Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 43
hefðu verið að kveikja bál á lóð
heima hjá þeim síðarnefnda, sem lá
að lóð Vignis. Skyndilega breyttist
vindátt og logarnir sleiktu hús Vign-
is. Strákarnir reyndu að slökkva eld-
inn en réðu ekki neitt við neitt. Þá
kom Vignir til bjargar og í stað þess
að hundskamma strákana eins og
þeir bjuggust við og áttu skilið sagði
hann aðeins góðlátlega: „Strákar
mínir, þetta megið þið aldrei gera
aftur.“ Löngu seinna sögðu strák-
arnir frá því að við slökkvistarfið
hefði Vignir tapað úrinu sínu, en það
fékk hann ekki til að skipta skapi.
Það er mikill söknuður að Vigni,
hans stóra brosi og góða viðmóti.
Gatan okkar verður ekki sú sama
eftir að hann er farinn. Við sendum
Guðrúnu og fjölskyldu okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Þorbjörg og Guðmundur.
Sagt hefur verið um golfíþróttina
að þar kynnist maður eiginleikum
manna best. Íþróttin er leikin sam-
kvæmt ströngum reglum og þar
mæta menn margs konar hindrun-
um sem erfitt getur verið að glíma
við og margar áhættur í veginum.
Við Vignir lékum saman nokkrum
sinnum á Spáni aðeins fáeinum dög-
um áður en hann lést. Það var mikil
lífsreynsla að fá tækifæri til að leika
með þessum gallharða og duglega
dreng sem lét ekki aftra sér misjafnt
veður til golfiðkunar heldur lagði
ótrauður í ’ann á hverjum degi og
lék samfleytt í tíu daga í ferðinni.
Það var ótrúlegt að fylgjast með
því hvernig hugur hans flutti hann
áfram og yfirbugaði veikan líkam-
ann. Mér er sérstaklega minnisstætt
eitt atvik á vellinum á síðasta degi í
golfmóti ferðarinnar en það var á ell-
eftu holu sem við lékum þennan dag.
Hann var ekki alveg sáttur við
frammistöðu sína fram að henni en
holan var 140 metra par þrjú hola og
hann hafði ekki náð að skora nema
fáeina punkta fram að þessu. Hann
sló upphafshögg sem lenti í glompu
rétt við flötina. Það var vel blautt á
vellinum vegna mikilla rigninga og
minn maður gekk að boltanum í
glompunni og sló. En boltinn hrökk
aðeins upp á bakkann í blautt grasið.
Vignir varð dálítið pirraður yfir
högginu og var það í fyrsta sinn í
allri ferðinni sem ég sá hann skipta
skapi. Hann sló boltann aftur með
sandjárninu af 20 metra færi og
beint í holu. Glæsilegt högg og nýr
maður birtist okkur félögum hans.
Fullur af lífskrafti og einstakri gleði
lék hann restina af vellinum með
glæsibrag og skoraði punkta á
hverri holu.
Það var síðan um kvöldið sem
Vignir og Guðrún komu saman með
ferðafélögunum og þar tók Guðrún
við verðlaunum fyrir glæsilegan
árangur á mótinu en hún lék einmitt
á sínu besta skori í ferðinni. Vignir
var alsæll og ánægður fyrir hönd
sinnar heittelskuðu og verður þessi
kvöldstund okkur öllum sem þar
vorum saman komin minnisstæð.
Minnisstæð fyrir það að hafa fengið
tækifæri til að fylgjast með því
hvernig maður getur tekist á við
mjög erfiðan sjúkdóm og aldrei látið
bugast þó að vissulega hafi oft verið
ástæða til. Og minnisstæð ferð fyrir
það að sjá hvað þau hjónin voru sam-
stiga og hamingjusöm þegar þau
dönsuðu síðasta dansinn. Ógleyman-
leg stund.
Vignir vildi ekki missa af neinu í
ferðinni. Hann kom snemma í morg-
unmatinn og sat með fólkinu á
kvöldin. Hann naut félagsskaparins í
hvívetna og var hvers manns hug-
ljúfi með sitt fallega gefandi bros.
