Morgunblaðið - 21.03.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.03.2002, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 27 Ýmsir fylgihlutir á vélsleða á tilboðsverði SLEÐADAGAR Sími: 594 6000 Á SUNNNUDAGINN var enn sem oftar efnt til síðdegistónleika („matinée“) í Ými; því miður við heldur fámenna aðsókn. Verka- skráin var fjölbreytt, spannaði rúmlega 150 ára tímabil eða frá um 1770 til 1920 og hófst á fremur óal- gengri áhöfn víólu og píanós í elzta verki dagsins, Sónötu Boccherinis nr. 6 í A-dúr. Þessi afkastamikli ítalski smámeistari, sem líkt og eldri landi hans Domenico Scarlatti dvaldi lengst af í Madrid, er hér þekktastur fyrir menúett sem iðu- lega er rangeignaður Mozart. Víól- an er ekki ofsæl af verkum með pí- anómótleik, allra sízt frá ofanverðri 18. öld, þegar hljóðfærið var í sögulegri lægð, og virðist sónatan því meðal fágætra undantekninga. Þríþætt verkið var helzt óvenjulegt fyrir að hafa hraðan milliþátt, líkt og sneitt hefði verið aftan úr kirkjusónötu. Melódísk æð Ítalans leyndi sér ekki í Adagioinu, svolítið hlédrægum söng hefðarkonu án orða. Allegro-miðþátturinn var fjörugur með m.a. arpeggjuðum miðkafla á hoppandi spiccatói, og lokaþátturinn söng aftur af ljúfsár- um þokka eins og byrjunin. Ekki ýkja djúprist verk, en ljúflegt, auð- melt og ljómandi vel spilað. Adagio (Notturno) Schuberts í Es-dúr D897 fyrir píanótríó kom, eins og svo margt fleira úr snilld- arpenna þessa næstmesta undra- barns Austurríkis, ekki út á prenti fyrr en 18 árum eftir smíði þess, þegar höfundur var löngu látinn. Sögurnar um meira eða mina óvænta handritsfundi í bollaskáp- um og dragkistum minna stundum á vesturheimskar bissnesssagnir af týndum hlutabréfum sem allt í einu reynast gullrend, enda tók sinn tíma fyrir 19. öldina að átta sig á varanlegri stærð hins lágvaxna tónskálds. Hinn unaðsfagri tví- söngur fiðlu og sellós í glitramma slaghörpunnar, rofinn líkt og ljúfur draumur af átakameiri millikafla kaldrar lífsbaráttu, var sérlega fal- lega fluttur af tríói þeirra Guð- nýjar, Gerrits og Gunnars. Mesti orkestrunargaldramaður franska impressjónismans, Maur- ice Ravel, kom ugglaust ýmsum á óvart í Sónötu sinni fyrir fiðlu og selló í minningu Claudes Debussys frá 1921. Verkið er óvenjuátaka- mikið fyrir sinn tíma, hvasst, nap- urt og ómstrítt og gæti að sumu leyti talizt fyrirboði módernismans í sinni hrjúfustu mynd, enda minn- ir sumt á tónmál „villtustu“ strengjakvartetta Bartóks, eða a.m.k. á fiðlu-sellódúó Kodálys frá 1914. Fjórþætt verkið byrjað afar frumlega með pentatónískum flaututónum líkt og trompetum úr fjarska. Það var að mörgu leyti vel leikið, en þó var eins og vantaði herzlumuninn hvað ástríðu varðar, að maður segi ekki villimennsku, enda víða eins og angi af „frum- stæðishyggju“ stríðsáranna. Ekki sízt í Fínalnum, sem verkar allt að því steppuindjánalegur þrátt fyrir allflókið hrynferli. Þá virtist „Très vif“ yfirskrift II. þáttar frekar mega útleggja sem „Très moderé“ í óþarflega settlegu tempóvali dú- ósins. Viðfangsefnum dagsins lauk með sannkallaðri kammerperlu, 3. Pí- anókvartett Brahms í c-moll Op. 60., að upplagi frá 1855 en aukinn og endurskoðaður 1874. Hin víólu- bætta stækkun vínarklassíska pí- anótríósins (fiðlu, sellós og píanós) mun að líkindum uppfinning Moz- arts. Hún sannaði æ betur akúst- ískt gildi sitt á kostnað píanótríós- ins á 19. öld eftir því sem slagharpan varð stöðugt kraftmeiri og fyllri á bassatónsviðinu, enda ólíkt meiri fyllingu að hafa úr þrem strengjahljóðfærum en tveim. Eftir stórbrotinn I. þáttinn tók við líflegt Scherzo, og hin dulda ástarjátning tónskáldsins til Clöru Schumann í III. (Andante) var bráðfallega leik- in, þó svo að virtist þurfa meiri fyllingu á efsta sviði strokhljóðfær- anna. Fínallinn var leikinn af miklum en viðeigandi skaphita en samt með næmu eyra fyrir fáguðum andstæðum, eins og þegar streng- irnir brugðu fyrir sig dulúðlega sléttum píanissimó-tóni skömmu fyrir Coda. Á hinn bóginn var slag- harpan almennt of sterk í loka- þættinum, og kann það að hafa hvatt til einum of kraftmikillar bogabeitingar hjá félögum Gerrits. Fyrir vikið varð forte-strengja- tónninn stundum undarlega harður og jafnvel óheillandi – nema þá skýringin hafi að einhverju leyti verið fólgin í staðbundnum hljóm- burðarsérkennum salarins. Dulin ástarjátningTÓNLISTÝmir Verk eftir Boccherini, Schubert, Ravel og Brahms. Gerrit Schuil, píanó; Guðný Guð- mundsdóttir, fiðla; Helga Þórarinsdóttir, víóla; Gunnar Kvaran, selló. Sunnudaginn 17. marz kl. 16. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson w w w .t e xt il. is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.