Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMSÁTUR ísraelskra hermanna um palestínska bardagamenn í Fæðingar- kirkjunni í Betlehem hef- ur nú staðið í 17 daga, og kveðst bæjarstjórinn í Betlehem fara þess á leit við Jóhannes Pál páfa að hann komi til bæjarins og reyni að finna lausn á mál- inu. Ísraelar segja að á meðal þeirra um 250 manna er láti fyrir berast í kirkjunni séu „um 30 manns“ sem séu hryðju- verkamenn og Ísraelar vilja fá framselda. Ekki hefur náðst í emb- ættismenn í Vatíkaninu til að fá viðbrögð við beiðni bæjarstjórans. Fjöldi Pal- estínumanna, óbreyttir borgarar, nunnur, munk- ar og bardagamenn, leit- uðu skjóls í kirkjunni, sem var reist fyrir 1.600 árum þar sem talið er að Krist- ur hafi komið í heiminn, annan apríl sl., eftir að bardagar palestínskra uppreisnarmanna og ísr- aelskra hermanna höfðu geisað í bænum. Síðan hafa Ísraelar setið um kirkjuna. Viðræður standa yfir Á miðvikudaginn skutu ísraelskir hermenn og særðu Palestínumann sem fór út úr kirkjunni. Sagði her- inn að tveir meintir bardagamenn hefðu komið út úr kirkjunni og nálgast hermenn en virt að vettugi skipanir um að nema staðar. Her- mennirnir hleyptu þá af skotum og særðu annan mannanna. Hann var síðar fluttur á sjúkrahús. Hinn maðurinn hljóp inn í kirkjuna aftur. Hana Nasser, bæjarstjóri í Betlehem, sagði að viðræður stæðu yfir við Ísraela um að binda enda á pattstöðuna í Fæðingarkirkjunni, en var ekki bjartsýnn á árangur. „Ef við getum ekki komist að skyn- samlegu samkomulagi sem tryggir öryggi þeirra sem eru inni í kirkj- unni á ég ekki annarra kosta völ en bjóða hans heilagleika, páfanum, að koma til landsins helga og heim- sækja Betlehem til þess að bjarga hinni fyrstu kirkju, Fæðingarkirkj- unni.“ Ísraelar segja að þeir vopnuðu menn, sem eru í kirkjunni, verði annaðhvort að koma fyrir dómstóla í Ísrael eða samþykkja að fara í útlegð til annars arabalands. Palestínu- menn vilja ekki ganga að þessum skilmálum. Aðstæður slæmar í kirkjunni Inni í kirkjunni eru að- stæður orðnar slæmar, að sögn palestínsks tánings, Jihad Abdel Rahman, sem var þar í tvær vikur, uns ísraelskir hermenn gripu hann er hann var að laum- ast út úr kirkjunni sl. mánudag. AP ræddi við hann á heimili hans í Dheisheh flóttamannabúð- unum skammt frá Betle- hem, og sagði Rahman að Ísraelarnir hefðu yfir- heyrt sig og síðan leyft sér að fara. „Það var kalt á nóttunni og lítill matur, svo að ég ákvað að yfirgefa Fæðing- arkirkjuna,“ sagði Rahm- an. Fólk deildi með sér spaghettíi og hrísgrjónum einu sinni á dag, sagði hann ennfremur. Vopnuðu mennirnir í kirkjunni hefðu skipt sér í tvo hópa, helmingurinn svæfi á nótt- unni og hinn helmingurinn stæði vörð. Palestínsku lögreglumennirn- ir væru vopnaðir AK-47 rifflum og hefðu hlaðið sandpokum við dyr ef ísraelsku hermennirnir skyldu reyna að svæla þá út með gasi. „Það var enginn óttasleginn á nóttunni, en allir reyndu að vera varkárir,“ sagði Rahman. „Fólk spilaði á spil, gerði að gamni sínu og hlustaði á fréttir, en okkur leið öll- um eins og við værum í fangelsi.“ Reynt að binda enda á umsátur ísraelskra hermanna um Fæðingarkirkjuna Bæjarstjórinn í Betle- hem biður páfa hjálpar Ísraelskur hermaður tekur í hönd munks þegar hermaðurinn kemur lyfjum til fólksins í Fæðingarkirkjunni. Ísraelski herinn dreifði þessari ljósmynd til fjölmiðla. ’ Okkur leið öllumeins og við værum í fangelsi ‘ AP Betlehem. AP. ERIK Lindbergh, barnabarn flug- mannsins fræga, Charles Lind- berghs, leggur á morgun upp í annan áfanga flugferðar sömu leið og afi hans fór 1927, er lauk í Par- ís eftir að Charles hafði orðið fyrstur manna til að fljúga einn síns liðs yfir Atlantshafið. Erik veifaði til viðstaddra þegar hann lagði upp frá San Diego á vest- urströnd Bandaríkjanna sl. sunnu- dagsmorgun, og lauk fyrsta áfanga þá um kvöldið er hann lenti í St. Louis í Mið-Bandaríkjunum. Á morgun heldur hann til Farm- ingdale í New York-ríki og fyrsta maí er áætlað að hann fari af stað yfir Atlantshafið til Parísar. Erik er 36 ára atvinnuflugmaður og listamaður. Ferð hans er þáttur í hátíðahöldum í tilefni af því að 75 ár eru síðan afi hans fór sitt fræga flug, sem einnig hófst í San Diego, þar sem flugvél hans, er bar nafnið The Spirit of St. Louis, var smíðuð. Flugvél Eriks er nefnd The New Spirit of St. Louis. Hún er af gerð- inni Lancair Columbia 300, smíðuð úr kolefnis- og glerblöndu og búin nýjasta og fullkomnasta leiðsögu- og öryggisbúnaði. Alls mun ferð Eriks taka um 17 klukkustundir, eða um það bil helming þess tíma sem það tók afa hans að fara þessa leið. AP Sömu leið og afi MÓNAKÓ er eitt af svokölluð- um skattaskjólum, sem neita að verða við tilmælum OECD, Efnahags- og framfarastofnun- ar Evrópu, um að breyta skattalögum í því skyni að koma í veg fyrir skattundan- drátt og peningaþvætti. Kom það fram hjá talsmanni stofn- unarinnar í París í gær. Seiichi Kondo, aðstoðarfram- kvæmdastjóri OECD, sagði, að auk Mónakós væri um að ræða smáríkin Andorra, Líberíu, Liechtenstein, Marshall-eyjar, Nauru og Vanuatu. Sagði hann, að framferði þessara ríkja í skattamálum væri ekki aðeins hættulegt skattkerfi annarra ríkja, einkanlega þróunarríkj- anna, heldur bein ógnun við traust og trúverðugleika hins alþjóðlega fjármálakerfis. Fyrir tveimur árum birti OECD lista yfir 35 ríki eða skattaskjól en nú hafa 28 þeirra bætt sitt ráð verulega. Otmar Hasler, forsætisráð- herra Liechtensteins, sagði í gær, að furstadæmið væri ávallt reiðubúið til samstarfs en neitaði því, að bankaleyndin og skattareglur þar ýttu undir peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverkastarfsemi. Liechtenstein hafði sam- vinnu við þá, sem rannsökuðu fjármál Sani heitins Abacha, fyrrverandi herstjóra í Níger- íu, en hann lét greipar sópa um fjárhirslur ríkisins. Eru bankar í Liechtenstein, Sviss, Lúxem- borg, Bretlandi og Jersey um þessar mundir að afhenda níg- erískum stjórnvöldum nærri 100 milljarða ísl. kr. af þýfinu. Skatta- skjólun- um hefur fækkað París. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.