Morgunblaðið - 21.03.2002, Síða 49

Morgunblaðið - 21.03.2002, Síða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 49 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Maríanna skilur eftir sig og varðveita slíkar minningar sem gimsteina. Æfa okkur í að missa ekki sjónar á and- artakinu, gleðjast og hugsa til henn- ar, þegar við sjáum fiðrildin enn á ný dansa á litum vorsins. Margrét Zóphóníasdóttir, Kaupmannahöfn. Í dag kveðjum við æskuvinkonu okkar, Maríönnu, sem fallin er frá í blóma lífsins. Þegar ástkær vinkona er kölluð burt á besta aldri koma upp í hugann margar minningar. Efst í huga okkar er þakklæti fyrir að hafa kynnst Maríönnu, eytt með henni æsku- og unglingsárum og síðar vináttunni sem fjölskyldur okkar bundust og samverustundunum sem þær áttu saman. Tilveran verður skrítin án þín, kæra vinkona. Maríanna var einstaklega vel gerð og góð manneskja. Hún var ekki bara vinkona heldur sannur vinur í gleði og sorg. Alltaf að hugsa um okkur hin, hlúa að og rétta hjálparhönd. Hún var skemmtileg, hafði góða kímnigáfu og sá spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Við minnumst unglingsáranna þegar ekkert truflaði okkur í að skemmta okkur saman og hafa gam- an af lífinu hvort sem það voru bolta- leikir, skólaböll, bíóferðir á laugar- dagskvöldum eða – eilítið síðar – útilegur um verslunarmannahelgi, labba rúntinn og fara inn á Hressó. Tryggðar- og vinabönd rofnuðu aldrei, þrátt fyrir að við vinkonurnar færum hver sína leið. Maríanna fór í hjúkrun, kynntist Jens Pétri og eign- uðust þau augasteininn sinn, Lísu Björk. Við fjórar höfum verið í sauma- klúbbi í fjöldamörg ár. Styrkti það vináttu okkar enn frekar. Við höfum hjálpast að þegar eitthvað hefur stað- ið til hjá okkur og fjölskyldum okkar. Alltaf var Maríanna til staðar og verður hennar sárt saknað. Maríanna átti hugmyndina að því að stofna gönguklúbb með eigin- mönnum okkar og bestu vinum. Það gerðum við og ætluðum í okkar tí- undu ferð, til Aðalvíkur á Horn- ströndum, í sumar. Við höfum farið í margar skemmtilegar ferðir um landið ásamt frábæru vinafólki. Mar- íanna kemur ekki í þessa ferð en verður samt í huga okkar allra. Við eigum ógleymanlegar minningar um allar okkar góðu samverustundir. Elsku Jens Pétur og Lísa Björk, þið hafið misst óskaplega mikið. Minningin um yndislega eiginkonu og móður mun hjálpa ykkur gegnum erfiða tíma. Biðjum við þann sem öllu ræður að vera með ykkur og færa ykkur birtu og yl. Haraldi, föður Maríönnu, sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Hann þarf að horfa á eftir einkabarni sínu en við vitum að Lísa, móðir Maríönnu, tekur vel á móti henni og umvefur hana allri þeirri ástúð sem ætíð ríkti á milli þeirra mæðgna. Við vottum öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Maríönnu. Áslaug, Fríða og Kristín. Maríanna var falleg og björt yfir- litum, kankvís, brosmild og glöð. Hún kunni þá fágætu list að gera hvers- dagslegar stundir notalegar og eft- irminnilegar. Einfaldur morgunverð- ur, heimavið á Nesbala eða á ferðalagi með Maríönnu varð að há- tíðarstund. Það var ekki bara ríku- legt innihald þess sem neytt var og hún lagði til, heldur ekki síður þær umræður sem kviknuðu og Maríanna hafði svo einstakt lag á að glæða lífi og sál. Öll minnumst við slíkra stunda hvort heldur við vorum færri eða fleiri viðstödd hverju sinni og tilefnið lítið eða stórt. Það var gott að vera við borðið hennar Maríönnu. Hún virtist alltaf geta bætt fólki við borðið sitt og gefið því óskipta athygli sína og veitt af sínum gnægtabrunni, bæði í lífi og starfi. Hún hugsaði vel um fólkið sitt og lét sér annt um líðan þess í gleði og sorg. Við vorum svo lánsöm að vera í hópnum hennar Maríönnu og njóta umhyggju hennar og áhuga á lífi okk- ar og barnanna. Hver man ekki eftir því þegar Maríanna skaust inn úr dyrunum heima hjá okkur, göng- umóð í útivistarfötum og færði blóm barni sem lokið hafði mikilvægum áfanga. Hún sagði þá gjarnan auk þess að óska hjartanlega til ham- ingju: ,,Okkur Jens þykir svo vænt um þig og fylgjumst alltaf með þér.