Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ EKKERT bendir til þess að friðar- för Colins Powells, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hafi aukið lík- urnar á því að átökum Ísraela og Palestínumanna linni á næstunni. Og því fer fjarri að Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, séu sáróánægðir með að friðarförin skyldi ekki hafa borið árangur. Powell tókst ekki að telja Ísraela á að flytja herinn frá sjálfstjórnar- svæðum Palestínumanna og Arafat fékkst ekki til að lýsa því yfir skýrt og skorinort að hann afneitaði of- beldi. Á stormasömum fundi Arafats og Powells á miðvikudag neitaði palest- ínski leiðtoginn að verða við kröfu Ísraela um að hann framseldi meinta morðingja ísraelsks ráðherra og féllst ekki á tillögu Ísraela um að vopnaðir Palestínumenn í Fæðingar- kirkjunni í Betlehem gæfust upp og yrðu annaðhvort sóttir til saka í Ísr- ael eða reknir í útlegð. Bandamenn Bush- stjórnarinnar í vanda Eftir fundinn gagnrýndi Arafat ríki heims harðlega fyrir að hafa ekki knúið Ísraela til að binda enda á umsátur ísraelskra hersveita um höfuðstöðvar hans í Ramallah og Fæðingarkirkjuna í Betlehem. Með því að standa fast á afstöðu sinni og bjóða Powell og Sharon birginn vex Arafat í áliti hjá þjóð sinni og aröb- um í grannríkjunum sem hryllir við eyðileggingunni á Vesturbakkanum sem þeir sjá á sjónvarpsskjánum á hverju kvöldi. Með því að fallast ekki á neinar til- slakanir fyrr en Ísraelar bindi enda á hernaðinn á Vesturbakkanum hefur Arafat sett bandamenn Bandaríkj- anna í arabaheiminum í erfiða stöðu. Ráðamennirnir í arabaríkjunum eiga nú í mestu vandræðum með að út- skýra fyrir reiðum þegnum sínum hvers vegna hvorki þeir né Banda- ríkjamenn hafa knúið Ísraela til að draga herlið sitt til baka. Fyrsta vís- bendingin um óánægju leiðtoga arabaríkjanna kom á miðvikudag þegar Hosni Mubarak, forsætisráð- herra Egyptalands, aflýsti fyrirhug- uðum fundi sínum með Powell í Kaíró. Eina útskýringin var að Mub- arak hefði verið „illa fyrirkallaður“. Sharon heldur sínu striki Fréttaskýrendur í Ísrael segja að það styrki nokkuð pólitíska stöðu Sharons að Powell skyldi ekki hafa tekist að koma á vopnahléi. Sharon hefur lýst Arafat sem óvini Ísr- aelsríkis og virðist ekki aðeins hafa einsett sér að uppræta vopnaða hópa Palestínumanna á sjálfstjórnar- svæðunum heldur eyðileggja einnig innviði heimastjórnar Arafats. Powell sagði að Sharon hefði lofað að flytja herinn frá öllum bæjum Palestínumanna nema Betlehem og Ramallah innan viku og ísraelskir fréttaskýrendur spá því að Sharon noti þennan tíma til að valda heima- stjórn Arafats meiri skaða. Sharon sagði eftir að Powell hélt til Banda- ríkjanna að ísraelskir skriðdrekar og hermenn myndu halda áfram um- sátrinu um byggðir Palestínumanna til að hægt yrði að senda þá aftur inn í þær þegar Ísraelsstjórn teldi þörf á því. Kenna hvorir öðrum um Eins og við var að búast kenndu Ísraelar og Palestínumönnum hvorir öðrum um að ekki skyldi hafa náðst samkomulag um vopnahlé og brott- flutning ísraelskra hersveita frá sjálfstjórnarsvæðunum. Palestínu- menn sökuðu Powell um að hafa gef- ið Ísraelum leyfi til að halda hern- aðinum áfram. Arabar sögðu að stjórn Bush hefði beðið álitshnekki með misheppnaðri tilraun sinni til að knýja Ísraela til að flytja herinn af svæðum Palestínumanna. „Ástandið er verra núna en fyrir friðarför Powells,“ sagði Saeb Er- ekat, samningamaður Palestínu- manna, og spáði því að Sharon myndi fyrirskipa árásir á fleiri pal- estínsk skotmörk eftir heimför Pow- ells. „Við berum engan kala til utan- ríkisráðherrans. Við getum aðeins sagt að Sharon stóð sig vel í því að spilla friðarför hans.“ Ísraelskir embættismenn sögðu hins vegar að Arafat ætti alla sök á því að friðarumleitanir Powells fóru út um þúfur því hann hefði neitað að afneita ofbeldi, framselja hryðju- verkamenn eða lofa að beita sér að alefli fyrir friði. „Það sem Powell sagði í raun var þetta: ábyrgðin hvílir augljóslega á Palestínumönnum, það er undir þeim sjálfum komið að ofbeldi þeirra linni,“ sagði Zalman Shoval, ráðgjafi Sharons í utanríkismálum. „Það kemur því ekki á óvart að friðarför Powells skyldi misheppnast, því þetta samræmist einfaldlega ekki áformum Arafats.