Morgunblaðið - 19.04.2002, Side 21

Morgunblaðið - 19.04.2002, Side 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 21 RAFSUÐUVÉLAR MIKIÐ ÚRVAL HAGSTÆTT VERÐ Pentur ehf., Smiðjuvegi 6, Kópavogi, sími 577 7705 - fax 587 1117 - www.pentur.is Pentur ehf. Bjóðum upp á gott úrval flot-, viðgerðarefna og Epoxy-efna frá Rescon Mapei. Við erum fluttir í glæsilegt húsnæði á Smiðjuvegi 6, Kópavogi. 8., 9. og 10 AFGREIÐSLU vísindafrumvarp- anna þriggja verður frestað til haustsins og koma þau því ekki til af- greiðslu nú á vorþinginu, að því er fram kom í yfirlýsingu Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra í ræðu hans á ársfundi Rannsóknarráðs Ís- lands (Rannís) í gær. Vísindafrumvörpin þrjú svoköll- uðu eru frumvarp forsætisráðherra um Vísinda- og tækniráð, frumvarp menntamálaráðherra um opinberan stuðning við vísindarannsóknir og frumvarp iðnaðarráðherra um opin- beran stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins. Á ársfundi Rannís í fyrra greindi Björn Bjarnason þáverandi menntamála- ráðherra frá fyrirhuguðum breyting- um á lögum um Rannís og voru frum- vörpin þrjú smíðuð í kjölfarið. Nokkrar umræður hafa skapast um frumvörpin og í umsögnum um þau örlaði sums staðar á tortryggni og jafnvel hagsmunabaráttu, að sögn menntamálaráðherra. Hann sagði það endurspeglun á þeim raunveru- leika sem vísindasamfélagið byggi við, þ.e. miklar kröfur og lítið fjár- magn. Freistað að renna sterkari stoðum undir samstöðu um málið Tómas Ingi sagði vísindafrum- vörpin þrjú staðfestingu á skilningi stjórnvalda á mikilvægi vísinda fyrir samfélagið og sjálfstæði þess. Hann sagði það eindreginn vilja stjórn- valda að vísindafrumvörpin nái fram að ganga. Vinna við þau í þinginu hefði gengið vel og efnislega væri lít- ið því til fyrirstöðu að klára þau. Nýmælin í vísindasamfélaginu sagði Tómas Ingi vera meðal mikil- vægustu mála þjóðarinnar. „Frum- vörpin þrjú um nýskipan vísindamála eru einmitt stórt mál og vel unnið mál. Það er of gott og of stórt til að um það ríki ekki almenn sátt og sam- staða. Um leið og ég ítreka þann ein- dregna ásetning ríkisstjórnarinnar að ráðast í þessar breytingar, vil ég hér með lýsa því yfir að ákveðið hefur verið að gefa tóm til að ná meiri al- mennri samstöðu um þessi mikil- vægu nýmæli og eyða misskilningi sem upp hefur komið um mikið fram- faramál. Það verður því ekki afgreitt á þessu þingi en verður lagt fyrir í haust og þá afgreitt. Sumarið verður nýtt til að skoða málið í heild, meðal annars í ljósi þess starfs sem unnið hefur verið innan nefnda Alþingis, og þess verður freistað að renna sterk- ari stoðum undir samstöðu um málið. Það er jafnframt skref í þá átt að rækta með okkur gagnkvæma virð- ingu og traust sem ríkja þarf milli vísindaheims, atvinnulífs og stjórn- málanna,“ sagði Tómas Ingi Olrich. Örfáir agnúar slípaðir í sumar Formaður Rannís, Hafliði P. Gísla- son prófessor við Háskóla Íslands, lýsti ánægju með yfirlýsingu menntamálaráðherra á ársfundinum í gær. Hann sagðist ekki óttast leng- ur að málið gufaði upp eftir yfirlýs- ingu ráðherra. „Ég veit að við mun- um öll nota sumarið vel til að slípa þessa örfáu agnúa sem ég sé á þessu,“ sagði Hafliði. Rannís fagnaði frumvarpinu á sín- um tíma í umsögn sinni um það en sagði einnig að höfuðmáli skipti hvernig skipað yrði í Vísinda- og tækniráð, en það er meðal þess sem deilur hafa skapast um. Steinunn Thorlacius, doktor í sam- eindaerfðafræði, hlaut hvatningar- verðlaun Rannís fyrir árið 2002. Steinunn stýrir rannsóknum á brjóstakrabbameini hjá Urði, Verð- andi, Skuld, en hún hefur starfað hjá fyrirtækinu frá því að hún lauk dokt- orsnámi árið 2000. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra á ársfundi Rannís Afgreiðslu vísinda- frumvarpanna frest- að til haustsins Morgunblaðið/Sverrir Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra afhenti Steinunni Thorlacius sam- eindaerfðafræðingi hvatningarverðlaun Rannís á ársfundi ráðsins í gær. SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES ríkjum var 110,7 stig í mars sl. og hækkaði um 0,5% frá febrúar. Á sama tíma hækkaði samræmda vísi- talan fyrir Ísland um 0,4%. Frá mars 2001 til jafnlengdar árið 2002 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,3% að meðal- tali í ríkjum EES, 2,5% í Evru ríkjum og 9,1% á Íslandi. Samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofu Íslands var mesta verðbólga á evrópska efna- hagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var á Íslandi 9,1% og á Ír- landi 5,1%. Verðbólgan var minnst, 0,4% í Noregi og 1,5% í Bretlandi. Mest verðbólga á Ís- landi af EES-ríkjum Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.