Morgunblaðið - 21.03.2002, Side 45

Morgunblaðið - 21.03.2002, Side 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 45 ✝ Jón Valgeir Guð-mundsson, f. 19. janúar 1920 í Múla við Suðurlandsbraut 19. janúar 1920. Hann lést 8. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Kjartan Jónsson frá Kotlaugum í Hreppum, f. 27. jan- úar 1885, d. 6. nóvem- ber 1964, og Guðríð- ur Pálína Jónsdóttir frá Breiðholti, f. 3. nóvember 1885, d. 4. september 1935. Þau bjuggu í Múla við Suðurlands- braut. Börn þeirra eru: Svanhild- ur, f. 4. apríl 1912, d. 28. apríl 1996, Jóna Björg, f. 17. júlí 1915, Guðmundur Kjartan, f. 25. júní 1923, og Sigurður, f. 1925, dó á 1. ári. Jón Valgeir kvæntist 23. ágúst 1941 Unni Rögnu Benediktsdótt- ur, f. 7. október 1922. Foreldrar hennar voru Benedikt Sveinsson og Una Pétursdóttir frá Sauðár- króki. Börn Jóns Valgeirs og Unn- ar Rögnu eru: 1) Benedikt Reynir, f. 30. maí 1941, kvæntur Huldu Karlsdóttur, f. 13. mars 1943. Börn þeirra eru a) Unnur Ragna, f. 1962, maki Guðmundur Ingi- mundarson, börn þeirra eru Bene- dikt Karl, Guðrún Hulda og Jón Valgeir; b) Benný Hulda, f. 1972, maki Guðmann Ísleifsson, sonur þeirra er Ísleifur. 2) Guðríður Þor- björg, f. 24. ágúst 1946, gift Gunn- ari Birgi Gunnarssyni, f. 9. nóvember 1943. Börn þeirra eru a) Val- gerður, f. 1967, maki Leifur Bragason, börn þeirra eru Þorbjörg Ásta og Þorgeir Bragi, b) Ragna, f. 1971 maki Guðmundur Árnason, synir þeirra eru Árni og Gunnar Birgir, c) Birgir, f. 1974, maki Karen Erlingsdóttir, sonur þeirra er Erling- ur Örn, d) Guðmundur Valgeir, f. 1977, maki Björg Jóhannsdóttir. Jón Valgeir lærði múrverk hjá föðurbróður sínum Sigurði Jónssyni múrarameistara. Hann starfaði við smíðar aðalbyggingar HÍ frá upp- hafi og við ýmsar aðrar byggingar í Reykjavík. Hann hóf vörubílaakstur 1942 og stundaði akstur við Reykja- víkurhöfn og síðar hjá Kveldúlfi þar sem faðir hans var verkstjóri. 1943 hóf Jón Valgeir akstur hjá Vita- og hafnamálastofnun og ók með gas- birgðir, kost og efni í vita- og hafn- argerð víða um land. Hann varð síð- ar birgðavörður hjá Vita- og hafnamálastofnun og sinnti því starfi í 17 ár eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Jón Val- geir var ávallt mikill áhugamaður um hestamennsku og gekk í Hesta- mannafélagið Fák 1937. Útför Jóns Valgeirs fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þú átt skilið þökk og hrós, þú átt framtíð bjarta. Ef þú verður eilíft ljós inn í Valgeirs hjarta. (Gunnar Kristinsson.) Elsku eiginmaður minn, Jón Val- geir Guðmundsson, kvaddi þetta líf 8. mars en þá var ég á sjúkrahúsi. Langar mig að kveðja hann og þakka fyrir 60 ára hjónaband. Hann var yndislegur maður sem var öllum góður. Níu langafabörn kveðja hann og óska honum Guðs blessunar. Mýktu sjúka og sára und, svo ég ylinn finni. Gef þú mér nú góðan blund Guð af miskunn þinni. (Ingþór Sigurbjörnsson.) Farðu í Guðs friði, elsku Valli minn. Þín eiginkona, Unnur Ragna (Agga). Á rennur að ósi, svo er einnig um líf Valgeirs. Það hefur runnið skeið sitt á enda þessa heims. Valgeir var alla tíð mikill gæfu- maður. Ólst upp í sveit, í Múla við Suðurlandsbraut, sem þá var í út- jaðri Reykjavíkur. Þar vann hann öll hefðbundin sveitastörf frá unga aldri. Guðmundur í Múla var með vagnhestaútgerð og þurfti Valli ungur að axla þar ábyrgð við vinnu. Það trúa því sennilega fáir sem eiga börn í dag, að 12 ára gamall var hann að aka möl í Suðurlandsbraut- ina á hestvagni. Karlarnir í tippnum kvörtuðu að vísu yfir þessum litla ökumanni því það hefur eflaust þurft að hjálpa honum að sturta mölinni úr vagninum. Þegar við fé- lagarnir vorum á ferð í Fossvogi nú í vetur benti hann mér á túnskika sem hann hafði verið að slá með hestasláttuvél þegar loftfarið Graf Zeppelin sveif yfir og fældi hestana fyrir þessum unga pilti sem þá var aðeins á tólfta ári. Þessi eldskírn og önnur ábyrgð sem lögð var á herðar hans gerðu hann sjálfstæðan og atorkusaman. Valli missti móður sína á við- kvæmu aldursskeiði, aðeins 15 ára gamall. 