Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 55 LÓAN verður fulltrúi Íslands í Evrópufuglasöngkeppn- inni í ár. Úrslit í net- og símakosningu Fuglvavernd- arfélagsins liggja fyrir og fékk lóan þriðjung atkvæða. Alls tóku 1.220 manns þátt í kosningunni. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingum gefst kostur á að velja þát- takanda í Evrópufuglasöngkeppninni. Heiðlóan var í fyrsta sæti með 33% atkvæða, í öðru sæti var músarrindillinn með 26% atkvæða og fast á hæla honum kom svo himbriminn með 24% atkvæða. Sól- skríkjan og skógarþrösturinn hlutu síðan færri atkvæði. Hinn 25. apríl næstkomandi verður hægt að fara á Net- ið og velja sigurvegara Evrópufuglasöngkeppninnar á vefsíðu eistneska Fuglaverndarfélagsins og er slóðin http://www.birdeurovision.org Einnig er hægt að komast inn á síðuna frá vefsíðu Fuglaverndarfélagsins á http:// www.fuglavernd.is og þar verður sagt frá framgangi ló- unnar, s.s. hvernig veðbankar meta möguleika hennar. Lóan keppir í Evrópu- fuglasöngkeppninni Ljósmynd/Jóhann Óli VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur gestur og flytur opnunarávarp á 83. ársþingi Þjóðræknisfélags Íslendinga, sem hefst í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag, en Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, verður með erindi á morg- un. Þingið er um margt sérstakt. Það fer nú fram í Bandaríkjunum í fyrsta sinn og hafa aldrei fleiri þátt- takendur sótt það frá Bandaríkjunum, Íslandi og Kan- ada, en gert er ráð fyrir um 300-400 manns. Til þessa hefur þingið farið fram í Kanada og í fyrra voru um 80 þingfulltrúar í Vancouver. Undirbúningur hefur staðið lengi yfir, bæði í Kanada, Minneapolis og á Íslandi, en Sigrid Johnson í Winnipeg er forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi. Viðamikil dagskrá verður á þinginu, sem heldur áfram á morgun og sunnudag, en m.a. taka sendiherrarnir Jón Baldvin Hannesson og Hjálmar W. Hannesson þátt í pallborðsumræðum. Til stóð að Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra héldi ræðu en hann er með forseta Ís- lands í Rússlandi og því hljóp Valgerður í skarðið. Tilgangur Þjóðræknisfélagsins er m.a. að efla tengsl Íslendingafélaganna í Kanada og Bandaríkjunum og tengsl þeirra við Ísland en undanfarin misseri hefur verið lögð mikil vinna í að reyna að koma öllum Íslend- ingafélögum vestra undir einn og sama hattinn. Morgunblaðið/Steinþór Frá undirbúningsfundi á heimili aðalræðismannshjónanna í Winnipeg í Kanada. Frá vinstri: Eygló Helga Har- aldsdóttir, Magnús Bjarnason, starfandi aðalræðismaður í New York, Eiður Guðnason, sendiherra, sem gegnir stöðu aðalræðismanns í Winnipeg, Ray Johnson, fyrrverandi forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga, Sigrid John- son, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi, og Neil Bardal, ræðismaður í Gimli. Metþátttaka í Minneapolis Ársþing Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi Minneapolis. Morgunblaðið. VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð boðar til ráð- stefnu um sveitarstjórnarmál í Kiwanishúsinu við Engjateig föstudag og laugardag 19.