“ Barninu hlýnaði um hjartarætur og geymir andartakið með sér um alla tíð. Þegar við urðum fyrir ástvina- missi var hún fljót að láta vita af sér með hughreystingarorðum og hlut- tekningu. Maríanna færði okkur öllum statt og stöðugt blóm og ígildi blóma. Þeg- ar sorgin hefur nú kvatt dyra með ótímabærum hætti rifjum við upp með þakklæti að hafa fengið að ganga spöl með Maríönnu og verið velkomin að borðinu hennar. Þannig tekst okk- ur að yfirbuga sorgina og söknuðinn og varðveita bjarta minningu um gef- andi og hjartahlýja vinkonu. Jens og Maríanna voru einstak- lega samhent í öllu sem þau gerðu og gengu saman af miklum krafti með augasteininum sínum, Lísu. Nú eiga þau Lísa, Jens og Haraldur, faðir Maríönnu, um sárt að binda. Hugur okkar er hjá þeim á þessari erfiðu stundu. Við biðjum algóðan Guð að veita þeim styrk og gefa þeim bjartan dag að morgni. Fjölskyldurnar í badmintonhópnum UNION. Fyrir tíu árum ákvað saumaklúbb- urinn hennar Maríönnu að fara í gönguferð um hálendið og bauð nokkrum vinum að slást í för. Þetta var fyrsta gönguferð hópsins sem síð- an hefur á hverju sumri ferðast sam- an um óbyggðir landsins. Í fyrstu þurftum við að kynnast og átta okkur á styrk og veikleika hvers um sig og þá skipti máli að hafa konu eins og Maríönnu meðal okkar. Hún var allt- af boðin og búin að binda um hné, plástra tá og auman hæl og hlúa að öðrum líkamlegum meinum. En það sem skipti þó mestu máli var hvernig hún hafði vakandi auga með öllum, vildi að öllum liði vel, að allir nytu sín. Frá henni stafaði hlýju og góðvild sem gerði það að verkum að í návist hennar leið öllum vel. Við sem vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast henni munum sakna hennar um leið og við þökkum fyrir þann tíma sem við nutum saman. Mar- íanna gengur ekki lengur með okkur en minningin um hana lifir. Elsku Jens Pétur og Lísa, okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. gönguhópsins, Kristín Einarsdóttir. Við Maríanna störfuðum saman á heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi samfleytt í 8 ár. Á þessum árum tókst með okkur góður vinskapur og má segja að Maríanna hafi stutt leynt og ljóst við bakið á mér við uppbyggingu og þróun hjúkrunarþjónustu á heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi. Oft var mótbyr og erfiðir hjallar að yfirstíga og ætíð var Maríanna til staðar til að hlusta og hjálpa og tilbú- in að finna leiðir og ráð til að yfirstíga erfiðleikana. Ef ég fékk hugmynd sem ég vildi hrinda í framkvæmd, gat ég alltaf reitt mig á að Maríanna væri tilbúin að taka þátt í því að skipu- leggja og framkvæma. Hún sagði oft, við erum góðar saman Þórunn, þú færð hugmyndirnar og ég sé svo um að hjálpa þér að koma þeim í fram- kvæmd. Maríanna var einstök mann- eskja, umhyggjusöm, næm á líðan annarra, hlý, hjálpfús og sérstaklega natin við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hún lagði sig fram við að veita þeim sem hún sinnti framúr- skarandi þjónustu og uppskar í stað- inn aðdáun og þakklæti þeirra sem nutu umönnunar hennar. Hún sá líka um að halda félagslífinu á stöðinni gangandi, það eru ófáar göngu- og útivistarferðirnar sem hún skipulagði fyrir okkur starfsmennina til að efla félagsandann og njóta útiveru og hreyfingar. Þessa síðustu mánuði hefur hugur minn oft dvalið hjá Mar- íönnu og ég hef velt því fyrir mér hvað lífið er fallvallt og hvað við erum berskjölduð fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér. Ég þakka Maríönnu alla þá velvild, hlýju og stuðning sem hún sýndi mér á þeim átta árum sem við áttum samleið. Elsku Lísa og Jens Pétur, ég votta ykkur mín dýpstu samúð svo og Haraldi föður Maríönnu og öðrum ættingjum. Megi guð styrkja ykkur á þessari sorgar- stundu. Þórunn Ólafsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík.  