Hann sagði mér að hann hefði
hreinlega þráð það mest af öllu síð-
ustu dagana í meðferðinni að fá að
sjá sólina, grænt grasið, blómin og
fulgana og það hefði verið ástæða
þess að þau hjónin fóru í þessa ferð
sem síðan reyndist verða þeirra síð-
asta að þessu sinni. Það var okkur
Margréti Guðsgjöf að fá að kynnast
Vigni og Guðrúnu þessa fáu daga
sem við áttum saman og öllum þeim
sem í ferðinni voru.
Megi minningin um góðan dreng
styrkja þig, elsku Guðrún og fjöl-
skyldur ykkar, á þessari sorgar-
stundu. Hvíl í friði, góði drengur.
Baldvin og Margrét.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 43
✝ Baldvin S. Ott-ósson fæddist á
Akureyri 4. apríl
1944. Hann lést 12.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Þórlaug Baldvins-
dóttir verslunarmað-
ur, f. 3.11. 1922, og
Ottó Valdimarsson
rafmagnsverkfræð-
ingur, f. 27.7. 1926,
d. 13.12. 1998. Þór-
laug var í sambúð
með Friðriki Kjart-
anssyni, ökukenn-
ara, f. 21.5. 1924,
d.22.11. 1988. Börn þeirra eru:
Bryndís hárgreiðslumeistari, f.
10.9. 1948, Róbert kaupmaður, f.
10.2. 1950, og Kjartan bifreiða-
stjóri, f. 5.2. 1952. Ottó flutti til
Svíþjóðar og kvæntist þar Önnu
Brittu Gustafsson. Þau slitu sam-
vistum. Börn þeirra eru Mats
Sverrir, f. 29.10. 1949, Lars Stef-
án, f. 14.5. 1951, Kristján Valdi-
mar, f. 19.7. 1953, María, f. 21.1.
1956, Tryggvi, f. 2.3. 1961, og Eva,
f. 27.9. 1964
Baldvin ólst upp á Akureyri og
ur, f. 2.7. 1953, og bjuggu þau í
Ljósheimum 6, Reykjavík. For-
eldrar hennar eru Sigríður
Bjarnadóttir húsmóðir, f. 12.7.
1918, og Sigurður Einarssonar
verkamaður, f. 21.9. 1918. Börn
Álfheiðar eru: 1) Jón V. Bjarnason
verslunarmaður, f. 14.8. 1971,
kvæntur Lindu Jónasdóttur versl-
unarmanni, f. 21.8. 1969. Börn
þeirra eru Bjarni Ásgeir, f. 2.6.
1995, og Guðrún Saga, f. 25.3.
1997. 2) Sigríður Bjarnadóttir bók-
ari, f. 23.7. 1973, og 3) Benedikt
Bjarnason svæðanuddari, f. 18.8.
1978, kvæntur Ann-Sofie Lundh
svæðanuddara, f. 31.12. 1976.
Í maí 1967 hóf Baldvin störf hjá
lögreglunni í Reykjavík. Þar starf-
aði hann meðal annars í umferð-
ardeild, sá um umferðarfræðslu í
skólum, slysarannsóknadeild, við
fjarskipta- og tölvumál embættis-
ins um tíma og að lokum starfaði
hann við fullnustudeild. Hann var
gerður að aðalvarðstjóra 1988 og
starfaði sem slíkur til dauðadags.
Hann gekk í Ökukennarafélag
Íslands 1979 og var virkur öku-
kennari um árabil. Hann var for-
maður Klúbbanna öruggur akstur
frá 1981 til 1988 og sat í Umferð-
arráði til margra ára. Baldvin var
frímúrari frá 1983.
Útför Baldvins verður gerð frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
bjó þar fram yfir
menntaskólaár.
Hinn 27. nóvember
1965 kvæntist Baldvin
Sigrúnu Sigurðar-
dóttur, f. 23.12. 1942,
d. 10.5. 2000, og fluttu
þau til Reykjavíkur
árið 1965. Þau slitu
samvistum. Börn
þeirra eru: 1) Helga
Rut viðskiptafræðing-
ur, f. 5.10. 1968, gift
Ólafi Kj. Halldórssyni
viðskiptafræðingi, f.
