Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ INNSTI kjarni Sjálfstæðisflokksins er nú byrjaður á þeirri iðju, sem honum er einkar lagið, að snúa upp á sannleikann og teygja hann og beygja eftir eigin geðþótta. Auglýsing í þeim anda birtist sunnudaginn 14. apríl með línuriti þar sem skuldaaukn- ing Reykjavíkurborg- ar er sýnd með striki beint upp í loftið með- an skuldaaukning Kópavogsbæjar er á jöfnu láréttu róli. Til þess að reyna að gera þetta trúverðugt var höfð sama að- ferðin og Gróa á Leiti hafði á sínum tíma: „Berðu mig ekki fyrir því.“ Það var sem sagt vísað til ársreikn- inga Reykjavíkurborgar og Kópa- vogsbæjar. Á þessu á síðan Sjálf- stæðisflokkurinn örugglega eftir að hamra í auglýsingu eftir auglýs- ingu. En hvað er á bak við þær tölur sem birtar eru með þessu línuriti? Það er bjagaður sann- leiki svo að ekki sé meira sagt. Auðvitað er ekki minnst á það að Kópavogur er mun skuldsettari bær á hvern íbúa en Reykja- vík. Og það á reyndar við um öll stóru bæj- arfélögin í nágrenni Reykjavíkur þó að skattar séu lægri í Reykjavík en í þeim flestum. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveit- arfélaga gefur Reykja- víkurborg 8,0 í ein- kunn í stjórn fjármála meðan Kópavogabær fær 5,8 og Hafnarfjarðarbær aðeins 0,8. Meira að segja Seltjarnarnes- bær fær ekki nema 6,0 í einkunn. Inn í tölur um skuldaaukningu Reykjavíkurborgar eru teknar með skuldir Orkuveitu Reykjavíkur og eru þær líklega stærsti liðurinn. Af hverju eru þessar skuldir ekki líka teknar inn í tölur um skuldaaukn- ingu Kópavogsbæjar? Ég veit ekki betur en Orkuveitan þjóni líka Kópavogi. Kópavogur fær heitt og kalt vatn og rafmagn frá Orkuveitu Reykjavíkur. Dýrar en arðsamar framkvæmdir á vegum hennar, svo sem Nesjavallavirkjun og ný virkj- un á Hengilssvæðinu, eru ekki síð- ur í þágu Kópavogsbúa en Reykvík- inga. Og stofnkerfi í hinum nýju hverfum Kópavogs eru öll lögð á vegum Orkuveitunnar. Lína-Net er sömuleiðis að leggja grunnnet ljós- leiðara um allt höfuðborgarsvæðið. Fjárfesting á hennar vegum, sem hefur skilað 40 prósent ódýrari net- tengingum og mun skila sér marg- falt til baka á næstu árum, er ekki síður í þágu Kópavogsbúa en Reyk- víkinga. En slíkur sannleiki hentar ekki Sjálfstæðisflokknum. Að hagræða sannleikanum Kolbeinn Óttarsson Proppé Reykjavík Auðvitað er ekki minnst á það, segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, að Kópavogur er mun skuldsettari bær á hvern íbúa en Reykjavík. Höfundur er sagnfræðingur og skip- ar 11. sæti á lista Reykjavíkurlistans. HINN 25. maí verða borgarstjórnar- kosningar í Reykja- vík. Þá fáum við Reykvíkingar tæki- færi til að tjá hug okk- ar til þeirra sem hafa boðið sig fram til þess að tryggja velferð okkar. Við fáum tæki- færi til að hafa áhrif á framtíðina. Framtíð ungra Reykvíkinga er björt – en hún gæti verið miklu bjartari. Til að skýra það sem ég á við, ætla ég að nefna þrjár augljósar staðreyndir. Staðreynd 1. – Síðastliðin átta ár hafa borgaryfirvöld lítið gert til að auka framboð á íbúðarlóðum. Þetta hefur leitt til þess að verð á lóðum hefur rokið upp úr öllu valdi og kaupverð á íbúðarhúsnæði hefur hækkað gríðarlega í kjölfarið. Ungt