Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á ÞEIRRI öld sem nú er nýliðin vörðu talsmenn frjálsrar verslunar á Íslandi drjúgum hluta af tíma sínum og orku í að berjast gegn þeirri einokunarstöðu sem Samband íslenskra samvinnufélaga hafði í íslensku atvinnulífi. Fyrir yngri lesendur má rifja það upp að Sambandið hafði í skjóli hagstæðs laga- umhverfis og sterkrar fjárhagslegrar stöðu möguleika á að sölsa undir sig nær hverja þá atvinnustarfsemi sem til var í landinu. Sambandið og dótturfyrir- tæki þess, kaupfélögin, réðu t.d. allri matvöruverslun á landsbyggð- inni og drjúgum hluta hennar á höf- uðborgarsvæðinu. Sambandsfyrir- tækin urðu ítrekað uppvís að því að kæfa í fæðingu hvern þann vísi að einkaframtaki sem til varð, sérstak- lega á landsbyggðinni. Við fall Sambandsins áttu flestir þeir sem aðhyllast frjálsa sam- keppni von á því að tími einokunar og fákeppni væri liðinn og að ekki heyrðust lengur raddir í þjóðfélag- inu, sem mæltu slíku ástandi bót. Allra síst áttu menn von á slíkri rödd úr hópi þeirra sem starfa að verslun. Nú þegar ný öld er gengin í garð, öld sem að flestra áliti verður tímabil virkrar samkeppni og af- náms viðskiptahafta, ber svo und- arlega við að slíkar raddir heyrast enn, að vísu mjög hjáróma. Hér á landi starfa samtök sem heita „SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu“ og teljast vera samtök smásölu- verslunar í landinu. Það væru mikil öfug- mæli að segja að mál- flutningur talsmanna þeirra væri í takt við þau viðhorf sem al- mennt ríkja nú í upp- hafi 21. aldarinnar. Á því herrans ári 2002 eru samtök smá- söluverslunarinnar, sem um áratugaskeið gegndi hlutverki lítil- magnans í samkeppni við það stórveldi sem Sambandið var, sem sé farin að mæla fákeppni bót. Mega það teljast dapurleg örlög fyrir hagsmunasamtök sem vilja væntan- lega vera trú uppruna sínum. Þar á bæ hefur, svo dæmi sé tekið, ríkjandi markaðsástand á dagvöru- og byggingavörumarkaði ítrekað verið varið. Svo það sé enn á ný rifj- að upp fyrir lesendum þá hafa tvær keðjur stórmarkaða þar markaðs- ráðandi stöðu, með samtals yfir 80% markaðshlutdeild, hvor á sínum markaði. Öllum aðvörunarorðum þeirra, sem berjast gegn fákeppn- inni og vilja tryggja virka sam- keppni, hefur verið mótmælt og til- lögur þeirra tortryggðar. Gildir þar einu hvort um er að ræða tillögur um að fá ótvíræð lagaúrræði gegn fyrirtækjum með markaðsráðandi stöðu eða um siðareglur í samskipt- um smásala og birgja. Það hefur líka gilt einu, hvort aðvörunarorðin hafa komið úr munni æðstu ráða- manna þjóðarinnar eða frá öðrum hagsmunasamtökum, sem hafa það sem yfirlýst markmið að berjast gegn fákeppni. Ekki er nóg með að umrædd samtök haldi uppi áköfum vörnum fyrir það ástand sem ríkir á dag- vöru- og byggingavörumarkaði, heldur telja þau einnig að sú fá- keppni sem ríkir í olíuverslun, skiparekstri, bankaþjónustu og tryggingum sé algerlega eðlilegt ástand. Það hefur verið rökstutt með því að hinn íslenski markaður sé svo lítill, að hér gildi ekki almenn markaðslögmál. Þetta fámenna ey- ríki í miðju Atlantshafi sé með öðr- um orðum eitthvert fyrirbæri, þar sem þau viðurkenndu viðhorf að heilbrigð og virk samkeppni tryggi velferð þegnanna eigi ekki við. Það er hins vegar einmitt í þeim grein- um