Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ EITT af því sem skiptir miklu máli hvað varðar búsetuskilyrði fólks er hvernig staða skólamála er í sveitarfé- laginu. Á Suðurnesjum hefur átt sér stað mjög já- kvæð uppbygging skólamála og hafa sveit- arstjórnir almennt sett þessi mál í forgangsröð- un. Þar sem ég þekki best til, þ.e. í Garðinum, hefur á síðustu árum verið gert stórátak í að bæta aðstöðu nemenda, kennara og annars starfsfólks. Verið er að stækka skólann, þannig að skól- inn verður einsetinn næsta haust. Þá er einnig verið að vinna að byggingu samkomusalar við skólann. Núver- andi meirihluti F-listans, framfara- sinnaðra kjósenda í Garði, hefur haft það að markmiði að bæta sem best öll starfsskilyrði skólans. Um síðustu áramót tók til starfa við Gerðaskóla nýr skólastjóri, Erna M. Sveinbjarnardóttir, sem kemur úr Reykjavík og þekkir vel til skóla- starfs þar. Það hefur verið mjög ánægjulegt fyrir okkur sveitarstjórn- armenn að heyra og sjá hennar yf- irlýsingar um það hversu vel sé búið að öllu skólastarfi hér og sérstaklega hve mál- um þeirra sem þurfi stuðning og séraðstoð sé vel sinnt. Það er mjög gaman fyrir okkur að fá þetta hrós. Núverandi skóla- stjóri hefur lagt fram metnaðarfullar tillögur um skipulagsbreyting- ar í skólastarfinu og til að bæta vinnuaðstöðu kennara. Þessar hug- myndir eru nú í skoðun en eins og fram kom hér að framan er það vilji meirihlutans að skóla- málin hafi forgang og þótt margt sé gott er ávallt hægt að gera betur. Fram hefur komið í fjölmiðlum að unnið er að undirbúningi stækkunar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ég hef átt sæti í nefnd fyrir hönd sveitarfé- laganna á Suðurnesjum, sem vinnur að þessum málum. Fagna ber hve já- kvætt menntamálaráðuneytið hefur tekið í að nauðsynlegt sé að stækka skólann til að auka enn og bæta alla aðstöðu til náms. Í Fjölbrautaskóla Suðurnesja er unnið mjög metnaðarfullt starf undir ötulli forystu Ólafs Jóns Arnbjörns- sonar skólameistara. Það er mikið at- riði að hægt verði áfram að vinna að uppbyggingu skólans. Núverandi skólahúsnæði er þegar orðið of þröngt og íbúaþróun á Suðurnesjum sýnir að hér er fjölgun íbúa og á eftir að verða enn meiri. Það er því nauðsynlegt að þetta mál komist í framkvæmd sem fyrst. Frá því Sjálfstæðisflokkurinn tók að sér menntamálaráðuneytið hefur þróun og viðhorf stjórnvalda til menntamála verið mjög gott og far- sælt. Sveitarfélögin hafa að mínu viti einnig staðið sig mjög vel frá því þau tóku alfarið að sér grunnskólann. Á flestum stöðum hefur uppbygging verið mikil og kjör kennara bætt frá því sem áður var. Það er líka höfuðatriði að skólamál- in séu í góðu lagi. Fyrir sveitarfélag eins og Garðinn, með rúmlega 1.200 íbúa, er það lykilatriði ásamt stöðu at- vinnumála að fólk sé ánægt með sína búsetu. Meirihluti F-listans mun áfram setja skólamálin í forgang fái hann stuðning kjósenda til að halda áfram sínum meirihluta í Garði. Skólamálin hafa forgang Sigurður Jónsson Garður Fyrir sveitarfélag eins og Garðinn, segir Sig- urður Jónsson, er það lykilatriði ásamt stöðu atvinnumála að fólk sé ánægt með sína búsetu. Höfundur er sveitarstjóri í Garði. innar frá öndverðri 19. öld. Þá var til umfjöll- unar hvar og hvernig hrossum væri fyrir komið í göturýminu, eða öllu heldur utan þess nema þegar nauð- syn bæri til meðan tek- ið væri af þeim eða byrðar reyrðar á. Þeg- ar bílarnir voru komnir til sögunnar og starfs- fólk í miðborginni farið að nota þá til að fara til vinnu í einhverjum mæli, þá voru settar reglur um takmarkað- an leyfilegan hámarks- stöðutíma við nokkrar helstu götur í miðborginni. Þetta var gert til að við- skiptavinir verslana og þjónustufyr- irtækja hefðu forgang að best stað- settu bílastæðunum með því að koma í veg fyrir að bílar starfsfólks tepptu þau langtímum saman. Árið var 1935, en sama ár fann blaðamaður í Texas upp stöðumælinn. Þar kom til sögu aðferð við að framfylgja reglum um hámarksstöðutíma á einfaldan hátt með kerfi sem stendur undir kostnaði þegar allir fara að reglun- um, en byggir ekki á því að eftirlit og framkvæmd sé annaðhvort fjár- magnað af almennu skattfé eða alfar- ið af tekjum vegna brota á reglunum. Þessi nýjung barst til Reykjavíkur árið 1957, en þá voru fyrstu stöðu- mælarnir settir upp í miðborginni. Bílastæðasjóður Reykjavíkur var svo stofnsettur í núverandi mynd ár- ið 1988 og síðan hafa orðið stórstígar framfarir í bílastæðamálum mið- borgarinnar með tilkomu 6 bílahúsa með um 1.000 stæðum, miðamæla á götum og opnum stæðum þar sem enginn ákvæði eru um leyfilegan há- markstíma, að ógleymdum íbúakort- um sem veita íbúum á gjaldskyldum svæðum ákveðna lausn sinna mála á mjög ódýran hátt. Stefna