Fleiri minningargreinar um Maríönnu Haraldsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Steindór Dan-íelsson fæddist í Guttormshaga í Holtum í Rangár- vallasýslu 10. sept- ember 1923. Hann lést á gjörgæslu- deild Landsspítalans í Fossvogi 13. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Daníel Daníelsson, bóndi í Guttorms- haga, f. 12.11. 1880, d. 10.4. 1932, og Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12.9. 1885, d. 2.9. 1977. Systkini Steindórs eru: Guðmundur, kennari og rithöf- undur, f. 4.10. 1910, d. 6.2. 1990; Valgerður húsfreyja, f. 19.3. 1912, d. 11.5. 1999; Þorsteinn bóndi, f. 28.10. 1913; Gunnar bílstjóri, f. 7.5. 1916, d. 13.9. 1997; Dagur ölgerðarmaður, f. 17.10. 1918, d. 27.7. 2001; Elín húsfreyja, f. 20.1. 1920; og Svava, húsfreyja og kennari, f. 31.12. 1927. Steindór kvæntist 17.4. 1954 eftirlifandi eiginkonu sinni Rannveigu Þorgerði Jóndótt- ur, ljósmóður og húsmóðir í Kópa- vogi, f. í Bolungar- vík 24.8. 1927. Börn þeirra eru 1) Rafn Hagan, iðnverka- maður í Reykjavík, f. 27.8. 1956, sam- býliskona Sigrún Guðjónsdóttir. Son- ur hans er Ágúst Emanúel. 2) Jón Örnólfur, múrarameistari í Kópavogi, f. 13.10. 1961, kvæntur Ágústu Magneu Jónsdóttir. Börn þeirra eru Magnea Hildur, Guðrún Þor- gerður, Jón Daníel Jóhann, Örn- ólfur Ágúst og Ágústa Margrét. 3) Magni Gunnar, múrari og arkitekt í Frakklandi, f. 24.4. 1967 kvæntur Marie-Ange Roms Steindórsson. Börn þeirra eru Maximilien Magni, Jóhann Nicolas, og Florian Pierre. Útför Steindórs fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Afi okkar var rosalega góður mað- ur. Á hverju kvöldi kom hann með dagblaðið til okkar og talaði þá alltaf við okkur. Og í hvert skipti sem við sváfum heima hjá þeim bauðst afi til að fara út í búð og kaupa það sem við vildum. Við fórum líka oft í bíltúra með þeim, t.d. út á Álftanes sem var rosalega gaman. Við löbbuðum um fjöruna, lékum okkur og borðuðum nestið í grasinu. Þar var ein kónguló í grasinu sem amma vildi ekki hafa hjá nestinu svo afi tók hana í burtu. Svo fórum við líka oft með honum í sund. Það var líka rosalega gaman og oft fengum við ís eða annað eftir sundferðirnar. Í fyrra var Maximil- ien frændi okkar hér frá Frakklandi og þá fór afi með hann og Jón Daníel í sund á hverjum degi og þeim fannst það skemmtilegt því þeir komust í rennibrautina. Afa fannst mjög gaman að skrifa og hann skrif- aði heilmikið. Hann kenndi okkur að leggja kapal og fleiri spil. Honum fannst gaman þegar við lásum sam- an og var nýfarinn að lesa með Jóni Daníel. Þegar við vorum í leikskóla fór hann oft með okkur þangað, sér- staklega Jón Daníel og Örnólf. Ágústa Margrét er nýbyrjuð þar svo hún fékk líka tækifæri til að fara með honum í leikskólann og heim af leikskólanum, en hana langaði alltaf í bílinn með afa. Þau neituðu oft að koma heim, því þau vildu fara með afa og fengu að gera það. En núna er hann farinn og þá er þetta ekki hægt lengur. Við söknum þín mikið afi og við gleymum aldrei tímanum okkar saman. Guðrún Þorgerður, Magnea Hildur, Jón Daníel Jóhann, Örnólfur Ágúst og Ágústa Margrét Jónsbörn. Elsku afi minn ég kveð þig með miklum söknuði. Við vorum mjög miklir mátar eins og þú sagðir alltaf. Það er svo margs að minnast um þig, elsku besti afi minn. Ég er svo lánsamur að hafa fengið að kynnast þér og dvelja hjá þér og ömmu um helgar og á sumrin. Og nú síðustu tæp tvö árin hef ég búið í