18 ára komst hann á samn- ing í múrverki hjá föðurbróður sín- um. Stríðið brast á og mikil atvinna var í boði, sérstaklega hjá þeim sem höfðu tæki til umráða. Valli sá þarna möguleika og tókst með harð- fylgi að verða sér úti um vörubíl árið 1942. Ári síðar fer hann að keyra fyrir Vita- og hafnamálastjórn og sá um að þjónusta þá stofnun það sem eftir var starfsævinnar, flutti að- föng í vita og hafnir um allt land; síðast starfaði hann sem birgða- stjóri. Á þessum ferðum eignaðist hann stóran vinahóp, þar sem glað- lyndi hans og skopskyn fékk að njóta sín til hins ítrasta. Laugardalurinn var á þessum tíma sveit. Múlaprinsinn var sendur til að plægja á Upplandi (þar sem nú er Háaleitisbraut). Þar kynntist hann glæsilegri ungri heimasætu, Unni Rögnu. Þeirra kynni urðu góð og löng, en þau áttu 60 ára brúð- kaupsafmæli sl. sumar og eiga í dag 17 afkomendur og þann 18. á leið- inni. Valli hafði alla tíð gaman af hest- um. Hann gekk í hestamannafélagið Fák 1937 og var félagsmaður alla tíð síðan. Hann hafði gott auga fyrir gæðingum og hefur átt þá nokkra um ævina. Hann hleypti iðulega á kappreiðum Fáks sem ungur mað- ur. Skeiðhestar voru í miklu uppá- haldi og naut hann þess að smella frá sixpensaranum og taka gæð- ingana til kostanna. Það gerði hann síðast núna í byrjun árs. Ég hef grun um að hann Hamur hans horfi oft spurnaraugum til dyranna og bíði þess að húsbóndi hans komi til að þeir geti hleypt undir loftsins þök. Þegar ég kom í inn í fjölskylduna fyrir tæpum 40 árum varð ég að við- urkenna að þótt gott hafi verið að alast upp í vesturbænum, þá var Sigtúnið og þá helst heimili þeirra Öggu og Valla eitt ævintýri. Gatan var ekki malbikuð og Brúnstaða- túnið með hestum á beit beint á móti húsinu. Ekki nóg með það heldur höfðu þau innréttað bílskúr- inn sem hesthús fyrir 3 hesta. Við Gauja kynntumst fyrir tilstuðlan hestanna. Það var ekki alltaf komið í heimsókn á Willys ’46. Stundum kom maður ríðandi og við þeystum Laugardalinn og út í víðáttuna sem þá var. Það er nú einu sinni svo að því meira sem maður hugsar um þá gæfu sem yfir okkur hvílir, að vera heilbrigð, eiga yndisleg börn vel af Guði gjörð, góða fjölskyldu og öll þessi dásamlegu barnabörn, þá skynjar maður að þetta er ekki sjálfgefið en þakkar í lotningu fyrir hverja stund sem varir. Fyrst höggva þurfti í þennan hóp, gat vart verið sanngjarnara en að taka þann elsta. En þótt Valli væri orðin 82 ára var hann alls ekki gam- all í okkar huga, kvikur í hreyfing- um og léttur í spori. Lífsgleðin og starfsorkan óbiluð. Þótt starfsdeg- inum væri lokið hafði hann alltaf nóg fyrir stafni. Þessi vinsæli og skemmtilegi maður átti allstaðar vini. Þau hjónin nutu þess að fara í heimsóknir eða vera samvistum við ástvini. Valli var einstaklega barn- góður. Þegar síðasti lífsneistinn virtist vera að slokkna var honum rétt yngsta langafabarnið í fangið og þar brosti hann sínu hinsta brosi. Stundum er talað um að fólk upp- skeri eins og það sáir og það gerði Valli svo sannarlega. Síðustu vik- urnar var hann umvafinn fjölskyld- unni heima í Sigtúni. Allir lögðust á eitt við að gera dagana sem bæri- legasta og stytta honum stundir með nærveru sinni. Þær minningar sem hann lætur eftir hjá ástvinum – og öllum sem til hans þekktu – munu verða langlífar og bera honum verðskuldað vitni. Gunnar B. Gunnarsson. Við systkinin vorum svo heppin að alast upp í mikilli samveru með ömmu og