fólk á nú í erfiðleikum með að kaupa sína fyrstu íbúð og verður að leita á leigumarkað- inn. Vegna þessa hef- ur mikil umframeftir- spurn skapast á leigumarkaði og leigu- verð er himinhátt. Að- gerðarleysi R-listans hefur því leitt til þess að margt ungt fólk á í mestu vandræðum með að finna sér heimili við hæfi. Sjálf- stæðisflokkurinn ætl- ar að tryggja nægar lóðir í borginni. Staðreynd 2. – Síð- astliðin átta ár hafa borgaryfirvöld hækk- að álögur á borgarbúa gríðarlega. Útsvar og fasteigna- skattur hafa hækkað og skömmu eftir að Ingibjörg Sólrún komst til valda lagði hún svokölluð holræsa- gjöld á fasteignir. Þau voru áður óþekkt í Reykjavíkurborg. Auknar álögur bitna auðvitað á öllum, en ekki síst ungu fólki, sem er nýkom- ið úr námi og er í byrjunarlauna- þrepum. Yfirleitt er ungt fólk að greiða háar mánaðarlegar afborg- anir af fasteignum, bílum og í mörgum tilfellum námslánum. Aukin opinber gjöld þyngja mán- aðarlega greiðslubyrði og rýra hag fólks. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að lækka fasteignagjöld verulega með því að afnema holræsagjöld. Staðreynd 3. – Síðastliðin átta ár hafa skuldir borgarinnar aukist um 1.100% þrátt fyrir mesta hagvaxt- artímabil Íslandssögunar. Skulda- söfnun nú þýðir hærra útsvar seinna. Þeir sem ungir eru í dag sitja eftir með háar vaxta- og skuldagreiðslur í framtíðinni. Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar að draga úr skuldasöfnuninni með hagræðingu og sparnaði í rekstri og tilfærslu verkefna frá borg til einkaaðila og félagasamtaka. Framtíð ungra Reykvíkinga Jón Hákon Halldórsson Reykjavík Þeir sem ungir eru, seg- ir Jón Hákon Hall- dórsson, sitja eftir með háar vaxta- og skulda- greiðslur í framtíðinni. Höfundur er háskólanemi og stjórnarmaður í Heimdalli, fus. Í DAG, mánudag, las ég í Fréttablaðinu að nú væri síðasti snjórinn að fara úr Bláfjöllum. Sl. sunnudag var einn besti dagur skíða- manna til fjalla á höf- uðborgarsvæðinu. 25 cm nýfallinn snjór í Bláfjöllum og Skálafelli og opið á öllum skíða- svæðum höfuðborgar- innar. Ég held að það geri sér fáir grein fyrir því hvað mikið er haft fyrir því að opna og undirbúa skíðasvæði fyrir okkur skíða- og brettaáhugamenn. Um miðja nótt fer hópur manna á fætur til að brjóta ísinn af lyftustaurum og lyftuvírum, frostáhrifin eru mikil og oft þarf að berja ís daglega af tækjunum. Svo tekur við brekkuundirbúningur, troða þarf allar skíðaleiðir og það sem meira er, á þessum vetri þarf helst að færa til hvert einasta snjó- korn sem festir í fjall- inu og þétta með því undirlag sem helst kannski örlítið lengur fram eftir vorinu. Þá er vont að heyra bara nei- kvæðar fréttir af rign- ingu og slagviðri. Það er einmitt þá sem kannski bætir í brekk- urnar og starfsmenn svæðanna leggja hart að sér til að lengja skíðatímann. Hráefnið okkar snjórinn hefur látið á sér standa hér sunnanlands í tvo vetur en það er ekki þar með sagt að það verði þannig næstu árin. Nú brettum við upp ermar, vinnum að lagfæringum svæða og höldum ótrauð áfram uppbyggingu. Í dag standa þrettán sveitarfélög að rekstri skíðasvæðanna. Ég vil sjá aukna þátttöku í rekstrinum, þannig verður heildin sterkari og fleiri koma