kjallaran- um hjá ykkur. Þú varst alltaf að hjálpa mér og öllum í kringum þig. Þú sagðir ekki fyrir löngu að við værum leigubílastöð númer 9 og ég skildi ekki alveg, þú sagðir, við bú- um á Digranesheiði 9 = stöðinni 9. Ég man eftir því þegar þú keyrðir mig í vinnu síðustu árin og ég var að fara út úr bílum þínum, sagðir þú Emmi og ég leit á þig, þú sagðir, Emmi mundu að brosa og ég gerði það og fór svo að vinna. Ég veit að þú og amma vilduð mér vel. Ef þér fannst ekki vera nóg bakkelsi til þegar gesti bar að garði þá raukst þú út og náðir í heil ósköp af hinu og þessu. Ágúst Emanúel Rafnsson. STEINDÓR DANÍELSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. voru. Sem betur fer erfði dóttir hennar þennan hæfileika. Tengdamóður minni þótti í fyrstu ekki mikið til kunnáttu minnar koma í dönsku og sagði að ég mætti æfa mig á að tala við hana sem ég gerði. Um árangurinn læt ég aðra um að dæma en ekki er hægt að kenna henni um ef illa hefur tekist til, því hún var ætíð þolinmóð og leiðrétti mig á sinn vingjarnlega hátt. Edith hafði stórkostlega kímnigáfu sem sönnum Dana sæmdi og svo var hún með endemum orðheppin. En hún ruglaðist líka á orðum í íslensku eins og eitt árið á þjóðhátíðardaginn 17. júní, þegar systir Jóns kom í síðdeg- iskaffi uppáklædd þjóðbúningi með sperrtan barminn. Þá hrökk upp úr Edith: „Nej, kommer ikke selveste tröllkonan…“( ætlaði auðvitað að segja fjallkonan). Það eru ótal svona sögur sem lifa í minningunni. Edith var um fimmtugt þegar hún flutti með manni sínum, Jóni Magn- ússyni, ásamt þremur börnum, upp til Íslands. Það hlýtur að hafa verið mikil lífsháttarbreyting fyrir konu á þessum aldri að létta heimdragan- um, fara frá stórborginni Kaup- mannahöfn og hingað til Reykjavík- ur, með fullri virðingu fyrir mínu ástkæra landi. Enda voru fyrstu árin henni erfið, hún skildi aldrei þessa Íslendinga og þeir ekki hana. Á Ís- landi starfar „Dansk Kvindeklub“ sem dönsku konurnar sem höfðu flust til Íslands með íslenskum eig- inmönnum sínum, stofnuðu á 4. ára- tug síðustu aldar. Ef þessi fé- lagsskapur hefði ekki verið til staðar, held ég að lífið hjá mörgum þessara kvenna hefði verið óbærilegt. En e.t.v. þess vegna lærði hún aldrei al- veg að tala íslensku. Kristín, dóttir hennar, kann margar góðar sögur um viðskipti hennar við landann eins og þegar hún ætlaði að panta blóm vegna jarðarfarar frænku Jóns en stúlkan í blómabúðinn skildi hana alls ekki. Sagan er svona: Edith hringir í blómabúð og segir „at gammel frænka mannsins míns er död, og jeg skal panta blomster fyrir kirkjuna“. Stúlkan skilur ekki neitt og biður hana að endurtaka, og Edith segir þá það sama, en bætir við „að hun gamla frænka mannsins míns skal fara í mold“. Enn verður stúlkan hvumsa og biður hana að bíða augnablik, kallar á eigandann sem þá kemur í símann og þá hreytir Edith óþolinmóð út úr sér „skiljið tið ikke, at en gammel frænka mannsins míns er död og hun skal gróðurset- jast“….. Það var skellt á hana. Já, það gat verið erfitt fyrir hana á stundum. Edith hringdi í Kristínu, sagði henni frá viðskiptum sínum við blómabúðina og bað hana að taka að sér blómapöntunina. Edith var listfeng kona, teiknaði vel og málaði á postulín. Margir mjög fallegir hlutir prýða heimili af- komenda hennar er minna á þessa listrænu hæfileika sem hún bar ekki á torg. Edith var vörpuleg og myndarleg kona. Hún var hreinskiptin og blátt áfram. Hún var mjög sterk kona og stolt og hafði afar þægilega nærveru. Ömmubörnunum þremur þótti mjög vænt um hana og þau hændust að henni. Að leiðarlokum þakka ég tengda- móður minni samfylgdina. Megi minning um góða konu fylgja afkom- endum hennar og öðrum ástvinum um ókomna framtíð. Halldór S. Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.