Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 29 Frábært tilboð hjá acadèmie snyrtistofum Öllum acadèmìe lúxus-andlitsböðum fylgir nú glæsileg taska ásamt 50ml af andlitskremi og bodylotion eða 50ml af maska og hreinsivatni frá acadèmìe á meðan birgðir endast. Acadèmìe hjá viðurkenndum snyrtistofum um land allt Rvík. og nágr. Agnes snyrtistofa, Engjateigi 17-19, Rvík. Snyrtistofa Díu, Bergþórugötu 5, Rvík. Snyrtistofa Grafarvogs, Hverafold 1-3, Rvík. Snyrtistofa Sólveigar, Hálsaseli 56, Rvík. Snyrtistofan Ágústa, Hafnarstræti 5, Rvík. Snyrtistofan Caríta, Hjallabraut 41, Hafn. Snyrtistofan Eva Arna, Grettisgötu 79, Rvík. Snyrtistofan Gimli, Miðleiti 7, Rvík. Snyrtistofan Greifynjan, Hraunbæ 102, Rvík. Snyrtistofan Helena fagra, Laugavegi 101, Rvík. Snyrtistofan Kristín, Arnarbakka 2, Rvík. Snyrtistofan Jóna, Hamraborg 10, Kóp. Snyrtistofan Mandý, Laugavegi 15, Rvík. Snyrtistofan Paradís, Laugarnesvegi 82, Rvík. Snyrtistofan Rós, Engihjalla 8, Kóp. Landið: Snyrtistofa Huldu, Sjávargötu 14, Njarðvík. Snyrtistofa Hildar, Glæsivöllum 14, Grindavík Snyrtistofa Önnu, Háarifi 83, Rifi Snyrtistofa Katrínar, Skólastíg 11a, Stykkishólmi Snyrtihús Sóleyjar, Hafnarstræti 9, Ísafirði Snyrtistofa Dómhildar, Mýrarbraut 26, Blönduósi Snyrtistofan Jara, Hafnarstræti 97, Akureyri Snyrtistofan Dekurkrókurinn, Bæjarási 5, Bakkafirði Snyrtistofan Rakel, Miðgarði 12, Neskaupstað Snyrtistofa Sigrúnar ,Túngötu 15, Reyðarfirði Snyrtistofa Margrétar, Brekkum 1, Vík Snyrtistofa Fancý, Skólavegi, Vestmannaeyjum Á ÞRIÐJU Listafléttu ársins, sem listráð Langholtskirkju gengst fyrir á laugardag, mun suðrænn blær svífa yfir vötnunum enda öll dagskrárat- riði tengd löndum Miðjarðarhafs. Listaflétturnar eru haldnar í tilefni af 50 ára afmæli Langholtssafnaðar en eru opnar öllum þeim sem áhuga hafa á listum og menningu. Í flétt- unni, sem hefst kl. 17, verður fléttað saman ólíkum listgreinum tengdum heyrn, sjón og bragðlaukum. Það er tónlistarhópurinn Contr- asti sem hefur fléttuna með því að flytja endurreisnar- og barokktónlist frá Miðjarðarhafslöndum. Hópurinn leikur á gömul hljóðfæri og eftirlík- ingar hljóðfæra frá þeim tíma er tón- listin var samin. Í hópnum eru Cam- illa Söderberg, blokkflautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleik- ari, Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona, Sigurður Halldórsson sellóleikari, Snorri Örn Snorrason lútuleikari og Steef van Osterhout slagverksleikari. Þá tekur við orðsins list í Lista- fléttunni og les Edda Heiðrún Back- man, leikkona, ljóð eftir hið kunna spænska ljóðskáld og leikritahöfund, Federico Garcia Lorca, sem uppi var frá 1898–1936. Gradueale nobili flyt- ur því næst Lorca svítu eftir Rautav- aara en hún er samin við fjögur ljóð Carcia Lorca og sungin á spönsku. Að þessu loknu heldur fléttan áfram í safnaðarheimili kirkjunnar. Þar mun röðin koma að matargerð- arlistinni með kynningu á saltfisk- réttum í boði SÍF og saltfisksnakki frá veitingastaðnum Þrem frökkum og mun gestum gefast kostur á að bragða á góðgætinu. Vínkynning og dans Í samvinnu við fjóra innflutnings- aðila spænskra Rioja-rauðvína fer síðan fram kynning á þeim vinsælu vínum og mun vínsérfræðingurinn Einar Thoroddsen leiða