til með að stunda þessa hressandi íþrótt. Það sem af er vetri hafa skíða- svæðin verið opin þrjátíu til fjörutíu daga og er það vissulega að þakka dugnaði starfsmanna svæðanna. Á símsvaranum segir: nú er nýfallinn snjór í brekkunum og engin ástæða til að pakka niður skíðabúnaði. Heyr fyrir bjartsýnisröddum. Starfsmenn skíðasvæða, þið hafið staðið ykkur vel. Snjórinn er hráefnið Hildur Jónsdóttir Höfundur er fulltrúi Seltjarnarness í Bláfjallanefnd. Íþróttir Nú brettum við upp ermar, segir Hildur Jónsdóttir, vinnum að lagfæringum svæða og höldum ótrauð áfram uppbyggingu. F yrir Alþingi liggur nú þingsályktun- artillaga sem flestir þingmenn virðast álíta að óleyfilegt sé að hafa efasemdir um. Stað- reyndin er þó sú að þessi tillaga, um aðild Íslands að Kyoto- bókuninni, er í meira lagi vafasöm og eina rökrétta afstaðan til henn- ar er að hún skuli felld. Þetta hljómar ef til vill einkennilega, en það er þá aðeins vegna þess að áróðurinn hefur nær allur verið úr annarri áttinni um að jörðin sé á heljarþröm vegna „græðgi manns- ins“. Lítill áhugi hefur hins vegar verið á að fjalla yfirvegað um þær staðreyndir sem benda til hins gagnstæða. Víða má þó finna heimildir sem ættu að sá efasemdarfræjum í huga þeirra sem hingað til hafa talið að Kyoto- bókunin byggi á traustum vísindalegum grunni og sé eitt- hvað annað en pólitísk leiksýning snjallra sérhagsmunaafla. Æra mætti óstöðugan með því að reyna að rekja þær allar hér, en ástæða er til að benda á heimasíður Ágústs H. Bjarnasonar rafmagns- verkfræðings, sem finna má á slóðinni www.rt.is/ahb/sol, því þær eru hafsjór fróðleiks um efnið og tenginga á aðrar síður. Ein þessara heimasíðna er á vegum bandarísku geimvís- indastofnunarinnar, NASA, og getur þar að líta mynd með línuriti sem sýnir aukningu gróðurhúsa- lofttegunda, en markmið Kyoto- bókunarinnar er einmitt að minnka útstreymi þeirra. Á mynd- inni má sjá að aukning þessara lofttegunda hefur verið vaxandi en sveiflukennd frá miðri nítjándu öld. Á síðustu árum hefur hins vegar dregið hratt og mikið úr þessari aukningu og virðist hún árið 2000 hafa verið komin niður á svipað stig og á sjöunda áratug síðustu aldar. Kyoto-bókunin byggist að veru- legu leyti á rökstuðningi í skýrslu frá milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC. Vandinn er þó sá að því fer fjarri að vísindamenn séu á einu máli um ágæti skýrslunnar, og á það jafnvel við um þá sem eiga stóran þátt í gerð hennar. Einn þeirra er dr. Richard Lindzen og hefur hann haldið því fram að IPCC sé rekið áfram af pólitík fremur en vísindum og að það versta við skýrsluna sé að hún sé kynnt sem sameiginleg niðurstaða fjölda vísindamanna, en enginn þeirra hafi verið spurður að því hvort hann væri samþykkur nokkru í skýrslunni, nema ná- kvæmlega þeirri blaðsíðu sem hann sjálfur vann við. Skýrslan er um eitt þúsund blaðsíður og í henni er sleginn margur varnagl- inn, en Lindzen segir augljóst að IPCC misnoti samantekt skýrsl- unnar, sem er vitaskuld það eina sem nokkur maður les, til að rang- túlka niðurstöður hennar. Mikil óvissa er í öllum spám og mælingum um hita jarðar en minna er gert úr henni í sam- antekt skýrslunnar en skýrslunni