Morgunblaðið - 19.04.2002, Side 55

Morgunblaðið - 19.04.2002, Side 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 55 LÓAN verður fulltrúi Íslands í Evrópufuglasöngkeppn- inni í ár. Úrslit í net- og símakosningu Fuglvavernd- arfélagsins liggja fyrir og fékk lóan þriðjung atkvæða. Alls tóku 1.220 manns þátt í kosningunni. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingum gefst kostur á að velja þát- takanda í Evrópufuglasöngkeppninni. Heiðlóan var í fyrsta sæti með 33% atkvæða, í öðru sæti var músarrindillinn með 26% atkvæða og fast á hæla honum kom svo himbriminn með 24% atkvæða. Sól- skríkjan og skógarþrösturinn hlutu síðan færri atkvæði. Hinn 25. apríl næstkomandi verður hægt að fara á Net- ið og velja sigurvegara Evrópufuglasöngkeppninnar á vefsíðu eistneska Fuglaverndarfélagsins og er slóðin http://www.birdeurovision.org Einnig er hægt að komast inn á síðuna frá vefsíðu Fuglaverndarfélagsins á http:// www.fuglavernd.is og þar verður sagt frá framgangi ló- unnar, s.s. hvernig veðbankar meta möguleika hennar. Lóan keppir í Evrópu- fuglasöngkeppninni Ljósmynd/Jóhann Óli VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur gestur og flytur opnunarávarp á 83. ársþingi Þjóðræknisfélags Íslendinga, sem hefst í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag, en Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, verður með erindi á morg- un. Þingið er um margt sérstakt. Það fer nú fram í Bandaríkjunum í fyrsta sinn og hafa aldrei fleiri þátt- takendur sótt það frá Bandaríkjunum, Íslandi og Kan- ada, en gert er ráð fyrir um 300-400 manns. Til þessa hefur þingið farið fram í Kanada og í fyrra voru um 80 þingfulltrúar í Vancouver. Undirbúningur hefur staðið lengi yfir, bæði í Kanada, Minneapolis og á Íslandi, en Sigrid Johnson í Winnipeg er forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi. Viðamikil dagskrá verður á þinginu, sem heldur áfram á morgun og sunnudag, en m.a. taka sendiherrarnir Jón Baldvin Hannesson og Hjálmar W. Hannesson þátt í pallborðsumræðum. Til stóð að Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra héldi ræðu en hann er með forseta Ís- lands í Rússlandi og því hljóp Valgerður í skarðið. Tilgangur Þjóðræknisfélagsins er m.a. að efla tengsl Íslendingafélaganna í Kanada og Bandaríkjunum og tengsl þeirra við Ísland en undanfarin misseri hefur verið lögð mikil vinna í að reyna að koma öllum Íslend- ingafélögum vestra undir einn og sama hattinn. Morgunblaðið/Steinþór Frá undirbúningsfundi á heimili aðalræðismannshjónanna í Winnipeg í Kanada. Frá vinstri: Eygló Helga Har- aldsdóttir, Magnús Bjarnason, starfandi aðalræðismaður í New York, Eiður Guðnason, sendiherra, sem gegnir stöðu aðalræðismanns í Winnipeg, Ray Johnson, fyrrverandi forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga, Sigrid John- son, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi, og Neil Bardal, ræðismaður í Gimli. Metþátttaka í Minneapolis Ársþing Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi Minneapolis. Morgunblaðið. VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð boðar til ráð- stefnu um sveitarstjórnarmál í Kiwanishúsinu við Engjateig föstudag og laugardag 19.