–20. apríl í Reykjavík. Ráðstefnan er einkum ætluð frambjóðendum VG til sveitarstjórnarkosninga 25. maí nk. en einnig öðrum áhuga- mönnum um sveitarstjórnarmál. Á ráðstefnunni verður fjallað um nýjar rannsóknir fræðimanna á sveitarfélögum á Íslandi og stefnu VG í málefnum sveitarfé- laga. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, mun kynna rannsókn sína á hlutverki og ár- angri sveitarfélaga og Grétar Þór Eyþórsson, forstöðu-maður Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, fjallar um rannsóknir á atvinnulífi í sveitarfélögum og byggðaþróun. Þá verður sérstak- lega fjallað um skyldur sveitarfé- laga við aldraða og mun Benedikt Davíðsson, formaður Landssam- bands eldri borgara, hefja þá um- ræðu. Frambjóðendur á listum sem VG býður fram eða á aðild að munu fjalla um stjórnmál og sveitarstjórnir, atvinnumál, um- hverfismál, byggðamál og vel- ferðarmál. Meðal fyrirlesara eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, og Rein- hard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. Þá munu efstu menn á U-listum á Akureyri, Kópavogi, Hafnarfirði, Bessastaðahreppi, Akranesi og Ísafirði, þau Valgerð- ur H. Bjarnadóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Sigurbergur Árna- son, Sigurður Magnússon, Halla I. Guðmundsdóttir og Lilja Rafn- ey Magnúsdóttir, hafa framsögu auk Árna Þórs Sigurðssonar og Katrínar Jakobsdóttur, R-listan- um Reykjavík, Ólafs Gunnarsson- ar og Jóhönnu Magnúsdóttur, M-lista Mosfellsbæ, og Kristínar Sigfúsdóttur, U-lista, Akureyri. Eftir hádegi á laugardegi er dagskráin einkum ætluð fram- bjóðendum og verður þá fjallað um undirbúning kosninganna 25. maí nk., m.a. um fjölmiðla, fundi, framsögn, framkomu og fleira. Ráðstefnan hefst kl. 13 á föstudag og lýkur kl. 15.30 á laugardag. Ráðstefnugjald er 2.300 krónur og er hádegisverður á laugardegi innifalinn. Ráðstefna VG um sveitarstjórnarmál D-LISTI framboðs sjálfstæðismanna til sveitarstjórnarkosninga á Austur- Héraði 2002 hefur verið ákveðinn. Listann skipa: 1. Soffía Lárusdótt- ir framkvæmdastjóri, 2. Ágústa Björnsdóttir skrifstofustjóri, 3. Guð- mundur Sveinsson jarðfræðingur, 4. Helgi Sigurðsson tannlæknir, 5. Þor- steinn Guðmundsson bóndi, 6. Sigrún Harðardóttir náms- og félagsráð- gjafi, 7. Þórhallur Borgarsson húsa- smiður, 8. Skúli Magnússon fashana- og skógarbóndi, 9. Aðalsteinn Þór- hallsson byggingartæknifræðingur, 10. Elín Sigríður Einarsdóttir BSC rekstrarfræðingur, 11. Hildigunnur Sigþórsdóttir bóndi, 12. Guðjón Sig- mundsson framkvæmdastjóri, 13. Sóley Rut Ísleifsdóttir bóndi og 14. Dagný Sigurðardóttir póstaf- greiðslumaður. Listi sjálf- stæðismanna á Austur- Héraði Egilsstöðum. Morgunblaðið. F-LISTINN, framboð til sveitar- stjórnar Eyjafjarðarsveitar í kosn- ingunum 25. maí næstkomandi, hefur verið samþykktur af bak- landi listans. F-listinn bauð einnig fram fyrir síðustu kosningar og fékk þá fimm af sjö fulltrúum í sveitarstjórn. Efnt var til forvals vegna upp- stillingar á framboðslistann og gáfu nítján kost á sér í því. Alls greiddu 114 manns atkvæði í for- valinu og við endanlega uppröðun á listann var niðurstaða forvalsins höfð til hliðsjónar. F-listinn er þannig skipaður: 1. Hólmgeir Karlsson, Dvergs- stöðum. 