Morgunblaðið - 21.03.2002, Qupperneq 33
vegar finna a.m.k. þrjú kjarnorku-
veldi: Ísrael, Pakistan og Indland.
Ríkisstjórn Bretlands hefur staðið
þétt við bak Bandaríkjastjórnar í
stríðinu í Afganistan. En innan
breska Verkamannaflokksins er
mikil andstaða við árás á Írak og
hugsanlegan stuðning Blair-stjórn-
arinnar við hana. Clare Short ráð-
herra og Glenda Jackson þingkona
eru meðal þeirra sem bent hafa á
hvílíkt feigðarflan slíkar áætlanir
eru. Það er full ástæða til þess að
hafa áhyggjur af þróuninni í Mið-
austurlöndum og þeirri fyrirætlan
Bandaríkjanna að „nota ferðina“ til
þess að koma Saddam Hussein frá
völdum. Það er í verkahring banda-
manna Bandaríkjanna, ekki síst inn-
an NATO, að koma í veg fyrir að
stórstyrjöld brjótist út í Miðaustur-
löndum. Nógu slæmt er ástandið
eins og það er, og ljóst að árás á Írak
gæti haft skelfilegar afleiðingar í för
með sér um allan heim.
Höfundur situr í utanríkismálanefnd
Alþingis.
Átök
Ljóst er, segir
Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir, að árás á Írak
gæti haft skelfilegar
afleiðingar í för með
sér um allan heim.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 33
Frambjóðendur
Sjálfstæðisfokksins og
fylgifiskar þeirra hafa
haldið á lofti einfeldn-
ingslegum málflutn-
ingi varðandi fjármál
Reykjavíkurborgar.
Einkum hafa þeir gert
skuldastöðu fyrir-
tækja eins og Orku-
veitu Reykjavíkur að
umtalsefni.
Í þeirri umræðu
gleyma þeir gjarnan
að arðbærar fram-
kvæmdir eins og raf-
orkuverið á Nesjavöll-
um skila gríðarlegum
tekjum árlega. Þannig
reyndust tekjur af
raforkuverinu um 750
milljónir króna á síð-
asta ári og verða tæp-
lega 1 milljarður á
þessu ári. Innan nokk-
urra ára nálgast þess-
ar tekjur um 2 millj-
arða á ári. Raforku-
verið á Nesjavöllum
er því sannkölluð gull-
kista.
Þegar sjálfstæðis-
menn bölsótast yfir
lántökum, verða þeir
að gera sér grein fyrir
að bæði skila þær
tekjum og auka eignamyndun.
Hluti af lántökum Orkuveitunnar
er vegna lagningar dreifikerfa í
Kópavogi, Hafnarfirði og Garða-
bæ.
Frá árinu 1990 hefur 19 millj-
örðum króna verið varið í dreifi-
kerfi Orkuveitunnar, þar af 5,3
milljörðum í nágrannasveitarfélög-
unum og þannig stuðlað að vexti
þeirra.
Reykvíkingar og aðrir eigendur
Orkuveitunnar víla ekki fyrir sér
að byggja upp veitukerfi á höf-
uðborgarsvæðinu og taka lán til
þess, því tekjurnar skila sér síðar
meir hvort sem það er vegna sölu
rafmagns, kalds og heits vatns eða
gagnaflutninga Línu.nets.
Allir íbúar svæðisins og fyrir-
tæki njóta góðrar ódýrrar þjón-
ustu. Það er aðalatriði málsins, auk
þess sem Orkuveitan skilar eig-
endum sínum góðum arði.
Gullkistan á Nesjavöllum
Alfreð
Þorsteinsson
Höfundur er borgarfulltrúi og
stjórnarformaður Orkuveitu
Reykjavíkur.
Orka
Allir íbúar svæðisins
og fyrirtæki, segir
Alfreð Þorsteinsson,
njóta góðrar, ódýrrar
þjónustu.
væru dregin af umsömdum launum
þess? Það er næsta víst að slíkum
sjoppum yrði lokað umsvifalaust.
Ætlast Kristján til þess að fólki
með meðalgreind finnist eitthvert
vit í slíkri röksemdafærslu? Það er
fullkomlega eðlilegt að samtök sjó-
manna bregðist við þeim ósóma
sem felst í því að sjómenn séu látnir
taka þátt í kvótakaupum og þar
með stolið af þeim stórum hluta af
þeim launum sem þeim ber.
Kristján lýsir á áhrifaríkan hátt
hvernig ég sem forsvarsmaður
FFSÍ ryðjist fram gegn stórum
hluta sjómanna, hengi þá upp í
snöru og bíði eftir að einhver sparki
stólnum undan þeim. Þeir sem
svona skrifa hafa klárlega útvegað
sér sjálfir bæði snöruna og stólinn
og ættu frekar að snúa sér að því að
skera snöruna niður fremur en að
einblína á stólinn. Hitt er annað
mál að innan raða þeirra sem búa
við lítinn sem engan kvóta eru
menn sem óumdeilanlega hafa sýnt
fram á hverju hægt er að áorka við
þær óréttlátu aðstæður sem þeim
eru búnar. Þótt þeir leigi kvóta á
okurverði og kaupi allan fisk á
markaði þá tekst þeim samt sem
áður að skapa meiri verðmæti pr.kg
heldur en stórútgerðirnar eru að
gera.
Haghvæmni stærðarinnar er
langt frá því að vera einhlít. Það er
að mínu mati skylda stjórnvalda að
leiðrétta starfsumhverfi sjávarút-
vegsins. Það að lögbinda frjálsa
verðmyndun sjávarfangs myndi
gjörbylta starfsumhverfi greinar-
innar til betri vegar auk þess sem
við hljótum að verða að finna færa
leið til að opna þetta lokaða kerfi
sem nú er við lýði.
Ekki veit ég hvort Kristján skrif-
ar grein sína sem útgerðarmaður
eða sjómaður en í öllu falli er hann
haldinn þeirri þráhyggju, eins og
fleiri, að ég sé útsendari stórút-
gerðanna og illa þenkjandi inn við
beinið.
Um það verður hver og einn sjó-
maður að dæma. Ég vil í lokin
ítreka að það hlýtur að vera meg-
inhlutverk stéttarfélaga að sjá til
þess að gildandi kjarasamningar
séu í heiðri hafðir og menn komist
ekki upp með að brjóta þá.
Höfundur er forseti FFSÍ.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi olía