Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ „SÓL ég sá, sanna dagstjörnu“: segir í Sólarljóði. Ekkert er nýtt undir sólinni, en stundum orkar tvímæl- is hvort menn sjái það. Er sólin í Kanada önn- ur en sú sem hér skín þegar hún er í góðu skapi? Líkast til ekki, en er þorskurinn þar sá sami og menn draga hér úr sjó? Fræðingar kunna að segja að svo sé; en hversu skyldur er þorskur þorski? Vís- indamenn í Kanada eru hundrað sinnum fleiri en hér, en samt hrundi þorskurinn fyrir framan nefið á þeim fyrir tíu árum og veiðar hafa ekki enn verið leyfðar, enda stofn- arnir í lágmarki á helstu svæðunum en höfðu verið milljónir t. Þetta er þyngra en tárum taki, en margt bendir til þess að við séum á sömu braut. Stofnar En hvað gerðist? Það áþreifanleg- asta má lesa í skýrslum ráðuneyt- isins DFO 2001. Þar er hvergi minnst á gamla viðkvæðið „ofveiði“ og nú er rætt í alvöru um að stofn- arnir séu margir; þorskur á grunn- miðum hefur aðra eiginleika en sá sem flakkar á milli grunn- og djúp- miða (sic). Vísindamenn hafa stað- fest að stofnarnir eru margir og hugsanlega er sérstakur stofn í hverjum firði; a.m.k. 3 hrygna við Nýfundnaland, en ganga síðan norð- ur með Labrador á sumrin. Þetta eru stórtíðindi, en síðan segir: „Fiskveiðidauði og þekkt brottkast nægja ekki til að skýra hrunið 1992“; en þorskurinn á tveimur nyrstu svæðunum er enn í afturför frá 1998; heildardauði er mjög hár þrátt fyrir engar veiðar. Ljóst er að stórt gat sé í dæminu; en hvers vegna stækkar ekki þorskstofn sem er hundrað sinnum minni en áður var? Fiskurinn drepst varla úr hungri í samkeppni um æti, en hann er næstum eingöngu 5 ára og yngri; hann er líkast til orðinn „úr- kynjaður“ og hæg- vaxta vegna áratuga veiða með stærðarvelj- andi veiðarfærum; það er reyndar sama að- ferðin og notuð er í fiskeldi, þ.e. með sigti til að aðgreina hrað- vaxta fisk frá öðrum. Einnig getur verið að einstakir hraðvaxta stofnar séu orðnir það litlir, að þeir nái ekki að „skríða yfir þrösk- uldsgildi“ í nýliðun eða að ruglingur sé kominn í klabbið þar sem fiskar eru fáir og hrygningarsvæði mörg. Flösku af kampavíni, takk Stórútgerðirnar í Kanada NF og FPI með sína 120 skuttogara lepja dauðann úr skel í áratug og ekki er minnst á kvóta frekar en dauðann sjálfan, en starfshópar um byggða- mál tala um stórútgerðir fyrir sunn- an sem sendu stórskip á viðkvæm mið fyrir norðan og tóku fisk, sem á heima í kálgarði dreifbýlisins. Já, má ekki lærdóm af þessu draga? Ástand botnfiska hér er á margan hátt ámóta og var fjórum árum fyrir hrun í Kanada; veiðistofn kominn niður í þriðjung og á niðurleið, kyn- þroskaaldur hefur færst niður á sama hátt og þar, þorskurinn er um einu ári eldri en hann var áður til að ná sömu þyngd, eldri fiskur en 7 ára er að hverfa, sterkar vísbendingar eru um að margir stofnar séu hér við landið og mörg hundruð þúsund tonn af þorski virðast hafa týnst. En af hverju sofa menn? Síðasta svefn- meðalið var „tregðuregla“ ráðherra um að aðeins skuli breyta kvótum um 30 þ. tonn í plús eða mínus hverju sinni miðað við stærð veiði- stofns hverju sinni, en það þýðir að hann er nú um 210 þ. tonn í stað 150. Sterkar líkur eru á því að veiðarnar gangi á stofninn sem getur verið kominn niður í um 400 þ.tonn. Tregðureglan er smáskammtaað- ferð til að matreiða óþægileg mál; aðeins má segja hluta af sannleik- anum í einu. Þegar Titanic rakst á ísjaka spurðu farþegar á barnum hvað hefði gerst; þjónninn sagði að það væri ekkert, smájaki. Ofbeldi eða auðmýkt Til allrar Guðs mildi höfum