Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 27 umhverfisvænu vörurnar F í t o n / S Í A F I 0 0 4 3 9 7 Bluecare -ód‡ru og B l u e c a r e RÉTTINDASTOFA Eddu – miðl- unar og útgáfu hefur gengið frá samningum við ítalska bókaforlag- ið Iperborea um útgáfu á Sjálf- stæðu fólki og Brekkukots- annál eftir Halldór Lax- ness. Þetta verður í fyrsta sinn sem Sjálf- stætt fólk kem- ur út á ítölsku og er það þrí- tugasta tungu- málið sem verkið er þýtt á. Brekkukotsannáll var gefinn út á Ítalíu árið 1968 en þá var bókin þýdd úr ensku. Nú verður sagan þýdd úr íslensku. Sjálfstætt fólk og Brekkukots- annáll koma út í röð öndvegisrita eftir norræna og hollenska höf- unda hjá Iperborea. Áður kom Úngfrúin góða og Húsið út í þess- um bókaflokki en meðal annarra rithöfunda sem þar eiga bækur eru Nóbelsskáldin Knut Hamsun, Selma Lagerlöf og Sigrid Undset, en einnig Thorkild Hansen, Ing- mar Bergman og Hollendingurinn Cees Nooteboom sem hlotið hefur Evrópsku bókmenntaverðlaunin. Gengið hefur verið frá samn- ingum um fjölda nýrra útgáfna á Sjálfstæðu fólki á liðnum árum. Nægir þar að nefna útgáfur Rand- om House í Bandaríkjunum, Har- vill Press í Englandi og De Geus í Hollandi en bókin hafði verið ófá- anleg í þessum löndum um áratuga skeið, auk þess sem verkið er að koma í fyrsta sinn út í Frakklandi og Brasilíu. Sjálfstætt fólk hefur verið gefið út á 28 tungumálum og er væntanlegt á tveimur til við- bótar þannig að gengið hefur verið frá samningum um útgáfur á þrjá- tíu tungumálum. Brekkukotsannáll hefur siglt í kjölfar Sjálfstæðs fólks um víða veröld. Sagan hefur á síðustu ár- um komið á ný út í Bandaríkjunum og Bretlandi og í nýjum þýðingum í Noregi og Þýskalandi en Hubert Seelow, sem þýddi bókina þar í landi var tilnefndur til Evrópsku bókmenntaverðlaunanna fyrir þá þýðingu. Alls hefur bókin komið út á nálega tveimur tugum tungu- mála. Sjálfstætt fólk á 30 málum Halldór Laxness MYNDEFNIÐ Sam- tímalist á almannafæri er sameiginlegt þema nýrra Norður- landafrímerkja sem koma fyrir almenn- ingssjónir þessa vik- urnar, en Norður- landafrímerki eru að öðru jöfnu gefin út þriðja hvert ár. Af hálfu Íslandspósts voru valin verkin Fyssa eftir Rúrí og Spenna eftir Hafstein Austmann sem komu fyr- ir almenningssjónir í gær. Í öðru frímerkinu er merki Norræna póstsambandsins en í hinu merki Norð- urlandaráðs, sem er 50 ára á þessu ári. Hönn- uður frímerkjanna er Elsa Nielsen og frí- merkin voru prentuð hjá The House of Questa í Englandi. Útgáfudagur frí- merkjanna er breyti- legur eftir löndunum, en gjafamappa sem allar Norðurlanda- þjóðirnar standa að og inniheldur öll frímerkin, kemur út 3. maí n.k. á öllum Norðurlöndunum. Íslensk samtíma- list á frímerki Dómkirkjan Kór Tónlistarskólans í Reykjavík syngur kl. 20.30. Flutt verða kórlög eftir tónskáldið Aulis Sallinen og söngvar fyrir kvennakór, horn og hörpu eftir J. Brahms. El- ísabet Waage leikur á hörpu, Stur- laugur Jón Björnsson og Ella Vala Ármundsdóttir á horn en stjórnandi er Marteinn H. Friðriksson. Nem- endur úr tónmenntakennaradeild stjórna kórnum í nokkrum lögum. Í DAG ÞRJÁR sýningar eru eftir á söng- leiknum Kolrössu eftir Þórunni Guðmundsdóttur sem leikfélagið Hugleikur sýnir í Tjarnarbíói. Næstu sýningar eru á morgun, laugardag, föstudaginn 26. apríl og laugardaginn 27. apríl og hefjast kl. 20. Leikstjóri er Jón Stefán Krist- jánsson. Kolrassa af fjölunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.