annar og jöfn í þriðja til fimmta sæti urðu Berglind Ýr Kjartansdóttir úr Heiðarskóla, Bjarni Þorsteinsson úr Holtaskóla í Keflavík og Þóra Lilja Ragnarsdótt- ir úr Myllubakkaskóla í Keflavík. Anna Andrésdóttir úr Njarðvíkur- skóla sigraði í keppni 9. bekkjar. Þórunn Kristin Kjærbo frá grunn- skólanum í Sandgerði varð önnur og í þriðja til fjórða sæti urðu Lilja G. Magnúsdóttir Heiðarskóla og María Rán Ragnarsdóttir grunnskólanum í Sandgerði. Emily Houng Xuan Nguyen úr Myllubakkaskóla sigraði í stærð- fræðikeppninni í 10. bekk. Halldór Berg Harðarson, grunnskólanum í Sandgerði, varð annar og Páll Guð- mundsson, Grunnskóla Grindavíkur, þriðji. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Tíu efstu í hverjum árgangi stærðfræðikeppni Suðurnesja ásamt Kristjáni Ásmundssyni umsjónarmanni og Soffíu Ólafsdóttur frá Íslandsbanka. Aldrei fleiri þátttakend- ur í stærð- fræðikeppni Reykjanes ÁHÖFN björgunarskipsins Odds V. Gíslasonar í Grindavík brá skjótt við í gærmorgun þegar óskað var að- stoðar vegna báts sem varð vélar- vana við innsiglinguna til Grindavík- ur. Var björgunarskipið komið til aðstoðar 12 mínútum eftir að kallið barst og 50 mínútum eftir útkall var báturinn bundinn við bryggju í Grindavík. Eldey GK, um 70 tonna netabátur, varð skyndilega vélarvana rétt utan við innsiglinguna þegar báturinn var á siglingu frá Grindavík. Kallað var eftir aðstoð klukkan rúmlega átta um morguninn. Viðbragðstími áhafnar björgunarskips Slysavarna- félagsins Landsbjargar var jafn skammur og raun ber vitni þar sem flestir úr áhöfninni voru mættir til vinnu eða á leið þangað, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu. Bilunin reyndist smávægileg og hélt báturinn aftur af stað um klukkustund eftir að komið var með hann til hafnar. Björgun- arskip skjótt til bjargar Grindavík ALLAR dagmæður í Grindavík upp- fylla gildandi skilyrði, samkvæmt könnun sem félagsmálastjóri hefur gert og kynnt var á bæjarráðsfundi í vikunni. Vegna umræðna um gæslu barna í heimahúsum vegna atviks á höfuð- borgarsvæðinu á síðasta ári hefur víða verið hugað að stöðu þessarra mála. Félagsmálastjóri Grindavíkur gerði könnun í desember síðastliðn- um, dagmæðrum að óvörum. Starfandi eru fjórar dagmæður í Grindavík og kemur fram hjá félags- málastjóra að þær eru allar með mikla reynslu. Dagmæðrum hefur fækkað með auknu framboði á leik- skólaplássum. Dagmæður uppfylla skilyrði Grindavík MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Grindavíkur felldi tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar um að óskað verði eftir viðræðum við heilbrigð- isráðherra og heilbrigðisráðuneytið um að Grindavíkurbær tæki að sér rekstur heilsugæslustöðvarinnar á staðnum. Í tillögu sem fulltrúar Samfylking- arinnar fluttu á síðasta bæjarstjórn- arfundi er minnt á að hjá ráðuneyt- inu sé í undirbúningi að gera framhaldssamning um heilsugæslu við Hornafjarðarbæ og Akureyr- arbæ og að Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra hafi haft uppi góð orð um möguleika á samningum við Grindavíkurbæ í nýlegri heimsókn sinni þangað. Tillagan var felld með atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks sem starfa saman í meirihluta. Fellt að ræða við ráðuneyti Grindavík voru í húsnæði því sem keiluspilarar á Suð- urnesjum höfðu til margra ár voru seldar til Akraness síðla árs 2000, vegna mikilla rekstr- arörðugleika. Eiríkur hefur því þurft að fara til höfuðborgarsvæðisins til æfinga sem reynist ekki alltaf auðvelt, enda íþróttin stunduð samhliða námi. Skorður á æfingaraðstöðu hefur einnig komið niður á keiluspilurum á Suðurnesjum. „Það voru aðeins tvö lið úr Keflavík sem héldu áfram þegar við misstum aðstöðuna en þegar best var voru liðin ellefu talsins. Ég reyni að fara inn- eftir tvisvar í viku, svo keppi ég alltaf einu sinni til tvisvar í viku. Auðvitað væri æskilegt að hafa æf- ingaaðstöðu hér, það skiptir líka máli að geta æft sig við fjölbreyttar aðstæður og aðlagast þeim.“ Eiríkur segir að keiluspilarar á Suðurnesjum hafi reynt að komast í keilusalinn á Keflavík- urflugvelli til æfinga, en það hafi verið erfitt. „Svo eftir hryðjuverkaárásina 11. september sl. var okkur alveg meinað að fara á völlinn.“ Hafið þið fengið loforð um úrbætur? „Nei!“ segir þessi ungi afreksmaður að lokum og er rokinn á fyrirtækjamót, þar sem hann keppir fyrir Pizza 67. EIRÍKUR Arnar Björgvinsson, ungur keiluspilari úr Garðinum, varð á dögunum tvöfaldur Íslands- meistari unglinga í keilu. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem Eiríkur hampar tvöföldum Ís- landsmeistaratitli. Eiríkur, sem er á 18. aldursári, hefur æft keilu í 5 ár. Hann segir að áhuginn hafi kviknað þegar hann fór með vini sínum í keilu og að síðan hafi hann haft gífurlegan áhuga á íþróttinni. Það sést á bikarasafni Eiríks að þessi mikli áhugi hefur komið honum langt og hann er staðráðinn í að halda áfram, þó að róðurinn þyngist nú, enda 1. deildin næsti áfangastaður. Íslandsmót unglinga í keilu fór fram í byrjun marsmánaðar og var Eiríkur að ljúka veru sinni í 1. flokki pilta. Þetta er annað árið hans í þeim flokki og hefur hann orðið Íslandsmeistari bæði árin, auk þess að vinna titilinn í opnum flokki pilta og stúlkna tvö ár í röð. Þetta hefur honum tekist þrátt fyrir að síðastliðið eitt og hálfa ár hefur eng- in aðstaða til æfinga verið í Keflavík, en Eiríkur keppir fyrir það félag. Keilubrautirnar þrjár sem Æfir í höfuðborginni tvisvar sinnum í viku Garður Hampar tvöföldum Íslandsmeistaratitli unglinga í keilu annað árið í röð Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Eiríkur Arnar Björgvinsson með þá hluti sem líf keiluspilara snýst mikið um, kúlu og keilu. ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.