Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 58
DAGBÓK
58 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Sirri
kemur í dag.
Arnomendi, Erla, Hjalt-
eyrin og Nordic Ice fara
í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Lómur og Ludvik And-
ersen komu í gær.
Manai kom í gær og fór
til Reykjavíkur, Nikolay
Afansjev kom í gær og
fer í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
leikfimi og vinnustofa, kl
12.45 dans, kl 13 bók-
band, kl 14 bingó. Mið-
vikud. 24. apríl verður
farin um nýju hverfin í
Garðabæ og Hafnarfirði.
Leiðsögn. Kaffi drukkið
í Félagsmiðstöð aldr-
aðra í Hraunseli í Hafn-
arfirði. Lagt af stað frá
Aflagranda kl. 13.
Skráning á skrifstofunni
eða í s. 562 2571.
Árskógar 4. Kl. 13–
16.30 opin smíðastofan.
Sunarfagnaður verður
síðasta vetrardag 24.
apríl dansleikur kl.
20.30–22.30. Allar upp-
lýsingar í s. 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9–12 bókband, kl.
9–16 handavinna, kl. 10–
17 fótaaðgerð, kl.13
frjálst að spila.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13-16.30, spil og fönd-
ur. Kóræfingar hjá Vor-
boðum, kór eldri borg-
ara í Mosfellsbæ á
Hlaðhömrum fimmtu-
daga kl. 17–19. Les-
klúbbur kl. 15.30 á
fimmtudögum. Jóga á
föstudögum kl. 11. Pútt-
kennsla í íþróttahúsinu
kl. 11 á sunnudögum.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586 8014, kl. 13–16.
Uppl. um fót-, hand- og
andlitssnyrtingu, hár-
greiðslu og fótanudd, s.
566 8060 kl. 8-16.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslustofan opin,
kl. 9 opin handa-
vinnustofan.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félag eldri borgara
Garðabæ. Félagsfundur
í Kirkjuhvoli laugard.
20. apríl kl. 14. Mynda-
sýning frá Ísafjarð-
arsýslum. Ættfræði-
forrit kynnt.
Kaffiveitingar. Allir vel-
komnir.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10
hársnyrting, kl. 10. 30
guðsþjónusta, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13.
„Opið hús“ spilað á spil.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Félagsvist í
Kirkjuhvoli 23. apríl kl.
19.30. Uppskerudagar –
sýningar á tómstunda-
starfi vetrarins 22-24.
apríl kl. 13–18. Fjöl-
breyttar sýningar og
skemmtidagskrá. Kaffi-
veitingar. Garðaberg, ný
félagsmiðstöð á Garða-
torgi. Opið kl. 13-17.
Kaffiveitingar.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Myndlist
og brids, kl. 13.30 .Dans-
leikur miðvikud. 24. apr-
íl „Síðasta vetrardag“ kl.
20.30 Hljómsveitin
Cabrí Tríóið leikur fyrir
dansi.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Ferða-
kynning á innanlands-
ferðum félagsins í sumar
ásamt myndasýningu úr
eldri ferðum kl. 16. Silf-
urlínan er opin mánu- og
miðvikudögum kl. 10–12
í s. 588 2111. Skrifstofa
félagsins er flutt að
Faxafeni 12 sama síma-
númer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
myndlist og rósamálun á
tré, kl. 9–13 hárgreiðsla,
kl. 9.30 gönguhópur, kl.
14 brids. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–16
blöðin og kaffi.
Félagsstarfið Furu-
gerði. Kl. 9 aðstoð við
böðun, smíðar og út-
skurður, kl. 14 messa
prestur sr. Ólafur Jó-
hannsson. Furugerð-
iskórinn syngur undir
stjórn Ingunnar Guð-
mundsdóttur.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar frá hádegi, spila-
salur opinn. Á morgun,
laugardag, vortónleikar
í Fella- og Hólakirkju
hjá Gerðubergskórnum
kl. 16, stjórnandi Kári
Friðriksson, undirleik-
arar Benedikt Egilsson,
Arngrímur Marteinsson
og Unnur Eyfells, ein-
söngur Kári Friðrikson.
Fjölbreytt dagskrá allir
velkomnir. Mánud. 22.
apríl: heimsókn í starf
aldraðra í Kirkjulundi
Garðabæ á upp-
skerudaga, sýningu á
tómstundastarfi aldr-
aðra, lagt af stað frá
Gerðubergi kl. 13.15
skráning hafin. Upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í s. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 9.15 ramma-
vefnaður, kl. 13 bók-
band, kl. 13.15 brids.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 10 glerlist, Gleði-
gjafarnir syngja kl. 14.
