Morgunblaðið - 21.03.2002, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 21.03.2002, Qupperneq 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingveldur Guð-rún Kristjana Magnúsdóttir fædd- ist í Vestmannaeyj- um 27. nóvember 1919. Hún lést í Hraunbúðum, dval- arheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þuríður Guðjónsdóttir, f. að Steinum undir Eyja- fjöllum 13. maí 1898, d. 17. maí 1981, og Magnús Kristleifur Magnússon netagerðameistari, f. í Goðhóli á Vatnsleysuströnd 4. nóvember 1890, d. 27. maí 1972. Bræður Ingveldar eru: Guðjón, f. 4. apríl 1921, d. 4. janúar 2001, Magnús Kristleifur, f. 23. júlí 1929, d. 8. október 1965, og Jón Ragnar Björnsson uppeldisbróðir, f. 3. janúar 1940. Ingveldur var borin og barn- fæddur Vestmannaeyingur og ól nánast allan sinn aldur í Vest- mannaeyjum. Ingv- eldur stundaði barnaskólanám. Hún starfaði m.a. hjá Veiðarfæragerð Vestmannaeyja sem var í eigu foreldra hennar og frænd- fólks og síðar bræðra og frænda, vann á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, í eldhúsinu, var að- stoðarstúlka á tann- læknastofu, vann hjá Haraldi Eiríkssyni hf. og vann í Apóteki Vestmannaeyja. Ingveldur tók mikinn þátt í starfi KFUM og K og var eins og fjölskylda hennar stór hlekkur í því öfluga starfi sem fram fór á vegum félagsins í Vest- mannaeyjum. Ingveldur lét sig mikið varða kristilegt starf, en hún var einnig félagi í Kvenfélagi Landakirkju. Útför Ingveldar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 16. Í örfáum orðum langar okkur til að minnast Ingu frænku. Inga, þessi yndislega manneskja, sem öllum vildi svo gott gera, var stór hlekkur í stórri fjölskyldu, sem kennd er við Sandfell í Vestmanna- eyjum. Inga bjó nánast alla tíð í foreldra húsum, lengst af á Hásteinsvegi 42. Undanskilin eru eitt eða tvö ár, þeg- ar hún bjó hjá Unni móðursystur sinni í Reykjavík, sem bjó þar á þeim tíma. Á Hásteinsveginum safn- aðist fjölskyldan oft saman. Það var varla farið svo niður í bæ að ekki væri litið inn á Hásteinsveginum. Amma Þura, afi Magnús og Inga frænka glöddust mikið þegar ein- hver leit inn. Alltaf var heitt á könn- unni og ef ekki var nýbakað til stað- ar var bara skellt í tertu, kleinur eða flatkökur. Þar var oft margt um manninn. Inga var mjög áhugasöm um fjölskyldu sína, fylgdist mjög vel með því sem var að gerast og lét sér sérlega varða litlu börnin í fjölskyld- unni. Ekki vorum við alltaf sammála um uppeldisaðferðirnar, en þegar Inga kom í heimsókn eða við mætt- um til hennar með krakkana þá vildi hún allt fyrir þau gera og var óspör á að leggja þeim eitthvað til sem þá langaði í. Það var bara sjálfsagt að rétta þeim það sem þau langaði í. Annað hvort væri það nú. Inga hafði gaman af að ferðast. Eitt sinn fórum við saman í sum- arferð og var þá meðal annars far- inn hringurinn um landið. Húsbónd- inn varð reynslunni ríkari eftir þá ferð og var mjög liðtækur við tjöld- un eftir það. Frænkurnar voru nefnilega nokkuð viljugar að nota þessa fáeinu sólardaga sem komu á þeim árum, og var nánast ferðast eftir veðurspánni. Tjaldað var á Ak- ureyri og þaðan haldið í Hallorms- stað, enda veður þar víst gott. Varla var búið að slá upp tjöldum í Atla- vík, þegar þær frænkurnar fengu veður af því að einmunablíðu væri að fá á Höfn í Hornafirði. Þegar þær voru búnar að horfa drykk- langa stund á tjöldunarmanninn, var ekki um neitt annað að ræða en að rífa allt niður aftur, troða í bílinn og halda til Hafnar. Þangað var komið seint um síðir og það stóð á endum að þar var komið snarvit- laust rok. Oft var hlegið af þessari hringferð og þeim uppákomum sem henni fylgdu. Eina ferð fór Inga með okkur á kristilegt mót í Vatna- skógi og höfðum við öll mjög gaman