Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 41 ✝ Jóhanna ArndísStefánsdóttir fæddist í Reykjavík 14. júlí 1966. Hún lést á Landspítalanum 10. apríl síðastliðinn. Jóhanna Arndís ólst upp hjá móður sinni, Guðríði Guð- bjartsdóttur, f. í Melshúsum á Sel- tjarnarnesi 22.5. 1947, og fósturföður sínum, Tómasi Tóm- assyni frá Lönguhlíð á Völlum í S-Múla- sýslu, f. 4.5. 1953. Bræður Jóhönnu Arndísar eru Björn Magnús Tómasson, f. 1.7. 1969, og Yngvi Tómasson, f. 12.12. 1982. Fósturbróðir hennar og frændi er Egill Jón Björnsson, f. 1.4. 1969, á hann soninn Björn Ómar, f. 17.7. 2000. Jóhanna Arndís var í sambúð með Óla Arelíusi Einarssyni, f. 28.8. 1966, bifvélavirkja í Keflavík, foreldrar hans eru Einar H. Þórðarson, kona hans er Steinunn U. Pálsdóttir; og Jó- hanna Óladóttir. Jóhanna Arndís stundaði nám við Fellaskóla og lauk þaðan grunnskóla- prófi en fór eftir það út á vinnumarkað- inn. Hún hóf störf hjá Myllunni og var þar um tíma, í nokkur ár vann hún hjá Flatkökugerð Suðurnesja, en lengst af vann hún hjá Plastprenti. Útför Jóhönnu Arndísar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Jóhanna mín, mikill er söknuður minn. Við áttum svo margt ósagt og ógert, en tími sá mun koma er sameinumst við á ný. Ég bið að þú vakir mér hjá öll ókomin ár. Guð blessi minningu þína. Þinn unnusti og vinur, Óli Arelíus Einarsson. Elsku Jóhanna. Á þessum dögum sækja á spurn- ingar, af hverju þú? Þú sem varst nýflutt með Óla þínum í stærra húsnæði og framtíðin blasti við ykkur, full tilhlökkunar að takast á við garðinn í vor og hefja jafnvel skólagöngu að hausti. Þetta og margt annað var á döfinni. Ekki datt okkur í hug er við fréttum að þú værir á leiðinni frá Keflavík á Landspítalann og við hittum þig þar að kveðjan væri skammt und- an. Sorgin er meiri en orð fá lýst, og hugsunin um þennan hræðilega sjúkdóm, sem getur heltekið fólk án nokkurs fyrirvara, víkur vart úr huga okkar. En minningin um þig mun lifa, minning um þig sem barn og síðan minningarnar um yndislega heil- steypta hugaða konu sem ekki bar veikindi sín á torg, þær munu ekki víkja úr hjörtum okkar um ókomin ár. Við sem trúum vitum að þér hef- ur verið ætlað annað hlutverk, einnig að ömmur þínar og nöfnur ásamt afa hafa tekið á móti þér og vafið þig örmum sínum. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Jóhanna, megi friður Guðs þig blessa og veita Óla og fjöl- skyldunni allri styrk í sorginni. Mamma og pabbi. Hjartans elsku Jóhanna systir. Þegar ég sest niður og byrja að skrifa um þig hrannast upp minn- ingar liðinna ára, minningar sem erfitt verður að koma í orð. Við héldum alla tíð saman, vor- um meira en venjuleg systkini, vor- um svo miklir og góðir vinir. Minnisstæður er mér öðru frem- ur þinn skemmtilegi húmor og hvað þú gast séð margt spaugilegt við ýmis tækifæri á göngu þinni í lífinu. Alltaf var spauginu þannig háttað að ekki kæmi það illa við nokkurn mann. Heil komstu fram við alla og ekki síst okkur bræður þína, alltaf tilbúin að leggja okkur lið ef eitthvað var, hafðir eflaust meiri áhyggjur af hvernig okkur gengi en af eigin heilsufari. Elsku Jóhanna, margs er að minnast en eitt máttu vita að enginn kemur í þinn stað. Allt virðist hafa sinn tilgang og því er lítið annað að gera en lúta höfði í bæn og biðja þér blessunar. Trúin um að þú hafir hitt ömmu og afa og aðra sem á undan eru gengnir léttir sorgina. Megi Guð gæta Óla og allra í fjölskyldunni okkar í þessari miklu sorg. Þinn bróðir, Björn. Þegar það kom í ljós að Guð hafði ætlað þér önnur og stærri verkefni en hér á jörðu, elsku Jó- hanna mín, varð ég fyrir miklu áfalli enda