afa. Þau héldu til í ,,kof- anum“ öll sumur og iðulega gistu eitt eða fleiri barnabörn hjá þeim. Það var líka algjör lúxus að gista, hvort sem var þar eða í Sigtúninu því auðvitað var allt látið eftir okkur og okkur dillað eins og hægt var. En ef það var eitthvað sem þurfti að gera í sveitinni og ungdómurinn sof- andi í kofanum, átti hann það til að vekja mann og spyrja hvort maður ætlaði að sofa út. Margir voru útreiðartúrarnir sem við fórum með afa og amma var líka nokkuð liðtæk í útreiðunum. Afi lagði mikið upp úr því að vera vel ríðandi og þó hann væri komin yfir áttrætt reið hann út eins og herfor- ingi í Víðidalnum eða Flóanum og oftast með tvo til reiðar. Alltaf var hann flottur, með bindi og í jakka og klárarnir vel snyrtir og klipptir. Hann var nefnilega létt pjattaður og svo var honum líka kalt ef hann var ekki með bindi. Á sumrin var hann iðulega búin að ríða út í 1–2 tíma þegar hann kom heim í morg- unkaffi. Afa þótti ekki leiðinlegt að velja sér fola úr stóðinu heima á Arnarstöðum sem hann fór svo með í bæinn til að temja. Afa þótti ómögulegt ef hann gat ekki hjálpað til ef eitthvað var um að vera. Það varla brást ef eitthvað stóð til í sveitinni að þá var afi mættur, fyrstur út og síðastur inn, þó svo hann væri kannski nokkra daga að jafna sig. Oftar en ekki kom hann með einhverjar græjur til að létta verkið. Það skipti ekki máli hvort það var girðingavinna, hrossasmölun, barnapössun, eða út- réttingar. Alltaf boðinn og búinn að létta undir. Stundum lá við að amma þyrfti að koma með rútunni austur, því bíll- inn var fullur af dóti. Fannst honum illa nýtt ferðin ef ekki var eitthvað að flytja. Toppferð ef bíllinn var svo fullur að amma rétt kæmist fyrir fram í með ný vínarbrauð og snúða í fanginu. Afi kallaði þá drengi, sem voru að sniglast utan í dætrunum í fjöl- skyldunni, snigla. Alveg þangað til að Agga elsta barnabarnið fór að vera með sveitapilti frá Brekku, þá þótti það ekki viðeignandi að kalla hann Brekkusnigil og var því breytt yfir í Jósep. Þótti Afa bara ágætt að geta kallað kærastana alla Jósep fyrstu árin, en hann fór ekki að kalla þá sínum nöfnum fyrr en hann sá fram á að þeir væru til frambúð- ar. Við erum um margt ríkari eftir að hafa alist upp með honum afa og þökkum við fyrir það. Ekki hefði hann viljað eitthvað vol og kvein- stafi, þannig að nú er bara að brosa framan í heiminn og fara að gera eitthvað af viti. Valgerður, Ragna, Birgir og Guðmundur Valgeir. Valli langafi hefur kvatt þennan heim. Mér fannst alltaf svo gaman að kíkja upp á ykkur ömmu að ég skríkti og iðaði allur í stiganum á leiðinni upp. Þú varst mikill barna- karl og fannst eins og mér gaman þegar ég kom upp. Þú fylgdist vel með mér og nýjustu uppátækjunum mínum. Yfirleitt fékk ég að sitja í fanginu á þér og var alsæll með að fá að toga í bindið þitt eða skoða töl- urnar á skyrtunni þinni. Síðustu vikurnar varstu orðinn mikið veik- ur, en alltaf fékk ég bros og koss á vangann. Hvíl í friði. Kveðja, litli sólargeislinn þinn í kjallaranum, Erlingur Örn. Þá er hann Valgeir vinur minn og frændi dáinn. Mér finnst það alveg ótrúlegt, því þegar hann leit inn til mín nýlega var hann mjög hress og hraustlegur. Ég sakna hans mikið. Við vorum náskyldir, þar eð móð- ir mín Guðrún J. Erlings og faðir hans Guðmundur Jónsson voru systkin. Ég hef þekkt Valgeir frá því hann var barn og ég unglingur, en ég var nær tíu árum eldri. Hann hefur alla tíð verið mjög hjálplegur fólki, liðlegur og harðduglegur mað- ur. Hann var birgðastjóri hjá Vita- og hafnamálastofnun og ók vörubíl fyrir þá stofnun um þvert og endi- langt landið og út á hin ystu annes með gashylki og annað fyrir vita landsins, sem nokkuð víst er að ekki hefur verið auðvelt