sem hér voru taldar upp sem al- mennt er talinn skortur á sam- keppni á Íslandi. Það er einmitt í þessum greinum sem Samkeppnis- stofnun hefur séð ástæðu til að grípa til aðgerða, vegna meintra brota á samkeppnislögum. Getur það verið að þeir sem verja þetta ástand gæti hagsmuna hinnar al- mennu smásöluverslunar í landinu? Svari hver fyrir sig. Framverðir fákeppni! Andrés Magnússon Verslun Öllum aðvörunarorðum þeirra, sem berjast gegn fákeppninni, segir Andrés Magnússon, og vilja tryggja virka samkeppni, hefur verið mótmælt og tillögur þeirra tortryggðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar – félags íslenskra stórkaupmanna. G erðu það, elsku mamma, með byssu.“ Röddin er innileg og augun eins og í labradorhvolpi þegar drengurinn mænir í eftirvæntingu upp til mín. Samtalið snýst um aksjón- mann sem ég hef rétt í þessu lof- að að kaupa í útlöndum. „En viltu ekki frekar kapp- aksturshetju, svona eins og í Formúlunni?“ prófa ég og reyni að höfða til bíladellunnar sem er landlæg í fjölskyldunni, sann- færð um að það geti sá fjögurra ára alls ekki staðist. Mér skjátl- ast ægilega. „Nei, mig laaaaangar svo að hann sé með byssu, viltu vera svo góð!“ Það er sjaldan sem viðmælandi minn biður jafn fallega og nú og ég finn að upp- eldislegt mót- stöðuafl mitt er að dvína. Ég reyni þó að krafla í bakkann og tauta ósannfærandi eitthvað um kafara og fallhlífarstökkvara en litla sálin virðist vera orðin al- gerlega byssuóð og heyrir ekki tillögur mínar frekar en þær snúist um hafragraut og slátur. Í uppgjöf lít ég til föður hins bóngóða og les úr andliti hans ákveðna samúð með sjón- armiðum unga mannsins svo ég skynja að hér er engrar und- ankomu auðið. „Allt í lagi,“ segi ég og reyni að vera hressileg í rómnum. „Ég skal kaupa aksjón- mann með byssu!“ Líklega hefði ég hugsað mig tvisvar um hefði ég vitað við- brögðin því pjakkur sprettur á fætur og andlit hans ljómar eins og sól í heiði. „Óóó mamma, takk, takk, ég er svo glaaaður,“ segir hann og ræðst á mig með faðmlögum. „Einmitt sem ég er búinn að óska mér alla ævina!“ Þegar mesta knúsdrífan er gengin yfir og litla skottið er gengið á vit leikfanga, sem liggja á víð og dreif um íbúðina og tindra af glötuðu sakleysi, sit ég eftir ráðvillt og velti því fyrir mér hvar uppeldið hafi brugðist. Höfum við hjónin kannski verið að ala upp í kauða djúpstæða þrá eftir vopnum, glæpum og ofbeldi með því að neita honum um byssur og önnur stríðsleikföng? Yrði einhvern tímann hægt að bæta fyrir þetta eða lægi leiðin beinustu leið á Hraunið héðan í frá? Þessar hugsanir fylgja mér ör- vinglaðri móðurinni í flugvélina þar sem ég velti því fyrir mér hvort hinn dæmigerði flugvéla- ræningi hafi fengið að leika sér óhindrað með byssur í æsku eða hvort atferli hans sé hefnd fyrir vöntun á nauðsynlegum þroskal- eikföngum. Mér tekst að hrista þessar hugsanir af mér þegar ég hitti gamlar kærar vinkonur sem eru samankomnar í Osló til að rifja upp liðna tíð eftir áralangan að- skilnað. Enda kemur í ljós að margt hefur drifið á dagana – ein hefur gift sig, önnur farið í skóla en flestar eigum við það sameig- inlegt að hafa eignast börn...sem þarf að kaupa gjafir fyrir. Daginn eftir er skundað af stað í leit að leikföngum og ég fæ hland fyrir hjartað þegar