–20. apríl í Reykjavík. Ráðstefnan er einkum ætluð frambjóðendum VG til sveitarstjórnarkosninga 25. maí nk. en einnig öðrum áhuga- mönnum um sveitarstjórnarmál. Á ráðstefnunni verður fjallað um nýjar rannsóknir fræðimanna á sveitarfélögum á Íslandi og stefnu VG í málefnum sveitarfé- laga. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, mun kynna rannsókn sína á hlutverki og ár- angri sveitarfélaga og Grétar Þór Eyþórsson, forstöðu-maður Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, fjallar um rannsóknir á atvinnulífi í sveitarfélögum og byggðaþróun. Þá verður sérstak- lega fjallað um skyldur sveitarfé- laga við aldraða og mun Benedikt Davíðsson, formaður Landssam- bands eldri borgara, hefja þá um- ræðu. Frambjóðendur á listum sem VG býður fram eða á aðild að munu fjalla um stjórnmál og sveitarstjórnir, atvinnumál, um- hverfismál, byggðamál og vel- ferðarmál. Meðal fyrirlesara eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, og Rein- hard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. Þá munu efstu menn á U-listum á Akureyri, Kópavogi, Hafnarfirði, Bessastaðahreppi, Akranesi og Ísafirði, þau Valgerð- ur H. Bjarnadóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Sigurbergur Árna- son, Sigurður Magnússon, Halla I. Guðmundsdóttir og Lilja Rafn- ey Magnúsdóttir, hafa framsögu auk Árna Þórs Sigurðssonar og Katrínar Jakobsdóttur, R-listan- um Reykjavík, Ólafs Gunnarsson- ar og Jóhönnu Magnúsdóttur, M-lista Mosfellsbæ, og Kristínar Sigfúsdóttur, U-lista, Akureyri. Eftir hádegi á laugardegi er dagskráin einkum ætluð fram- bjóðendum og verður þá fjallað um undirbúning kosninganna 25. maí nk., m.a. um fjölmiðla, fundi, framsögn, framkomu og fleira. Ráðstefnan hefst kl. 13 á föstudag og lýkur kl. 15.30 á laugardag. Ráðstefnugjald er 2.300 krónur og er hádegisverður á laugardegi innifalinn. Ráðstefna VG um sveitarstjórnarmál D-LISTI framboðs sjálfstæðismanna til sveitarstjórnarkosninga á Austur- Héraði 2002 hefur verið ákveðinn. Listann skipa: 1. Soffía Lárusdótt- ir framkvæmdastjóri, 2. Ágústa Björnsdóttir skrifstofustjóri, 3. Guð- mundur Sveinsson jarðfræðingur, 4. Helgi Sigurðsson tannlæknir, 5. Þor- steinn Guðmundsson bóndi, 6. Sigrún Harðardóttir náms- og félagsráð- gjafi, 7. Þórhallur Borgarsson húsa- smiður, 8. Skúli Magnússon fashana- og skógarbóndi, 9. Aðalsteinn Þór- hallsson byggingartæknifræðingur, 10. Elín Sigríður Einarsdóttir BSC rekstrarfræðingur, 11. Hildigunnur Sigþórsdóttir bóndi, 12. Guðjón Sig- mundsson framkvæmdastjóri, 13. Sóley Rut Ísleifsdóttir bóndi og 14. Dagný Sigurðardóttir póstaf- greiðslumaður. Listi sjálf- stæðismanna á Austur- Héraði Egilsstöðum. Morgunblaðið. F-LISTINN, framboð til sveitar- stjórnar Eyjafjarðarsveitar í kosn- ingunum 25. maí næstkomandi, hefur verið samþykktur af bak- landi listans. F-listinn bauð einnig fram fyrir síðustu kosningar og fékk þá fimm af sjö fulltrúum í sveitarstjórn. Efnt var til forvals vegna upp- stillingar á framboðslistann og gáfu nítján kost á sér í því. Alls greiddu 114 manns atkvæði í for- valinu og við endanlega uppröðun á listann var niðurstaða forvalsins höfð til hliðsjónar. F-listinn er þannig skipaður: 1. Hólmgeir Karlsson, Dvergs- stöðum. 