–15
Hraunbær 105. Kl. 9–12
baðþjónusta, kl. 9–17
hárgreiðsla og fótaað-
gerðir, kl. 9 handavinna,
bútasaumur, kl. 11 spurt
og spjallað, kl. 14 bingó.
Kaffiveitingar. Allir vel-
komnir.
„Ég býð þér dús mín
elskulega þjóð,“ leik- og
söngskemmtun byggð á
ljóðlist Halldórs Lax-
ness, verður flutt föstud.
26. apríl kl. 14. 30 að
Aflagranda 40. Til-
kynnið þátttöku fyrir 23.
apríl á skrifstofu eða í s.
587 2888.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun, leikfimi og postu-
lín, kl. 12.30 postulín.
Fótaaðgerð, hársnyrt-
ing. Allir velkomnir.
Norðurbrún 1. Kl. 9–13
tréskurður, kl. 9–17 hár-
greiðsla, kl. 10 boccia.
Félagsstarfið er opið öll-
um aldurshópum, allir
velkomnir.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15 handa-
vinna, kl.13-14 verður
sungið við flygilinn við
undirleik Sigurbjargar
Petru Hólmgrímsdóttur.
Tískusýning kl.14. Sýnd-
ur verður dömufatnaður
í vor og sumarlínunni.
Að lokinni sýningu verð-
ur dansað við lagaval
Sigvalda, kaffiveitingar,
allir velkomnir.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30 bók-
band og morgunstund,
kl. 10 leikfimi og fótaað-
gerðir, kl. 12.30 leir-
mótun, kl.13.30 bingó.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13, kl. 10 á laug-
ardögum.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur á
morgun kl. 21 í Konna-
koti Hverfisgötu 105,
nýir félagar velkomnir.
Munið gönguna mánu-
og fimmtudaga
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt Húsið býður
ungum foreldrum (ca. 16
- 25 ára) að mæta með
börnin sín á laugard.
kl.15–17 á Geysir, Kakó-
bar, Aðalstræti 2 (Geng-
ið inn Vesturgötu-
megin). Opið hús og
kaffi á könnunni, djús,
leikföng og dýnur fyrir
börnin.
Borgfirðingafélagið í
Reykjavík. Spilavist á
morgun kl. 14 að Suður-
landsbraut 30.
Allir velkomnir.
Gigtarfélag Íslands:
Gönguferð um Laug-
ardalinn laugard. 20.
apríl kl. 11 frá húsa-
kynnum félagsins að Ár-
múla 5. Klukkutíma
ganga sem ætti að henta
flestum. Einn af kenn-
urum hópþjálfunar
gengur með og sér um
upphitun og teygjur.
Allir velkomnir. Ekkert
gjald. Upplýsingar í s.
530 3600.
Minningarkort
Minningarkort Graf-
arvogskirkju, eru til
sölu í kirkjunni í síma
587 9070 eða 587 9080.
Einnig er hægt að nálg-
ast kortin í Kirkjuhús-
inu, Laugavegi 31,
Reykjavík.
Í dag er föstudagur 19. apríl 109.
dagur ársins 2002. Orð
dagsins: Óvitur maður sýnir
náunga sínum fyrirlitningu,
en hygginn maður þegir.
(Orðskv. 11, 12.)
LÁRÉTT:
1 vitskertar, 8 væntir, 9
lækka, 10 mánuður, 11
þróunarstig skordýra,
13 öngla saman, 15 svalls,
18 sanka saman, 21 kjöt,
22 suða, 23 í vafa, 24 him-
inglaða.
LÓÐRÉTT:
2 stendur við, 3 freka
menn, 4 blóðsugan, 5
hryggð, 6 helmingur heil-
ans, 7 betrunar, 12 fant-
ur, 14 dveljast, 15 harm,
16 blóm, 17 háð, 18 fjár-
rétt, 19 holdugt, 20 kven-
fugl.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 hugga, 4 múgur, 7 grund, 8 næpan, 9 att, 11
lygn, 13 erti, 14 ennið, 15 krús, 17 Asía, 20 ála, 22 aspir,
23 gamli, 24 tóman, 25 arðan.
Lóðrétt: 1 hugul, 2 grugg, 3 alda, 4 mont, 5 gapar, 6
rengi, 10 tungl, 12 nes, 13 eða, 15 kjaft, 16 úlpum, 18
samið 19 alinn, 20 árin, 21 agða.
