Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 6
EKIÐ var á tvö börn á Fossheiði á
Selfossi um klukkan 19 í gær-
kvöldi.
Börnin eru 4 og 6 ára og munu
ekki hafa slasast alvarlega, en voru
flutt með sjúkrabifreið á Landspít-
alann í Fossvogi.
Að sögn lögreglunnar fóru börn-
in út á götuna í veg fyrir aðvífandi
bifreið en ökumaður hennar mun
ekki hafa haft nægilega gott útsýni
þar sem sól blindaði hann. Að sögn
lögreglunnar á Selfossi var hraði
bifreiðarinnar ekki mikill og lentu
börnin ekki undir henni, heldur
köstuðust af henni við höggið.
Ekið á börn
á Selfossi
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HART var deilt um lóðaúthlutanir,
meintan lóðaskort í Reykjavík og
æskilegan þéttleika byggðar í fram-
tíðarhverfum borgarinnar á borgar-
stjórnarfundi í gær. Sjálfstæðis-
menn gagnrýndu þá stefnu meiri-
hlutans að bjóða upp lóðir til
byggingarfyrirtækja. Þeir sögðu
hæstu tilboð í byggingarrétt rúm-
lega 100% hærri en venjuleg gatna-
gerðargjöld, sem þýði að gatnagerð
fyrir meðalstóra íbúð í fjölbýli sé um
1,5 milljónir króna.
„Þessi uppboðsstefna hækkar
byggingarverð, söluverð íbúða, fast-
eignaskatta og holræsagjöld, sem
eigendur íbúða og atvinnuhúsnæðis í
Reykjavík greiða,“ segir í bókun
Sjálfstæðisflokks frá borgarráðs-
fundi 9. apríl sem Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson borgarfulltrúi las upp á
fundi borgarstjórnar í gær.
Fyrirtækin þekkja markaðinn
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri sagði nýlegt uppboð lóða í
Grafarholti einmitt hafa leitt í ljós að
byggingarfyrirtækin í borginni
þekki inn á markaðinn og bregðist
við markaðsaðstæðum þegar þau
bjóða í lóðir. Meðalverð á íbúð í upp-
boðinu nú hafi verið um 11% lægra
en vorið 2001. Hún sagðist telja upp-
boð eðlilegt fyrirkomulag við lóðaút-
hlutun. Ekki sé um að ræða einstak-
linga sem sækjast eftir lóðum heldur
fyrirtæki. Þau framleiði vöru og selji
og sagðist Ingibjörg ekki telja eðli-
legt að „hráefni“ þeirra sé niður-
greitt.
Vilhjálmur sagði engum blöðum
um það að fletta að sá mikli lóða-
skortur sem hafi verið til staðar í
borginni á undanförnum árum hafi
haft mjög mikil áhrif á hækkun lóða-
verðs, þó fleiri þættir komi þar að.
Gagnrýndi hann að farið væri af stað
með lóðauppboð þegar lóðaskortur-
inn væri svona mikill.
Vilhjálmur sagði að á valdatíma
Sjálfstæðisflokksins 1987–1994 hafi
um 5.400 íbúðir verið fullgerðar í
Reykjavík. Síðustu tvö kjörtímabil
1995–2002 hafi um 4.000 íbúðir verið
fullgerðar. Þetta sé um 30% sam-
dráttur þrátt fyrir að mikil þensla
hafi verið á tímabilinu og íbúum hafi
fjölgað um mörg þúsund.
Í bókun borgarstjóra frá fundi
borgarráðs 9. apríl, sem Vilhjálmur
las upp á borgarstjórnarfundi í gær,
sagði borgarstjóri engan skort vera
á lóðum í Reykjavík, „eins og sést
best á því að stefnt er að því að út-
hluta lóðum fyrir um 500 íbúðir í
Grafarholti á þessu ári, auk lóða í
Bryggjuhverfi, nýju hverfi í Gufu-
nesi, í Norðlingaholti og jafnvel í
suðurhlíðum Úlfarsfells“.