2. Jón Jónsson, Stekkjar- flötum. 3. Dýrleif Jónsdóttir, Litla- Garði. 4. Gunnar Valur Eyþórsson, Öngulsstöðum 3. 5. Valdimar Gunnarsson, Rein 2. 6. Björk Sig- urðardóttir, Stokkahlöðum 1. 7. Ív- ar Ragnarsson, Hrafnagili. 8. Hrefna L. Ingólfsdóttir, Ásum. 9. Hreiðar Hreiðarsson, Skák. 10. Sigurgeir Hreinsson, Hríshóli. 11. Gunnur Ýr Stefánsdóttir, Punkti. 12. Guðbjörg Huld Grétarsdóttir, Vallartröð 4. 13. Gylfi Ketilsson, Syðri-Tjörnum. 14. Birgir H. Ara- son, Gullbrekku. F-listinn í Eyjafirði FRAMBOÐSLISTA Sjálfstæðis- flokksins á Akranesi til sveitar- stjórnarkosninga 25. maí skipa eft- irtalin, en listinn var samþykktur einróma á fundi fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna á Akranesi 13. apríl: 1. Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri og bæjar- fulltrúi, 2. Guðrún Elsa Gunnars- dóttir iðnrekstrarfræðingur, 3. Jón Gunnlaugsson, umdæmisstjóri og bæjarfulltrúi, 4. Þórður Þórðarson bifreiðastjóri, 5. Sæmundur Víg- lundsson byggingartæknifræðingur, 6. Sævar Haukdal framkvæmda- stjóri, 7. Hallveig Skúladóttir hjúkr- unarfræðingur, 8. Eydís Aðalbjörns- dóttir, landfræðingur/kennari, 9. Lárus Ársælsson verkfræðingur, 10. Kristjana Guðjónsdóttir nemi, 11. Egill Ragnarsson veitingamaður, 12. Ingþór Bergmann Þórhallsson pípu- lagningamaður, 13. Ragnheiður Ólafsdóttir deildarstjóri, 14. Eiður Ólafsson skipstjóri, 15. Elín Sigur- björnsdóttir hjúkrunarfræðingur, 16. Elínbjörg Magnúsdóttir skrif- stofumaður, 17. Ingibjörg Ólafsdótt- ir húsfreyja, 18. Guðjón Guðmunds- son alþingismaður. Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi hefur í dag þrjá bæjarfulltrúa. Listi sjálfstæð- ismanna á Akranesi TINDAR, félag jafnaðar-, vinstri- manna og óháðra bjóða fram eftirfar- andi lista við bæjarstjórnarkosning- arnar á Seyðisfirði 25. maí. Listann skipa: 1. Cecil Haraldsson sóknarprestur, 2. Jón Halldór Guð- mundsson skrifstofustjóri, 3. Árdís Sigurðardóttir verkakona, 4. Guðrún Katrín Árnadóttir leikskólakennari, 5. Snorri Emilsson tómstunda- fulltrúi, 6. Inga Hrefna Sveinbjarn- ardóttir húsmóðir, 7. Hjalti Þór Bergsson atvinnurekandi, 8. Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarstjóri, 9. Þor- kell Helgason kennari, 10. Jóhanna Gísladóttir framkvæmdast., 11. Stef- án Smári Magnússon verkamaður, 12. Ágústa Berg Sveinsdóttir leikskóla- stjóri, 13. Magnús B. Svavarsson sjó- maður og 14. Ólafía Þ. Stefánsdóttir, kennslu- og leikskólaráðgjafi. Listi Tinda á Seyðisfirði BIRTUR hefur verið Ó-listi, listi óháðra í nýju sameinuðu sveitarfé- lagi í vesturhluta Rangárvalla- sýslu, en í sveitarstjórnarkosning- unum í vor verður í fyrsta sinn kosið eftir sameiningu þriggja hreppa, þ.e. Rangárvallahrepps, Djúpárhrepps og Holta- og Land- sveitar, en sameiningin tekur gildi eftir kosningar. Listinn er þannig skipaður: 1. Heimir Hafsteinsson oddviti, Djúp- árhreppi, 2. Elísabet S. Jóhanns- dóttir kennari, Holta- og Land- sveit. 3. Eggert V. Guðmundsson verkstjóri, Rangárvallahreppi. 