af, en Inga sótti mörg slík mót og starfaði einnig við sumarbúðir KFUM og K í Vatnaskógi. Inga var mjög kristin manneskja eins og for- eldrar hennar og voru þau mjög virkir félagar í kristilegu starfi í Vestmannaeyjum, þá mest í tengslum við KFUM og K og Landakirkju. Nú þegar við kveðjum Ingu frænku, þjóta margar minningar í gegnum hugann sem ekki verða tí- undaðar hér. Það er lán fyrir hverja fjölskyldu að eiga samferðafólk á við Ingu, sem gaf svo mikið af sér og hugsaði svo mikið til fjölskyldu sinn- ar. Börnin í fjölskyldunni voru í sér- stöku uppáhaldi hjá henni alla tíð og eiga þau margar og góðar minn- ingar um góða frænku eins og við hin. Elsku Inga, nú er hópurinn, for- eldrar þínir, bræður og þú, sam- ankominn í Guðs ríki. Við erum viss um að þið munuð áfram vaka yfir fjölskyldu ykkar. Megi Guð blessa Ingu frænku og varðveita að eilífu. Blessuð sé minn- ing hennar. Þuríður Kristín, Guðmundur Þ.B. og fjölskylda. INGVELDUR GUÐRÚN KRISTJANA MAGNÚSDÓTTIR ✝ Árni Sigurjóns-son fæddist í Reykjavík 18. apríl 1947. Hann lést á lungnadeild Land- spítalans í Fossvogi 15. mars síðastlið- inn. Foreldrar Árna eru Sigurjón Guðna- son, málmsteyp- umeistari, f. 6.11. 1917, og Unnur Árnadóttir, húsmóð- ir, f. 18.6. 1927. Systkini hans eru Snorri, f. 3.9. 1949, Hörður, f. 14.8. 1956 og Anna Lísa, f. 30.3. 1958. Hinn 11.6. 1966 kvæntist Árni Ragnhildi Gísladóttur, f. 28.7. 1947. Foreldrar hennar eru Gísli Jónsson, f. 18.2. 1913, d. 30.6. 16.6. 1976. Sambýliskona hans er Sigrún Davíðsdóttir. Barn þeirra er Lilja Mist, f. 31.12. 1999. Árni lauk gagnfræðaprófi frá Vogaskóla í Reykjavík árið 1964 og sveinsprófi í vélvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík 1968. Meistararéttindi í iðninni hlaut hann 1972. Áður vann Árni ýmis störf en við vélvirkjun starfaði hann í Vél- smiðjunni Héðni, Vélsmiðjunni Þrym og í Stálsmiðjunni í Reykja- vík. Seinna varð hann verkstjóri og umsjónarmaður véla í Breið- fjörðsblikksmiðju í Reykjavík og síðar í Vélsmiðjunni Norma í Garðabæ. Í júlí 1983 gengu þau Árni og Ragnhildur til liðs við fyrirtæki fjölskyldu Ragnhildar sem þá var myndbandaleigurnar Videosport og Bergvík sem síðar varð stórt innflutnings-, fjölföld- unar- og dreifingarfyrirtæki myndbanda og kvikmynda þar sem Árni starfaði til dauðadags. Útför Árna fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. 1991, og Kristín Jóns- dóttir, f. 13.9. 1922. Þau skildu þegar Ragnhildur var á unga aldri og gekk seinni maður Kristín- ar, Guðmundur Ólafs- son, f. 10.6. 1922, Ragnhildi í föðurstað. Börn Árna og Ragn- hildar eru: 1) Guðmundur, f. 10.4. 1967. Barn hans og Jit Khorchai er Ragnhildur, f. 26.1. 1995. 2) Unnur, f. 25.8.1971. Sambýlis- maður hennar er Abderrahim Sraidi. Börn þeirra eru Khadija Ósk, f. 20.6 1997, og Sara Kristín, f. 6.6. 1998. Áður átti Unnur Ragnhildi Dröfn Steingrímsdótt- ur, f. 16.4. 1991. 3) Sigurjón, f. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ástkæra eiginkona, Ragnhildur Gísladóttir. Elsku pabbi minn, nú ertu farinn frá mér og baráttan var hörð en þú stóðst þig eins og hetja. Og því mun ég ei gleyma. Ég gleymi ei þeim stundum sem þú áttir með mér og barnabörnum þínum sem þú reyndist svo vel. Alltaf gat ég leitað til þín. Þú studdir mig gegnum súrt og sætt. B4etri pabbi er vandfundinn. Hér er svo dapurt inni ó elsku pabbi minn, ég kem að kistu þinni og kveð þig hinzta sinn mér falla tár af trega en treginn ljúfsár er svo undur innilega, þau einmitt fróa mér. Ég þakka fræðslu þína um það sem dugar bezt er hjálpráð heimsins dvína og huggað getur mest þú gekkst með Guði einum og Guði vannst þitt starf hið sama af huga hreinum ég hljóta vil í arf. Nú ertu farinn frá mér en föðurráðin þín þau eru ávallt hjá mér og óma blítt til mín Guðs orðum áttu að trúa og ávallt hlýða þeim það mun þér blessun búa og ber þig öruggt heim. (B.J.) Ég mun sakna þín. Því missir minn er mikill. Ég mun ætíð geyma þig í hjarta mínu. Þín dóttir. Unnur. