Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 23
BRESKA tískuvörukeðjan Arcadia
Group, sem er að fimmtungi í eigu
Baugs hf., hagnaðist um tæpar 33
milljónir punda, eða sem svarar til
4,6 milljarða króna, á fyrri hluta
fjárhagsárs síns sem lauk 23. febr-
úar sl. Í fyrra varð tap af rekstri fé-
lagsins á fyrri hluta árs sem nam
ríflega 66 milljónum punda, eða 9,3
milljörðum króna. Umskiptin til
hins betra nema því rúmum 99
milljónum punda, eða 13,9 milljörð-
um króna, á milli ára.
Fyrir skatta og óregluleg gjöld
nam hagnaður Arcadia tæpum 58
milljónum punda (8,1 milljarði
króna) og er það aukning um tæp
60% frá sama tímabili í fyrra. Er
þetta ennfremur nokkuð umfram
áætlanir félagsins sem gerðu ráð
fyrir 52 milljóna punda hagnaði (7,3
milljarða króna) af fyrstu sex mán-
uðunum.
Skuldir lækka um 25 milljarða
Arcadia seldi fjölda vörumerkja á
síðasta ári og eftir standa sex merki
sem fyrirtækið hyggst beina kröft-
um sínum að. Þetta er Dorothy
Perkins, Burton, Evans, Wallis,
Topshop/Topman og Miss Selfridge.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur
fram að afkoma þessara vöru-
merkja hvers um sig hafi verið góð
á fyrri hluta rekstrarársins. Þá seg-
ir að veltuaukning miðað við sama
tímabil í fyrra hafi verið á bilinu
4,7% (Wallis) til 17,2% (Topshop) en
samdráttur í veltu var einungis hjá
Burton, um 0,6%. Heildarveltu-
aukning vörumerkjanna sex nam
7,4% en 9,4% þegar aðeins eru
bornar saman þær verslanir sem
starfræktar voru á báðum tímabil-
um. Þá dróst fermetrafjöldi í versl-
unum saman um alls 2,9% á meðan
sala á hvern fermetra jókst um
10,8% og framlegð merkjanna jókst
um alls 1,8%.
Nettóskuldastaða Arcadia var í
lok tímabilsins, í febrúar, 11 millj-
ónir punda (1,5 milljarðar króna) en
sjóðstreymi nam 130 milljónum
punda (18,2 milljörðum króna).
Í tilkynningu frá Baugi vegna
uppgjörsins er haft eftir Jóni Ás-
geiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs,
að sérlega ánægjulegt sé að sjá
lækkun skulda um 25 milljarða
króna. Jón Ásgeir minnir hins veg-
ar á að þrátt fyrir góðan hagnað af
rekstri fyrstu sex mánuða ársins
eigi félagið nokkuð í land til að ná
svipuðum árangri og önnur skráð
félög í sambærilegum rekstri, s.s.
Next, Inditex, og Hennes & Maur-
itz.
Baugur fær 300 milljónir á árinu
Arcadia hefur tilkynnt um að
greiddur verði 3,5 pensa arður
vegna milliuppgjörs af hverjum hlut
í fyrirtækinu í júlí nk. Baugur á
u.þ.b. 38 milljónir hluta og fær því í
sinn hlut ríflega 1,3 milljónir punda,
eða eitthvað um 186 milljónir króna.
Gert er ráð fyrir að Baugur fái alls
um 300 milljónir króna í arð af fjár-
festingunni í Arcadia á yfirstand-
andi ári, að því er segir í tilkynn-
ingu Baugs. Það mun vera svipuð
upphæð og vaxtagreiðslur Baugs
vegna lána sem voru tekin vegna
kaupa félagsins i Arcadia.
Gengi á hlutabréfum í Arcadia
hækkaði um nær 11% í gær eftir að
niðurstöður uppgjörsins voru birtar.
Verð bréfanna er nú 395 pens, sem
þýðir að markaðsvirði bréfa Baugs
nemur rúmum 150 milljónum punda
eða 21 milljarði íslenskra króna.
Gengi á bréfum í Baugi hækkaði
um tæp 6% á VÞÍ í gær og fór í
14,60. Markaðsvirði félagsins nemur
nú tæpum 25 milljörðum króna.
Gengi
bréfanna
hækkaði
um 11%
Veruleg umskipti
í rekstri Arcadia
„FYRIRKOMULAG við rekstur
Lífeyrissjóðsins Einingar er í einu
og öllu í samræmi við lög og sam-
þykktir sjóðsins sem staðfest eru af
fjármálaráðherra og Fjármálaeftir-
liti“, svaraði Hafliði Kristjánsson,
forstöðumaður sölu- og markaðs-
sviðs Kaupþings Morgunblaðinu í
gær þegar leitað var eftir viðbrögð-
um við athugasemdum Óttars
Yngvasonar, sjóðfélaga í Lífeyris-
sjóðnum Einingu, um stjórnunar-
hætti sjóðsins.
Hafliði sagði því fráleitt að gera
ráð fyrir því að Kaupþing væri á ein-
hvern hátt skaðabótaskylt vegna
fyrirkomulags við stjórnarkjör,
rekstur eða stjórnarákvarðanir
sjóðsins, eins og Óttar hélt fram í
Morgunblaðinu í gær.
Sami háttur hafður alls staðar
„Hér er staðið að málum með ná-
kvæmlega sama hætti og til dæmis
hjá Landsbanka, Búnaðarbanka, Ís-
landsbanka og öðrum fjármálastofn-
unum eða fyrirtækjum sem tengjast
rekstri lífeyrissjóða. Efasemdir Ótt-
ars eiga þar af leiðandi alls ekki við
Kaupþing og Lífeyrissjóðinn Ein-
ingu sérstaklega heldur í raun fyr-
irkomulag alls lífeyrissjóðakerfis
landsmanna.
Þetta verður rætt á aðalfundi Líf-
eyrissjóðsins Einingar alveg eins og
afkoma og árangur sjóðsins á und-
anförnum misserum. Það má vissu-
lega gagnrýna árangurinn, sem hef-
ur hefur valdið vonbrigðum eins og
reyndar er raunin hjá flestum eða
öllum öðrum lífeyrissjóðum landsins,
en vangaveltur um lögbrot eða hugs-
anlega skaðabótaskyldu eru algjör-
lega fráleitar.
Við munum ræða þetta efnislega á
ársfundi Lífeyrissjóðsins Einingar í
næstu viku“, sagði Hafliði.
Ummæli Óttars í blaðinu í gær
beindust ekki síður að endurskoð-
endum sjóðsins, sem er KPMG End-
urskoðun, en þeir kusu að tjá sig
ekki um málið að svo stöddu.
Kaupþing telur fráleitt að það sé
skaðabótaskylt vegna Einingar