kom kallið án fyrirvara. Samband okkar var einstakt svo ekki sé annað sagt, það leið aldrei sá dagur að við töluðum ekki sam- an, og voru fá umræðuefnin sem við gátum ekki rætt. Kímnigáfa þín var einstök og var fátt skemmti- legra en að hlusta á frásagnir þín- ar. Það var alveg sama hvað ég tók mér fyrir hendur, þú varst alltaf áhugasöm og með á hreinu hvað ég var að gera hverju sinni. Þegar þið Óli fluttuð í nýja húsið ykkar á haustdögum var ljóst að mikil gleði og hamingja ríkti hjá ykkur og framtíðin var björt. Ég var mjög glaður enda var draumur ykkar að rætast. Ég kveð þig, elsku Jóhanna mín, með miklum söknuði og ég kveð ekki bara syst- ur mína þegar ég kveð þig heldur einn minn besta vin. Hvíl í friði. Þinn kæri bróðir, Yngvi. Það var aðfaranótt þriðjudagsins 9. apríl sem sonur okkar Óli hringdi og sagði að Jóhanna væri mikið veik og hefði verið flutt með sjúkrabíl á Landspítalann. Síðar kom símtal frá móður Jóhönnu um að ástandið væri mjög alvarlegt. Við klæddum okkur í flýti og fórum inn á spítala. Þar biðum við fjöl- skyldurnar milli vonar og ótta, og síðla nætur kom úrskurðurinn: krabbamein á lokastigi. Þvílíkt áfall, þvílík sorg. En við héldum í vonina um að allt myndi lagast. Á miðvikudaginn var hún skorin upp, en ekkert hægt að gera. Dáin síðdegis sama dag, þvílík sorg, Jóhanna tengda- dóttir okkar var dáin. Það var fyrir rúmum tíu árum að Óli sonur minn tilkynnti okkur að hann væri búinn að kynnast stúlku sem héti Jóhanna. Vorum við spennt að fá að sjá og kynnast henni. Þannig að við buðum þeim á þorrablót með okkur, það voru okkar fyrstu kynni af Jóhönnu. Hún var fríð og skemmtileg stúlka og með árunum urðu kynni okkar nánari. Hún var orðheppin, sagði brandara og eftirhermur hennar verða okkur ógleymanlegar. Öll frábæru gamlárskvöldin sem Óli og Jóhanna voru hjá okkur, sérstak- lega það síðasta, það verður efst í minningunni. Þá eiga minningar úr sveitinni eins og við segjum alltaf eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Þau eru með hjólhýsi á skika við hliðina á sumarhúsi okkar í sveitinni sem þau eru búin að rækta tré og ann- an gróður á. Þá eru ófá sumar- kvöldin við grill og öl sem við átt- um saman, þeirra kvölda verður sárt saknað án Jóhönnu okkar. Óli og Jóhanna bjuggu lengst af á Kirkjuvegi 3 í litlu húsi sem þau seldu Reykjanesbæ á síðasta ári, og draumur þeirra rættist siðast- liðið ár er þau keyptu hús á Hring- braut 89, þar sem þau voru búin að koma sér vel fyrir. En því miður urðu dagar Jóhönnu ekki margir í því húsi. Hennar bíða önnur húsakynni, húsakynni Drottins og Jesú bróð- ur. Kæri Óli sonur okkar, Guðríður, Tómas, Björn og Yngvi, Guð styrki okkur öll í þessari miklu sorg og ylji okkur við minningar um góða unnustu, dóttur, systur og tengda- dóttur. Einar og Steinunn. Elsku Jóhanna. Fréttin um að þú hefðir skyndi- lega veikst á mánudag og dáið á miðvikudag er hræðilegri en nokk- ur orð fá lýst. Ég bara trúi ekki að þetta sé að gerast. Er ég hugsa um allar þær góðu minningar um þig, elsku Jóhanna, þá gafstu mér svo margar og öllum öðrum. Þú varst yndisleg manneskja, svo ljúf, góð, blíð og trygg. Varst alltaf tilbúin að hjálpa öllum. Ég minnist þess er ég gisti hjá ykkur í nokkra daga, ég líklega 12 ára og þú 13 ára. Mamma þín svo góð og þú mín besta vinkona. Við töluðum svo mikið saman, ég man svo vel þegar við áttum að fara að sofa, þá var svo margt sem við þurftum að ræða saman að venju- lega sofnuðum við talandi og vökn- uðum hlæjandi er við föttuðum það. Svo fórum við að vinna saman í Barðanum um sumarið og ég sem alltaf átti svo erfitt með að vakna á morgnana, þú