7.4. 1963. Börn þeirra
eru Daníel Smári
Hallgrímsson, f. 9.11. 1990, Elísa
Rut Hallgrímsdóttir, f. 26.10. 1992,
og óskírður Ólafsson, f. 22.3. 2002.
2) Sigurður Birgir, lögreglumaður
í Vík í Mýrdal, f. 23.10. 1973, í sam-
búð með Lindu Lorange. Börn
þeirra eru: Alexander Baldvin, f.
30.9. 1998, Kristófer Ingi, f. 9.4.
2000, Elsa Lind, f. 30.10. 1986,
Kjartan Steinar, f. 11.3. 1991,
Emelía Ósk, f. 14.5. 1995, Guð-
björg María f. 28.1. 1998.
Baldvin kvæntist hinn 27.1. 2001
Álfheiði Sigurðardóttur húsmóð-
Baldvin, kær vinur, er nú horfinn
á braut. Baldvin afi er dáinn. Baldvin
kom seint inn í okkar líf er hann
kynntist og seinna kvæntist Álfheiði
móður okkar. Gleði okkar allra var
mikil þegar þau byrjuðu að vera
saman, gleði þeirra var áþreifanleg
og innileg ást skein úr augum
beggja. Öllum sem umgengust þau
hjón var ljóst að djúp ást og ham-
ingja umvafði þau bæði, ástfangnara
og samrýndara par var erfitt að
finna. Margar voru ferðirnar sem
farnar voru út á land eða erlendis til
að hitta fjölskyldu og vini, slaka á og
skemmta sér á góðri stundu. Í hug-
um barna okkar varð hann strax
Baldvin afi, en börnin fundu strax
sálufélaga í honum, hlýja hans og
hrekkir gerðu öllum ljóst að hér fór
lífsglaður maður. Þau voru dugleg að
fá litlu krílin í heimsókn til dagsferða
eða gistingar. Sorgin er því mikil því
að á stuttum tíma fundum við börnin
góðan vin og afa í Baldvin. Baldvin
var góður vinur allra sem hann
þekktu og vildi allt fyrir mann gera
þegar eitthvað bjátaði á. Minning um
góðan mann mun lifa áfram í hjört-
um okkar og gleðin sem hann færði
móður okkar er dýrmætasta gjöf
sem hann gaf okkur öllum. Hvíldu í
friði, elsku vinur.
Þín börn
Jovvi, Linda, Sigríður,
Benedikt, Ann-Sofie, Bjarni
Ásgeir og Guðrún Saga.
Það var mikið áfall þegar móðir
mín hringdi og sagði að Balli væri
látinn. Þá fer hugurinn að reika og
minnist ég Balla sem ungs manns á
Akureyri. Balli giftist 1965 Sigrúnu
Sigurðardóttur föðursystur minni
sem lést 10. maí 2000. Mig langar að
minnast Balla með nokkrum orðum
um sorgina og gleðina eftir Kahlil Gi-
bran (Spámaðurinn).
„Hann svaraði: Sorgin er gríma
gleðinnar og lindin, sem er upp-
spretta gleðinnar, var oft full af tár-
um. Og hvernig ætti það öðruvísi að
vera? Þeim mun dýpra sem sorgin
grefur sig í hjarta manns, þeim mun
meiri gleði getur það rúmað. Er ekki
bikarinn, sem geymir vín þitt,
brenndur í eldi smiðjunnar? Og var
ekki hljóðpípan, sem mildar skap
þitt, holuð innan með hnífum? Skoð-
aðu hug þinn vel, þegar þú ert glað-
ur, og þú munt sjá, að aðeins það,
sem valdið hefur hryggð þinni, gerir
þig glaðan. Þegar þú ert sorgmædd-
ur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín, sum ykkar segja:
„Í heimi hér er meira af gleði en
sorg.“ Og aðrir segja: „Nei, sorgirn-
ar eru fleiri.“ En ég segi þér, sorgin
og gleðin ferðast saman að húsi þínu,
og þegar önnur situr við borð þitt,
sefur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt
milli gleði og sorgar. Jafnvægi nærð
þú aðeins á þínum dauðu stundum.