hóp- urinn kemst að niðurstöðu um hvar versla skuli. Jú, í Osló er til leikfangaverslun sem heitir því ótrúlega nafni „Riktige leker“ (rétt leikföng) og þar skyldu glaðningar erfingjanna keyptir. Eins og nafnið bendir til er í um- ræddri verslun einungis selt dót- arí sem er sérlega heppilegt fyr- ir börn – uppeldislega séð – og það þarf vart að tíunda að í henni er ekki einn einasti aksjón- maður til sölu, hvað þá með byssu! Lúpuleg geng ég því annað og leita uppi aksjónkalla úr ýmsum starfsgreinum í búð sem hefur gott úrval af röngum leikföngum handa lélegum og prinsipp- lausum foreldrum eins og mér. Með kökk í hálsinum bið ég um að kallinum og byssunni sé pakk- að inn og þannig fylgir ósóminn mér heim til Íslands. Í innrit- uninni á flugvellinum krossa ég fingurnar og vona innilega að ég verði ekki gripin í vopnaeftirlit- inu og fyrir einhverja mildi slepp ég í gegn. Öryggisgæsla hinnar norsku hátignar nær ekki að bjarga mér frá því að verða fóta- skortur í foreldrahlutverkinu. Í Leifsstöð bíða karlarnir mín- ir tveir og þegar sá lágvaxnari kemur auga á mig þar sem ég geng í gegnum tollinn hleypur hann fagnandi á móti mér. En í stað þess að þiggja faðmlagið sem í boði er rýkur hann að far- angrinum og spyr snögglega: „Hvar er hann?“ Jú, einhvers staðar í dótinu er hann og á leið- inni til Reykjavíkur dundar sá stutti sér við að rífa nýja fé- lagann úr umbúðunum. Þegar heim er komið fylgist ég full angistar með því hvernig leiknum með hið háskalega leik- fang reiðir af. Í fáti fel ég tóm- atsósuna ef vera skyldi að til stæði að búa til blóðbað enda stendur heljarmikil skothríð yfir í barnaherberginu, ef marka má óhljóðin sem íbúi þess keppist við að framleiða. Mér til mikillar undrunar þagna hljóðin eftir stutta stund. Þegar ég lít inn á vígvöllin liggur byssan ógurlega á bílateppinu og athygli eigandans beinist að öðr- um fylgihlutum og fatnaði her- mannsins. Lengi vel dundar drengurinn sér við að klæða hetjuna úr og í fötin sem skýla ókarlmannlegri nekt hans og eft- ir stutta stund gellur í honum hið augljósa: „Hann vantar náttföt!“ Eftir tveggja vikna sambúð við hinn nýja fjölskyldumeðlim get ég sagt að mér er rórra. Vissu- lega efnir hann til átaka af og til en innst inni þráir hann ástúð og hlýju, rétt eins og eigandi hans. Þetta veit ég því reglulega laum- ast þeir tveir upp í rúm til okkar hjóna um miðjar nætur og þótt það geti verið óþægilegt að vakna við kalda plasthönd sem stingst inn í síðu eða herðablað þá finnst mér varla muna um að fá einn aksjónmann til viðbótar í bólið. Og svei mér þá ef ég á ekki bara eftir að sauma náttföt á kappann. Röng leik- föng og rétt „Í fáti fel ég tómatsósuna ef vera skyldi að til stæði að búa til blóðbað enda stendur heljarmikil skothríð yfir í barnaherberginu, ef marka má óhljóðin sem íbúi þess keppist við að framleiða.