Vilhjálmur sagði að ekki lægi fyrir
samþykkt deiliskipulag fyrir Gufu-
nes og Norðlingaholt og því ætti
hann erfitt með að sjá hvernig hægt
yrði að úthluta lóðum þar á þessu ári.
Ingibjörg sagði skipulag í Gufunesi á
lokastigi og að gert væri ráð fyrir að
hægt verði að hefjast þar handa við
uppbyggingu síðar á þessu ári.
Þéttleiki byggðar of
mikill í Norðlingaholti
Vilhjálmur sagðist telja þéttleika
byggðarinnar, sem er ráðgerður í
Gufunesi og Norðlingaholti, vera allt
of mikinn. Í Gufunesi eigi að vera 45
íbúðir á hektara og í Norðlingaholti
eigi að reisa 1.040 íbúðir. Hann
gagnrýndi einnig samsetningu
byggðarinnar. Í Norðlingaholti ættu
70–80% af byggðinni að vera fjölbýli
sem hann taldi allt of mikið. Í upp-
siglingu væri skelfilegt umhverfis-
slys.
Borgarstjóri sagðist telja ráðgerð-
an þéttleika byggðar í Gufunesi
raunhæfan. „Þéttleikinn í Bryggju-
hverfinu er 58 íbúðir á hektara og ég
hef ekki orðið þess vör að menn telji
það hverfi vera skelfilegt ásýndar. Í
Þingholtunum eru 60 íbúðir á hekt-
ara. Þetta fer eftir því hvernig hlut-
unum er fyrirkomið, t.d. hvernig
bílastæðum er fyrir komið, hvort þau
eru undir byggð eða ofanjarðar,“
sagði hún.
Ingibjörg sagði þá skipulags-
stefnu, sem unnið hefði verið eftir
síðustu áratugi við skipulagningu út-
hverfa, hafa beðið skipbrot. Núna
væri viðmiðið að byggja þéttar þann-
ig að auðveldara verði að þjónusta
íbúana og tryggja ákveðin gæði í
borgarsamfélaginu, um leið og greið-
ur aðgangur að útivistarsvæðum sé
tryggður. Hún sagði að sérbýli eigi
að vera 27% byggðarinnar í Norð-
lingaholti en í þann flokk falli ein-
býlishús, raðhús, parhús eða fjöl-
eignarhús sem hafa einkenni
sérbýlis.
Fyrirkomulag við úthlutun lóða gagnrýnt í borgarstjórn
Uppboð hækka lóðaverð
Fyrirtæki bregðast við aðstæðum og
meðalverð á íbúð nú 11% lægra en í
uppboði 2001, segir borgarstjóri
OLÍUFÉLAGIÐ Skeljungur hf. hef-
ur kært til Hæstaréttar úrskurð Hér-
aðsdóms Reykjavíkur þess efnis að
Samkeppnisstofnun þurfi ekki að
eyða tölvugögnum sem stofnunin
lagði hald á við húsleit hjá fyrirtæk-
inu í desember sl.
Þess er krafist að Hæstiréttur felli
úrskurðinn úr gildi og taki til greina
kröfur Skeljungs sem eru aðallega
þær að Samkeppnisstofnun verði
gert skylt að eyða öllum afritum
skjala á tölvutæku formi sem lagt var
hald á við húsleitina og vistuð eru á
tölvum Samkeppnisstofnunar. Til
vara að öllum afritum tölvupósts
verði eytt og til þrautavara að Sam-
keppnisstofnun sé óheimilt að opna
þau skjöl sem lagt var hald á.
546.000 tölvuskeyti
Skeljungur lýsir sig ósammála for-
sendum úrskurðar héraðsdóms en
þar segir, að þar sem Samkeppnis-
stofnun hafi haft heimild til húsleitar,
hafi stofnuninni verið heimil afritun
gagna á tölvutæku formi og augljóst
að með þá heimild í hendi hafi starfs-
menn hennar haft rétt á að kanna
gögn, þar á meðal persónuleg gögn
starfsmanna, eftir því sem rannsókn
krafði.