fannst nú ráð við því eins og svo mörgu öðru. Við fórum á stjá og keyptum stóra vekjara- klukku sem heyrðist mjög hátt í. Ég svaf það auðvitað af mér, svo þér datt í hug að setja hana í pott með loki á svo glumdi í öllu saman og auðvitað virkaði það. Mikið rosalega hlógum við mikið að þessu og rifjuðum þetta öðru hvoru upp fram á fullorðinsár og síðan er far- ið var saman út á lífið þá fórum við aldrei heim nema láta hvor aðra vita. Venjulega fórum við sam- ferða. Þú varst alltaf að passa uppá litlu frænku. Þú varst eins og verndarengillinn minn, elsku Jó- hanna, þótt bara væri ár á milli okkar var ég alltaf litla frænka og það var svo góð tilfinning. Mér fannst ég alltaf svo örugg með þér. Þú varst hrókur alls fagnaðar með skemmtilegum húmor þínum og smitandi hlátri. Þannig laðaðir þú alla að þér. Það er líka ljúft að minnast allra prakkarastrikanna okkar. Svo kynnist þú Óla þínum, frá- bærum strák sem þú fluttir með til Keflavíkur, þið hófuð ykkar sam- búð þar og vildir þú hvergi annars staðar vera. Þá þýddi það bara að þar sem við gátum ekki hist eins oft, þú í Keflavík og varst að vinna vaktavinnu og ég alltaf í aukavinnu um helgar, að síminn hjá okkur var orðinn mjög heitur þegar við þurft- um að spjalla um allt okkar. Og svo öll ferðalögin ykkar Óla á sumrin í hjólhýsið vestur í Dölum, á svo fal- legum stað. Þar leið ykkur svo vel að þið gátuð varla beðið með að komast þangað eftir langan vetur. Elsku Jóhanna, þetta er bara lít- ið brot af góðum minningum. Eins og þú veist væri hægt að skrifa heila bók en ég ætla að geyma minningarnar í hjarta mínu og ylja mér við þær þegar ég hugsa til þín Nú kveð ég þig, elsku frænka mín, með þakklæti fyrir að hafa átt þig að öll þessi ár. Elsku Óli, Gauja, Tommi, Bjössi, Ingvi og Egill, Guð geymi ykkur. Gunný. Elsku Jóhanna mín, hver hefði getað trúað því þegar ég heyrði í þér síðast á afmælisdaginn minn að þú ættir svona stutt eftir? Þú sem varst svo lífsglöð og hress, alltaf tilbúin með góða skapið og þinn smitandi hlátur. Ég hélt að lífið blasti við þér þegar þið fluttuð í nýja húsið, þú geislaðir af ánægju. En svona er þetta, vegir Guðs eru víst órannsakanlegir. Þú varst allt- af eins og stóra systir í mínum huga þegar við vorum að alast upp. Alltaf tilbúin að láta mig og Bjössa heyra nokkur vel valin orð ef við gerðum eitthvað af okkur. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa öllum, sama hvernig á stóð. Svona hrannast minningarnar upp í huga mínum. Elsku Jóhanna mín, ég kveð þig með söknuði og veit að pabbi og mamma (afi þinn og amma) eru með þig í sínum góðu höndum hjá guði. Elsku Óli minn, megi Guð styrkja þig og varðveita í þeim mikla söknuði sem þú gengur í gegnum. Elsku Gauja, Tommi, Bjössi og Yngvi, stórt skarð er höggvið í okkar litlu fjölskyldu, megi Guð styrkja okkur í sorginni. Egill frændi. Kæra vinkona, ég kveð þig með söknuði þó að við höfum hist allt of sjaldan síðustu ár. Það er sárt að hugsa til þess að geta aldrei hitt þig aftur, þú sem varst alltaf svo kát og hress og ávallt ánægjulegt að hitta þig. Vertu sæl kæra vin- kona. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Aðstandendum Jóhönnu votta ég dýpstu samúð mína og megi góður guð styrkja ykkur og blessa minn- ingu Jóhönnu. Margrét Valgeirsdóttir. Okkur þótti mjög vænt um Jó- hönnu og við eigum eftir að sakna hennar mikið. Ef allir væru eins og hún væri heimurinn betri. