Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 33 0 Sími 525 3000 • www.husa.is skjólveggir Tilboð 5.950 kr. efri grind Tilboð 5.950 kr. efri grind Tilboð 8.990 kr. neðri grindTilboð10.450 kr. neðri grind Tilboð13.950 kr. Skjólveggur 200x74/37 Skjólveggur 200x74/37 Skjólveggur 200x127/90Skjólveggur 200x127/90 Skjólveggur 45 200x180 Tilbúnir við lífið! Þegar tekist er á E-vítamín Táp E vítamín 200 ae eflir náttúrulegar varnir líkamans. E-vítamín er talin góð vörn gegn öldrun og óæskilegum áhrifum umhverfisins á líkamann. Fæst í apótekum Tilboð á E-vítamíni 200 ae afsláttur 20% 18. - 26. apríl E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 4 .0 2 5 Til sölu glæsilegur MMC Galant 2,0, 133,3 hestöfl, sem skráður er á götuna 1. 03. 01. Bíllinn er hlaðinn aukabúnaði, m.a. leðurklæddur, sól- lúga, geislaspilari, „cruise control“, rafmagn í öllu, 17“ felgur og „low profile“ heilsársdekk, fallegur spoiler og fl. Ekinn aðeins 11.500 km. Bíll í mjög góðu ásigkomulagi sem vekur athygli hvar sem hann sést. Ásett verð er 2,7 millj. Uppl. gefur Þórarinn í s. 899 1882 eða Ásdís í s. 699 1658. Til sölu þessi glæsilegi Mitsubishi Galant UNDANFARIÐ hefur verið fjallað um flutning verkefna á vegum Alþingis til Ólafsfjarðar og látið að því liggja að óeðlilega hafi verið að verki staðið. Ólafsfirðingar hafi stolið verkefni af Stöðfirðingum þar sem Stöðfirðingar hafi ver- ið búnir að biðja um verkefnið og Halldór Blöndal, forseti Al- þingis og þingmaður Norðurlands eystra, hafi verið að hygla sínu kjördæmi á kostnað annars með því að færa Ólafsfirðingum verkefnið. Þessu verður að svara því að um miklar rangfærslur sé að ræða og það er ekki gott fyrir okkur landsbyggðar- fólk sem höfum áhuga á að byggð haldist í landinu öllu þegar við för- um að rífast innbyrðis. En það er hins vegar alveg ljóst að embætt- ismenn ríkisins hafa verið helstu dragbítar á að flytja verkefni út á land. Í lok ársins 1999 fór fiskvinnslu- fyrirtækið Sæunn Axels ehf. í gjald- þrot og misstu þá um 40 manns vinnuna hér í Ólafsfirði. Í kjölfarið var hafin vinna til að skapa ný störf á staðnum þar sem fyrirséð var að ekki myndu aðrir aðilar hefja vinnslu í stað Sæunnar Axels ehf. Haft var samband við þingmenn kjördæmisins og þeir fengnir í lið með okkur, og í mars 2000 var hald- inn fundur í Ólafsfirði þar sem allir þingmenn kjördæmisins mættu. Eftir þann fund var gefið loforð um að til Ólafsfjarðar kæmu ný störf sem tengdust fjarvinnslu og núna tveimur árum seinna eru fyrst að sjást efndir á þeim loforðum sem gefin voru. Forsetisráðherra sjálfur sagði á sínum tíma í beinni útsend- ingu í sjónvarpi að unnið væri að því að flytja störf til Ólafsfjarðar. Í nóvember 1999 var stofnað hér í Ólafsfirði fyrirtæki sem hét Íslensk miðlun Ólafsfirði ehf. en nokkur slík fyrirtæki voru stofnuð vítt og breitt um landið m.a. á Stöðvarfirði. Öll þessi fyrirtæki hafa lent í þroti og fyrirtæki stofnuð upp úr þeim og þau einnig komin í þrot eða við það að fara á hausin. Öll þessi fyrir- tæki voru stofnuð með hvatningu og jafnvel loforðum um flutning á verkefnum frá Reykja- vík. Iðnaðarráðherra sá m.a. ástæðu í út- varpsviðtali til að