“ „Hefur misst áhrifavald sitt“ Yossi Sarid, leiðtogi helsta stjórn- arandstöðuflokksins í Ísrael, Mer- etz, gagnrýndi Powell fyrir að hafa ekki náð vopnahléssamkomulagi og taka vel í tillögu Sharons um að efnt yrði til friðarráðstefnu með þátttöku Ísraela, Palestínumanna og arab- ískra grannríkja. „Ef Bandaríkja- menn ætla að undirbúa og stjórna ráðstefnunni eins og friðarumleitun- um Powells væri betra að þeir gæfu hugmyndina um ráðstefnuna upp á bátinn strax.“ Sarid bætti við að stjórn Bush hefði „misst áhrifavald sitt“ meðal Ísraela og Palestínumanna. Til að snúa sig út úr vandanum þyrfti Bandaríkjastjórn að knýja fram lausn, sem byggðist á því að Ísraelar drægju allt herlið sitt frá svæðum Palestínumanna gegn því að komið yrði á friði, „eða gefa frá sér þá hug- sjón að bjarga hinum frjálsa heimi frá ofstæki bókstafstrúarmanna“. Aðferð Powells dugði ekki Powell kenndi Ísraelum og Palest- ínumönnum um þráteflið á síðasta blaðamannafundi sínum í Jerúsalem áður en hann hélt til Egyptalands. Hann sagði að vopnahlé væri óhugs- andi meðan Ísraelsher væri á palest- ínsku svæðunum og Palestínumenn yrðu að „komast að þeirri niður- stöðu, eins og allir aðrir, að hryðju- verkunum verður að linna“. Joseph Alpher, ísraelskur sér- fræðingur í varnarmálum, sagði að þessi aðferð dygði ekki til að knýja Sharon og Arafat til að fallast á til- slakanir. „Powell reyndi aðeins að telja öllum hughvarf og það dugar engan veginn núna,“ sagði hann. „Við þurfum pólitískar tilslakanir af hálfu Sharons til að fá tilslakanir af hálfu Arafats í öryggismálum. Hvor- ugur leiðtoganna er með raunhæfa stefnu í friðarmálum, þannig að nauðsynlegt er að taka í hnakka- drambið á þeim og skella hausunum saman.“ Alpher sagði að Powell þyrfti að leita eftir aðstoð arabaríkja og Evr- ópusambandsins til að beita Arafat þrýstingi með því að hóta að hætta fjárhagslegri aðstoð og öðrum stuðn- ingi við heimastjórnina. Hann þyrfti einnig að þrýsta á stjórn Ísraels með því að seinka fjárhagsaðstoð Banda- ríkjastjórnar vegna nokkurra verk- efna og gagnrýna stefnu Sharons op- inberlega. „Þetta hefur áhrif á almenning í Ísrael,“ sagði Alpher. „Leiðtogi Ísr- aels veit að þegar öflugasti banda- maður landsins refsar honum missir hann stuðning almennings.“ Þótt árangurinn hafi verið harla lítill ræðst það á næstu dögum og vikum hvort friðarförin hafi verið al- gjörlega til einskis. Sendimenn Bandaríkjastjórnar eiga að halda friðarumleitunum áfram og Bush hyggst senda George Tenet, yfir- mann bandarísku leyniþjónustunnar CIA, til Mið-Austurlanda, hugsan- lega í næstu viku. Powell kvaðst ætla að íhuga tillögu Sharons um að efnt yrði til ráðstefnu í Mið-Austurlöndum en ekki hefur enn verið ákveðið hvað hún eigi að snúast um. Leiðtogar arabaríkja hafa tekið tillögunni fálega og segj- ast ekki ætla að taka þátt í ráðstefn- unni nema meginmarkmiðið verði að semja um stofnun sjálfstæðs Palest- ínuríkis. Sharon vill hins vegar að ráðstefnan einskorðist við málefni sem varða samstarf ríkjanna í Mið- Austurlöndum. Bandarískir embættismenn segja að Bush hyggist taka sér góðan tíma til að ákveða hvort rétt sé að efna til ráðstefnu í Mið-Austurlöndum. Lík- legt er að afstaða forsetans skýrist á fimmtudaginn kemur þegar hann ræðir við krónprins Sádi-Arabíu, Abdullah, en hann hefur lagt fram friðartillögur sem víða hafa fengið mikinn hljómgrunn. Krónprinsinn vill að Ísraelar afsali sér landsvæð- um sem þeir hertóku í sex daga stríðinu 1967, fundin verði lausn á vanda palestínskra flóttamanna og að Ísraelar samþykki stofnun Pal- estínuríkis með höfuðstað í Jerúsal- em. Í staðinn verði bundinn endi á átökin og arabaríkin taki upp eðlileg samskipti við Ísrael og viðurkenni tilverurétt þess. Arabaríkin láti meira að sér kveða Hátt settur bandarískur embætt- ismaður sagði að Bush hygðist meðal annars beita sér fyrir því að araba- ríkin láti meira að sér kveða í tilraun- unum til að koma á friði milli Ísraela og Palestínumanna. „Krónprinsinn mun segja forset- anum að leysa þurfi vandamálið strax og að Sádi-Arabar reiði sig á að Bandaríkin geri það,“ sagði Judith Kipper, sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda hjá bandarísku rannsóknarstofnuninni Center for Strategic and International Studies. „Ástandið er óþolandi og farið að ógna stöðugleikanum í þessum heimshluta.