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Stefán, Kristján Helgi, Hákon Atli og Róbert Leifur. Jóhanna, æskuvinkona mín, er dáin. Ég get ekki trúað því. Mér finnst þetta vera vondur draumur og að ég eigi eftir að vakna. Ég á engin orð en minningarnar streyma. Ég kynntist Jóhönnu þegar við vorum níu ára. Þá vorum við báðar nýfluttar í Breiðholtið og lentum í sama bekk. Við vorum vinkonur síðan. Við Jóhanna fylgdumst að alla okkar skólagöngu og unnum einnig saman um tíma. Í gegnum tíðina brölluðum við ýmislegt – sem á sínum tíma þótti kannski ekki mjög viturlegt – en þótti mjög skemmtilegt seinna meir. Þegar Jóhanna fékk bílpróf vorum við alltaf á rúntinum og var sagt að við keyrðum meira en leigubílstjórar. Við Jóhanna hittumst nánast á hverjum degi þar til hún flutti til Keflavíkur en þá hittumst við yf- irleitt um helgar, sátum í eldhús- inu, spiluðum eða máluðum og töl- uðum mikið. Jóhanna var alltaf hress og kát og gat haldið uppi miklu fjöri hvar sem hún var. Jó- hanna var mikil barnamanneskja og synir mínir fengu að njóta þess. Hún var alltaf til í grín og glens með þeim á kostnað mömmu þeirra. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Óli, Gauja, Tommi, Bjössi, Yngvi og Egill. Innilegar samúðar- kveðjur, missir ykkar er mikill. Megi Guð styrkja ykkur á erfiðum tímum. Elsku Jóhanna, takk fyrir öll ár- in sem við áttum saman. Þér mun ég aldrei gleyma. Þín vinkona, Ásdís. Á lífsleiðinni hittum við fjölda fólks sem flest kemur og fer án þess að hafa mikil áhrif á mann. Einstaka sinnum hittum við svo einstaklinga sem snerta við manni á þann hátt að maður skilur þá ekki við sig upp frá því. Þannig var Jóhanna. Kynni okkar hófust þegar hún var níu ára. Þá hófst vinskapur hennar og Ásdísar systur minnar. Jóhanna var upp frá því meira og minna viðloðandi æskuheimili mitt þar sem þær Ásdís urðu fljótt óað- skiljanlegar vinkonur. Um langt árabil var það svo að ef maður sá til annarrar þeirra var öruggt að hin var ekki langt undan. Jóhanna hafði þann ómetanlega eiginleika að vera glaðlynd og hláturmild og geta vakið þá eiginleika hjá öðrum. Þau eru ófá hlátursköstin sem hún fékk og við hin fengum engum vörnum við komið og áttum engra annarra kosta völ en að hlæja með. Það var mikið áfall að frétta af veikindum Jóhönnu í síðustu viku. Tæpum tveimur sólarhringum síð- ar var hún látin. Þótt dauðinn sé óaðskiljanlegur hluti lífsins fæ ég ekki varist hugsunum um óréttlæti og tilgangsleysi lífsins. Ég vil trúa að allt líf hafi tilgang og þar með hafi ótímabært fráfall hennar ein- hvern tilgang þótt ég sjái hann ekki nú. Fyrir hennar góðu eig- inleika hefur verið þörf á öðrum stað. Englar Guðs hafa fengið góð- an liðsmann. Fjölskyldu Jóhönnu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Hrönn. Á örskammri stundu svo óvænt er kallað, allt verður tómlegt, og myrkrið er svart, ef sorgin hún blindar þá sjáum við ekki hvað sólin er fögur og ljósið er bjart. Spurningar vakna er seint verður svarað, sárið í hjartanu blæðir um stund, en kærleikur guðs sem að öllu er æðri yfir það leggja mun græðandi mund. Leyfðu svo tárunum frjálsum að falla sem fegurstu perlur þau raðast á band, og hún sem er farin við hjarta þær geymir, þá hamingjan umvefur blómanna land. Sendu svo bænir til himnanna háu til hennar sem tendrar þar gleðinnar ljós, og brosin frá þér verða að blómum hjá henni, svo blómstrar í hjarta þér minninga rós. (Guðríður Guðmundsdóttir.) Þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem ég átti með þér, kæra vinkona og samstarfsmaður. Sambýlismanni, foreldrum, bræðrum og öðrum ættingjum sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur á þessum erfiðu tím- um og bið þeim guðs blessunar. Birna Steingrímsdóttir. JÓHANNA ARNDÍS STEFÁNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.