Meðal þess sem vísað er til í at-
hugasemdum með kærunni er að hér-
aðsdómur hafi ekki tekið afstöðu til
ýmissa atriða í málsástæðum fyrir-
tækisins, m.a. þess hvort Samkeppn-
isstofnun hafi verið heimilt að leggja
hald á gögn, áður en lagt var mat á
sönnunargildi þeirra. Óheimilt hafi
verið að leggja hald á öll tölvugögn fé-
lagsins í þeirri von að þar mætti finna
eitthvað til sakfellingar en meðal þess
sem var lagt hald á voru um 546.000
tölvuskeyti. Þá hafi verið brotið gegn
málsmeðferðarreglum og gegn
grundvallarréttindum starfsmanna
félagsins og þar með gegn lögum um
persónuvernd og ákvæðum Mann-
réttindasáttmála Evrópu.
Búist er við dómi Hæstaréttar inn-
an 14 daga.
Skeljungur kærir
til Hæstaréttar
vegna tölvugagna
Ytri endurskoðun
borgarinnar boðin út
að markmiði að styrkja innri endur-
skoðun á rekstri og framkvæmdum
borgarinnar og tryggja að ytri end-
urskoðun sé óháð jafnt í ásýnd sem
reynd.“
FRÁ næstu áramótum mun Borg-
arendurskoðun annast innri endur-
skoðun borgarinnar ásamt ráðgjöf
og leiðbeiningum í því sambandi en
ytri endurskoðun verði komið á
hendur utanaðkomandi aðila. Til-
laga borgarstjóra þessa efnis var
samþykkt með fjórtán samhljóða at-
kvæðum á fundi borgarstjórnar í
gær. Þá var lagt til að Borgarend-
urskoðun verði færð undir borgar-
ráð í skipuriti borgarinnar og að
borgarendurskoðandi sitji fundi
ráðsins.
Í greinargerð sem fylgdi tillög-
unni segir m.a. að innri endurskoð-
un sé sú starfsemi sem miðar að því
að tryggja að innra eftirlit sé virkt
og áhættu sé stýrt. Á þetta bæði við
um fjárhagslega þætti svo og aðra
þætti starfseminnar. „Sú breyting
sem hér er lögð til á skipulagi og
starfsemi endurskoðunar hefur það
Bílvelta
í Öxnadal
FARÞEGI í bifreið var fluttur með
sjúkrabifreið á Fjórðungssjúkrahús-
ið á Akureyri með háls- og bak-
meiðsli eftir bílveltu við Jónasarlund
í Öxnadal um hádegisbil í gær. Öku-
maður bifreiðarinnar missti vald í
ökutækinu með þeim afleiðingum að
það fór út af og hafnaði ofan í skurði.
BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðis-
flokksins eru í veigamiklum atriðum
ósammála tillögu að Aðalskipulagi
Reykjavíkur 2001–2024 sem sam-
þykkt var í borgarstjórn í gær. Þetta
kom fram í máli Ingu Jónu Þórðar-
dóttur og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar
og var ítrekað með bókun í lok fund-
arins. Inga Jóna nefndi fjögur atriði
sérstaklega og lagði Sjálfstæðisflokk-
urinn fram breytingatillögur vegna
þeirra; landnotkun í Geldinganesi og í
Laugardal, landfylling við Eiðs-
granda, og smábátahöfn á Kjalarnesi.
Tillaga minnihlutans um að sýna á að-
alskipulagsuppdrætti möguleika á
byggingu smábátahafnar á Kjalarnesi
var samþykkt en öðrum tillögum hans
var hafnað.
Í máli Ingu Jónu kom fram að sjálf-
stæðismenn teldu það mistök að
hverfa ekki frá úreltum hugmyndum á
landnotkun í Geldinganesi en sam-
kvæmt skipulagstillögunni er gert ráð
fyrir að þar verði að hluta hafnar- og
atvinnusvæði. Inga Jóna benti á að
íbúabyggð ætti að hafa forgang þegar
landnotkun í borgarkjarna væri ann-
ars vegar. Hún sagði sjálfstæðismenn
leggja áherslu á að vernda strand-
lengjuna og að byggð lagi sig að henni.