K r o s s g á t a
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hefur það fyrir regluað beina viðskiptum sínum til
verzlana sem hafa verðmerkingar í
búðargluggum eins og lög gera ráð
fyrir. Hann hefur t.d. aldrei komið
inn í sumar fínustu fatabúðirnar af
því að þessar merkingar vantar æv-
inlega hjá þeim. Auglýsingar hafa
svipuð áhrif á Víkverja; hann er lík-
legri til að skipta við fyrirtæki, sem
tilgreina verð í auglýsingum, en þau
sem láta það eiga sig. Þannig voru
tvær auglýsingar í Morgunblaðinu í
gær, þar sem reiðhjól voru auglýst til
sölu. Í annarri voru skilmerkilegar
verðmerkingar en þær vantaði með
öllu í hinni. Víkverji er ekki í nokkr-
um vafa um í hvora verzlunina hann
ætlar til að skoða hjól handa börn-
unum.
x x x
ALGENGT er að í hérlendumverzlunum, sem eru hluti af al-
þjóðlegum keðjum eða hafa gert
samning við eina slíka, liggi frammi
vörulisti alþjóðlegu keðjunnar. Oft
hefur Víkverji flett í þessum listum
og andvarpað yfir því að sömu hlut-
irnir, frá sömu framleiðendunum,
væru svona miklu dýrari hér á landi
en í útlöndum.
Á þessu eru þó undantekningar. Á
dögunum fór Víkverji í Habitat í
Askalind og skoðaði leðurklæddan
hægindastól, sem honum leizt dálítið
vel á en keypti reyndar ekki. Í verzl-
uninni í Kópavogi kostaði stóllinn
89.700 krónur, en samkvæmt brezka
verðlistanum sem liggur frammi í
verzluninni, kostar hann 699 pund,
sem eru tæplega 98.000 krónur.
Fótskemill mikill, sem hægt er að
kaupa með stólnum, kostaði 39.400 í
búðinni en í verðlistanum 349 pund,
sem eru heilar 48.860 krónur. Þessi
verðmunur kom Víkverja þægilega á
óvart. Ekki hefur hann gert könnun á
því hvort sama á við um allar vörur í
búðinni, en vonar að sjálfsögðu að svo
sé.
x x x
VÍKVERJI heyrði fyrir stuttu afatvinnurekanda, sem bar sig
aumlega vegna þess að tveir eða jafn-
vel þrír af karlkyns starfsmönnum
hans voru í fæðingarorlofi á sama
tíma. Atvinnurekandinn lýsti því víst
yfir að nú myndi hann fara að spyrja
karla, sem sæktu um vinnu hjá hon-
um, út í það í atvinnuviðtalinu hvort
þeir hygðu á barneignir. Um leið var
auðvitað gefið í skyn að slíka menn
stæði ekki til að ráða í vinnu.
Líklega er þetta til merkis um að
nýju fæðingarorlofslögin séu byrjuð
að virka eins og þau eiga að gera; þau
jafna stöðu kynjanna. Þetta hafa kon-
ur auðvitað mátt búa við áratugum
saman; að fá dónalegar spurningar í
atvinnuviðtölum um það hvort þær
ætli að eignast börn og gera vinnu-
veitandanum þann skelfilega óleik að
vera frá vinnu einhverja mánuði af
þeim sökum. Hins vegar væri að
sjálfsögðu æskilegra að allir atvinnu-
rekendur tækju barneignum starfs-
fólksins og nauðsynlegum fjarvistum
þeirra vegna sem þeim náttúrulega
hlut sem þær eru. Ef allir atvinnu-
rekendur hugsuðu eins og sá, sem
Víkverji frétti af, væri hætta á að fólk
hætti bara að eignast börn og þá yrði
atvinnulífið uppiskroppa með nýtt
starfsfólk þegar fram liðu stundir.
Enn hefur tækninni ekki fleygt svo
fram að vélar geti búið til börn, geng-
ið með þau, fætt í heiminn og hugsað
um þau þegar þau eru þangað komin.
Frábær
Abba-sýning
MIG langar til að deila
með ykkur frábærri Abba-
sýningu sem ég fór á sl.
laugardagskvöld. Ég var
stödd í Kringlunni laugar-
daginn 13. apríl ásamt
systur minni. Við urðum
vitni að því að ungt fólk
var að syngja góðu Abba-
lögin á íslensku.