sjálfri. Lindzen hefur tekið sem dæmi að rannsóknir sem hann og vísindamenn frá NASA hafa gert, sýni að spár kunni að ýkja mögu- lega hitaaukningu nær fjórfalt vegna þess að í þeim sé ekki rétti- lega litið til áhrifa breytinga á skýjafari. Í samantekt skýrsl- unnar er ekki bent á slík vanda- mál, en þess í stað nefnt að þekk- ingin hafi aukist. Einn af meginhöfundum IPCC- skýrslunnar, dr. John Christy, hefur einnig gagnrýnt hana mikið. Christy er sérfræðingur í hitastigi jarðar og segir að síðustu tvo ára- tugi hafi hitastig á norðurhveli, þar sem flestir búa, heldur hækk- að, en hitinn hafi lækkað frá 20 gráðum norðlægrar breiddar allt til Suðurskautslandsins. Að með- altali hafi hitinn þó aukist lítillega, eða sem nemi 0,04 gráðum á Cels- ius á áratug. Hann telur þó ekki að hækkun hitans sé verulegt áhyggjuefni eða tilefni til upp- sláttar eins og raunin hafi orðið á. Hitinn hafi farið hækkandi allt frá ísöld og muni líklega halda áfram að hækka enn um sinn. Líklega verði einhver hluti þeirrar hækk- unar vegna athafna mannsins en ekki sé hægt að segja til um hve stór hluti og hann bendir á að hvað sem við gerum muni loftslagið breytast, eins og það hafi gert í gegnum tíðina. Það sem þessir vísindamenn og fjölmargir aðrir leggja áherslu á er sú mikla óvissa sem fyrir hendi er, en óvissan er nokkuð sem ekki er lögð mikil áhersla á þegar reynt er að fá þjóðþing til að samþykkja að gera íbúa landa sinna fátækari. Staðreyndin er nefnilega sú að þó að árangurinn af Kyoto verði í besta falli sáralítill og ekki merkj- anlegur fyrir nokkurn mann mun hann kosta mikið í aukinni skatt- byrði á almenning eða beinum höftum. Samkvæmt opinberum líkönum sem stuðst hefur verið við til að mæla hugsanlegan árangur af Kyoto, mun hitastig verða um 0,02 gráðum lægra árið 2050 með Kyoto en án, en til að ná þessu þurfa Vesturlandabúar að leggja á sig að fara með orkunotkun niður fyrir það sem hún var í árið 1990. En hver trúir því svo sem að tölvulíkönin, sem ævinlega hafa reynst vitlaus, geti nú spáð af slíkri nákvæmni? Það er vissulega fjarstæðukennt, en þegar við bæt- ist að Bandaríkin ætla alls ekki að taka þátt í Kyoto-bókuninni og ýmsar aðrar þjóðir eru mjög tví- stígandi – fyrir utan það að fjöl- mennustu ríki heims eru alls ekki þátttakendur – þá er ljóst að sam- þykkt Alþingis á bókuninni hefði þær afleiðingar einar að leggja óþarfar byrðar á íslenskan al- menning en gerði „umhverfinu“ ekkert gagn. En ef til vill sjá sér einhverjir leik á borði að ná fram draumi sínum um skattahækkun og aukin umsvif ríkisins á þessum fölsku forsendum. Hér hefur aðeins verið getið um lítið brot af þeirri rökstuddu gagn- rýni sem fram hefur komið á Kyoto-bókunina, en vonandi munu einhverjir þingmenn taka dagpart í að kynna sér málið nánar. Þá þarf varla að efast um að þeir munu í framhaldinu fjalla efn- islega um þingsályktunartillöguna og veita henni svo það braut- argengi sem hún á skilið, með því að fella hana. Hafnið Kyoto Þó að árangurinn af Kyoto verði í besta falli sáralítill og ekki merkjanlegur fyrir nokkurn mann mun hann kosta mikið í aukinni skattbyrði á almenning. VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.