4. Þröstur Sigurðsson, framkv.stjóri, Rangárvallahreppi. 5. Margrét Eggertsdóttir bóndi, Holta- og Landsveit. 6. Þorbjörg Atladóttir ferðaþjónustubóndi, Rangárvalla- hreppi. 7. Halldóra Gunnarsdóttir verslunarstjóri, Djúpárhreppi. 8. Gunnar Guttormsson kúabóndi, Holta- og Landsveit. 9. Gísli Stef- ánsson kjötiðnaðarmaður, Rangár- vallahreppi. 10. Guðný R. Tómas- dóttir skrifstofumaður, Rangárvallahreppi. 11. Anna L. Torfadóttir leikskólastjóri, Djúpár- hreppi. 12. Gestur Ágústsson skólabílstjóri, Djúpárhreppi. 13. Ólafur Andrésson bóndi, Holta- og Landsveit. 14. Jón Jónsson bifvéla- virki, Rangárvallahreppi. 15. Ómar Diðriksson rakari, Djúpárhreppi. 16. Sigurjón Helgason nemi, Holta- og Landsveit. 17. Steindór Tóm- asson verkamaður, Rangárvalla- hreppi. 18. Sigrún Haraldsdóttir matráðskona, Holta- og Landsveit. Óháð framboð í vesturhluta Rangárþings Hellu. Morgunblaðið. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Samtökum ferðaþjónustunnar: „Samtök ferðaþjónustunnar fagna undirritun samkomulags milli ríkis og Reykjavíkurborgar um byggingu ráðstefnu- og tónlistarhúss auk hót- els, sem rísa mun við Reykjavíkur- höfn. Bygging ráðstefnuhúss tónlist- arhúss og hótels mun í framtíðinni verða mikil lyftistöng fyrir íslenska ferðaþjónustu og stórauka þau verð- mætu og fjölbreyttu viðskipti sem fylgja funda- og ráðstefnuhaldi. Ljóst er að áhrif ráðstefnuhúss í Reykjavík munu ná víðar en til Reykjavíkur og nágrennis vegna hins mikla framboðs afþreyingar sem boðið er um land allt og er gjarn- an nýtt í tengslum við fundi og ráð- stefnur. Samtök ferðaþjónustunnar leggja einnig ríka áherslu á að þegar í stað verði hugað að stóraukinni markaðssetningu lands og borgar vegna þessa og er nauðsynlegt að bæði Reykjavíkurborg og ríki komi þar myndarlega að málum. Það er von Samtaka ferðaþjónust- unnar að markvisst og faglega verði nú unnið að uppbyggingu þeirra mannvirkja sem rísa munu við Reykjavíkurhöfn og að fullt samráð verði haft við ferðaþjónustuna á öll- um stigum málsins.“ Fagna byggingu ráðstefnu- og tónlistarhúss FRESTUR til að skila inn umsókn- um um styrki úr Menningarsjóði Sjóvár-Almennra trygginga hf. rennur út miðvikudaginn 24. apríl. Veittir eru styrkir til málefna á sviði menningar, lista, íþrótta og forvarna en tilgangur sjóðsins er að styrkja málefni sem horfa til heilla í íslensku samfélagi. Sjóðurinn var stofnaður árið 1997 og hafa fyrir hans tilstuðlan verið veittir styrkir að upphæð 11 milljónir króna. Á síðasta ári bár- ust sjóðnum rúmlega 170 umsóknir en 10 þeirra hlutu samþykki stjórnar. Styrkir Menn- ingarsjóðs Sjó- vár-Almennra UM Reykjaveginn verður farin rað- ganga í átta áföngum á vegum Úti- vistar. Fyrsta gangan verður laugar- daginn 21. apríl og hefst við Stóru-Sandvík og gengið verður um Eldvörp að Þorbjarnarfelli. Útilegu- mannakofarnir við Eldvörp verða skoðaðir. Þetta er um 12 km löng ganga. Brottför kl. 10.30 frá BSÍ. Verð kr. 1.500 fyrir félaga. 1.700 kr. fyrir aðra. Fararstjóri verður Margrét Björns- dóttir, segir í fréttatilkynningu. Raðganga um Reykjaveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.