“ Stjórn Bush á upphafs- reit eftir friðarförina Jerúsalem, Washington. Los Angeles Times, AP. Reuters Palestínumenn ganga framhjá rústum flóttamannabúða í Jenín á Vesturbakkanum. ’ Ástandið er verranúna en fyrir friðarför Powells ‘ Ariel Sharon og Yasser Arafat virðast ekki sýta það mjög að friðarför Colins Powells skyldi hafa farið út um þúfur og Bandaríkjastjórn virðist engu nær um hvernig knýja eigi fram tilslakanir sem duga til að afstýra enn meiri blóðsúthellingum í Mið-Austurlöndum. SEXTÁN lögreglumenn fórust í gær er jarðsprengja sprakk undir bíl þeirra í Grosní, höfuðborg Tsjetsjníu. Gerðist þetta á sama tíma og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, var að lýsa því yfir, að eiginlegum hernaðarað- gerðum í landinu væri lokið. Lögreglumennirnir voru Tsjetsj- enar hliðhollir stjórninni í Moskvu en skæruliðar beita oft fjarstýrðum jarð- sprengjum í baráttunni gegn yfirráð- um Rússa. Ekki er vitað hvort um það var að ræða eða hvort sprengingin var hugsuð sem eins konar svar við ræðu Pútíns á þingi í gær. Þá sagði hann, að eiginlegum hernaðaraðgerð- um í Tsjetsjeníu væri lokið og tími til kominn að huga að uppbyggingu í landinu. Pútín sagði, að ekki skipti öllu máli hve skæruliðarnir væru margir, held- ur hvar þeir væru. Sprengja banaði 16 Grosní. AP. FJÓRIR kanadískir hermenn biðu bana og átta særðust þegar banda- rísk herþota varpaði fyrir mistök sprengjum á þá þar sem þeir voru við æfingar nærri Kandahar í Afgan- istan á miðvikudag. Að sögn fulltrúa kanadíska hersins eru tveir hinna særðu í lífshættu. Hvorki Kanadamenn né Banda- ríkjamenn gátu útskýrt hvað olli mistökunum. „Við skiljum engan veginn hvernig þetta gat gerst. Vafa- laust taldi flugmaðurinn sig vera að varpa sprengjum á einhverja aðra,“ sagði Raymond Henault, hershöfð- ingi í her Kanada. Bætti hann því við að flugmaður bandarísku herþot- unnar hefði ekki verið þátttakandi í æfingum Kanadamannanna. Henault sagði að kanadísku her- mennirnir hefðu verið við æfingar um 16 km suður af bækistöðvum sín- um í Kandahar þegar bandaríska herþotan, sem var af gerðinni F-16, tók að varpa á þá sprengjum. Var um að ræða svæði sem afmarkað hefur verið sem æfingasvæði fyrir erlend- ar hersveitir, sem hafst hafa við í Afganistan undanfarna mánuði í tengslum við baráttu Bandaríkja- manna gegn hryðjuverkamönnum. Fjórir Kan- adamenn féllu fyrir mistök Washington. AP. NORSKA alþýðusambandið hefur hvatt Norðmenn til að sniðganga ísr- aelskar vörur og nokkrir þingmenn jafnaðarmanna í Svíþjóð hafa hvatt til þess sama. Auk þess að hvetja fólk til að kaupa ekki ísraelska vöru hefur norska alþýðusambandið skorað á öll verkalýðsfélög í landinu að nota 1. maí til að sýna samstöðu með palest- ínsku þjóðinni. Þá biður það Norð- menn um að hafa engin samskipti við sendiráð Ísraels í Ósló og fara ekki til landsins nema um sé að ræða hjálparstarf. Norska stjórnin er andvíg opin- beru viðskiptabanni á Ísrael og sam- tök verslunarinnar í Noregi segjast munu fylgja hinni opinberu stefnu að því leyti. Kom þetta fram í Aften- posten í gær. Í Svíþjóð hafa 12 þingmenn jafn- aðarmanna skorað á almenning að sniðganga ísraelska framleiðsluvöru og síðastliðinn laugardag birtu 34 kunnir Svíar áskorun um það sama í Dagens Nyheter. Meðal þeirra var sænski biskupinn Claes-Bertil Ytt- erberg. Um 62.000 manns tóku þátt í skoð- anakönnun, sem sænska blaðið Aft- onbladet gekkst fyrir meðal lesenda sinna, og af þeim kváðust 69% ætla að hætta kaupum á ísraelskri vöru. Sniðganga ísraelsk- ar vörur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.