gesti í allan sannleika um eðli rauðvínanna frá Rioja-vínhéraðinu. Hann mun kynna Faustino VII frá Karli K. Karlssyni, Montecillo Reserva sem Globus flyt- ur inn, en það er nýtt vín á markaði hér. Allied Domecq býður upp á rauðvínið Marques de Arienso og Lind verður með Conde de Valdemar Reserva 1996. Til þess að bæta enn einum þætti inn í Miðjarðarhafsfléttuna verður danslistin látin skipa sinn sess og mun Jesus De Vega Gomez sýna spænskan dans með nútímalegu ívafi undir lok þessarar fjölbreyttu lista- samkomu. Það er nýstofnað Listráð kirkj- unnar sem hefur haft veg og vanda af þessari nýbreytni en það var stofnað sl. haust. Markmið þess er að stuðla að fjölbreyttu lista- og menningarlífi á vettvangi kirkjunnar og í tengslum við starfsemi hennar, jafnframt því að nýta með þeim hætti hin veglegu og ágætu húsakynni kirkjunnar sem menningarmiðstöðvar. Formaður Listráðs Langholts- kirkju er Einar S. Einarsson, fyrr- verandi forstjóri, sem segja má að sé athafnaskáldið í hópnum, sem er að öðru leyti skipað fulltrúum mismun- andi listgreina og sviða. Í því eru Björn Th. Árnason skólastjóri FÍH, Einar Már Guðmundsson rithöfund- ur, Hafliði Arngrímsson leiklistar- fræðingur, Sr. Jón Helgi Þórarins- son sóknarprestur, Jón Stefánsson kórstjóri og organisti, Katrín Hall listdansstjóri, Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi, Ólöf Erla Bjarna- dóttir keramikhönnuður, Ragnar Davíðsson verkefnisstjóri og Þorlák- ur Kristinsson (Tolli) listmálari. Afmælisins minnst Einar S. er þó ekki með öllu ókunnugur listum og menningu, þar sem hann hefur tekið þátt í því með öðrum að úthluta um 50 menningar- verðlaunum á mismunandi sviðum lista og vísinda á sl. 10 árum á vegum Menningarsjóðs VISA, meðan hann var þar við stjórnvölinn, en Einar lét þar af störfum í hitteðfyrra fyrir ald- urs sakir 62 ára gamall. „Tilefni þess að forráðamenn Langholtskirkju vilja með þessu móti hasla kirkjunni víðari völl á listasviðinu er hálfrar aldar afmæli Langholtskirkjusafnaðar í ár, en hann var stofnaður 29. júní 1952. Kór kirkjunnar var stofnaður árið eftir og verður því 50 ára á næsta ári,“ segir Einar S. Einarsson. „Til stendur að minnast afmæl- anna með margvíslegum hætti m.a. með Listafléttum af ýmsu tagi, þar sem hinar ýmsu listgreinar blandast saman, tónlist og myndlist af marg- víslegu tagi auk þess sem til stendur að bjóða upp á listdans sem ívafi á orgeltónleikum síðar á árinu. Þá mun orðsins list verða í hávegum höfð, með upplestri höfunda úr eigin verk- um eða fyrirlestrahaldi, en þar reið Thor Vilhjálmsson rithöfundur á vaðið í fyrstu listafléttunni, 19. jan- úar sl., sem jafnframt var helguð barokktónlist. Verður í þessum efn- um sem öðrum kostað kapps um að leita til listamanna úr sókninni, sem hafa búið þar eða tengjast Lang- holtskirkju með einhverjum hætti. Nýlokið er t.d. myndlistarsýningu þeirra Kristján Davíðssonar og Ás- gerðar Búadóttur veflistakonu sem opnuð var í janúar. Önnur listafléttan tengdist Kaffi og trú og var þá m.a. flutt Kaffikantantan eftir J.S. Bach við góðar undirtektir áheyrenda og gagnrýnenda. Hér er því um margþætta og vel tvinnaða listafléttur að ræða sem eru forvitnilegar fyrir margra hluta sakir og nýjung í menningarlífi