Þegar sál þín vegur gull sitt og silfur
á metaskálum, hlýtur gleðin og sorg-
in að koma og fara.“
Elsku Helga, Óli, Siggi, Linda,
barnabörn, móðir, systkini og Álf-
heiður, megi góður Guð gefa ykkur
styrk og ljós.
Elsku Balli, hvíl þú í Guðs friði.
Jórunn A. Sigurðardóttir,
Stefanía G. Ástþórsdóttir,
Tómas I. Jórunnarson.
Góður samstarfsmaður til margra
ára, Baldvin Ottósson aðalvarðstjóri í
lögreglunni í Reykjavík, hefur ótíma-
bært verið burtkallaður. Eftir sitja
hjá mér minningar um margvísleg
störf hans að umferðarmálum, sem
hann sinnti með miklum ágætum.
Hann annaðist m.a. umferðarfræðslu
í skólum af hálfu lögreglunnar um
margra ára skeið og náði mjög vel til
barna og unglinga með fágaðri fram-
komu sinni og reisn. Í tengslum við
það starf áttum við saman margar
ánægjustundir í útlöndum, þar sem
Baldvin sá með öðrum um farar-
stjórn íslenskra keppenda í hjólreiða-
keppnum á vegum alþjóðasamtaka
umferðarráða.
Baldvin var virkur félagi í Klúbb-
unum Öruggur akstur, sem Sam-
vinnutryggingar ráku á árum áður.
Ferðaðist hann þá víða um land og
flutti fyrirlestra um umferðarmál á
fundum þeirra mætu klúbba og á
þeim vettvangi gat hann sér gott orð,
svo og í Umferðarráði þar sem hann
átti sæti fyrir klúbbana, í sex ár sem
aðalfulltrúi og þrjú ár sem vara-
fulltrúi.
Þá lágu leiðir okkar saman á
meiraprófsnámskeiðum þar sem við
komum báðir að kennslu og þar að
auki stundaði Baldvin ökukennslu um
margra ára skeið. Hann kom oft fram
í fjölmiðlum fyrir hönd lögreglunnar í
Reykjavík þegar umferðarmál voru á
dagskrá og vakti athygli fyrir vand-
aðan málflutning og virðulega fram-
komu.
Síðustu samskipti okkar Baldvins
tengdust svokölluðum rauðljósa-
myndavélum í Reykjavík og er mér
minnisstætt hve Baldvin var áhuga-
samur um góðan framgang þeirra
mála þegar þau voru falin honum af
yfirstjórn lögreglunnar.
Fyrir allt þetta vil ég fyrir hönd
Umferðarráðs þakka Baldvini Ott-
óssyni. Af óviðráðanlegum orsökum
get ég ekki fylgt honum síðasta spöl-
inn, en sendi ástvinum hans öllum
hugheilar samúðarkveðjur. Minning
hans er í mínum huga blessuð.
Óli H. Þórðarson.
BALDVIN S.
OTTÓSSON
Ég get ekki stillt
mig um að setjast nið-
ur á fögrum apríldegi á
meðan sólin skín inn-
um glugga mína og
setja á blað nokkrar
línur um Magga Torfa vin minn.
Magnús var heillandi persónu-
leiki. Hann hafði mikið jafnaðargeð,
jafnan glettinn og fann húmor út úr
öllu. Hann hafði frábæra frásagnar-
gáfu, var oft grafalvarlegur þegar
hann var að lýsa einhverju spaugi-
legu. Maggi var stórbrotinn maður,
elskaði fegurð og listir og var afar
smekklegur. Þegar hann frétti að ég
væri kisukona urðum við enn límd-
ari saman því þar áttum við sameig-
inlegt áhugamál. Um þetta áhuga-
mál okkar gátum við talað
endalaust. Hann sagði mér margar
sögur af Síams fress-kettinum sín-
um sem hann varð að láta frá sér og
eftir það langaði hann alltaf í hrein-
ræktaðan Persa-kött. Þar gat ég
uppfyllt ósk hans. Við hjónin létum
hann hafa fallega læðu sem hann gaf
nafnið Coco-Chanel. Hún varð auga-
steinninn hans síðustu dagana sem
MAGNÚS TORFI
SIGHVATSSON
✝ Magnús TorfiSighvatsson
fæddist í Vestmanna-
eyjum 19. ágúst
1944. Hann lést á
heimili sínu í Reykja-
vík 20. mars síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá
Landakirkju 4. apríl.
