Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 21 RAFSUÐUVÉLAR MIKIÐ ÚRVAL HAGSTÆTT VERÐ Pentur ehf., Smiðjuvegi 6, Kópavogi, sími 577 7705 - fax 587 1117 - www.pentur.is Pentur ehf. Bjóðum upp á gott úrval flot-, viðgerðarefna og Epoxy-efna frá Rescon Mapei. Við erum fluttir í glæsilegt húsnæði á Smiðjuvegi 6, Kópavogi. 8., 9. og 10 AFGREIÐSLU vísindafrumvarp- anna þriggja verður frestað til haustsins og koma þau því ekki til af- greiðslu nú á vorþinginu, að því er fram kom í yfirlýsingu Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra í ræðu hans á ársfundi Rannsóknarráðs Ís- lands (Rannís) í gær. Vísindafrumvörpin þrjú svoköll- uðu eru frumvarp forsætisráðherra um Vísinda- og tækniráð, frumvarp menntamálaráðherra um opinberan stuðning við vísindarannsóknir og frumvarp iðnaðarráðherra um opin- beran stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins. Á ársfundi Rannís í fyrra greindi Björn Bjarnason þáverandi menntamála- ráðherra frá fyrirhuguðum breyting- um á lögum um Rannís og voru frum- vörpin þrjú smíðuð í kjölfarið. Nokkrar umræður hafa skapast um frumvörpin og í umsögnum um þau örlaði sums staðar á tortryggni og jafnvel hagsmunabaráttu, að sögn menntamálaráðherra. Hann sagði það endurspeglun á þeim raunveru- leika sem vísindasamfélagið byggi við, þ.e. miklar kröfur og lítið fjár- magn. Freistað að renna sterkari stoðum undir samstöðu um málið Tómas Ingi sagði vísindafrum- vörpin þrjú staðfestingu á skilningi stjórnvalda á mikilvægi vísinda fyrir samfélagið og sjálfstæði þess. Hann sagði það eindreginn vilja stjórn- valda að vísindafrumvörpin nái fram að ganga. Vinna við þau í þinginu hefði gengið vel og efnislega væri lít- ið því til fyrirstöðu að klára þau. Nýmælin í vísindasamfélaginu sagði Tómas Ingi vera meðal mikil- vægustu mála þjóðarinnar. „Frum- vörpin þrjú um nýskipan vísindamála eru einmitt stórt mál og vel unnið mál. Það er of gott og of stórt til að um það ríki ekki almenn sátt og sam- staða. Um leið og ég ítreka þann ein- dregna ásetning ríkisstjórnarinnar að ráðast í þessar breytingar, vil ég hér með lýsa því yfir að ákveðið hefur verið að gefa tóm til að ná meiri al- mennri samstöðu um þessi mikil- vægu nýmæli og eyða misskilningi sem upp hefur komið um mikið fram- faramál. Það verður því ekki afgreitt á þessu þingi en verður lagt fyrir í haust og þá afgreitt. Sumarið verður nýtt til að skoða málið í heild, meðal annars í ljósi þess starfs sem unnið hefur verið innan nefnda Alþingis, og þess verður freistað að renna sterk- ari stoðum undir samstöðu um málið. Það er jafnframt skref í þá átt að rækta með okkur gagnkvæma virð- ingu og traust sem ríkja þarf milli vísindaheims, atvinnulífs og stjórn- málanna,“ sagði Tómas Ingi Olrich. Örfáir agnúar slípaðir í sumar Formaður Rannís, Hafliði P. Gísla- son prófessor við Háskóla Íslands, lýsti ánægju með yfirlýsingu menntamálaráðherra á ársfundinum í gær. Hann sagðist ekki óttast leng- ur að málið gufaði upp eftir yfirlýs- ingu ráðherra. „Ég veit að við mun- um öll nota sumarið vel til að slípa þessa örfáu agnúa sem ég sé á þessu,“ sagði Hafliði. Rannís fagnaði frumvarpinu á sín- um tíma í umsögn sinni um það en sagði einnig að höfuðmáli skipti hvernig skipað yrði í Vísinda- og tækniráð, en það er meðal þess sem deilur hafa skapast um. Steinunn Thorlacius, doktor í sam- eindaerfðafræði, hlaut hvatningar- verðlaun Rannís fyrir árið 2002. Steinunn stýrir rannsóknum á brjóstakrabbameini hjá Urði, Verð- andi, Skuld, en hún hefur starfað hjá fyrirtækinu frá því að hún lauk dokt- orsnámi árið 2000. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra á ársfundi Rannís Afgreiðslu vísinda- frumvarpanna frest- að til haustsins Morgunblaðið/Sverrir Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra afhenti Steinunni Thorlacius sam- eindaerfðafræðingi hvatningarverðlaun Rannís á ársfundi ráðsins í gær. SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES ríkjum var 110,7 stig í mars sl. og hækkaði um 0,5% frá febrúar. Á sama tíma hækkaði samræmda vísi- talan fyrir Ísland um 0,4%. Frá mars 2001 til jafnlengdar árið 2002 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,3% að meðal- tali í ríkjum EES, 2,5% í Evru ríkjum og 9,1% á Íslandi. Samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofu Íslands var mesta verðbólga á evrópska efna- hagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var á Íslandi 9,1% og á Ír- landi 5,1%. Verðbólgan var minnst, 0,4% í Noregi og 1,5% í Bretlandi. Mest verðbólga á Ís- landi af EES-ríkjum Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.