höfuðborg- arsvæðisins. Þótt fjölbreytni listalífs á höfuðborgarsvæðinu sé talsvert mikil um þessar mundir og fjölmargt áhugavert efni í boði í viku hverri, er það von okkar í Listráði Langholts- kirkju að enn megi auka og bæta lit- rófið í þessum efnum, enda listunn- endur fjölmargir og áhugi fyrir listum og menningu almennt vax- andi,“ segir Einar. Síðasta Listaflétta vetrarins í Langholtskirkju Með suðrænum blæ Morgunblaðið/Golli Listráð Langholtskirkju stendur að Listafléttunni í kirkjunni. SÍUNG opnar nýjan vef, SÍUNG-vef- inn í Gunnarshúsi í dag kl. 18, í tilefni af Viku bókarinnar, 22. - 28. apríl, sem er að þessu sinni helguð barna- og unglingabókum. Vefurinn verður vettvangur fyrir skoðanaskipti og fé- lagsstarf barna- og unglingabókahöf- unda en flytur auk þess fréttir og upplýsingar fyrir alla sem hafa áhuga á þessari bókmenntagrein. Birtur verður pistill mánaðarins sem í þetta sinn er skrifaður af Andra Snæ Magnasyni. Þá verða í Viku bókarinn- ar birt á vefnum sýnishorn og texta- brot úr þeim verkum sem höfundarn- ir eru að vinna að þessa dagana. Bókmenntavefur opnaður Í FYRRVERANDI verslunarrými Japis í Kringlunni stendur nú yfir stuttsýning á olíumálverkum Elínar G. Jóhannsdóttur. Elín hefur haldið einkasýningar hér á landi og í Noregi, jafnframt hefur hún tekið þátt í samsýningum. Í nokkurn tíma hafa gjár verið myndefni Elínar. Endurkast sögu- frægs staðar, Þingvalla, ásamt berg- máli líðandi stundar sem kemur fram í gjótulífinu sem er algengt við- fangsefni hennar. Hún vinnur olíu- myndir á striga. Sýningin stendur til 21. apríl og er opin á verslunartíma Kringlunnar. Stuttsýning í Kringlunni Í VERSLUNINNI Te og kaffi, Laugavegi 27, stendur ný yfir sýning á pennateikningum Brynju Árna- dóttur. Brynja fæddist í Siglufirði og lærði teikningu þar hjá Birgi Schiöth. Einnig nam hún hjá Ragn- ari Kjartanssyni myndlistarmanni í Myndlistarskólanum við Freyju- götu, og hjá Jóni Gunnarssyni list- málara í Baðstofunni í Keflavík. Að öðru leyti er hún sjálfmenntuð. Sýn- ing Brynju í Tei og kaffi er fjórtánda einkasýning hennar. Sýningin er opin virka daga kl. 9– 18, laugardaga kl. 10–16 og stendur til 30. apríl. Pennateikningar í Tei og kaffi FRAMTÍÐ á grunni fortíðar er yf- irskrift málþings sem haldið verður í Ráðhúsinu í Siglufirði á sunnudag kl. 13.30. Ráðstefnan er um gömlu húsin á Siglufirði og hvernig saga staðar- ins og menningarstarfsemi eru mik- ilvæg framtíðarmál okkar. Haukur Ómarsson, form. tækni- og umhverfisnefndar flytur ávarp. Erindi flytja Margrét Hallgríms- dóttir, þjóðminjavörður, Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri, Gunn- steinn Ólafsson, tónlistarmaður, Brynja Baldursdóttir, myndlistar- maður, Ólafur Kárason frá Græna húsinu, Magnús Skúlason, fram- kvæmdastjóri Húsafriðunarnefndar, Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi, Sigur- björg Árnadóttir frá Dalvík og Brynjar Sindri Sigurðarson, at- vinnu- og ferðamálafulltrúi. Að er- indum loknum verða fyrirspurnir og umræður. Fundarstjóri er Sigurður Hlöðversson, byggingafulltrúi. Það er bæjarstjórn Siglufjarðar og Fáum – Fél. áhugam. um minjasafn sem standa fyrir málþinginu. Málþing um gömul hús ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.