hrósa Íslenski miðlun sérstaklega fyrir frum- kvæði og áræði í stofn- un dótturfyrirtækja á landsbyggðinni og höfðum við í Ólafsfirði eins og á öðrum stöðum þar sem þessi fyrirtæki voru stofnuð ástæðu til að vera bjartsýn þar sem áætlun þessi naut greinilega velvilja stjórn- valda. En hvað gerðist? Ekkert! Þegar á reyndi sáu embættismenn því allt til foráttu að flytja verkefni út á land og þingmenn okkar reynd- ust vanmáttugir í baráttunni fyrir okkar hönd. Í þessari viðleitni töp- uðust margar milljónir króna hjá íbúum þessara staða. Ég vil leyfa mér að segja að farið var af stað á fölskum forsendum af hálfu Ís- lenskrar miðlunar í Reykjavík og getuleysi ríkisvaldsins var algjört til að flytja verkefni út á land þrátt fyr- ir fögur fyrirheit þingmanna í sölum Alþingis og alls staðar þar sem þeir opnuðu munninn um þessi málefni. Meðal þess sem talað var um að hægt væri að flytja til Ólafsfjarðar var skönnun á Alþingistíðindum. Hugmyndin af þessu verkefni kom í einu af mörgum samtölum okkar við Halldór Blöndal, forseta Alþingis, sem hefur verið duglegur að leita að verkefnum sem hægt væri að flytja til okkar samkvæmt loforðum frá fundinum í mars árið 2000. Íslensk miðlun Ólafsfirði ehf. og síðan Óley ehf. hafa verið með klærnar víða til að ná í verkefni og m.a. var leitað til tveggja ríkisstofnana um verkefni, en þrátt fyrir viðleitni starfsmanna fyrirtækisins þá voru verkefni sem leitað var eftir flutt á aðra staði. Auðvitað voru menn ekki ánægðir að missa af verkefnum þessum en okkur datt aldrei í hug að fara með þá óánægju okkar í fjölmiðla, þar vinnast engir sigrar í þessari bar- áttu. Við fögnuðum því þó að verk- efnin sem við vorum að falast eftir voru flutt út á land. Það er mjög slæmt þegar þingmaður sem hefur forgöngu um að flytja verkefni út á land, fær á sig óréttláta gagnrýni fjölmiðla. Ef þeir sem stjórna fréttaflutningi hjá RÚV hefðu haft nennu til að kynna sér málið þá hefði fréttaflutningurinn verið með allt öðrum hætti og pistlahöfundur, sem er bróðir framkvæmdastjórans á Stöðvarfirði sem fór geyst, dæmir sig sjálfur og er ekki hægt að taka slíkan mann alvarlega. Niðurstaða mín eftir að hafa kom- ið að þessum málum sl. þrjú ár er sú að ekki verða stofnuð sérstök fyr- irtæki um verkefni, sem ríkisvaldið vill flytja út á land til þess eru þau að gefa alltof lítið af sér. Verkefnin verður að vista hjá fyrirtækjum sem eru starfandi og eru viðbót við þá starfsemi sem eru til staðar. Á landsbyggðinni býr hæfileika- ríkt fólk sem bíður eftir tækifærum til að sýna sig og sanna sama hvort það er í Ólafsfirði, á Stöðvarfirði eða annars staðar. Það er ekkert lögmál að allt þurfi að vera í Reykjavík og þegar um nýsköpun er að ræða hvet ég ríkisvaldið og fyrirtækin á Stór- Reykjavíkursvæðinu til að líta til landsbyggðarinnar þar er tekið vel á hlutunum. Verkefni á vegum Alþingis til Ólafsfjarðar Magnús D. Brandsson Verkefnaflutningar Á landsbyggðinni býr hæfileikaríkt fólk sem bíður eftir tækifærum, segir Magnús D. Brandsson, til að sýna sig og sanna. Höfundur er sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Ólafsfjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.