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja hann pabba minn, Árna Sigurjónsson. Hann dó að morgni föstudagsins 15. mars eftir erfiða og langvinna baráttu við sjaldgæfan lungnasjúkdóm. Hann pabbi minn reyndist mér alla tíð vel studdi mig og styrkti í gegnum lífið. Dóttur minni Ragnhildi sem er 7 ára og hálfbróður hennar Birgi sem er 9 ára var hann sá besti afi sem nokkur börn geta átt. Alla tíð hugsaði pabbi fyrst og fremst um aðra en sat frekar sjálfur á hakanum. Systkinum mínum, þeirra sambýlis- fólki og börnum reyndist hann á sama hátt. Alla studdi hann eftir föngum og hvatti áfram. Hjónaband pabba og mömmu var það hamingju- samasta sem ég hef séð, alla tíð var ástríki og umhyggja á milli þeirra. Síðustu sólarhringarnir sem pabbi átti á lungnadeild, A-6, Landspítal- ans í Fossvogi verða mér ógleyman- legir. Mamma og við systkinin þrjú vorum hjá honum þennan tíma. Sú ró, styrkur og festa sem hann sýndi allt til loka ásamt þeirri umhyggju sem hann sýndi okkur fjölskyldu sinni var ótrúleg reynsla að upplifa. Hann hugsaði fyrst og fremst um að okkur liði sem best en var æðrulaus yfir eigin örlögum. Honum var sér- staklega umhugað um mömmu og var fram á síðustu stundu að gefa henni ráð og leiðbeiningar um jafnvel hin smæstu atriði, t.d. viðgerð á þvottavélinni. Styrkur hans, það sem hann skildi eftir sig handa okkur og kenndi er eitthvað sem við búum allt- af að. Ég þakka honum pabba mínum þessar dýrmætu stundir, þann styrk og kraft sem hann gaf mér. Ég vil þakka öllu starfsfólki lungnadeildarinnar umönnun þess og alúð við pabba og veittan stuðning við mig og okkur öll. Og ennfremur vil ég þakka öllum þeim sem studdu við bakið á okkur og voru okkur innan handar og ávallt til taks þegar við gengum í gegnum þessa erfiðleika. Guðmundur Árnason. Elsku afi minn, ég man þegar við lékum okkur saman þegar ég var lítil. Þú hjálpaðir mér og huggaðir mig þegar ég meiddi mig eða leið illa. Ég mun sakna þín. Ragnhildur (Ransý afabarn). Það er ekki létt að setjast niður til að skrifa kveðjuorð til bróður síns. Bróður sem fallinn er frá langt fyrir aldur fram, aðeins einn mánuður í 55 ára afmælið. Elsta bróður okkar Snorra og Önnu Lísu, elsta sonar pabba og mömmu. Hann er horfinn á braut frá ástríkri eiginkonu sinni börnum og barnabörnum, okkur öll- um sem honum unnum. Missirinn er meiri en hægt er að lýsa, setja í orð, við höfum misst styrka stoð. Hann Snorri bróðir okkar Árna hringdi í mig að morgni föstudagsins 15. mars og sagði mér að hann Árni hefði dáið þá um morguninn. Þó að ég hafi vitað hvert stefndi var símtalið mér áfall og í mér varð tóm. Það tóm verður aldrei fyllt. Hann Árni bróðir var einstakur maður, dugnaður hans, atorka, hlýja og skilningur hans á hinu mannlega var meiri en flestum er gefið. Um dugnað hans segja kannski orð föð- urfólksins okkar sem ég heyrði sem unglingur mest. „Á Jaðri hefur aldrei verið neinn vinnumaður duglegri en Árni.