Við höfðum ekkert heyrt
hvaða fólk þetta var en þar
sem við vorum Abba-fíklar
fórum við að hlusta. Svo
auglýstu þau að þau ætl-
uðu að gefa 10 miða á sýn-
ingu þá um kvöldið. Ég og
systir mín unnum hvor
sína tvo miðana. Við buð-
um mönnum okkar með en
við vissum ekkert hvernig
þessi sýning væri. Síðan
byrjaði sýningin og hún
stóð í u.þ.b. tíma. Við frétt-
um í hléinu að þetta væru
krakkar úr Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti sem
héldu þessa sýningu.
Þetta var sú stórkost-
legasta sýning sem ég hef
nokkurn tíma séð og það
er orðið ansi langt síðan ég
hef hlegið eins mikið. Ég
vil hvetja alla Abba-aðdá-
endur að sjá þessa sýningu
og við krakkana vil ég
segja: Húrra, húrra.
Með kærri þökk fyrir
okkur og vegni ykkur vel í
framtíðinni.
Sólrún og Árni,
Ester og Andrés.
Neikvæður
alþingismaður
ÞAÐ sagði við mig um
daginn vænn maður í
Vestmannaeyjum og þar
þekktur, að Ögmundur
Jónasson væri í öllum um-
ræðum neikvæður. Þetta
er sannleikur, slíkir menn
eiga ekkert erindi inn á Al-
þingi Íslendinga. Það
hlakkar í Ögmundi þessa
dagana. Hafið þið lesið
„Varnaðarorð formanns
BSRB um rauða strikið“
þar sem hann ræðir um
verðbólguskot í maí? Ög-
mundur segir: „maður er
farinn að sperra eyrun“.
Lýðskrumarar þurfa ekki
alltaf að vera neikvæðir.
Jón Magnússon,
kt. 200328-4699.
Ekki á réttri hillu
MIG langar að benda Gísla
Marteini Baldurssyni á að
hann er ekki á réttri braut
núna. Það er með hann
eins og fleiri góða sjón-
varpsmenn í tímans rás, að
þegar þeir fara út í stjórn-
mál missa þeir þann
sjarma sem þeim var svo
eðlilegur á skjánum. Ég
get bent á Magnús Bjarn-
freðsson, Eið Guðnason og
Ögmund Jónasson. Þessir
menn voru frábærir á
skjánum en þegar þeir
komu út í stjórnmálin,
voru þeir ekki svipur hjá
sjón og hálfannkannalegir.
Það bendir allt til þess
að Gísli Marteinn komist
ekki í borgarstjórn og er
það vel, svo vonandi getur
hann snúið sér að sínu
gamla starfi aftur.
Kt. 270826-2619.
Tapað/fundið
Kerrusvunta
týndist
Blá kerrusvunta týndist í
miðbæ eða vesturbæ
Reykjavíkur þann 15. apríl
síðastliðinn. Skilvís finn-
andi vinsamlegast hafi
samband í síma 699 7040.
Dýrahald
2ja ára kisi
fæst gefins
Hvítur og gulbrúnn
tveggja ára kisi fæst gef-
ins á gott heimili. Upplýs-
ingar gefur Aðalbjörg í
síma 862 5522.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Það vekur athygli mína
þegar ég geng um vest-
urbæinn að nokkrir bif-
reiðaeigendur virðast
hafa eignað sér gang-
stéttirnar sem „bíla-
stæði“ undir bíla sína.
Þeir leggja bílunum
uppi á gangstéttirnar
svo illmögulegt er að
komast framhjá, án þess
að ganga út í umferðina,
til að sneiða hjá þeim.
Mér verður sérstaklega
hugsað til blindra og
annarra fatlaðra sem
þurfa að ferðast óhindr-
að um gangstéttirnar án
þess að eiga það á hættu
að slasa sig við að rek-
ast á þessar blikkbeljur
borgarinnar – velta á
hliðina í hjólastólunum...
eða eiga það á hættu að
verða undir bíl, við að
komast framhjá. Ég
hvet lögregluna til að
taka á þeim vanda sem
þarna hefur skapast –
og aðstandendur lam-
aðra, fatlaðra og aldr-
aðra (sem margir búa á
þessu svæði) að láta í
sér heyra, verði ekki
ráðin bót á.
Byrgjum brunninn áð-
ur en „barnið“ fellur í
hann.
Og umræddir bif-
reiðaeigendur! – Þið
teljið ykkur e.t.v. eiga
bágt vegna bílastæða-
vandans í borginni...
Það er ekki burðugt að
leysa þennan vanda með
því að níðast á þeim sem
síst skyldi.
Sýnum umhyggju fyr-
ir náunganum!
Einn hugsandi.
Gangstéttir fyrir
gangandi – eða bifreiðastæði?
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16