Sagði hún að með skipulaginu í Geld-
inganesi væri frestað lagningu Sunda-
brautar. Þar væru svikin loforð sem
gefin voru við sameiningu Reykjavík-
ur og Kjalarness.
Þá gagnrýndi hún grjótnám í
Geldinganesi og að strönd væri brot-
in upp á einum stað í borgarlandinu
til að flytja til landfyllingar á öðrum.
Sagði hún sjálfstæðismenn á móti
fyrirhugaðri landfyllingu við Eiðs-
granda og að lítið tillit hefði verið tekið
til mótmæla íbúa á svæðinu. Sagði hún
engar forsendur hafa verið settar fram
sem rökstyðji ákvörðunina, hvort hún
væri framkvæmanleg, hver áhrif á
umhverfið yrðu og hversu mikið land-
fyllingin myndi kosta. Þá lýsti hún
einnig gagnrýni á fyrirhugaða land-
fyllingu í Gufunesi. Benti hún á að
Náttúruvernd ríkisins hafi lagst gegn
áformum um landfyllingar.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins lögðu áherslu á að mikilvægt væri
að sýna með skýrum hætti hver land-
notkun í Laugardalnum ætti að vera
og að tryggja þyrfti að allt ónotað
svæði í dalnum yrði nýtt fyrir íþróttir
og útivist.
Inga Jóna fagnaði því að gert væri
ráð fyrir mislægum gatnamótum á
Kringlumýrarbraut og Miklubraut og
lagningu Hlíðarfótar við Öskjuhlíð og
Fossvogsbrautar í göngum. Sagði
hún R-listann áður hafa fallið frá
þessum samgöngumannvirkjum, sem
hún taldi auka umferðaröryggi í borg-
inni verulega mikið.
Sjálfstæðismenn deildu einnig á
skipulag Vatnsmýrarinnar, og í bók-
un þeirra segir að samkvæmt tillög-
unni yrði hvorki hægt að byggja upp í
Vatnsmýrinni með viðunandi hætti né
starfrækja þar flugvöll. „Full ástæða
er til að vekja athygli borgarbúa á því
að ákvörðun um eina flugbraut mun
óhjákvæmilega hafa í för með sér
lengingu flugbrautinnar út í Skerja-
fjörð til vesturs.“
Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi
R-listans og formaður skipulags- og
byggingarnefndar, sagði að komið hafi
verið til móts við mótmæli og athuga-
semdir sem bárust vegna skipulagstil-
lögunnar. Sagði hann nauðsynlegt að
gefa höfninni vaxtarrými til framtíðar
í Geldinganesi og benti á að efnt yrði til
hugmyndasamkeppnni um heildar-
skipulag Vatnsmýrarinnar. Árni sagði
að fyrir lægi að áður en til fram-
kvæmda við Eiðsgranda kæmi yrði
gert mat á umhverfisáhrifum.
Morgunblaðið/Golli
Íbúar umhverfis Landssímareitinn svokallaða hafa mótmælt hárri og þéttri byggð á svæðinu, en þétting byggð-
ar er eitt af markmiðum aðalskipulags Reykjavíkur 2001–2024 sem samþykkt var í borgarstjórn í gær.
Íbúabyggð hafi for-
gang í Geldinganesi
Sjálfstæðismenn ósammála tillögum að aðalskipulagi
TUGMILLJÓNA tjón varð í elds-
voða á Reyðarfirði í fyrrinótt þegar
kviknaði í bröggum við bílasöluna
Lykilbílar. Engan sakaði.
Miklar skemmdir urðu á bílasöl-
unni og bílunum þar inni vegna hit-
ans. Um 20 manns unnu að slökkvi-
störfunum og tókst þeim að bjarga
því litla sem bjargað varð á bílasöl-
unni og hefta frekari útbreiðslu elds-
ins. Bröggunum varð hins vegar ekki
bjargað og hrundu skömmu eftir að
slökkvilið kom á vettvang.
Eldsupptök eru ókunn en tildrög-
in eru í rannsókn hjá lögreglunni á
Eskifirði.
Mikið tjón
í eldsvoða
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