starf þar sem þeir voru langt úr alfara leið og veð- ur válynd. Oft hefur hann hjálpað mér um dagana og man ég vel eftir því þeg- ar ég fyrst bað hann um að aka fyrir mig nokkrum sekkjum með fugla- fóðri á fáeina staði, aðallega innan- bæjar, og var það auðsótt mál. Það var árið 1948 sem Guðrún, móðir mín, ákvað á sjötugsafmæli sínu að stofna sjóð í minningu eig- inmanns síns, Þorsteins Erlings- sonar, föður míns. Henni hafði tek- ist, með ýmsum ráðum, að safna nokkurri fjárupphæð, sem hún færði Dýraverndarfélaginu að gjöf, og vildi að það yrði upphaf sjóðs, sem hlyti nafnið Sólskríkjusjóður. Sjóðurinn skyldi kaupa korn handa smáfuglunum ár hvert í vetrarbyrj- un og átti það að fara til sem flestra barnaskóla á landinu og voru börnin látin dreifa því á hjarnið. Nokkru síðar hóf verksmiðjan Katla að framleiða maískurl og seldi það í þrjátíu kílóa sekkjum. Ég áleit að í einum slíkum sekk væri hæfilega mikið handa hverjum skóla. Ég samdi við verksmiðjustjórnina um kaup á nokkrum slíkum sekkjum fyrir hóflegt verð og vil geta þess hér, sem ef til vill var mest um vert, að þeir létu 5% af útsöluverði kurls- ins, sem þeir seldu meðal annars í verslunum, renna til sjóðsins. Ég ætla ekki að orðlengja þetta frekar, en segja frá því að Valgeir blessaður tók að sér að annast flutn- inga fyrir sjóðinn, eftir því sem hann gat, en það mun hafa verið nokkru eftir lát móður minnar árið 1960. Fyrstu árin bauðst okkur ókeypis flutningur kornsins flug- leiðis. það var vel þegið og fyrstu pokarnir, sem Valgeir sótti til Kötlu, fóru með flugi til snjó- þyngstu staðanna á Norðurlandi. Annars ók hann flestum sekkjunum á vörubílastöðvarnar, en þaðan fóru þeir út á landsbyggðina. Sjálfur ók hann korninu til skólanna á höfuð- borgarsvæðinu og í nærsveitum. Þessi hjálp frænda míns var alveg ómetanleg og sýndi hversu góðan dreng hann hafði að geyma. Það urðu mörg ár, sem Valgeir starfaði við þetta fyrir Sólskríkju- sjóðinn, síðast nú í byrjun þessa vetrar. Ekkja Valgeirs, frú Unnur Benediktsdóttir, mikil ágætis kona, hefur einnig verið mjög hjálpleg við þessa starfsemi. Þau hjónin komu alloft heim til okkar Þórdísar, Toddu, og við til þeirra á afmælum og við önnur há- tíðleg tækifæri, en því miður hefur samgangur milli heimila okkar ekki verið mikill síðustu árin. Þegar ég fékk hina sorglegu fregn um lát Valgeirs frænda míns hafði ég samband við ekkju hans og fjölskyldu til að samhryggjast þeim. Þá ræddi ég sérstaklega við Bene- dikt son þeirra um Sólskríkjusjóð- inn og starf föður hans fyrir sjóðinn. Mér skildist á honum að vel kæmi til greina að hann gæti sjálfur annast það og vona ég sannarlega að sú verði raunin, því hann er mikill mannkostamaður eins og faðir hans. Valgeir var mjög tryggur, ábyggilegur og mikið prúðmenni. Hann átti hesta alveg frá barnsaldri og fór afar vel með þá, enda var hann dýravinur svo af bar. Ég er honum, blessuðum frænda mínum, innilega þakklátur fyrir einstaka vináttu og alla hjálpina með fugla- fóðrið og fjölda margt annað. Ég og fjölskylda mín sendum fjöl- skyldu Valgeirs og öðrum vanda- mönnum okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum honum Guðsblessunar á þeim leiðum sem hann nú hefur lagt út á. Erlingur Þorsteinsson. JÓN VALGEIR GUÐMUNDSSON          + (   ( 14   56 & ')"!,"! ( &$+ &,+$' 7  $' 4'!2 ! 89  $'  " ( ,() ()   -    .    ( %  ()  //   0 11 2       (        .            (  1&(' $'(   $( :' 1+' $ 1 )$$ 1 " (   $ 1+' $ +! 2 + &7$'(   % $ 1+(   $+, ;+$#'' $ !$$ 0  1+' $ ' $$ <7,(  + 2 $2) $ !         =>= 0 .6%6 & 7 ' " ;-  2 ! 8? %)$(! ' "()  -      .  .  (  2)        /3   0 11 + "! 3+#''(   3+#' + "!  $+!$$ . 2) $ 1(! + &)'(!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.