“ VIÐHORF Eftir Bergþóru Njálu Guð- mundsdóttur ben@mbl.is ÞAÐ væri synd að segja að myndlistar- sýningar skorti í Reykjavík. Við eigum líka frábær leikhús, stórkostlega tónlistar- menn, frábæra kokka og sitthvað fleira til að státa af. Alls kyns menningarviðburðir eru tíðir og það getur varla verið ástæða til að hafa áhyggjur af menningunni í höfuð- borginni – eða hvað? Ég er ein af þeim sem fá nokkra sann- kallaða „Íslandsvini“ í heimsókn á hverju ári. Margir þessara gesta eru blaða- menn eða klúbbfélagar í íslenskum hesta- eða hundaklúbbum erlendis og allir eiga þeir sammerkt að vilja kynnast landi og þjóð og skoða bet- ur bakgrunn okkar og arfleifð. Flestir þeirra hafa kynnt sér land og þjóð í bókum eða á Netinu áður en þeir koma og þekkja svolítið til sögunnar sem við flíkum oft þegar við viljum monta okkur. Þeir koma með væntingar um að sjá merki um okkar fornu menningu og drekka í sig söguna. Hvar er sagan og hin forna menning? Þessir erlendu gestir vilja flestir sjá íslenska náttúru en þeir bíða ekki síður spenntir eftir að skoða höfuðborgina og komast að kjarna Íslendinga sem þeir álíta í góðu sambandi við náttúruna, sögu sína og uppruna. Það er skemmst frá því að segja að ég er í stökustu vandræðum með þessa gesti. Hvert á að fara með þá, hvað að sýna þeim? Það er enginn stað- ur í borginni þar sem hægt er að komast nærri okkar fornu menningu og hand- verki. Minjagripa- verslanir eru aðeins sölustaðir og veita enga innsýn í lífsstíl þjóðarinnar til forna. Árbæjarsafn er gott og lifandi safn, en það sýnir aðeins síðustu aldir sögunnar, Þjóð- menningarhúsið er steindautt og Þjóð- minjasafnið lokað. Punktur, búið. Gestirnir verða fyrir vonbrigðum með Reykjavík þar sem helsta lífs- neistann er að finna í sóðalegum búllum. Hvar er menningarhefðin? Hvar er arfleið víkingaþjóðarinnar, sagnaritaranna og handverksmann- anna? Eina svar mitt við þessum vand- ræðum hefur verið að fara með gestina suður í Hafnarfjörð til að sýna þeim Fjörukrána (þótt húsið sjálft sé því miður ekki nógu sönn umgjörð um góða innviði), fara í vestnorræna menningarsetrið og heimsækja í leiðinni hinn þjóðlega listamann Hauk Halldórsson sem nú er fluttur í húsnæði Ásatrúar- félagsins við Grandagarð. Þessi Hafnarfjarðarheimsókn er venju- lega það sem stendur uppúr í minn- ingunni þegar gesirnir skrifa og þakka fyrir sig eftir að heim er komið. Hvernig stendur á því að fornri arfleifð okkar er ekki sinnt í Reykjavík? Getur verið að íslensk fornmenning sé meðhöndluð eins og óhreinu börnin hennar Evu? Og hverju er þá um að kenna, er það hin heimskulega þröngsýni Íslend- inga að skammast sín fyrir upprun- ann? Ef svo er má benda hræddum og viðkvæmum sálum á þá staðreynd að Íslendingar til forna stóðu fram- arlega í menningarlegum skilningi. Handverk, sagnahefð, hreinlæti og almenn menntun voru með sóma og við getum verið stolt af fornri menningu okkar ólíkt því sem síðar varð í Íslandssögunni.Við höfum svo sannarlega ástæðu til að flagga menningu forfeðra okkar sem allir aðrir en við sjálf höfum mikinn áhuga á. Ég skora á alla þá sem einhverju ráða í borginni, nú og í framtíðinni, að beita sér fyrir því að Íslending- um og erlendum gestum þeirra sé boðið upp á lifandi kynningu á menningu og sögu þjóðarinnar. Það er sama hversu mikið af listvið- burðum og góðum mat við berum á borð fyrir gesti okkar, án þessa þáttar er borgin menningarsnauð í augum þeirra sem heimsækja hana. Menningarsnauð höfuðborg? Jóhanna Harðardóttir Menning Það er enginn staður í borginni, segir Jóhanna Harðardóttir, þar sem hægt er að komast nærri okkar fornu menningu og handverki. Höfundur er blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.