“ Þessum orðum hvíslaði frænka okkar að mér í trúnaði þegar við vorum unglingar en mér finnst rétta stundin núna til að segja þau upphátt og veit að frænka okkar Árna sem sagði þessi orð er mér sam- mála. Þetta eru orð sem eiga að hljóma. Ástríkið sem ríkti milli Árna og eiginkonu hans, hennar Ransýar, var einstakt og alltaf var stutt í glettnina þeirra á milli. Að vera nærri þeim, sjá og finna hvernig samband þeirra var hefur gefið mörgum fordæmi til að lifa eftir. Þetta vita allir sem til þeirra þekkja. Árni var líka natinn við börn- in sín og barnabörn. Hann aðstoðaði þau eftir föngum að byggja sér bú þegar þau fóru eitt af öðru að heiman og hófu sinn eigin búskap. Hann var líka ólatur að hafa barnabörnin hjá sér og aldrei held ég að honum hafi liðið betur en þegar allur hópurinn var kringum hann með sínum ærslum og gáska. Gleðin skein úr augum hans og hann leiðbeindi og gaf á sinn einstaka hátt. Árni laðaði allt og alla að sér með orku sinni, gleði og fasi. Ég man það augnablik sem ég sá hana Ransý fyrst. Það var í forstof- unni í Skipasundi, hún var að heim- sækja Árna. Hún var þarna eins og drottning klædd í pels, þessi mynd líður mér aldrei úr minni. Hún er líka drottning og var alltaf drottningin hans Árna, hún var honum einstök kona. Aðdáun hans á henni og ást hans til hennar leyndist engum og hann sagði mér líka oft frá því hversu samband þeirra væri gott, þau hefðu alltaf náð saman og fundið sig með hvort öðru. Hann elskaði Ransý og sýndi henni einstaka umhyggju allt fram í andlátið. Árni var ekki tilbúinn að skilja við fyrr en hann hafði hnýtt alla lausa enda, gengið frá öllu þann- ig að Ransý byggi áfram við öryggi. Minnstu smáatriði skrifaði hann á blað þegar hann hafði ekki lengur orku til að mæla. Árni var umvafinn fjölskyldu sinni, Ransý og börnunum þremur, Gumma, Unni og Sigga sem ekki viku frá honum síðustu stundirnar. Þau stóðu öll saman, studdu hvert annað, veittu hvert öðru styrk og hlýju og Árni gaf þeim og styrkti þau og líka okkur öll sem til hans komu fram á síðustu mínútu. Við sem urð- um vitni að þessu, vitni að einstöku æðruleysi og styrk Árna og fjöl- skyldu hans höfum notið forréttinda og numið nokkuð sem verður okkur ógleymanlegur lærdómur. Við Árni höfum í gegnum árin átt margar stundirnar saman bæði við leik og störf, í gleði jafnt sem á erf- iðum tímum. Ég ætla ekki að rifja upp einstök atvik, þar er af allt of miklu að taka til að eitthvað eitt standi upp úr. Þær voru bara allt of fáar þessar stundir og hefðu átt að verða miklu fleiri. Árni var alltaf drif- fjöðurin eins og alls staðar þar sem hann kom og var. Stundum sló í brýnu á milli okkar Árna og við deild- um. Í þeim tilvikum var næstum und- antekningarlaust mínum brestum um að kenna, brestum sem Árni hef- ur fyrirgefið mér. Hann hafði ekki um það mörg orð heldur fólst fyrir- gefningin í framkomu hans við mig, hlýju hans og umhyggju. Honum var alltaf létt og eðlilegt að gefa af sér og fyrirgefa. Bróðir minn, ég þakka þér allt sem þú hefur gefið mér og kennt. Ég þakka þér líka það sem þú hefur gefið drengjunum mínum, í hjarta þeirra átt þú stórt rými. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, bróðir minn. Mamma, pabbi, Ransý mín, Gummi, Unnur, Siggi og þið öll. Ég er hjá ykkur í huga mínum og veit að það eru margir. Minningar okkar um Árna gefa okkur öllum styrk. Guð veri með ykkur öllum. Hörður. Í dag, fimmtudaginn 21. mars, verður bróðir minn og kær vinur jarðsunginn en hann lést langt um aldur fram sl. föstudag eftir erfið veikindi. Okkur í fjölskyldunni og öll- um sem til hans þekktu var orðið ljóst að hverju stefndi en þó er eins og við séum aldrei tilbúin að taka því þegar kallið kemur. Sjálfur horfðist Árni í augu við örlög sín af ólýsanleg- um sálarstyrk og æðruleysi og fram á hinstu stundu var hann fjölskyldu sinni sama styrka stoðin og hann hafði alla tíð reynst. Áræði, dugnaður, ósérhlífni, – áreiðanleiki og umhyggja eru eigin- leikar sem sannarlega eiga við um Árna bróður. Fyrsttöldu eiginleik- arnir komu fljótt í ljós og vöktu hrifn- ingu hjá foreldrunum en ollu jafn- framt áhyggjum. Árna lá alltaf á. Hann tók ákveðna stefnu og ekkert fékk stöðvað hann. Hann var farinn ÁRNI SIGURJÓNSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.