hann dvaldi hér á þess-
ari jörð, – allt snerist
um Coco. Síðasta dag-
inn sem Maggi lifði
dvaldi hann á heimili
okkar hjóna og auðvit-
að hafði hann Coco sína
með sér því að hún var
eins og barnið hans.
Hann sagði okkur
margar sögur úr starfi
sínu sem hárgreiðslu-
meistari. Í því fagi varð
hann Norðurlanda-
meistari, Hann tók
þátt í að greiða Mar-
gréti Þórhildi Dana-
drottningu þegar hún gifti sig.
Já, Magnúsi Torfa var margt til
lista lagt, var feikilega flinkur í
höndunum.
Þennan umrædda dag sem hann
dvaldi með okkur hjónum var ein-
stök ró og friður yfir honum, já, him-
neskur friður sem fyllti allt húsið.
Hann gaf mér yndislegan lítinn eng-
il sem var frá bernskuheimili hans.
Ég lét hann á náttborðið mitt og
sagði honum að þarna skyldi hann
alltaf vera. Maðurinn minn ók hon-
um heim og á leiðinni töluðu þeir
margt saman. Hann ætlaði að koma
með okkur í sumarbústaðinn okkar
einhverja helgina og svo ætlaði hann
að sýna okkur æskustöðvar sínar –
Vestmannaeyjar, – já, margt átti að
gera. Þegar heim var komið bað
hann manninn minn að bíða augna-
blik því að hann ætlaði að sækja svo-
litla gjöf til okkar. Hann kom að
vörmu spori með afar fallegan borð-
dúk sem hann sagði að myndi passa
á borðstofuborðið okkar og sagði um
leið: „Þetta er búinn að vera ynd-
islegur dagur.“ Þessi orð hafa sjálf-
sagt verið hans síðustu því hann var
látinn 20 mínútum síðar. Jú, auðvit-
að hefur hann sagt eitthvað við Coco
sína því hún kúrði í fanginu hans
þegar að var komið.
Magnús átti Drottin og trúin á
hann var hans björgunarhringur í
lífinu Við hjónin erum þakklát Guði
fyrir að hafa mátt hafa hann á okkar
heimili þessar síðustu stundir sem
hann lifði og fá að kynnast honum,
þessum yndislega, góða dreng og
sönnum vini.
Við „mekabeib“-stelpurnar hans
kveðjum hann með söknuði: Þóra
Björk, Ragga, Ellen, Karitas og
Anna. Við vottum öllum systkinum
hans og ættingjum innilega samúð
og biðjum góðan Guð að styrkja
ykkur.
Við mættumst á
vetrarkvöldi.
Snjóhvít mjöllin
huldi jörð.
Augun þín glömpuðu
af glettni,
svolítið bros á vör.
Hvaða kona var komin?
Mætt eins og drottning
en ástandið alls ekki gott.
Það var spurning
í hjarta þínu.
En brátt tókust
með okkur kynni.
Vináttuböndum
við bundumst.
Við eygðum betra líf.
Já, margt átti að gera.
Við hugðum bæði á
framtíð bjarta og
heillandi ár.
Í lágreistu húsi
með glaðværum hópi
í Mosfellsbæ.
En fljótt skipast veður
í lofti.
Áður en nokkur veit
liggja sorgarskýin yfir.
En Guð faðir
ræður öllu.
Nú ertu í arminum hans.
Svo dansandi
sæll og glaður.
Frjáls frá harmi og kvöl.
(Þ. Bj. Ben.)
Þóra Björk Benediktsdóttir
og Lúðvík Einarsson.
Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til-
tekna skilafrests.
Skilafrestur minningargreina