verður til Árið 1993 urðu ákveðin þáttaskil í starfsemi Bílastæðasjóðs, þegar í ljós kom að tekjur sjóðsins dugðu ekki að óbreyttu til að greiða bíla- húsin sem þá höfðu verið byggð. Ástæður þessa mátti meðal annars rekja til þess að breytingar á gjald- skrá, sem ætlað var að standa undir uppbyggingunni, náðu ekki fram að ganga. Neyðaráætlun var sett í gang ÞAÐ er ánægjulegt að verða var við þann mikla áhuga á miðborginni sem endurspeglast í umræðu um bílastæðamál að undanförnu. Til að skila okkur fram á veginn er mikilvægt að þeir sem láta sig málið varða reyni að hafa í huga þau grundvallaratriði sem liggja að baki afskiptum borgarinnar af bílastæða- málunum, og þessari grein er ætlað að upplýsa og skýra stefnu og áherslur borgaryfirvalda í þeim efn- um. Sögulegur fróðleikur Í Reykjavík eru til heimildir um skilmála sem varða umgengni veg- farenda um plássið á götum borgar- og öllum frekari áætl- unum um byggingu nýrra bílahúsa skotið á frest meðan þess var freistað að koma rekstri sjóðsins á rétt- an kjöl og lækka skuld- ir – án verulegra gjald- skrárbreytinga. Þetta tókst, og upp úr árinu 1995 var farið að und- irbúa frekari uppbygg- ingu. Mjög mikilvægur, en jafnframt tímafrek- ur, liður í þeirri vinnu var þátttaka í gerð Þró- unaráætlunar miðborg- arinnar, með víðtæku samráði við hagsmunaaðila, íbúa og stjórnmálamenn undir handleiðslu sérstakra ráðgjafa. Í Þróunaráætl- uninni kemur fram sú stefna sem nú er uppi í bílastæðamálum miðborg- arinnar, og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér hana (aðgengileg frá heimasíðu Bílastæðasjóðs, www.- rvk.is/bilast). Stefna í framkvæmd Þegar skýr stefna lá fyrir með samþykkt samgöngukafla Þróunar- áætlunarinnar var þegar hafist handa við undirbúning frekari upp- byggingar. Fyrsta mál á dagskrá var að tryggja að ekki yrði ráðist í fram- kvæmdir án þess að fyrir lægi að Bílastæðasjóður gæti staðið undir þeim. Það þýddi að gera varð um- fangsmiklar breytingar á gjaldskrá sjóðsins, sem miðuðust reyndar ekki eingöngu að hámörkun tekna heldur einnig að því að jafna nýtingu þeirrar aðstöðu sem þegar er til staðar og auka þannig strax framboð vel stað- settra skammtímastæða á eftirsótt- ustu stæðunum, við götukanta Laugavegar og Kvosar. Þessum áfanga lauk í júní árið 2000, og þá var hafist handa við næsta mál á dag- skrá, sem var að finna hentuga staði fyrir bílahús eða bílakjallara á tveim- ur svæðum, í Kvos annars vegar og austur undir Hlemmi hins vegar. Meginforsenda í staðarvali er að stæði sem verða byggð teljist vel staðsett skammtímastæði fyrir við- skiptavini verslunar og þjónustu í miðborginni. Það þýðir að leitað er möguleika inni í þröngri byggð mið- borgarsvæðisins á og við Laugaveg og Kvos, og það krefst samráðs og samkomulags við fjölda aðila í flest- um tilvikum. Þetta er tímafrek vinna, en þegar þetta er ritað má segja að Bílastæðasjóður sé í augnablikinu þátttakandi í byggingaverkefnum með alls um 1.650 stæðum í nýjum bílakjöllurum í miðborginni. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir við gerð kjallara fyrir 250 bíla undir Tjörninni hefjist á haustmánuðum, við Laugaveg/Hverfisgötu nokkru vestan Snorrabrautar er unnið að undirbúningi fyrsta áfanga að kjall- ara sem alls gæti fullbyggður rúmað rúmlega 600 bíla og nýlega var und- irritaður samningur ríkis og Reykja- víkurborgar um byggingu tónlistar- húss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels þar sem byggð verða alls 800 stæði við Geirsgötu, þar af 250 alfarið á vegum Bílastæðasjóðs. Þannig má vera ljóst að afskipti borgaryfirvalda af notkun bílastæða í miðborginni snúast um að útvega viðskiptavinum verslunar og þjón- ustu aðstöðu í vel staðsettum skammtímastæðum. Jafnframt er ljóst að kostnaðurinn við þessa starf- semi verður ekki tekinn af almennu skattfé, heldur er notendum þjónust- unnar gert að greiða kostnaðinn við hana. Að lokum er með réttu hægt að halda því fram, að allt frá árinu 1993 hafi verið tekið á bílastæðamálum miðborgarinnar af framsýni, festu, ábyrgð og stórhug þar sem rekstr- arlegar neyðarráðstafanir, stefnu- mótun til framtíðar og vel undirbúin framkvæmd þeirrar stefnu hafa komið í réttri röð. Með fjölgun bíla- stæða fyrir viðskiptavini miðborgar- innar er verið að búa í haginn fyrir frekari uppbyggingu verslunar og þjónustu á miðborgarsvæðinu og hlúa að þeirri starfsemi sem fyrir er, í því skyni að treysta miðborgina í sessi til frambúðar. Bílastæðamálin í miðborginni Stefán Haraldsson Reykjavík Notendum þjónust- unnar, segir Stefán Haraldsson, er gert að greiða kostnaðinn við hana. Höfundur er framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5 Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.