við ekki fundið olíulindir við landið; það er eins víst að upp hefðu risið hópar gráðugra manna, sem slegið hefðu eign sinni á olíuna. Vinnslubréf hefðu fengist ókeypis og fréttamenn og háskólakennarar keyptir til að róma alla hagræðinguna sem væri ekki á færi almúgans að skilja. Vit- anlega hefði allt saman valdið spill- ingu, verðbólgu og óráðsíu, en lands- ins bestu synir eru jú fyrirferðarmiklir. Byggðastefna felst í því að fénýta veiðiheimildir smábyggðanna og fara á brott með víkingum. Hið eina sanna atvinnulíf í dreifbýli á að byggjast á fjölbreytt- um veiðum og nýtingu fiskafla á þann hátt, að hámarksafli fáist og nýting svæða verði með „rannsókna- veiðum“; það er verðugt og fjöl- breytt verkefni fyrir dugmikið fólk, en það er á engan hátt sambærilegt við núverandi frystihúsavinnu kvenna, sem er varla bjóðanleg fólki í langan tíma. Nei, hér flytjum við aflann í ginið á stórútgerðum sem ösla yfir allt; þær fá einn fisk fyrir hverja þrjá sem gætu fallið í skaut smábyggða vegna meiri afraksturs stofna. Síðan henda þingmenn einu og einu roði til baka svona rétt til að halda þingsætinu. Þingforseti tekur hugmyndarréttinn af Stöðfirðingum um að skrá gömul þingtíðindi og sendir til Ólafsfjarðar; já, það er jafnvont fyrir Stöðvarfjörð þótt hann tíni til gustukaverk í kjördæmi sínu, núverandi. Annar þingmaður NE skákar fram tillögum um jarð- göng til að halda sæti og andliti eftir að hafa tekið þátt í að hirða frum- burðarrétt af byggðunum, veiði- heimildunum, með auðmýkt og hag- kvæmnibulli. Kristaltært er: „Aflamarkskvóti botnfiska er byggður á tálsýn og óskhyggju og leiðir fyrr eða síðar til gjaldþrots allra þeirra sem að standa“; grundvöllurinn sjálfur er feyskinn því aðferðin togveiðar leið- ir til úrkynjunar og aflabrests af öðrum ástæðum, því fiskurinn er ekki í einsleitu mengi eða púlíu sem unnt er að úthluta skotleyfi á. Hlaupagutti á Suðurlandi getur ekki átt rétt á því að vaða um kálgarða Vopnfirðinga og brúka bara munn. Botnvörpur hafa alls staðar leitt til ördeyðu og er þá unnt að kalla til vitnis Norður-Atlantshafið allt. Nú ræða margir í Vesturheimi um að stjórna verði hverju hafsvæði fyrir sig út frá þeim eiginleikum sem þar eru enn að finna og eru ekki end- anlega glataðir vegna rangveiði. Það getur verið að sum hafsvæði séu vannýtt og önnur ekki, en heildar- stofninn sjálfur, sem er bara reikni- stærð, getur verið við hrunmörk. Þegar Þorsteinn Vilhelmsson seldi milljarðakvótann sinn sögðu þeir Halldór B. og Tómas I., að pen- ingarnir væru af engum teknir; þetta er ámóta gáfulegt og þegar bóndinn hellti vatni í mjólkina sína. Svona bull er fyrir neðan virðingu landsmanna. Fjörður í fóstur Jónas Bjarnason Fiskveiðistefna Stórútgerðirnar í Kanada NF og FPI með sína 120 skuttogara, segir Jónas Bjarnason, lepja dauðann úr skel í áratug og ekki er minnst á kvóta frekar en dauðann sjálfan. Höfundur er efnaverkfræðingur. FERMINGAR GJAFIR Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 22.950 Flugsæti til Prag, út 28. mars, heim 4. apríl. Almennt verð kr. 38.800/2 = 19.400 hvert sæti. Kr. 22.950 með sköttum. Verð kr. 3.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Quality, á nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 28. mars. Þú bókar flugsæti á aðeins 38.800 kr. sætið, greiðir 1 en færð 2. Og þú getur valið um úrval góðra hótel í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Síðustu 24 sætin 2 fyrir 1 um páskana til Prag frá kr. 22.950 28. mars alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.