2. Jón Jónsson, Stekkjar- flötum. 3. Dýrleif Jónsdóttir, Litla- Garði. 4. Gunnar Valur Eyþórsson, Öngulsstöðum 3. 5. Valdimar Gunnarsson, Rein 2. 6. Björk Sig- urðardóttir, Stokkahlöðum 1. 7. Ív- ar Ragnarsson, Hrafnagili. 8. Hrefna L. Ingólfsdóttir, Ásum. 9. Hreiðar Hreiðarsson, Skák. 10. Sigurgeir Hreinsson, Hríshóli. 11. Gunnur Ýr Stefánsdóttir, Punkti. 12. Guðbjörg Huld Grétarsdóttir, Vallartröð 4. 13. Gylfi Ketilsson, Syðri-Tjörnum. 14. Birgir H. Ara- son, Gullbrekku. F-listinn í Eyjafirði FRAMBOÐSLISTA Sjálfstæðis- flokksins á Akranesi til sveitar- stjórnarkosninga 25. maí skipa eft- irtalin, en listinn var samþykktur einróma á fundi fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna á Akranesi 13. apríl: 1. Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri og bæjar- fulltrúi, 2. Guðrún Elsa Gunnars- dóttir iðnrekstrarfræðingur, 3. Jón Gunnlaugsson, umdæmisstjóri og bæjarfulltrúi, 4. Þórður Þórðarson bifreiðastjóri, 5. Sæmundur Víg- lundsson byggingartæknifræðingur, 6. Sævar Haukdal framkvæmda- stjóri, 7. Hallveig Skúladóttir hjúkr- unarfræðingur, 8. Eydís Aðalbjörns- dóttir, landfræðingur/kennari, 9. Lárus Ársælsson verkfræðingur, 10. Kristjana Guðjónsdóttir nemi, 11. Egill Ragnarsson veitingamaður, 12. Ingþór Bergmann Þórhallsson pípu- lagningamaður, 13. Ragnheiður Ólafsdóttir deildarstjóri, 14. Eiður Ólafsson skipstjóri, 15. Elín Sigur- björnsdóttir hjúkrunarfræðingur, 16. Elínbjörg Magnúsdóttir skrif- stofumaður, 17. Ingibjörg Ólafsdótt- ir húsfreyja, 18. Guðjón Guðmunds- son alþingismaður. Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi hefur í dag þrjá bæjarfulltrúa. Listi sjálfstæð- ismanna á Akranesi TINDAR, félag jafnaðar-, vinstri- manna og óháðra bjóða fram eftirfar- andi lista við bæjarstjórnarkosning- arnar á Seyðisfirði 25. maí. Listann skipa: 1. Cecil Haraldsson sóknarprestur, 2. Jón Halldór Guð- mundsson skrifstofustjóri, 3. Árdís Sigurðardóttir verkakona, 4. Guðrún Katrín Árnadóttir leikskólakennari, 5. Snorri Emilsson tómstunda- fulltrúi, 6. Inga Hrefna Sveinbjarn- ardóttir húsmóðir, 7. Hjalti Þór Bergsson atvinnurekandi, 8. Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarstjóri, 9. Þor- kell Helgason kennari, 10. Jóhanna Gísladóttir framkvæmdast., 11. Stef- án Smári Magnússon verkamaður, 12. Ágústa Berg Sveinsdóttir leikskóla- stjóri, 13. Magnús B. Svavarsson sjó- maður og 14. Ólafía Þ. Stefánsdóttir, kennslu- og leikskólaráðgjafi. Listi Tinda á Seyðisfirði BIRTUR hefur verið Ó-listi, listi óháðra í nýju sameinuðu sveitarfé- lagi í vesturhluta Rangárvalla- sýslu, en í sveitarstjórnarkosning- unum í vor verður í fyrsta sinn kosið eftir sameiningu þriggja hreppa, þ.e. Rangárvallahrepps, Djúpárhrepps og Holta- og Land- sveitar, en sameiningin tekur gildi eftir kosningar. Listinn er þannig skipaður: 1. Heimir Hafsteinsson oddviti, Djúp- árhreppi, 2. Elísabet S. Jóhanns- dóttir kennari, Holta- og Land- sveit. 3. Eggert V. Guðmundsson verkstjóri, Rangárvallahreppi. 