Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 25 K l e t t a g a r ð a r 8 - 1 0 • H j ó l b a r ð a d e i l d 5 9 0 5 0 6 0 • H e i m a s í ð a w w w. h e k l a . i s • N e t f a n g h e k l a @ h e k l a . i s GOODYEAR HJÓLBARÐAR Okkar hönnun - þín upplifun Umboðsmenn um land allt HEKLA hefur opnað nýtt og glæsilegt hjólbarðaverkstæði að Klettagörðum 8-10 Láttu ekki sumarið koma þér á óvart HALDINN verður fundur fulltrúa Atlantshafsbandalagsins, NATO, og Rússlands 28. maí í Róm og þar staðfest formlega samkomulag um nýtt skipulag í samskiptum Rússa við bandalagið. Kom þetta fram í yf- irlýsingu frá NATO í gær en tekið var fram að staðfestingin væri að sjálfsögðu háð því að eining næðist um málið á fundi utanríkisráðherra NATO og Rússlands á fundi þeirra í Reykjavík 14.-15. maí. George Robertson, framkvæmda- stjóri NATO, sagði aðspurður að hann hlakkaði til fundarins í Róm. „Ef lokasamningar takast mun nýr kafli í samskiptum NATO og Rúss- lands hefjast, merkilegur kafli í hnattrænu samstarfi í varnarmál- um,“ sagði Robertson. Hann sagði að tækjust samningar myndi ekki verða eingöngu um samvinnu í fræðilegum skilningi að ræða heldur í reynd. Hugmyndirnar sem rætt er um ganga út á að teknar verði sameig- inlegar ákvarðanir á ýmsum sviðum. Hins vegar fengju Rússar ekki neit- unarvald í sambandi við hugsanleg- ar aðgerðir bandalagsins. Hyggjast staðfesta samkomulag í Róm Brussel. AFP. NORSKI vísindamaðurinn og ævin- týramaðurinn Thor Heyerdahl lést úr heilakrabbameini á heimili sínu á Ítal- íu í gær, 87 ára að aldri. Hann varð þekktur um allan heim árið 1947 er hann sigldi ásamt fimm félögum sín- um á rúmum 100 dögum frá Perú til Marquesas-eyja á Kyrrahafi, um 8.000 kílómetra leið, á Kon Tiki, litlum fleka úr balsaviði. Vildi hann þannig rökstyðja þá kenningu sína að menning Suðurhafseyjabúa hefði átt upptök sín í Suður-Ameríku. And- stæðingar kenningarinnar höfðu meðal annars bent á að inkar og aðrir indíánaþjóðir hefðu ekki átt nægilega öflug skip til úthafsferða. Með honum í förinni voru fjórir Norðmenn og einn Svíi. Bók er Heyerdahl ritaði um Kon Tiki-ferðina varð mjög vinsæl, hún var þýdd á um 70 tungumál og hefur selst í um 20 milljónum eintaka, að sögn Dagblad- et. Margar af bókum Heyerdahls hafa komið út í íslenskri þýðingu. Heimild- arkvikmynd um Kon Tiki-leiðangur- inn fékk á sínum tíma Óskarsverð- launin í flokki slíkra mynda. Kenningar hans eru afar umdeild- ar og hafa flestir fræðimenn í þjóð- fræði í stórum dráttum hafnað þeim. Að sögn blaðsins eru rit hans yfirleitt ekki notuð við háskóla, svo hæpnar þykja sumar aðferðir hans. En Hey- erdahl var snillingur í að vekja áhuga almennings og fjölmiðla á hugmynd- um sínum. Ein af helstu kenningum Heyer- dahls var að mun meiri samgangur hefði verið milli fjarlægra heimshluta en áður hefði verið talið. Hann stund- aði meðal annars rannsóknir á forn- minjum á Páskaey á sjötta áratugn- um. Á sjöunda og áttunda áratugnum lét hann smíða haffæra báta úr reyr og papýrus og sigldi í tilraunaskyni á þeim með fjölþjóðlegri áhöfn um Atl- antshaf og Indlandshaf. Einn af bát- um hans, Ra I, sökk skammt frá Barbados á Atlantshafi 1969 en allir komust lífs af. Heyerdahl stundaði síðar fornminjarannsóknir og upp- gröft á Maldive-eyjum á Indlands- hafi, einnig í Perú og á Tenerife. Árið 1998 kom hann hingað til lands til að segja frá áformum sínum um rann- sóknir í S-Rússlandi en hann taldi frá- sagnir í íslenskum fornritum sýna að Óðinn hefði verið af þeim slóðum. Heyerdahl lærði á sínum tíma dýrafræði en fékk áhuga á þjóðfræði er hann dvaldist ásamt þáverandi eig- inkonu sinni, Liv, á Suðurhafseyjum árin 1937–1938. Um það leyti voru enn mannætur á þeim slóðum en þau náðu góðu sambandi við íbúana og ein af bókum Heyerdahls, Brúðkaups- ferð til Paradísar, fjallar um ferðina. AP Thor Heyerdahl fyrir framan Ra II í hafnarborginni Safi í Marokkó áð- ur en hann gerði aðra tilraun til að komast yfir Atlantshafið. Ævintýramaðurinn Heyerdahl látinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.