4. Þröstur Sigurðsson, framkv.stjóri, Rangárvallahreppi. 5. Margrét Eggertsdóttir bóndi, Holta- og Landsveit. 6. Þorbjörg Atladóttir ferðaþjónustubóndi, Rangárvalla- hreppi. 7. Halldóra Gunnarsdóttir verslunarstjóri, Djúpárhreppi. 8. Gunnar Guttormsson kúabóndi, Holta- og Landsveit. 9. Gísli Stef- ánsson kjötiðnaðarmaður, Rangár- vallahreppi. 10. Guðný R. Tómas- dóttir skrifstofumaður, Rangárvallahreppi. 11. Anna L. Torfadóttir leikskólastjóri, Djúpár- hreppi. 12. Gestur Ágústsson skólabílstjóri, Djúpárhreppi. 13. Ólafur Andrésson bóndi, Holta- og Landsveit. 14. Jón Jónsson bifvéla- virki, Rangárvallahreppi. 15. Ómar Diðriksson rakari, Djúpárhreppi. 16. Sigurjón Helgason nemi, Holta- og Landsveit. 17. Steindór Tóm- asson verkamaður, Rangárvalla- hreppi. 18. Sigrún Haraldsdóttir matráðskona, Holta- og Landsveit. Óháð framboð í vesturhluta Rangárþings Hellu. Morgunblaðið. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Samtökum ferðaþjónustunnar: „Samtök ferðaþjónustunnar fagna undirritun samkomulags milli ríkis og Reykjavíkurborgar um byggingu ráðstefnu- og tónlistarhúss auk hót- els, sem rísa mun við Reykjavíkur- höfn. Bygging ráðstefnuhúss tónlist- arhúss og hótels mun í framtíðinni verða mikil lyftistöng fyrir íslenska ferðaþjónustu og stórauka þau verð- mætu og fjölbreyttu viðskipti sem fylgja funda- og ráðstefnuhaldi. Ljóst er að áhrif ráðstefnuhúss í Reykjavík munu ná víðar en til Reykjavíkur og nágrennis vegna hins mikla framboðs afþreyingar sem boðið er um land allt og er gjarn- an nýtt í tengslum við fundi og ráð- stefnur. Samtök ferðaþjónustunnar leggja einnig ríka áherslu á að þegar í stað verði hugað að stóraukinni markaðssetningu lands og borgar vegna þessa og er nauðsynlegt að bæði Reykjavíkurborg og ríki komi þar myndarlega að málum. Það er von Samtaka ferðaþjónust- unnar að markvisst og faglega verði nú unnið að uppbyggingu þeirra mannvirkja sem rísa munu við Reykjavíkurhöfn og að fullt samráð verði haft við ferðaþjónustuna á öll- um stigum málsins.“ Fagna byggingu ráðstefnu- og tónlistarhúss FRESTUR til að skila inn umsókn- um um styrki úr Menningarsjóði Sjóvár-Almennra trygginga hf. rennur út miðvikudaginn 24. apríl. Veittir eru styrkir til málefna á sviði menningar, lista, íþrótta og forvarna en tilgangur sjóðsins er að styrkja málefni sem horfa til heilla í íslensku samfélagi. Sjóðurinn var stofnaður árið 1997 og hafa fyrir hans tilstuðlan verið veittir styrkir að upphæð 11 milljónir króna. Á síðasta ári bár- ust sjóðnum rúmlega 170 umsóknir en 10 þeirra hlutu samþykki stjórnar. Styrkir Menn- ingarsjóðs Sjó- vár-Almennra UM Reykjaveginn verður farin rað- ganga í átta áföngum á vegum Úti- vistar. Fyrsta gangan verður laugar- daginn 21. apríl og hefst við Stóru-Sandvík og gengið verður um Eldvörp að Þorbjarnarfelli. Útilegu- mannakofarnir við Eldvörp verða skoðaðir. Þetta er um 12 km löng ganga. Brottför kl. 10.30 frá BSÍ. Verð kr. 1.500 fyrir félaga. 1.700 kr. fyrir aðra. Fararstjóri verður Margrét Björns- dóttir, segir í fréttatilkynningu. Raðganga um Reykjaveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.